Morgunblaðið - 08.12.1959, Page 13

Morgunblaðið - 08.12.1959, Page 13
Þriðjudagur 8. des. 1959 MORGUNBLAÐIÐ 13 I Císli Sveinsson fyrrv. Alþingisforseti | — MinningarorB — Gísli Sveinsson, fyrrverandi Alþingisforseti. NÚ ERU þeir allir horfnir fram- herjarnir í þeim þætti sjálfstæðis baráttunnar, sem lauk 1. desem- ber 1918, mennirnir, sem reistu merki skilnaðarstefnunnar upp úr aldamótunum og börðust af eldmóði og hrifningu fyrir frelsi íslands. Gísli Sveinsson féll síð- astur. Hann andaðist hér í Reykjavík 30. nóvember sl., tæp- lega 79 ára gamall. Höfuðborg íslands kveður í dag Gísla Sveinsson, en á morgun verður hann lagður til hinztu hvíldar heima í ættarhéraði sínu í Skaftafellssýslu. Þar er þessum vígreifa baráttunmanni og ætt- jarðarvini búinn hvílustaður sunnan undir jöklum, mitt í blóm legri byggð, milli sanda og stór- fljótá. Þá er hann kominn heim eftir langa og viðburðaríka ferð og fjölþætta baráttu í þágu lands síns og þjóðar. -t-f - Gísli Sveinsson var fæddur að Sandfelli í öræfum 7. desember 1880. Foreldrar hans voru merk- ishjónin Svein Eiríksson, prestur og alþingismaður, og Guðrún Pálsdóttir, prófasts og þjóðfund- armanns í Hörgsdal, Pálssonar. Hann lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1903 og embættisprófi í lögfræði við Kaupmannahafnar háskóla árið 1910. Hann gerði nokkurt hlé á háskólanámi sínu vegna heilsubrests á árunum 1906—1907. Á þeim tíma var hann settur bæjarfógeti á Akur- eyri og sýslumaður í Eyjafjarð- arsýslu. Þegar Gísli Sveinsson hafði lok ið háskólanámi gerðist hann yfir- dómslögmaður í Reykjavík og vann þau störf fram til ársins 1918, en þá var hann skipaður sýslumaður í Skaftafellssýslu. Því embætti gegndi hann megin- hluta ævinnar, eða fram til árs- ins 1947. Þá var hann skipaður sendiherra íslands í Noregi. Var hann fyrsti íslenzki sendiherr- ann, sem sendur var til dvalar og starfa meðal Norðmanna, nán- ustu frændþjóðar fslendinga. -1 - f - Gísli Sveinsson hóf ungur þátt- töku í stjómmálabaráttu þjóðar sinnar. Hann var kosinn á þing fyrir Vestur-Skaftafellssýslu ár- ið 1916 og átti þar sæti til ársins Á MORGUN verður til moldar borinn í Vík í Mýrdal Gísli Sveinsson, fyrrum sýslumaður og síðar sendiherra. Er þar að velli hniginn héraðshöfðingi, sem Skaftfellingar báru gæfu til að njóta bæði vel og lengi, en þar fór enginn meðalmaður. Æfiatriða hans verður rækilega minnzt af öðrum og skal hér því aðeins á fátt eitt drepið af störfum hans. Þegar hin svokall- aða Spánska veiki barst hingað til lands 1918 hélt hann í óleyfi heilbrigðisyfirvaldanna í fyrstu uppi sóttvörnum í héraðinu, svo að veiki þessi komst aldrei þang- að, en enginn veit hve mörgum mannslífum var með því bjarg- að. Þurfti til þess mikið áræði manns á fyrsta embættisári, enda þótt ráðstafanir þessar yrðu síð- ar samþykktar þegar fullsýnt var, hver voði var hér á ferðum. Á því sama ári bættist svo Kötiu- gosið ofan á enstakan grasbrest og erfiðleika með fóðuröflun, er fylgdi öskufall svo mikið að tók fyrir alla beit fram á næsta sum- ar. Var hann þá óþreytandi í því að greiða fram úr erfiðleikum héraðsbúa með öllum hugsanleg- um ráðum. Mun hann við þetta hafa gengið svo nærri kröftum sínum að af því hlaut hann al- varlegan heilsubrest síðar. Em- bættisstörf hans voru röggsam- 1921. Varð hann þá að leggja nið- ur þingmennsku sakir heilsu- brests. En hann var aftur kos- inn á þing fyrir Vestur-Skafta- fellssýslu étrið 1933, og átti síðan sæti á þingi til ársins 1947, er hann varð sendiherra. Sendiherra starfinu gegndi hann til ársins 1951, en þá fluttist hann alkom- inn heim til íslands og stóð heim- ili hans hér í Reykjavík síðan. Jafnhliða sýslustjórn og þing- mennsku voru Gísla Sveinssyni falin fjöldi trúnaðarstarfa. Hann var málaflutningsmaður Lands- banka íslands árin 1912—18, átti sæti í milliþinganefnd um Flóa- áveitu 1916, í milliþinganefnd um bankamál 1937. Hann átti sæti í Landsbankanefnd 1934—1945. í dansk-íslenzku ráðgjafarnefnd- inni átti hann einnig sæti um árabil og í milliþinganefnd um póstmál 1943. Hann var formaður milliþinganefndar um stjórnar- leg og örugg, en þó rekin af fyllstu nærgætni og tillitssemi. Starfsmaður var hann ágætur og svo sýnt um að semja að hann gat lesið skrifara fyrir viðstöðu- laust löng og flókin embættis- bréf, svo að engum staf þurfti að breyta eftir á. Eins og nærri má geta leituðu margir hjálpar hans þegar þeim bar vanda að höndum. Náði hjálp semi hans svo langt, að til hans sóttu fulltingi ekki síður andstæð ingar hans en flokksbræður og gerði hann engan mannamun á fyrirgreiðslu. Virtist honum mikil ánægja að því að leysa hvers manns vandræði. Hann gekk gunnreifur að hverju góðu máli og sótti svo fast að flestir munu ætla að þeim málum hafi ekki verið við bjargandi, sem hann gafst upp við. Af öllum opinberum verkleg- um framkvæmdum í héraðinu hafði hann mikil afskipti og var t. d. aðalhvatamaður að bygg- ingu læknisbústaðar með sjúkra- skýli og kirkju í Vík. Stóð hann fyrir fjársöfnun til þessara bygg- inga og hafði á hendi forsögu um framkvæmdir allar. Nú er störfum þessa mæta manns lokið, en þau munu halda minningu hans á lofti meðal Skaft fellinga um langa framtíð. — Kveðja þeir hann með kærri þökk. Jón Þorsteinsson. skrármálið 1942.—1947 og átti sæti í Alþingissögunefnd árin 1943—56. Kirkjumál lét Gísli Sveinsson sig mjög skipta. Átti hann sæti í kirkjuráði, allt frá stofnun þess á árinu 1931, var einn aðalfor- göngumaður og forseti almennra kirkjufunda, og átti sæti á hinu nýstofnaða kirkjuþingi árið 1958. Hann var fyrsti formaður Félags héraðsdómara og einn af frumkvöðlum þeirra samtaka. Gísli Sveinsson var forseti Sam einaðs Alþingis árið 1942 og 1943—1945. Hann var um langt skeið formaður samvinnunefndar samgöngumála á Aþingi og beitti sér mjög fyrir hvers konar sam- göngubótum í landinu. Heima í héraði sínu hafði Gísli Sveinsson víðtæk afskipti af hags munamálum héraðsbúa sinna. — Var hann þar viðriðinn flest mál, er til heilla horfðu fyrir Skaft- fellinga. -t-t- Á æskuárum Gísla Sveinsson- ar var sjálfstæðismálið mál mál- anna í hugum allra íslendinga. f svo að segja hverri sveit á land- inu snerist stjórnmálabaráttan um það eitt, hvernig baráttunni skyldi hagað í viðureigninni við yfirþjóðina. Gísli Sveinsson var kominn af traustum bænda- og prestaættum. Faðir hans var einnig um skeið þingmaður og á heimili hans ríkti einlægur og vakandi áhugi fyrir sjálfstæðis- baráttunni og takmarki hennar. Áhugi Gísla Sveinssonar fyrir stjórnmálum og þá fyrst og fremst fyrir frelsisbaráttunni vaknaði því þegar á bernskuár- um hans heima í föðurgarði. Á skólaárunum, sem voru hin- ir mestu átakatímar, urðu línurn- ar síðar ennþá skýrari. Gísli Sveinsson skipaði sér þegar í sveit hinna framsæknustu og rót- tækustu í sjálfstæðisbaráttunni. Hann gerðist landvarnar- og skilnaðarmaður, eins og þeir Bjarni frá Vogi, Benedikt Sveins- son og Ari Arnalds, svo nokkrir séu nefndir. Á háskólaárum sín- um í Kaupmannahöfn var hann þegar orðinn einn snarpasti og vígreifasti baráttumaðurinn í hópi hinna yngri manna. Hann var flugmælskur, rökfastur, á- heyrilegur vel, en flutti mál sitt þó ávallt af hófsemd og háttvísi. Þeim ræðuhætti hélt Gísli Sveins son alla tíð, Hann féll aldrei fyrir þeirri freistingu að grípa til lág- kúrulegra, persónulegra spjóta- laga. Hann var ávallt málefna- legur og drengilegur í málflutn- ingi sínum. Hann gekk glaður og reifur til hverrar orrustu og þótt hann væri vopnfimur á málþing- um, var aldrei eitur í eggjum vopna hans. Hin þunga undiralda í allri stjórnmálabaráttu Gísla Sveinssonar var heit trú hans á land sitt, framtíð þess og frelsi. -f-t - Á því fór vel, að það skyldi koma í hlut Gísla Sveinssonar að stýra hinum sögufræga fundi Alþingis 17. júní 1944, að Þing- völlum við öxará. Margir hinna gömlu skilnaðarmanna og fram- herja í sjálfstæðisbaráttunni hefðu vafalaust viljað standa í sporum hans þá. En örlögin höfðu kjörið Gísla Sveinsson til þess að lýsa því yfir að Lögbergi hinu helga, að ísland væri al- frjálst, að hið forna þjóðveldi hefði verið endurreist, og er- lent konungsvald yfir íslending- um þrotið. Fyrir þetta hlutverk var Gísli Sveinssón guði sínum þakklátur. Hann leysti það einnig af hendi með sæmd og glæsibrag. íslenzka þjóðin þakkar Gísla Sveinssyni nú þegar hann er all- ur fyrir margþætt störf í þágu lands síns. Hún þakkar honum fyrir hina heitu trú hans á frelsi hennar og sjálfstæði, möguleika hennar til þess að standa óháð og hlutgeng í samfélagi frjálsra þjóða. -t-f- Gísli Sveinsson var maður fríð- ur sýnum, vasklegur í framkomu og ljúfur og mildur í umgengni. Á heimili hans, bæði heima í Vík í Mýrdal og síðast hér í Reykjavík, ríkti gestrisni og hlýhugur, sem verður öllum þeim minnisstæður, er þangað komu. Átti það einnig við um fyrsta íslenzka sendiherraheimilið er þau hjón stofnsettu í Oslo. Gísli Sveinsson kvæntist árið 1914 Guðrúnu Einarsdóttur úr Reykjavík, ágætri og glæsilegri konu, sem var honum alla ævi mjög samhent og átti ríkan þátt í að byggja upp hin þjóðlegu og vinsælu heimili þeirra. Áttu þau fjögur börn, þrjár dætur, Guðríði, sem gift er Finni Guð- mundssyni, náttúrufræðingi, Sig- ríði nuddkonu og Guðlaugu, sendiráðsritara í London, sem gift er John M. G. Best fulltrúa í brezka útvarpinu, og einn son, Svein flugstjóra, sem undan- farin ár hefur starfað erlendis. Eru öll börnin hin mannvænleg- asta fólk, eins og kyn þeirra stendur tiL minnist aldarafmælis Einars H. Kvarans. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ minntist ald- ar afmælis skáldsins og rithöf- undarins Einars H. Kvarans, sl. sunnudag. Hófst dagskráin með snjöllu erindi próf. dr. phil. Steingríms J. Þorsteinssonar. — Rakti prófessorinn rithöfundar- feril Kvarans og gerði grein fyr- ir þeim miklu áhrifum, sem hann hafði haft á samtíð sína og eftir tíma með skáldritum sínum, fyr- irlestrum og blaðamennsku, en Einar H. Kvaran var sem kunn- ugt er afburða ritsnjall, mikill hugsjónamaður, er lét sér ekk- ert mannlegt óviðkomandi og sá snillingur um skáldsagnagerð, einkum þó sögur, að enginn fit- höfundur ísenzkur stendur hon- um framar í því efni. Hann var auk þess gott ljóðskáld og at- hyglisverður leikritahöfundur þó að hann væri orðinn foskinn Það var Gísla Sveinssyni mikil gæfa, að ná háum aldri, án þess að mæðast af langvinnum veik- indum eða sjúkralegum. Á yngri árum sínum kenndi hann að vísu vanheilsu, sem lamaði starfsþrek hans nokkuð um skeið. En hann sigraðist á þeim sjúkdómi. Kjark ur hans og lífsþróttur bar þar hærra hlut. Á hinum efri árum gekk hann yfirleitt heill til skóg- ar. Sjúkdóm þann, er varð hon- um að aldurtila, tók hann fyrst á sl. sumri. Þá tóku kraftar hans að fjara út. Hann fékk hægt og rólegt andlát eftir stutta legu £ sjúkrahúsi. Þar með var dagur af lofti í tilveru mikils og djarf- huga baráttumanns, sem lengi mun verða minnzt fyrir marg- þætt og merkileg störf. Vinir og samstarfsmenn Gísla Sveinsson- ar og heimilis hans senda ástvin- um hans innilegar samúðar- kveðjur við fráfall hans. íslenzka þjóðin þakkar líf hans og starf. Sigurður Bjarnason frá Vigur. GfSLI SVEINSSON vann flest sín störf í augsýn alþjóðar sem atkvæðamikill sýslumaður um áratugi, fyrsti sendiherra íslands í Noregi og þingmaður um langt árabil, svo að hin helztu séu talin, öll þessi störf vann Gísli aiS virðuleik, samvizkusemi og vit- und um gildi þeirra. Myndin af honum við framkvæmd þeirra, svo mikilvæg sem þau voru, er áreiðanlega í margra huga um þessar mundir. En þeir, sem höfðu af honum nánari kynnl, hugsa jafnframt og ekki síður til ljúfmennsku hans og fjörs í kunn ingjahóp. Við fáa hinna rosknari manna var ánægjulegra að spjalla um gamalt og nýtt, enda sýndi hann þá ætíð hið mesta umburðarlyndi, þó að ekki líkaði honum allt, sem sagt var eða gert hafði verið. , Af þessum sökum mun Gísli verða samtímamönnum sínum minnisstæður. En nafn hans mun geymast löngu eftir daga okkar, sem nú lifum, vegna stjórnmála« afskipta hans. í stjórnmálum lét Gísli sér allt frá æskudögum mjög hugað um sjálfstæðismálið og hlotnaðist sú gæfa, að lýsa, úr forsetastól Alþingis, yfir end- urreisn lýðveldisins á Þingvöll- um 17. júní 1944. Mun sú stund ógleymanleg öllum, sem þar voru þá, og geymast í sögu þjóðarinn- ar á meðan byggð íslands helzt. Bjarni Benediktsson- maður, er hann tók að gefa sig að þeirri skáldskapargrein. Þegar próf. Steingrímur hafði lokið máli sínu, las Ævar R. Kvaran nokkur ljóð eftir skáld- ið. Því næst las Guðbjörg Þor- bjamardóttir smásöguna „Fyrir- gefning“ eftir hann. Þá söng Þur- íður Pálsdóttir lög við kvæði skáldsins úr leikritinu „Lénharði fógeta'1. Að lokum var sýnt atriði úr leikriti skáldsins, „Jósafat" og voru leikendur þau Regína Þórð- ardóttir, Arndís Björnsdóttir og Haraldur Björnsson. Ævar R. Kvaran var leikstjóri. Lárus Pálsson kynnti leikskráratriðin. Þjóðleikhússtjóri og Ævar R. Kvaran undirbjuggu og völdu dagskrárefnið. Minningarsamkoma þessi var öll hin merkasta og samboðin hinu ágæta skáldi og mikilhæfa rithöfundi. S. Gr. Kveðjuorð frá SkaftfeUingum Þjóðleikhúsið minnist nldnr- nfmælis Einnrs H. Kvoron

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.