Morgunblaðið - 08.12.1959, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 8. des. 1959
MORGVTSBLAÐÍÐ
17
ísraelsmaður veitir veburfars-
deildirmi tækniaðstoð
Er hér á vegum Sameinuðu þjóðanna
UNDANFARNA tvo mánuði hef-
ur dvalizt hér á landi sérfræð-
ingur á vegum Alþjóðaveður-
fræðistofnunarinnar, en sú stofn-
un hefur milligöngu um tækni-
aðstoð sem Sameinuðu þjóðirnar
kvenveðurstofustjórinn í veröld-
inni fyrr og síðar, og Adda Bára
Sigfúsdóttir, sem veitir forstöðu
veðurfarsdeildinni hér.
Sagði Naftali Rosenan að verk-
efni sitt hér væri að rannsaka
1 Israei er mun heitara en hér. Þar er meðalhiti 13 stig og upp
í 26 stig, hér 11 stig í júlí og -f-1 stig í janúar.
veita. Heitir hann Naftali Ros-
enan og stjórnar veðurfarsdeild
veðurstofunnar í ísrael og skipu-
leggur veðurathuganir þar í
landi. Dvöl Rosenans hér á landi
er líður í þeirri tækniaðstoð, sem
Alþjóðaveðurfræðistofnunin veit
ir íslandi til þess að auka starf-
semi veðurfars- og áhaldadeildar
Veðurstofunnar, þannig að þær
geti veitt atvinnuvegunum full-
nægjandi þjónustu og stuðlað að
þróun þeirra.
f gær bauð ræðismaður ísrael,
Sigurgeir Sigurjónsson, frétta-
mönnum að ræða við Rosenan.
Viðstaddar voru þær Teresía
Guðmundsson, veðurstofustjóri
sem Rosenan segir að sé eini
— Bókaþáttur
Framh. af bls. 8
skýringum. A bls. 162 segir að
Steingrímur Thorsteinsson hafi
dáið 21. ágúst 1913, en í bréfi
frá 5. og 6. ágúst sama ár minn-
ist Matthías á lát Steingríms.
Sumar þýðingar á útlenzkuslett-
um Matthíasar eru líka hæpnar.
Á bls. 80 er gríska orðið „eon“
þýtt „heimur", en það merkir
„aldur“, „öld“. „eilífð“. A bls.
172 er latneska setningin (sem
þýdd er í skýringu nr. 2) greini-
lega framhald íslenzku setningar-
innar og ætti að útleggjast sam-
kvæmt því, t. d.: „en um það
er deilt“. Nafnaskráin aftan við
bréfin er líka stórlega gölluð, í
hana vantar nokkur nöfn og við
mörg önnur eru röng blaðsíðu-
töl. Þessi vinnubrögð eru því
meinlegri, sem hér er um veru-
lega skemmtilega og fróðlega
bók að ræða, en þau skrifast víst
fyrst og fremst á reikning út-
gáfufyrirtækisins.
Sigurður A. Magnússon.
hvort nægar upplýsingar væru til
um veðurfar hér á landi til að
hægt sé að gera fullnægjandi veð
urfarskort af landinu, svo sem
úrkomu og hitakort. Einnig hefði
sér verið falið að gera sérstaka
athugun á því hvernig tíðni ým-
issa veðurfyrirbrigða . breytist
eftir landshlutum. Er þar t. d. um
að ræða tíðni hvassviðra, frosta
og þurrka.
Gagnlegt fyrir atvinnuvegina.
Veðurfarsfræði þ. e. a. s. at-
huganir á veðurástandi á hverj-
um stað yfir lengri tíma, kvað
hann geta komið að miklu gagni
fyrir atvinnuvegina, og tók nokk-
ur dæmi. Þegar um virkjun
vatnsafls til rafvæðingar er að
ræða, eru athuganir á jökulleys-
inu, uppgufun og regni t. d. mikil
vægar, nauðsynlegt er að vita ef
ráðizt er í stórbyggingar hversu
mikinn storm sú bygging verður
að standast mestan, ef ráðast á
í ræktunarframkvæmdir á nýjum
gróðri eru veðurathuganir yfir
lengri tíma nauðsynlegar til að
velja hentugasta staðinn, og fisk-
veiðarnar gætu haft mikið gagn
af meiri upplýsingum en daglegri
veðurspá, t. d. upplýsingar um
tíðni storma og þannig mætti
lengi telja. Þess má geta að flest-
ar tilraunastöðvar landbúnaðar-
ins hér hafa veðurathugunarstöðv
ar, en ef það sem gerðar hafa
verið tilraunir með, á að nota á
öðrum stöðum. er auðvitað nauð
synlegt að vita hvar á landinu
er sambærilegt veðurfar.
Veðurfar í heimalandi Rosen-
ans er að mörgu leyti mjög ólikt
veðurfari hér. T. d. er meðalhiti
þar 13—26 stig, hér 1—11 stig. En
hann kvað vandamál beggja þess-
ara litlu landa og veðurstofa
þeirra að mörgu leyti lík. f báð-
um löndunum væri nauðsynlegt
að framleiða sem mest í landinu
sjálfu en flytja sem minnst inn,
og á síðustu árum hefði ísraels-
mönnum með rannsóknum og
skipulagningu tekizt að hefja
ræktun á mörgu því sem ekki var
áður ræktað í landinu. í báðum
löndunum hvað hann fjárskort
há veðurstofunum í því að veifa
eins mikla þjónustu við atvinnu-
vegina og æskilegt væri. Hér
væri ekki hægt að gera það í eins
ríkum mæli og hjá öðrum þjóð-
um með því starfsliði sem ísl.
veðurfarsdeildin hefði yfir að
ráða, en þar væru góðir starfs-
kraftar, sem ynnu geysigott verk
við að koma út tiltölulega nýjum
skýrslum.
Veðráttan í áratugi
í veðurfarsdeild Veðursstof-
unnar hér eru þrír fastráðnir
starfsmenn. Deildin gefur út ritið
Veðráttuna, sem kemur út mán-
aðarlega og eitt hefti, með árs-
yfirliti. Eru þar rakin helztu tíð-
indi veðursins frá degi til dags
og skrifað þannig að allir geti
haft gaman af. Ritið hefur komið
út í þessu formi frá 1924 og áður
kom það út í öðru formi á ísl.
frá 1919 en þangað til á dönsku.
Er því hægt að rekja veðrið gegn-
um þetta rit aftur fyrir það sem
elztu menn muna, og eru það öllu
áreiðanlegri heimildir.
Veðráttan fer ákaflega víða,
því ritið er sent til allra veður-
stofa í heiminum og stofnana sem
geta haft gagn af því. Hér á landi
er það aftur á móti lítt útbreytt,
en áskrifendur geta fengið það
hjá Veðurstofunni fyrir kr. 65
árganginn.
óskast
Upplýsingar hjá yfir-matreiðslumannl.
Leikhúskjallarinn
Framkvæmdarstjóri
Útgerðarfélag óskar eftir að ráða framkvæmda-
stjóra, nú þegar, eða frá næstu áramótum. Þeir sem
hefðu hug á starfinu, sendi nöfn sín, ásamt upplýs-
ingum fyrir 20. des. n.k. til Morgunblaðsins merkt:
„8536“.
Vantar kari eða konu
til afgreiðslustarfa
í verzlunina á Langholtsveg 174. Ennfremur þvotta-
konu. Upplýsingar á staðnum.
Arni j. sigurðsson.
Lógregluþjónsstaða
Staða lögregluþjóns í lögreglunni í Hafnarfirði er
laus til umsóknar. Laun samkvæmt launalögum. Uno-
sóknir ritaðar á sérstök eyðublöð er fást hjá, bæjar-
fógetum og lögreglustjórum sendist undirrituðum
fyrir 25. þ.m.
Hafnarfirði, 5. des. 1959.
BÆJARFÓGETINN I HAFNARFIRÐL
nj
Jól askraut
JÓLABJÖLLUR
JÓLALUKTIR
með ljósi
Tilvalið til skreytingar á heimilum í verzlunum og til útstillinga.
Jólatrésseríur 3 teg.
Vesturgötu 2 sími 24330
Mesta skáldið meðal sagnfræðinga
um mesta manninn meðal skáldanna
Það eru komnar út 200 bækur — og auk þess ein
anóóonar
eftir Sigurð Nordal.
sem í hugum allra íslendinga hlýtur að verða kjörbók ungra og aldraðra
um jólin.
Kápan „Nóttlaus voraldar veröld“ eftir Kjarval.
Jólabókin í ár — Ilelgafellsbók.
Kaupið málverkaprentanimar og jólabækumar í Unuhúsi.