Morgunblaðið - 09.12.1959, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 09.12.1959, Qupperneq 9
Miðvikudagtir 9. des. 1959 MORCriNRT i t>1Ð 9 Hadionette radíófónn til sölu TJr mahogny, með nýjustu gerð plötuspilara (4ra hraða) og segulbandstæki með 4 upptökum á sama bandi. Sími 16-4-13. Á sama stað Kodak Retina III b með ljósmælir & fjarlægðamæli einnig til sölu. Dægurlagasöngkona Stúlkur athugið: Ykkur, sem áhuga hafið á dægur- lagasöng gefst tækifæri til að reyna hæfni ykkar. Um atvinnu getur verið að ræða. Þær, sem vilja sinna þessu gjöri svo vel og hringi í síma 34696. Búkin um Janet Lim 8eld mansali Éit Endurminningar hjúkrunarkonu Bókin seld mannsali er kominn á jólamarkaðinn, en á frummálinu var hún nefnd Sold for Silver. Höfundurinn, Janet Lim, kínversk kona, segir frá ævi sinni, sem er harla söguleg. Hún hefir lifað tímana tvenna og lýsir á áhrifamikinn hátt andstæðunum: Annars vegar, friðsæl æska í litlu þorpi við mjög forna og frum- stæða lífshætti. Hins vegar, öldurót ófriðarins, sem hún er gripinn af, og líf herfangans. Tímarnir tvennir Lífið í kínverska þorpinu, sem Janet Lim ólst upp I, var með svipuðum hætti og tíðkast hafði í þúsund ár. Hungrið og vofurnar voru að vísu ósýnileg ,en þó ævin- lega á næstu grösum, og fólkið hugsaði alltaf um þau. Seinagangur hversdagslífsins var kryddaður fornum trúarsiðum og hjátrú, hátíðahöldum vegna barnsfæðinga, giftinga og dauða, og hinni kyrrlátu og orðfáu hamingju heimilislífs og ástar. Þegar Janet var átta ára dó faðir hennar, og móðir hennar giftist aftur og kom telpunni fyrir hjá nágrönnum og fluttist til fjarlægra staða, ásamt manni sínum. Skömmu síðar seldu húsbændur telpunnar hana kaupmanni nokkrum í Singapore, sem vildi fá sér ambátt og hjákonu til viðbótar þeim er fyrir voru. Hjúkrunarkona Kristnir trúboðar leystu hana úr ánauð, settu hana í skóla og húkrunarnám. Eftir fáein friðsæl ár, braust stríðið út í austurlöndum. Hún vann á spítala er japanski herinn nálgaðist. Starfsfókinu var skipað að flýja úr sjúkrahúsinu og halda til Indlands. Skipinu var sökkt, og eftir tvo hræðilegá daga á fleka, björguðu fiskimenn frá Súmötru, Janet og félögum hennar. En Súmatra var þegar fallin í hendur Japana, og hrakningar Janet voru í rauninni aðeins að byrja. Einu sinni var hún dæmd til að verða japönsk „gleðikona", öðru sinni stóð hún and- spænis byssukjötum á aftökustað, en hugrekki hennar og ráðsnilld og dugnaður björguðu henni, uns styrjödinni lauk — en þá lýkur sögunni. Metsölubók í Englandi Bókin kom út í Englandi fyrir síðustu jól og náði þá metsölu meðal enskra jólabóka og er nú að koma út í þýðingu á fjölda mála. íslenzku þýðinguna gerði Ragnar Jóhannesson. Þetta er stór saga og sterk, saga mikilla atburða og fáheyrðra örlaga, en festa, þrek og skapstyrkur er það, sem hæst ber í frásögninni, HLAÐBÚÐ B O S C H kæliskáparnir komnir. — Í'ÍP.&ÍP&ÍFÍgíLÍL Keflavík. — Sími 730. Mjög mikið úrval af allskonar hannyrba vörur Tilbúnir kaffidúkar með servi ettum. — Allt tilvaldar jóla- gjafir. — Verzlunin JENNY Skólavörðustíg 13-A Dekk 825x20, tapaðist 7. þ.m. úr Kópavogí um Reykjavík — Skerjafjörð. — Vinsamlegast hringið í síma 13097 eða 10016. Fundarlaun. Ný yfirklætt sófasett selst mjög ódýrt í Lauga- gerði 56. — Keflavik íbúð óskast til leigu, 3—4 her bergi og eldhús. — Upplýsing- ar í síma 374 kl. 8—10 e.h. Stúlka rösk og ábyggileg stúlka ósk- ast til innheimtustarfa. Upp- lýsingar í síma 35350. Bifreiðasalan Ingólfsstræti 9. Simar 18966 og 19092. Kaiser '52 til sölu. Má greiðast á tveim- ur árum. Ef um góða trygg- Jigu er að ræða. Bifreiðasalan Ingólfsstræti 9. Símar 18966 og 19092. Verðtilboð óskast í innflutnings- leyfi fyrir bifreið frá Vestur-Þýzkalandi, — merkt: „Benz — 8517“, skilist fyrir hádeg'i á fimmtudag næstkomandi á afgreiðslu blaðsins. Ný bók eftir (ju.omu.nd (t)aníelióc — með myndum gerðum af Ólafi K. Magnússyni ljósmyndara Morgunblaðsins Samtölin „í HÚSI NÁUNGANS“ eru þessi: Þetta hef ég gert öll naín ár. Samtal í sex lotum við Þórunni Gestsdóttur. 1. Bernskudagar á öldinni sem leið. — 2. Lausakona til sjós. og lands. — 3. Vinnukona í Húsinu. — 4. Úr basli til búskapar. — 5. Skepnurnar mínar í lífi og dauða. — 6. Á teig með Tótu Gests. Tvísýn barátta sem endaði með sigri. Frá Hafliða í Búð. „Eyrarbakki varð mín Ameríka,“ segir Kristján Guðmunds- son sjötugur. í fylkingarbrjósti. Afmælisviðtal við Dag Brynjúlfsson. Framleiðandinn, sem engan ríkisstyrk fær. Garðyrkjubónd- inn, sem vildi verða kokkur. Ingimar Sigurðsson í Fagra- hvammi „intervjúaður“ um gróðurhúsarekstur og ýmis- legt fleira. Sólskinsdagamir eru fleiri en óveðursdagarnir. Viðtal við Guðrúnu S. Guðmundsdóttur í Guttormshaga. Fjárbóndínn við „fljótið helga“. „Ég er bjartsýnn á framtíð íslenzkra sveita,“ segir Guðmundur Guðmundsson á Efri- Brú í Grímsnesi. Skakjúristi á skútuöld. Gísli Jónsson hreppstjóri á Stóru- Reykjum áttræður. Fýlatekja í Fagradalsbjörgum. Ólafur bóndi Jakobsson í Fagradal í Mýrdal bjargsigsmaður i 50 ár, segir frá lífs- » baráttu sinni á landi og sjó. Biskupstungnamaður hvað sem á dynur. Framkvæmdastjóri Suðurlands, Gísli Bjarnason, yfirheyrður af ritstjóranum. Ekki við eina fjöl felldur um dagana: Leigubílstjóri, lög- reglumaður, hestamaður, verkstjóri, kvikmyndaframleið- andi. Gísla þáttur Sigurðssonar. Rakarinn frá „Fossella" rifjar upp fáeinar endurminningar um þjonustu sina við guð og menn. Maðurinn lifir ekki á einu og saman brauði Steinþór Gests- son á Hæli rifjar upp endurminningar sinar um M.A. kvartettinn. Ennfremur ræðir hann hér um hesta- mennsku, leiklist og sveitabúskap. Það er ekki sama hvort við vinnum ullina sjálfir eða látum Gilitrutt gera það. Á uppstigningardag með Sigur- jóni í Raftholti. Til sjós á togara. í farkennslu. Bóndi í 35 ár. I rausnargarði. Páll Björgvinsson á Efra-Hvoli rifjar upp endurminningar sínar um vini sína og samverkamenn, sem margir voru stórhöfðigjar og skáld. Og um lífsstarf sitt, með pennann í annarri hendinni, en plóginn í hinni. Veiku kýrnar bændanna óeðlilegur tekjustofn. Viðtal við Jón Pálsson dýralækni á 40 ára starfsafmæli hans. „Ég er búinn að velgja mörgum undir uggum,“ segir Adam Hoffritz pípulagningamaður. „Bauninn“ hjá Degi í Bæ varð góður íslendingur, og hefur aldrei sett upp vettlinga. Rjómabústýra í hálfa öld. Samtal við Margréti Júníusdóttur á Stokkseyri. Hefur flaggað frá í 30 ár. Sjómaður, gestgjafi, húsasmiður og bóndi horfir um öxl sem snöggvast, áður en hann fer í fjósið. Viðtal við Kristin Gunnarsson frá Eimu. „Það er alltaf eitthvað, sem hægt er að hlakka til,“ segir Magnús Magnússon lausamaður. Níræður Austur-Land- eyingur rifjar upp sjóferðabænina sína og fleira. Skin og skúrir í 75 ár. Fáein brot úr lífssögu Jóhannesar Erlendssonar símstöðvarstjóra á Torfastöðum. Það var mildi að við komumst yfir Kúðafljót. Heimsókn að Herjólfsstöðum í Álftaveri til Jóhannesar bónda Guð- mundssonar frá Söndum. Forsetaheimilið á Bessastöðum. Viðtal við forsetann, herra Ásgeir Ásgeirssonar, og frú Dóru Þórhallsdóttur. í S A F O L D

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.