Morgunblaðið - 09.12.1959, Side 13

Morgunblaðið - 09.12.1959, Side 13
Miðvikudagur 9. des. 1959 MORGVNBLAÐIÐ 13 Þjóðin vill sterka stjórn og stutt og athafnamikið þing Þeim vilja hennar ber okkur alþingis- mönnum að hlýða Útvarpsræða Ólafs Thors forsætisráð- herra á mánudagskvöldið í>IN GSÁL Y KTUN ARTILL AG A sú, á þingskjali 22, sem hér er til umræðu, íer fram á að Al- þingi samþykki, að fundum þingsins verði frestað frá 30. nóv. eða síðar, ef henta þykir, svo sem það er orðað, enda vérði þingið kvatt saman eigi síðar en 28. janúar n. k., og þá að sjálfsögðu fyrr ef rétt þykir. Ástæðan til þess, að ég hefi fyrir hönd stjórnarinnar, borið þessa tillögu fram, er sú, að vegna þess að ríkisstjórnin tók ekki við völdum fyrr en 20. fyrra mánaðar, þ. e. a. s. sama daginn og Alþingi Kom saman, hefur henni ekki gefizt nægur tími til að kynna sér til hlítar skýrslur þær um efnahagsafkomu þjóðar- innar, sem ýmsir helztu hagfræð- ingar landsins, undir forustu efnahagsráðunauts stjórnarinnar, Jónasar Haralz, ráðuneytisstjóra, hafa verið og eru enn að vinna að. Fékk fyrrverandi stjórn hina fyrstu þeirra í hendur nokkru eftir kosningar, en við, umboðs- menn Sjálfstæðisflokksins, við samningana um stjórnarmyndun, fengum þær ekki fyrr en um 10. nóvember. Skýrslur þessar eru langar og fylgiskjölin mörg, og von á fleirum. Þurfa þessi gögn nákvæmrar athugunar, en end- anlegar ályktanir af þeim er ekki auðið að draga, fyrr en rannsókninni er lokið, sem enn getur dregizt nokkuð. Stjórnin telur því nauðsynlegt, að hún geti einbeitt sér að at- hugun á þessum höfuðmálum, sem allt veltur á að vel takist til um. — o — í rauninni tel ég þessi fáu orð nægjanlega greinargerð fyrir þingfrestunartillögunni. En vegna ofsafenginnar andstöðu stjórnarandstæðinga gegn tillög- unni, sem lýst hefir sér í lát- lausu málþófi undanfarna daga og nætur, skal ég þó bæta nokkru við. Tíðar þingfrestanir undanfarin ár A undanförnum árum, t. d. 1954, 1955 og 1957, var Alþingi frestað frá því um miðjan des- embermánuð og allt fram í febrúar, án þess að nokkrum andmælum væri hreyft. Stjórnin átti sér því eðlilega alls einskis ills von, þegar hún bar tillöguna fram. Það kom henni því ger- samlega á óvart að sömu menn- irnir, sem áður hafa borið fram eða staðið að svipuðum tillög- um, skuli nú allt í einu um- hverfast, missa algjörlega stjórn á skapi sínu og hafa hér í frammi dag og nótt málflutning, sem er í engu samræmi við fyrri að- gerðir þeirra, meðan þeir voru í stjórn eða stjórnarliði. Þannig hefir Tíminn eftir hv. 1. þm. Austfirðinga, Eysteini Jónssyni, um þingfrestunina þessi um- mæli: „Þetta er fullkomið ger- ræði og lítilsvirðing við löggjaf- arsamkunduna og grímulaus til- raun til að svipta hana áhrifa- valdi“ o. s. frv. Rökin fyrir þess- um harða dómi eiga svo að vera þau, að óafgreidd mál liggi fyrir þinginu. Ég leyfi mér nú að skora á Framsóknarmenn að upplýsa, hvenær þingi hafi yfir- leitt verið frestað eða slitið, án þess að fjöldi óafgreiddra mála hafi legið fyrir því. Það hefir a. m. k. aldrei skeð síðan ég kom á þing fyrir nær þremur og hálfum áratug. Svona rök- færsla sýnir það eitt, að menn eru miður sín og hafa glatað bæði dómgreind og jafnvægi. 8—9 vikna aðgerðaleysi Síðan er talað um þá „eymd stjórnarinnar" svo sem Tíminn kveður að orði, að hafa ekki úr- ræði í efnahagsmálunum á reið- um höndum sama daginn og stjórnin tók við völdum. Þetta segja mennirnir, sem kvöddu saman Alþingi 10. okt. 1957 og lýstu að sönnu yfir, að án sam- ráðs við þinglið sitt gætu þeir alls engar tillögur gert um lausn efnahagsmálanna. Síðan héldu þeir þinginu svo aðgerðarlausu í 8—9 vikur, að hrein undantekn- ing var að nefndir héldu nokk- urn fund, að fjárveitinganefnd einni undantekinni. Og þing- fundir stóðu að meðaltali að- eins hálfa klukkustund á viku þessa rúmlega tvo mánuði. Allan þann tíma átti ríkisstjórnin í innbyrðis deilum. Samráð við þingið hafði hún hins vegar alls ekkert, heldur ekki við stuðningsmenn sína, flesta a. m. k., og sannaði þar með, að þingið var alls ekki kvatt saman til þess að stjórnin hefði við það samráð eða samstarf, heldur einvörðungu í því skyni að reyna að breiða yfir sundur- lyndi innan sjálfrar ríkisstjórn- arinnar. Snemma í desember gaf stjórn- in öllum á óvart fyrirmæli um afgreiðslu fjárlaga, sem þó að- eins voru nafnið eitt, en frestaði síðan þingi upp úr miðjum des- ember og allt fram í febrúar, með það heit á vörum, að þá skyldu úrræðin þó a. m. k. ekki skorta. Því heiti brást hún þó sem fleirum, og lét þingið sitja athafna- og auðnulítið og enn án þess að samráð væri haft við það, fram í maímánuð, að stjórn- in lagði fram gengisfellingar- frumvarp sitt, „bjargráðin" svo- nefndu. Allt var þetta til lítils sóma, til viðvörunar en ekki eftir- breytni. Tekið við þrotabúi Það er von, að slíkir menn séu viðkvæmir fyrir virðingu þings- ins og dómharðir um stjórn, sem er að taka við þrotabúi þeirra og leyfir sér að biðja um fárra vikna frest, til að kynna sér súpuna. Ég játa hreinskilnislega, að mér er fullkomin ráðgáta hvers konar æði hefir greipið þessa menn. Helzt er, ef satt er, að hv. 1. þm. Austfirðinga, Eysteinn Jónsson, sem einna verst hefir látið, sé orðinn svo vanur að rexa og „regera“, að honum fat- ist, þegar hann á ekki bara að skipa öðrum fyrir verkum, held- ur líka að beygja sig fyrir á- kvörðun meirihluta Alþingis. Nei, stjórnarandstæðingar verða að gera sér ljóst, að at- hæfi þeirra undanfarna daga er þeim ekki til sóma. Það dregur úr, en eykur ekki virðingu þjóð- arinnar fyrir Alþingi, og er því skaðlegt. Ég held þá lika, að ástæðan til þess, að þeir gáfust upp sé sú, að kjósendur þeirra hafi aðvarað þá. Sannleikurinn er sá, að þjóðin vill sterka stjórn, stutt og athafnamikið þing. Þeim vilja þjóðarinnar ber okkur al- þingismönnum að hlýða. Ólafur Thors Mikill vandi á höndum Allir hv. alþingismenn hljóta lengi að hafa vitað, að mikill vandi er fyrir höndum. Við skulum aðeins renna aug- unum um öxl. Það er rúmt ár liðið frá því að þáverandi hæst- virtur forsætisráðherra tilkynnti Alþingi, að ný verðbólgualda væri riðin yfir þjóðina, og að stjórn hans væri sjálfri sér sund- urþykk um öll úrræði til úrbóta. Hann treysti sér þess vegna ekki til að etja kappi við þá örðug- leika, sem framundan væru og bæðist því lausnar fyrir sjálfan sig og ráðuneyti sitt. Þessum boðskap fylgdu síðan þær upp- lýsingar frá efnahagsráðunaut stjórnarinnar, Jónasi Haralz, að yrði ekki tafarlaust spyrnt við fótum, myndi vísitalan, sem þá hafði verið 185 stig, verða 270 stig eða jafnvel hærri eftir eitt ár. Enn væri auðið að veita við- nám, ef það væri gert tafarlaust. Ella yrði það of seint. Svona var viðhorfið, þegar Emil Jóns- son myndaði ráðuneyti sitt 23. des. sl. Ég spyr nú: Hver vill gera sig að þeim einfeldning, að láta sem hann haldi, að upp úr þessu kviksyndi yrði komizt með því einu móti, að Alþýðuflokkurinn losaði sig við Framsóknarflokk- inn og kommúnista úr ríkis- stjórninni og fengi í staðinn lof- orð Sjálfstæðisflokksins um að verja hann vantrausti. Nei, svo einfaldur er enginn. Róttækra aðgerða þörf Allir, sem einhverja nasasjón hafa af stjórnmálum vissu, að hér var róttækra aðgerða þörf, hér þurfti að lyfta Grettistök- um. En engum úrræðum varð við komið í umboði þjóðarinnar, fyrr en það var þjóðin sjálf, en ekki gamalt ranglæti, sem réði á Al- þingi. Fyrir því varð fyrst að breyta stjórnarskrá landsins, eins og nú hefir gert verið. En til þess að hindra ,að lengra væri haldið á ógæfubrautinni meðan á þessu stóð og þar til Alþingi gæti starf- að í umboði þjóðarinnar, tók Al- þýðuflokkurinn að sér að mynda stjórn, sem Sjálfstæðisflokkurinn hét að verja vantrausti í bili, gegn því að Alþýðuflokkurinn gerði bráðabirgðaráðstafanir til þess að stöðva óðavöxt verðbólg- unnar, og flytti auk þess með Sjálfstæðisflokknum frumvarp um endurreisn lýðræðisins á ís- landi, en hvort tveggja voru sam- eiginleg áhugamál beggja flokk- anna. Báðir flokkarnir héldu þetta samkomulag. Að öðru leyti var það Alþýðuflokkurinn, en ekki Sjálfstæðisflokkurinn, sem stjórn aði landinu. En það er mál fyr- ir sig. Alþýðuflokkurinn lagði frá öndverðu áherzlu á, að hans hlut- verk væri aðeins að stöðva ógæf- una í bili. Stjórn hans væri að- eins bráðabirgðastjórn. Það yrði svo vandi hinnar nýju stjórnar að glíma við arf vinstri stjórn- arinnar og liðinna ára. Þar á meðal hina nýju verðbólgu, sem Hermann Jónasson réttilega sagði, að risin væri, er hann baðst lausnar. Ráðizt gegn þjóðarvoða Nú hefir þessi nýja stjórn ver- ið mynduð og er þegar tekin til óspilltra málanna, að kynna sér til hlítar alla aðstöðuna, til þess síðan, svo fljótt sem auðið er, að ráðast á þann þjóðarvoða, sem við er að etja. Hvort sá ásetn- ingur endist íslendingum til björgunar og blessunar veltur á því, hvernig þjóðin tekur þeim úrræðum, sem ríkisstjórnin mun að loknu þinghléi bera fram og sem munu miða að því, að treysta allan grundvöll efnahagslífsins. Að framkvæma þær rannsókn- ir, sem slík úrræði verða að l>yggjast á, er óhemju verk, sem sérfræðingar einir eru færir um að inna af hendi, og er nú kom- ið langleiðis. Að draga ályktanir af þeim upplýsingum, sem end- anlega koma í Ijós, og semja til- lögur til úrbóta, er líka mikið verk. En um það ber ríkisstjórn- inni og ríkisstjórninni einni að hafa alla forustu. Síðan kemur til kasta Alþingis, sem hins rétta valdhafa, að ákveða hvað lög- festa beri. Er það að undra? Þetta er viðhorfið í dag. Getur það nú undrað nokkum mann, að ríkisstjórn, sem tekur við völdum 20. fyrra mánaðar, sama dag og Alþingi kom sam- an, óski þess, að sér gefist kostur á að grannskoða allar aðstæðurn- ar? Er nokkur sá, að hann æski þess, að stjórnin beri fram til- lögur í þessu mikla máli, sem örlög þjóðarinnar geti oltið á, sem kynni að vera ábótavant vegna þess eins, að stjórninni hefði ekki unnizt tími til að skoða allar hliðar málsins? Vissulega vill enginn góðgjarn maður, að slíkt hendi þjóð okkar. Hitt vita þeir, sem kunnugir eru, að sitji Alþingi, á stjórnin ekki fullan vinnufrið, sem og það, að án afskipta og helzt for- ustu ríkisstjórnarinnar, er sjald- an fullt gagn af störfum Alþing- is. Þetta veit ég, að er einnig skoðun Framsóknarmanna, eða svo var að minnsta kosti öll þau ár, sem við vorum saman í stjórn. Úttektin og Alþingi Framsóknarflokkurinn hefir kvartað undan því, að ég hafi ekki gefið Alþingi skýrslu um efnahagsástandið, en flutt um það ræðu í Varðarfélaginu, og segir þau vinnubrögð með öllu óþolandi. Ekki þarf ég langt að leita fordæma fyrir slíku. Her- mann Jónasson lofaði úttekt þjóðarbúsins fyrir opnum tjöld- um, þegar hann myndaði vinstri stjórnina í júlílok 1956, og kvaddi tafarlaust hingað erlenda sérfræð inga í þessu skyni. Rúmum 2 mánuðum síðar, eða hinn 7. okt6- ber 1956, hélt hann ræðu í Fram- sóknarfélaginu í Reykjavík, til— kynnti þar, að úttektin hefði far- ið fram og skýrði m. a. frá því, að hún staðfesti hrakspár hans sjálfs um fjárhagsafkomuna o. s. frv. o. s. frv. Bráðlega myndi þjóðin fá að vita allan sannleik- ann, svo hugnanlegur sem hann væri eða hitt þó heldur. Það lof- orð brást að sönnu, eins og svo margt annað, þrátt fyrir marg- falda eftirgangsmuni á AlþingL Eftir stendur, að Framsóknar- menn telja heimilt að skýra al- mennum flokksfundi frá mikils- verðum upplýsingum, en þegja jafnan þunnu hljóði á Alþi*gi árum saman. Vil ekki fylgja því for* dæmi Þessu fordæmi vil ég ekkl fylgja. Strax og stjórnin hefir kynnt sér málin til hlítar, mun hún gefa Alþingi og raunar líka allri þjóðinni allar upplýsingar, sem máli skipta. 1 dag læt ég nægja að minna á það, sem sést af opinberum gögnum, en það er m. a. þetta: 1. Undanfarin 5 ár hafa ís- lendingar árlega eytt 200 millj. kr. meira en þeir öfluðu. 2. íslendingar þurfa næstu ár- in að nota 11% af andvirði gjald- eyristekna þjóðarinnar til greiðslu á vöxtum og afborgun- um erlendra skulda. Ein eða eng- in þjóð veraldarinnar er í þess- um efnum jafn djúpt sokkin sem við. 3. Af þessu leiðir, að engin stofnun í veröldinni, sem gegnir því hlutverki að lána þjóðum, sem eiga mörg verkefni óleyst, eins og íslendingar, getur lengur lánað okkur eyrisvirði, að ó- breyttum aðstæðum, hvorki til langs né skamms títna, einfald- lega vegna þess, að stofnskrár þessara lánsstofnana heimila ekki að lána þeim þjóðum, sem svo miklu hafa hlaðið á sig af óhagstæðum lánum, eins og við höfum gert. Hin geysimiklu erlendu lán, sem Islendingar hafa tekið und- anfarin þrjú ár, eru öll veitt okkur úr sérstökum sjóðum, sem stjórn Bandaríkjanna ræður yfir. Aðeins fá lönd hafa orðið þeirra fríðinda aðnjótandi og einvörð- ungu undir fátíðum kringum- stæðum. Ég get þess, að svo að kalla öll þessi skuldabyrði hvíldi á herðum vinstri stjórnarinnar þegar hún baðst lausnar 4. des. 1958. — Dómur efnahagsráðu- nautanna Þetta er sú hliðin. Hin er sá dómur efnahagsráðu- nauts vinstri stjórnarinnar, Al- þýðuflokksstjórnarinnar og nú- verandi stjórnar, Jónasar Haralz, ráðuneytisstjóra, að nú sé um tvennt að velja: Að stöðva verðbólguna tafar- laust, eða Að yfir skelli óðaverðbólga. Það er að segja líf eða dauði. Fyrir stjórninni liggur nú að rannsaka sannleiksgildi þessara orða og reynist þau sönn, sem vart þarf að efa, þá að leita allra úrræða til að verjast voðanum. Mun stjórnin einskis láta ófreist- að til þess að tryggja framtíð þjóðarinnar, og jafnan hafa það höfuðsjónarmið, að bráðabirgða- fórnir þær sem óhjákvæmilegt virðist að færa þurfi, verði þeim sem léttbærastar, sem við erfið- ust kjör búa. Það er svo auðvitað kjarni málsins, keppikeflið, hugsjónin, að takast megi í náinni framtíð, eigi aðeins að halda núverandi lífskjörum, heldur einnig að bæta þau. Þetta er hægt ef þjóðin vill, þekkir sinn vitjunartíma og stendur einhuga að nauðsynleg- um aðgerðum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.