Morgunblaðið - 09.12.1959, Qupperneq 20
20
MORGTJNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 9. des. 1959
OPSSfíA.
Og nú varð henni sjálfri ljóst,
kannske vegna vandræða hans,
kannske vegna þess að ég stóð
þarna gersamlega orðvana, — að
hún hafði látið skapið hlaupa
með sig í gönur, því að hún
sneri sér aftur að mér.
„Fyrirgefið þér mér, en Josef
faefði vel getað biðið, í stað þess
að ryðjast svona inn til okkar.
l>etta er aðeins hin venjulega,
daglega pynting — nuddlæknir-
inn, sem æfir mig í sjúkraleik-
fimi. — Allt saman gagnslaus
faégómi — einn tveir, einn tveir,
upp, niður, upp, niður, niður upp.
Og það á að veita mér fulla lækn
ingu. Síðasta uppgötvun okkar
Ikæra læknis og alveg óþörf pynd
ingaraðferð. Gagnslaus, eins og
allt annað“.
Hún leit ögrandi á föður sinn,
eins og hún teldi hann ábyrgan
fyrir því öllu. Gamli maðurinn,
sem bersýnilega fór hjá sér í ná-
vist minni, laut niður að henni.
„En, barnið mitt .... heldurðu
raunverulega að dr. Condor..?“
Hann lauk ekki við setning-
una, vegna þess að hún hafði þeg
ar opnað munninn og nasavæng-
imir titruðu. Það var einmitt
svona sem varir hennar höfðu
titrað, kvöldið forðum og ég fór
að óttast nýtt æðiskast. En svo
roðnaði hún skyndilega og taut-
aði auðmjúklega.
„Jæja, gott og vel. Ég skal þá
fara, enda þótt það sé tilgangs-
laust, gersamlega tilgangslaust.
Afsakið, hr. liðsforingi. Ég vona
að þér komið aftur mjög fljót-
lega“.
Ég hneigði mig og bjóst til að
kveðja, en hún hafði þá þegar
skipt um skoðun að því er brott-
för mína snerti.
„Nei, verið þér kyrr hjá pabba,
meðan ég fer“. Þessi síðustu orð,
„ég fer“, voru hvöss og ákveðin,
eins og hótun. Svo tók hún litlu
brons-bjölluna, sem stóð á borð-
inu og hringdi henni. Það var
ekki fyrr en síðar, sem ég veitti
því athygli að bjöllur eins og
þessi var á öllum borðum, alls-
staðar í húsinu, svo að hún gat
alltaf kallað á einhverja sér til
hjálpar, hvar í húsinu sem hún
var stödd. Bjölluhljómurinn var
hár og hvellur og kjallarameist-
arinn, sem laumazt hafði út svo
að iítið bar á, birtist aftur nær
samstundis.
„Hjálpaðu mér", skipaði hún
faonum og kastaði af sér ullar-
ábreiðunni. Ilona beygði sig nið-
ur að henni og hvíslaði einhverju
í eyra hennar, en hún hreytti óð-
ar út úr sér einu „nei“, bersýni-
lega í mjög æstu skapi. „Josef á
að hjálpa mér á fætur og þá get
ég gengið sjálf“.
Það sem næst skeði var hræði-
legt. Kj allarameistarinn laut nið
ur yfir hana og lyfti hinum veika
líkama upp, eins og um léttan
ullarhnoðra væri að ræða. Hún
hélt báðum höndum um armbrík
stólsins, stóð upprétt og leit frá
einum okkar tii annars, með ögr-
un 1 svipnum. Svo greip hún tvo
stafi, sem verið höfðu huldir und
ir ábreiðunni, herpti- saman var-
irnar einbeitt og ákveðin á svip,
lyfti sér upp á hækjurnar og —
Tvær duglec?ar stú'lkur
til aðstoðar í eldhúsi óskast 1. jan.
Mötuneyti skólanna Laugarvatni.
Upplýsingar í síma á Laugarvatni.
SKRE YTINGAR
Götusbreytingar
r Vafningagreinar í metratali
Ctvegum ljósaseriur
Fljót afgreiðsla — Hvergi ódýrara
GRÓÐRASTÖÐIN v/Miklatorg — Sími 19775.
tap-tap, tap-tap, riðaði, hallaðist,
dróst áfram, óstyrk og afskræmd,
meðan kjallarameistarinn gekk
á eftir henni með útréttar hend-
ur, til að grípa hana, ef hún
skyldi hrasa eða hníga niður —
tap-tap, tap-tap — fyrst annan
fótinn, því næst hinn og á milli
favers skrefs heyrðist lágt hringl
og hvinur, eins og í harðþöndu
gúmmíi og málmi. Það leyndi sér
ekki — ég þorði ekki að líta á
máttlausu fótleggi — að hún
gekk með einhvern vélrænan
styrktar-útbúnað á öklunum. —
Hjartað í mér var samanherpt
eins og í nístandi járngreipum,
meðan ég varð sjónarvottur að
þessari þjóningarfullu göngu,
vegna þess að ég skildi þegar,
hvers vegna hún hafði svo ákaft
neitaði því að þiggja hjálp, eða
láta aka sér út í sjúkrastólnum.
Hún vildi sýna mér, og mér al-
veg sérstaklega, sýna okkur öll-
um, að hún væri máttlaus, kryppl
ingur. Hún vildi af einhverri
dularfullri hefnigirni, sem skap-
azt hafði af vonleysi, kvelja okk-
ur með sínum eigin kvölum, okk
ur sem heil vorum og líkamlega
sjálfbjarga. En það var þessi
löngun hennar, þessi hræðilega
löngun, sem gerði mér það fylli-
lega Ijóst, hversu ólýsanlega hún
falaut að þjást af hinum líkam-
lega vanmætti sínum. Að lokum
— það virtist heil eilífð — hafði
hún skjögrað þessi fáu skref til
dyranna, kastað sér af annarri
'hækjunni á hina, með öllum
þunga síns granna líkama. Ég
gat ekki fengið mig til að horfa
á hana, vegna þess að hið harða,
þurra tap-tap, tap-tap í hækjun-
um, við hvert skref sem hún
steig, ískrið í ökla-útbúnaðinum
og síðast en ekki sízt, hin holu,
slitróttu andköf hennar og erfiði
andardráttur, æstu mig svo mjög,
að ég bjóst við að hjartað myndi
þá og þegar springa í brjósti
mínu. Hún var farin út úr her-
berginu og ég hlustaði með önd-
ina í hálsinum, meðan hið hræði-
lega hljóð varð lægra og lægra
og hljóðnaði loks með öllu, fyrir
utan lokaðar dyrnar.
Nú fyrst vogaði ég að líta upp.
Gamli maðurinn — ég hafði ekki
veitt því athygli — hlaut að hafa
staðið hljóðlega á fætur, meðan
þessu fór fram og starði nú út um
gluggann með ákefð, starði út
út með óeðlilega mikilli ákefð.
ákefð. í daufri birtunni gat ég
einungis séð skuggamyndina af
hinum álúta manni, en þó sá ég,
að herðarnar kipptust til í áköf-
um skjálftaflogum. Einnig hann
— faðirinn, sem sá barnið sitt
kvelja sjálft sig á þennan hátt,
dag eftir dag — einnig hann
hafði gugnað við þá sjón.
Loftið milli okkar tveggja var
dauðakyrrt. Eftir fáar minútur
sneri maðurinn sér loks við og
gekk hljóðlega til mín, hikandi
skrefum, eins og hann gengi á
hálu svelli.
„Þér megið ekki móðgast við
barnið, hr. liðsforingi, þótt hún
hafi ekki gætt sín sem skyldi,
en .... þár vitið ekki hvað hún
hefur orðið að þola í öll þessi ár
.... alltaf nýjar og nýjar aðgerð
ir og þær eru allar svo seinvirk-
ar. Ég get vel skilið óþolinmæði
hennar. En hvað eigum við að
gera? Við verðum, þegar á allt er
litið, að reyna allt, er skki svo?“
Gamli maðurinn hafði numið
staðar fyrir framan hið yfirgefna
te-borð. Hann leit ekki á mig,
meðan hann talaði, en hafði ekki
augun, sem voru næstum hulin
undir gráum brúnunum, af borð-
inu. Eins og í draumi stakk hann
fingrunum niður í sykurkerið,
tók sykurmola, sneri honum
milli fingranna, starði tómlega
á hann og lét hann svo aftur í
kerið. Maður hefði getað haldið,
að hann væri drukkinn. Hann
gat ekki haft augun af borðinu,
einhver sérstakur hlutur virtist
hafa seitt til sín alla athygli hans.
Jólagjafir
Munið hið fjölbreytta
úrval af erlendum lömp-
um.
LÍTIÐ I GLUGGANA
Skermabúðin
Laugavegi 15.
Sími 19635.
Hann tók upp teskeið annars hug
ar, lét hana aftur á borðið og
sagði svo, eins og við skeiðina:
„Ef þér vissuð bara hvernig
barnið var áður fyrr. Hún var á
stöðugri hreyfingu allan daginn,
hlaupandi upp og niður stigana
og um allt húsið. Þegar hún var
aðeins ellefu ára, þeysti hún
yfir engið þvert og endilangt á
litla hestinum sínum og enginn
hafði roð við henni. Við vorum
oft hrædd um hana, konan mín
sálaða og ég. Hún var svo eirðar-
laus, svo djörf og liðug. Hún átti
svo auðvelt með allt. Maður hafði
það á tilfinningunni, að hún
þyrfti ekki að gera annað en
breiða út faðminn og þá gæti hún
flogið. Og að hugsa sér að þetta
skyldi svo koma fyrir hana, ein-
mitt hána.... “
..... gparió yöu.j hiaup
< náUi naargra verzjana'-
«(ll
ÁCIIUM
«WI!
- Austurstræti
gHUtvarpiö
Miðvikudagur 9. desember
8.10—10.00 Morgunútvarp. (Bæn. —
8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón-
leikar. — 8,30 Fréttir. — 8,40 Tón-
leikar. — 9.10 Veðurfregnir. —
9,20 Tónleikar).
12.00 Hádegisútvarp. — 12.25 Fréttir og
tilkynningar.
12.50—14.00 „Við vinnuna": Tónleikar
af plötum.
15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (16.00
Fréttir og veðurfregnir).
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Utvarpssaga barnanna: ,,Siskó á
flækingi“ eftir Estrit Ott; XII lest
ur (Pétur Sumarliðason kenn-
ari).
18.55 Framburðarkennsla í ensku.
19.00 Þingfréttir. — Tónleikar.
19.30 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Daglegt mál (Arni Böðvarsson
cand. mag.).
20.35 Með ungu fólki (Jón R. Hjálmars-
son skólastjóri).
21.00 Tónleikar: Ungversk þjóðlög í út-
sendingu Béla Bartóks. — Magda
Laszlo syngur með undirleik Fr.
Holetscheks.
21.20 Framhaldsleikritið: „Umhverfis
jörðina á 80 dögum“, gert eftir
samnefndri sögu Jules Verne; VI.
kafli. Þýðandi: Þórður Harðarson.
Leikstjóri: Flosi Olafsson.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Ur heimi myndlistarinnar (Björn
Th. Björnsson listfræðingur).
22.30 Tónaregn: Svavar Gests kynnir
lög eftir Louis Prima.
23.00 Dagskrárlok.
Fimmtudagur 10. desember
8.10—10.00 Morgunútvarp. (Bæn. —
8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón-
leikar. — 8,30 Fréttir. — 8,40 Tón-
leikar. — 9.10 Veðurfregnir. —
9,20 Tónleikar).
12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir
og tilkynningar).
12.50—14.00 „A frívaktinni“ — sjó-
mannaþáttur (Guðrún Erlends-
dóttir).
15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (16.00
Fréttir og veðurfregnir).
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Fyrir yngstu hlustendurna (Mar-
grét Gunnarsdóttir).
18.50 Framburðarkennsla í frönsku.
19.00 Þingfréttir. — Tónleikar.
19.30 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Erindi: Hadrianus keisari (Séra
Hákon Loftsson).
20.55 Einsöngur: Arni Jónsson syngur
með undirleik Fritz Weisshappels.
a) ,,I fjarlægð" eftir Karl O. Run-
ólfsson.
b) „Ef engill ég væri“ eftir Hall-
grím Helgason.
c) „Horfinn dagur“ eftir Arna
Björnsson.
d) „Þei.þei og ró, ró“ eftir Björg-
vin Guðmundsson.
e) „Til skýsins" eftir Emil Thor-
/ 1) Mér hefir alltaf þótt þetta
einhver fegursti staðurinn hér
um slóðir.
Ekki er þetta neitt árennilegt.
Mig mundi sannarlega langa til
að fara hér niður í barkarbát
2) Þér yrði víst ekki skota-
skuld úr því, Markús! segir Bald-
ur háðslega.
3) Markús — sjáðu! Þarna er
mannlaus bátur — og hann fer
fer beint í flúðirnar!
oddsen.
f) „Til hafs“ eftir Nordquist.
21.15 Upplestur: Gunnar Dal skáld les
úr ljóðum sínum.
21.30 Músíkvísindi og alþýðusöngur; V,
erindi (Dr. Hallgrímur Helgason).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Smásaga vikunnar: „Maðurinn
með frönsku póstkortin“ eftir
William Saroyan, í þýðingu Bald-
urs Pálmasonar (Helgi Skúlason
leikari).
22.30 Frá tónleikum Sinfóníuhljóm-
sveitar Islands í Þjóðleikhúsinu 4.
þ.m.; fyrri hluti. — Stjórnandi:
Hans Antolitsch. Einleikari á
fiðlu: Einar Grétar Sveinbjörns-
son.
a) Þrír dansar úr ballettinum
„Þríhyrndi hatturinn“ eftir de
Falla.
b) Fiðlukonsert í e-moll op. 64
eftir Mendelssohn
23.10 Dagskrárlok.