Morgunblaðið - 09.12.1959, Side 24

Morgunblaðið - 09.12.1959, Side 24
dagar til jóla 275. tbL — Miðvikudagur 9. desember 1959 dagar til jola Bjarnarey komst til Klakksvíkur Alþingismenn bera kistu Gísla Sveinssonar, fyrrum Alþingis- forseta, úr kirkju. — Fjölmenn og virðuleg minningarathöfn um Císla Sveinsson I GÆR fór fram í Dómkirkjunni minningarathöfn um Gisla Sveins- son, fyrrverandi alþingisforseta og sendiherra. Hófst athöfnin kl. 2 með því að dr. Páll Isólfsson lék sorgargöngulag eftir Hartmann. Síðan var sunginn sálmurinn „Víst ert þú Jesús kóngur klár“. Þá flutti séra Óskar Þorláksson, dómkirkjuprestur, minningarræðu en síðan var sunginn sálmurinn „Fögur er foldin“. EINS og skýrt var frá í frétt blaðsins í gær voru tvö skip SÍS, Hvassafell og Dísarfell, stödd skammt frá nauðstödd- um skipum á óveðurssvæði því er nú er vestur af norðan- verðu meginlandi Evrópu. Dísarfell var út af vesturströnd Noregs er þýzkt skip sendi út neyðarkall. Var um 40 mílna sigl- ing fyrir Dísarfell til hins nauð- stadda skips. Er það kom á vett- vang voru þar fyrir tvö skip til hjálpar, norskt björgunarskip og sænskt skip. Gat Dísarfellið því haldið áfram för sinni til íslands en það kemur til hafnar á Aust- fjörðum. Hvassafellið hafði í fyrrakvöld fylgt hinu nýja austur-þýzka togskipi, Bjamarey, í rúman sól- arhring, þar með bilaða stýrisvél. Talið var að tekizt hefði að gera við stýri Bjarnareyjar til bráða- birgða. Síðan kom í ljós að viðgerðin á stýri Bjamareyjar reyndist ekki fullnægjandi. Hvassafell fylgdi því enn og var gert ráð fyrir að halda til Klakksvíkur. Nýtt skip Bjarnarey er nýtt austur-þýzkt togskip, sem fyrr segir, og er á leið hihgað til lands í sína fyrstu för. Lagði það síðast úr höfn í Kaupmannahöfn. Skipstjóri á Bjamarey er Stefán Stefánsson frá Dalvík. Skipið er eign hluta- félagsins Röst og er framkvæmda stjóri þess Hólmsteinn Helgason á Raufarhöfn. Heimahöfn skips- ins verður á Vopnafirði. Röst hf. á einnig austur-þýzka togskipið Jón Trausta á Raufarhöfn, sem er af sömu gerð. Með Bjamarey er 7 manna skipshöfn og 1 far- þegi, kona skipstjórans. Komu heilir í höfn f gærkvöldi náði Mhl. tali af Guðmundi Hjaltasyni skip- stjóra á Hvassafelli. Sagði hann að þeir hefðu yfirgefið STÓREIGNASKATTURINN, er lagður var á með sérstökum lög- um 1957, hefur nú verið lækk- aður stórlega. Enn sem komið er liggja ekki fyrir heildarupphæð skatts þessa eins og hann er nú orðinn. Lækkun skattsins er gerð sam- kvæmt dómum þeim er gengið Bjamarey er hún var komin upp undir land við Klakksvík, en þangað mun skipið hafa komið um kl. 20 í gærkvöldi. Hélt Hvassafell síðan heim á leið. Bjarnarey bað um hjálp er hún var stödd um 140 sjó- milur suðaustur af Shetlands- eyjum. Veðurhæðin var 11—12 vindstig er verst var og sjór mikill. Aldrei þurftu þeir á Hvassafelli að setja dráttar- taug yfir í Bjarnarey, en fylgdu henni hins vegar til ör- yggis. Varar við kjararýrmm Á FUNDI fullskipaðrar sam- bandsstjómar Alþýðusambands fslands, sem haldinn var 6. og 7. desember sl. var • eftirfarandi samþykkt gerð: „Fundur sambandsstjómar Al- þýðusambands íslands, haldinn í Reykjavík 5.—6. desember 1959 lýsir samþykki sínu við ályktun ráðstefnu sambandsfélaganna, er haldin var 29. og 30. ágúst sl. og ennfremur við ákvarðanir mið- stjórnar varðandi starf fulltrúa sambandsins í verðlagsnefnd land búnaðarafurða. Með tiliti til þeirrEir óvissu, sem nú ríkir um aðgerðir stjórn- avalda í efnahagsmálum þjóðar- innar og kjaramálum verkalýðs- stéttarinnar, telur sambands- stjórnin eðlilegt að félögin hafi lausa samninga sína þar til fram- vinda þeirra mála skýrist, jafn- framt því sem hún varar alvar- lega við öllum fyrirætlunum og aðgerðum er rýrt gætu raunveru- leg launakjör alþýðunnar. Fundurinn felur miðstjórn sambandsins að kalla saman ráð- stefnu verkalýðsfélaganna þegar hún telur tímabært að ganga frá megin kröfum þeirra við nýja samningagerð“. hafa í Hæstarétti í prófmáli Guð- mundar Guðmundssonar og Tré- smiðjunnar Víðir hf., svo og samkvæmt úrskurðum skattyfir- valdanna. Sem fyrr segir er ekki vitað hve heildarupphæð stór- eignaskattsins nú er, en fullyrt er að hann sé komin niður fyr- ir 80 milljónir króna. Þá minntist Ásmundur Guð- mundsson, fyrrverandi biskup, fjölþættra starfa Gísla Sveins- sonar í þágu kirkju og kristni- halds 1 landinu, dr. Páll ísólfs- son lék pílagrímskórinn eftir Wagner, sunginn var sálmurinn „Ó blessuð stund“ og að lokum var leikið sorgargöngulag eftir Hándel. Ur kirkju báru forsetar Alþingis, ráðherrar og þingmenn úr öllum þingflokkum. Enn iinnst fé lifondi 1 fönn GRUNDARHÓLI, Hóls- fjöllum, 8. desember. HÉR er nú hjarnfenni og bílfæri því sæmilega gott. í dag er nokkur hláka. Enn er leitað að fé í fönn og finnast af og til. í gær fundust t. d. tvær kindur í Möðrudal. Voru báðar lif- andi og hafði fennt í veðr- inu fyrir mánuði síðan. Fé er allt úti og var ekki hýst nema nokkra daga eftir óveðrið. Vitað er að á þremur bæj- um hér hafa bændur þegar heimt allt sitt fé, en ennþá er þó talsvert ófundið. Verð- ur gerð nánari leit er færi batnar nú eftir helgina. — Minna fjártjón hefur orðið en menn óttuðust í fyrstu, enda var fé staðið upp og komið til beitar er mesta óveðrið skall yfir. Það fé, !sem fennti, hefur lagzt í skjól á hrakningi sínum undan veðrinu. — Víkingur. Minningarathöfnin var mjög fjölmenn. Var Dómkirkjan þétt- skipuð fólki. Fór athöfnin öll hið virðulegasta fram. Meðal við- staddra voru forsetahjónin og for sætisráðherrahjónin, flestir ráð- herrar og margir þingmenn. 1 dag verður útför Gísla Sveins sonar gerð frá Víkurkirkju í V- Skaftafellssýslu. Þar flytur séra Jón Þorvarðarson líkræðuna. HAFNARFIRÐI: - Heldur minni síldveiði var hjá reknetabátunum í gær en daginn áður, og voru þeir nú yfirleitt með frá 50 og upp í 100 tunnur. Vélbáturinn Guðmundur Þórðarson frá Rvík, sem er með hringnót, kom hing- að í gær með um 300 tunnur. Hér hefir nú verið saltað í rúm ar 4 þúsund tunnur, en ekki 400, eins og misritaðist í blaðinu í gær. — Enn er talsverð smá- ufsaveiði í höfninni, og er hún stunduð af litlum þilfarsbátum. Togarinn Keilir kom hingað í gærmorgun úr sínum fyrsta túr, og sigldi hann með aflann á erlendan markað. — G.E. ★ SANDGERÐI, 8. des. — Hingað komu 18 bátar í dag með samtals 2270 tunnur síldar. Hæstir hring- nótabáta voru Víðir II. með 455 tunnur og Rafnkell með 260 tunn ur. Hæztir reknetabáta voru Guð- björg með 149 tunnur, Helguvik með 131 tunnu og Mummi með 119 tunnur. Allir Sandgerðisbát- ar fara út í kvöld. — Axel. ★ AKRANESI, 8. des. — Með degi hverjum fjölgar stúlkum þeim, er hér vinna að síldarsöltun. , Veikur Rússi á land SEYÐISFIRÐI, 8. des. HINGAÐ kom í dag rúss- neskt síldveiðiskip með veikan mann og var hann lagður hér inn í sjúkrahús. Skipið, sem ber nafnið Reingold Cpt 3169, er frá Murmansk og hélt þegar á brott aftur. Það er 334 brúttólestir og er áhöfn þess 25 manns. Nafn hins sjúka skipverja er Alex- andr Bilow. Hér á Seyðisfirffi getur eng- inn talaff viff sjúklinginn, sem ekki skilur annaff en rússn- esku, en afgreiffsla skipsins gekk einnig mjög stirt vegna skorts á málakunnáttu. Hing- aff mun þó væntanlegur rússn eskumælandi maffur, sem er aff taka á móti síld, sem flutt verffur til Rússlands, og er þá vænzt aff úr greiffist. Hið rússneska skip leitaffi hér leyfis til landtöku gegn- um rússneska sendiráffið í Reykjavík, og veitti utanríkis ráðhineytið leyfiff þegar í stað. Þaff mun sjaldgæft, ef ekki algert einsdæmi aff rússneskt skip skilji eftir sjúkling hér á landi eftirlistslausan. Ekki hafffi í gær veriff geng iff úr skugga um hvaff þjáffi hinn rússneska sjómann, en taliff var aff hann væri meff innvortis meinsemd. — Kristmann. Spilakvöld HAFNARFIRÐI. — Félagsvist Sjálfstæffisfélaganna er í Sjálf stæðishúsinu í kvöld kl. 8,30, og verffur þaff jafnframt síff- asta spilakvöldiff fyrir jól. Þá verffa veitt verfflaun, eins og venja er til, og einnig heild- arverfflaun fyrir þau skipti, sem spilaff hefir veriff fram aff þessum tíma. í dag Iandaði síldveiðiflotinn 2.300 tunnum síldar og nálega helming þess fluttu hringnóta- bátarnir, en þeir eru 2 af 16 bát- um alls, sem héðan róa. Hæstur var Höfrungur með 540 tunnur og Keilir með 410 tunnur. Af reknetabátum voru hæstir Ólafur Magnússon með 114 tunnur og Bjarni Jóhannesson með 104 tunn ur. — Oddur. ★ KEFLAVÍK, 8. des. — Hingað komu 25 bátar með samtals 2276 tunnur síldar. Hringnótabátarnir voru með mestan afla, Vonin 370 tunnur, Kópur 293 og Jón Finns- son með 120 tunnur. Af rekneta- bátum voru hæstir Dux með 114 tunnur og Guðfinnur með 100 tunnur. ★ GRINDAVÍK: — 16 bátar komu til Grindavíkur með 1509 tunnur samtals. Hringnótabátarnir Ár- sæll Sigurðsson með 460 tunnur og Arnfirðingur með 164. Rek- netabátar: Júlí með 118 tunnur og Freyja með 102. Heildarsöltun er nú orðin um 30 þúsund tunnur á höfnunum hér við Faxaflóa. Þessi mynd er af togveiðiskipinu Jóni Trausta frá Raufarhöfn, en hann er systurskip Bjarnareyjar, sem Ienti í hrakningunum á leiff sinni yfir Norffursjó, og sömu gerffar. Sfóreignaskatturinn innan við 80 milj. kr. Góður afti s'ddarbáta Hringnótabátar afla bezt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.