Morgunblaðið - 10.12.1959, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.12.1959, Blaðsíða 1
24 siður Tilhæfulaust að isi. rikis- stjórnin hafi andmælt fækk- un herliðs á Islandi New York Times segist sjálft ekki hafa öruggar heimildir fyrir frásögn sinni BÆÐI Tíminn og ÞjóSviljinn láta í gær liggja að því, að íslenzka ríkisstjómin hafi verið andvíg fækkun í varnarliði Bandaríkja- manna hér á landi og bera fyrir sig í þessu efni frásögn New York Times. Keppast blöðin um að koma því inn hjá fólki að Bandaríkjastjórn vilji kalla hluta af varnarliðinu heim frá Keflavíkurflugvelli, en íslenzka ríkisstjórnin standi gegn því. Greinin í New York Times hef- nr nú borizt hingað til lands og kemur skýrt í ljós af henni, að blaðið sjálft kveðst ekki hafa öruggar heimildir fyrir frásögn sinni, þar sem það skorti opin- bera staðfestingu. Og í setningu þeirri þar sem fréttamaður blaðs- ins ræðir um andmæli íslendinga, kemur glöggt i ljós, að heimild- irnar eru ekki sterkar, því að sagt er „það er álitið“ (Under- stood). Enda fer fréttamaður blaðsins þama með staðlausa stafi og er greinin á margan annan hátt villandi og röng. Ekkert rætt um fækkun varnar- liðsins Sannleikurinn í þessu máli er sá, eins og Guðmundur í. Guð- mundsson, utanríkisráðherra hef ur upplýst á Alþingi, að ekki hef- ur verið á nokkurn hátt rætt um fækkun varnarliðsins á íslandi. 1 svarræðu sinni við fyrirspurn Einars Olgeirssonar á Alþingi sagði ráðherrann m.a., eins og skýrt var frá í Morgunblaðinu á þriðjudag: ,,Út af þessari fyrirspurn vil ég skýra frá því, að fyrir örfáum dögum síðan fóru fram viðræður á milli ríkisstjórnar íslands og sendiherra Bandaríkjanna um skipun varnarliðsins á íslandi. Var ekki um það rætt að drága 46 fórust BOGOTA, 9. desember. — Farizt hefur flugvél með 46 mönnum innanborðs. Flugvélin var frá flugfélaginu í Colombiu, tveggja hreyfla Curtiss Commando, á leið frá eyjunní San Andreas í Kara- biska hafinu til Norður Colom- biu. Flak vélarinnar er fundið í Panama. Fullvíst er talið, að allir hafi farizt. ★------------------★ Fimmtudagur 10. desember Efni blaðsins m.a.: Bls. 3: ísl. stúlka f Rósaskrúðgöngunni — 6: Kvikmyndir. — Bridge. — 8: Fjárlagaræða eftir áramót. ■— fítvarpsræða Gunnars Thor- oddsen, fjármáiaráðherra. Trésmiðafélag Rvíkur 60 ára. — 10: Við veðsettum okkur fyrir skólavistinni. — 11: Rogalandsbréf A. G. E. — 1Z: Forystugreinarnar: „Þjóðnýt- ingarstefnan á sér æ færri for- mælendur" og „Var það til varnar alþýðuheimilunum^. Frá Berlín (Utan úr heimi). — 13: Verður dæmd eftir verkum sín um. Útvarpsræða Bjarna Bene diktssonar, dómsmálaráðherra — 22: íþróttir. ★--------------------------★ úr vörnum landsins á nokkurn hátt né fækka í varnarliðinu á íslandi, eða breyta fjölda varnar liðsmanna. Var hins vegar ein- göngu um það talað, hvort ekki væri nauðsynlegt að gera nokkr- ar skipulagsbreytingar á varnar- liðinu sjálfu og samsetningu þess“. Neita® í aðalstöðvum NATO Af þessum ummælum ráðherrans má sjá, að ekki hefur verið rætt við íslenzku ríkisstjórnina um fækkun í varnarliði Bandaríkja- manna hér. Kemur það heim við yfirlýsingu formælenda Atlants- hafsbandalagsins, þegar frétta- ritari Reuters spurðist fyrir um mál þetta í París, og er sú yfir- lýsing birt í Morgunblaðinu s.l. þriðjudag. Þar segir m.a., „að fréttinni um heimköllun banda- sísks herliðs á íslandi hafi verið neitað í aðalstöðvum Atlantshafs- bandalagsins þar í borg. Formæl- andi *bandalagsins sagði, að mál- ið hefði ekki verið rætt í fasta- ráði bandalagsins“. En eins og Smnþyhkt með 54 ntkvæðum NEW YORK, 9. desember. í KVÖL.D var gengið til atkvæða um ályktunartil- lögu Bandaríkjanna og 23 annarra ríkja um Ungverja- landsmálið. — Var tillagan ) samþykkt með 54 atkvæðumX , gegn 9, en 18 ríki sátu hjá.( Voru Ráðstjórnarríkin og ungverska stjórnin þar minnt á fyrri samþykktir SÞ um Ungverjalandsmálið og jafnframt var ályktað, að Ráðstjórnin ætti að fara með her sinn úr Ungverja- landi, kúgun landsmanna ætti að hætta og efna bæri til frjálsra kosninga. mönnum er kunnugt, er varnar- liðið hér á vegum Atlantshafs- bandalagsins og ættu yfirlýsingar þess og utanríkisráðherra að tryggja að rétt sé farið með stað- reyndir. Þó ber allt að sama brunni hjá stjórnarandstöðunni. Staðhæfing- ar Tímans og Þjóðviljans styðj- ast eingöngu við bollaleggingar og órökstuddar fullyrðingar er_ lendra blaða ,ef það mætti verða til þess að gera íslenzku ríkis- stjórnina tortryggilega. Grein NEw York Times birt- izt í heild á bls. 2. 70 fórust MEXICO CITY, 9. des.: — Um 70 manns biðu bana í dag, er langferðabíll ók út af veginum og niður í gljúfur um 100 km suður af Mexico City. Kviknaði þegar í bílnum og biðu margir farþeganna bana í eldinum. Ný sókn ALGEIRSBORG, 9. dessember: Franski herinn hefur nú byrjað nýja sókn gegn uppreisnarmönn- um í A.-Alsír og er ætlunin að reyna að vinna helztu bæki- stöðvar uppreisnarmanna á þeim slóðum. 12.000 fallhlífarhermenn studdir öflugu liði. Stórvirkt vinnutæki notað við gröftinn. Byrjað að grafa fyrir Vestur- bæjaræð Vatnsveitunnar A FIMMTÍU ára afmæli Vatnsveitu Reykjavíkur í vor var skýrt frá framkvæmda- áætlun Vatnsveitunnar 1956 —61 og þess getið að á þess- um árum yrði m. a. lögð Vest- urbæjaræð. I gær var byrjað að grafa fyrir þessari æð, sem á að liggja frá Þorfinns- götu, yfir Landspítalalóðina, sunnanvert við Hringbraut- ina, suður fyrir Háskóla- hverfið og vestur í Suður- götu. Á þarna að liggja við- bótaræð, þar eð vatnsæðin í Vesturbænum er of grönn. — Eru nýju rörin 60 sm eða 24 tommur að innanmáli, en þau gömlu eru helmingi mjórri, eða 30 sm. í skurðum þeim sem nú er byrjað að grafa eiga að liggja samsíða fyrrnefnd vatnsveituæð og hitaveitliæð í Vesturbæinn. Þurfa skurðirnir sums staðar að vera nokkuð djúpir og er ætlunin að búa til undirstöður undir rör- in. Kom í ljós á fyrsta degi að Bifreið Eisenhowers fylltist af blómum Nehru þurfti að hjálpa lögreglunn. við umferðarstjórnina NÝJU DELHI, 9. des. — Eisen- hower fékk stórbrotnar móttök- ur í Nýju Dehli. — Fréttastofu- fregnir herma, að í höfuðborg Indlands hafi ekki sézt slík fagn- aðarlæti síðan á fullveldisdaginn 1947. Gizkað er á að um tvær milljónir Indverja hafi fagnað Bandaríkjaforseta, er hann ók frá flugvellinum til aðseturs ind- verska forsetans. Þröngin var svo mikil, að Nehru, sem stóð við hlið Eisenhowers 1 bílnum, fór nokkrum sinnum sjálfur út úr bílnum til þess að hjálpa lögregl- unni að ryðja bílnum braut gegn um mannþröngina. Móttökuat- höfnin fór af þessum sökum að miklu út um þúfur. Eisenhower stóð allan tímann og veifaði mannfjöldanum. — Fréttaritarar sögðust hafa fengið hellu fyrir eyrun, þvílík voru fagnaðarlætin. Bíllinn fylltist brátt af blómum, sem varpað var til forsetans. í ræðu, sem Eisenhower flutti á flugvellinum við komuna, sagði hann, að nú ætti heimurinn aðeins um tvennt að velja: Al- heimsstyrjöld eða frið. Þess vegna bæri nú meiri nauðsyn til þess að efla friðinn en nokkru sinni fyrr. Forseti Indlands fagnaði Eisen- hower sem boðbera friðarins og kvað alla Indverja fagna komu hans. Eisenhower mun flytja ræðu í indverska þinginu meðan hann dvelst þar, leggja blómsveig á minnisvarða Ghandis og ræða við stjórnmálamenn. í morgun hafði Bandaríkjafor- seti viðkomu í Kabul í Afganist- an og var þar mjög vel fagnað. Ræddi hann þar við stjórnmála- leiðtoga. erfiðleikar voru á greftri í mýr- inni við Njarðargötu, þar sem byrjað var, vegna þess hve hún er blaut. Rörunum, sem nota á í vatnsleiðsluna, hefur fyrir skömmu verið raðað meðfram Hringbrautinni þar sem vatnsæð- in á að liggja. Framh. á bls. 23. Ur.dirbúa iúð- herraiundinn París, 9. desember. HERNABARNEFND Atiants/ ! hafsbandalagsins kom í dag / Isaman til tveggja daga fund- ) ar og þar verða ræddar áæti- \ i anir um varnir Evrópu, eink-V um með tilliti til vetnisvopnat og nánara samstarfs flugflota/ bandalagsþjóðanna. Hernaðar/ > nefndin er æðsta stjórnin á) ) þessu sviði undir AtlantshafsS ráðinu. 1 hernaðarnefndinni \ v sitja æðstu yfirmenn land- ( varna allra aðildaríkjanna að / ' íslandi undanskildu, en það ( ) hefur engan her. Fundurinn er lokaður, enl ) rætt verður m.a. um það hvortS , fækka beri hermönnum í herl bandalagsins þar eð frétzt hef-/ ur að nokkur bandalagsríkin / ) hafi í hyggju að draga úr) ) hernaðarlegum skuldbinding-1 I um sínum. Umræðurnar eruN , til undirbúnings ráðherra-( fundinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.