Morgunblaðið - 10.12.1959, Side 11
Fimmtudagur 10. des. 1959
MORCinSfíT.AÐÍb
11
Rogalandsbréf frá Árna G. Eylands
um brunann hjá honum Jens
ENN er sama sumarblíðan. Við
komum til Sóla miðvikudaginn
18. nóv. Nóttina áðui var fyrsta
naeturfrostið hér á Jaðri. Næstu
nótt féll fyrsti snjórinn, en dag-
inn eftir var frostleysa og krap
á vegum, sem svo leysti og þorn-
aði í sunnanþey og blíðu. Og enn
er spáð mildri tíð.
Öll tún eru græn, það bryddir
jafnvel á frjókornum á runnum
svo að það er nú fullmikið af því
góða. Þó að önnur tré standi með
naktar greinar þráast beykið við
að fella blöðin og skartar enn
guJlnum skrúða.
Um sitt af hverju
Eldur á Anda
En ekki sóttum við vel að öll-
um vinum okkar hér. Laugardag-
inn 15. þessa mánaðar brann
íbúðarhús bóndans Jens Gaus-
land á Anda í Klepp til kaldra
kola, og engu varð bjargað. Jens.
sem hefir verið sæmdur Fálka-
krossinum fyrir ,,viðskipti“ sín
við íiiendinga, er mörgum heima
að góðu kunnur, sem vinnuveit-
andi og lærimeistari við bústöi-f
og íæktun. íbúðarhúsið sem
brann var nýtt, tæplega búið að
ganga frá því að fullu, og var
um allt eitt allra glæsilegasta
íbúðarhús sem byggt hefir verið
á bóndabæ hér á Jaðri. Jens er
nú 72 ára, en hann er ekkert á
því að gefast upp. Ég hitti hann
í gær hinn hressasta, nema hvað
hann var dálítið hás eftir snert
af reykeitrun, hafði reynt að
komast inn í húsið til að ná í
treyjuna sína með vasabók í
vasanum og þar í nokkur þúsund
krónur, — en það tókst nú ekki.
Hið fyrsta sem Jens bóndi sagði
er hann hafði heilsað mér í gær
var þetta: ,,Nú missti ég fallegu
myndina mína frá íslandi". Mér
lá við að brosa og svaraði sem
svo, að það gerði nú minnst til,
það yrðu einhver ráð með að
bæta honum myndina af fjár-
safninu hjá Gaukshöfða í Þjórs-
árdal. Þessu lofaði ég fyrir hönd
okkar margra sem höfum brotið
land og grafið lokræsi „hjá hon-
um Jens“ hér fyrr á árum. —
Þetta loforð tilkynnist hér með
Karli Guðmundssyni lögreglu-
þjóni, Skúla frá Birtingaholti.
Jóni bónda í Hrepphólum, Helga
bónda í Hvammi, Sigurði Greips-
syni, Þorsteini á Vatnsleysu,
Magnúsi í Fellsöxl, Jóni á Reyni-
stað o. frv., ofmargir að telja þá
alla upp sem munu vera reiðu-
búnir að láta honum Jens í té
nýja myndarlega mynd frá fs-
landi til að hengja á stofuvegg-
inn þegar íbúðarhúsið hans stend
ur aitur glæsilegt á Anda næsta
haust. — Ég byrja að byggja aft-
ur í næstu viku, sagði Jens að i
skilnaði í gær.
I
Að plægja til heiðurs og hátíða-J
brigða
Ég varð heldur of seinn til að
ná í Noregsmeistaramótið í plæg-
ingu, sem háð var hér á Jaðri
15. nóv. Þar leiddu saman
traktora sina og plóga plógsnjöll-
ustu menn Noregs, flestir ungir
að aldri. Þar varð enn snjallastur
Árni Braut, sem kunnur er frá
fyrri íþróttamótum af þessu tagi.
Ég man þegar hann varð Noregs-
meistari fermingarárið sitt, þeg-
ar hann hafði ekki enn leyfi til
að norskum lögum að aka
traktor utan heimatúns! — En
lífið og starfið tekur nú stundum
ráðin af löggjöf og fyrirmælum.
Þátttakendur í keppninni voru
29. Árni Braut og Hans O. Syll-
ing frá Austurlandi verða nú sam
kvæmt úrslitum að halda uppi
heiðri Noregs við alþjóðakeppni
í plægingu í Ítalíu á sumri kom-
anda. Vandi fylgir vegsemd
hverri. — Hvernig væri annars
að fara að kenna plægingu við
bændaskólana á fslandi?
Hátt á annað þúsúnd manns
sóttu íþróttamót þetta sem áhorf-
Verkið lofar meistarann, svona plægir hann Árni Braut. —
Listaverk, starf og strengur
endur, og skemmtisalurinn i
Höylandsbankanum var fullset-
inn um kvöldið er verðlaun voru
afhent, meðal annars verðlauna-
bikar frá kónginum. — Og loks
dunaði dansinn — mest þjóð-
dansar — til miðnættis. Þannig
skemmtir unga fólkið sér, þó
að margt komi annað til, en þátt-
ur starfandi ungra manna og
kvenna með þjóðlegum bænda-
metnaði er stór í hinum þéttbýlu
sveitum, það búa um 18 þúsund
manns í Höyland-hreppi og um
6000 í Klepps-hreppi þar sem
plægingamótið var háð.
Útlent fjármagn
f gær hlustaði ég á umræður
í islenzka útvarpinu um erlent
fjármagn til stóriðju á landi
voru. í því sambandi er gaman
að athuga nýjustu upplýsingar
um hvað stóryðjufyrirtæki eins
og Norsk Hydro er fyrir norsku
þjóðina. En fyrst vil ég leiðrétta
það sem nýlega stóð í Morgun-
blaðinu að Norðmenn hefðu kom-
ið því mikla fyrirtæki upp með
ensku og þýzku fjármagni. Þann
ig var það ekki, það var sænskt
og franskt fjármagn. Þó að ef til
vill sé sama hvaðan gott kemur,
er betra að hafa það sem rétt
reynist. Samúel Eide sem skap-
aði Norsk Hydro 1905, vann það
þrekvirki að fá sænskan auð-
mann í lið með sér á því herr-
ans ári 1905 þrátt fyrir það hvern
ig þá stóðu sakir milli grann-
þjóðanna Svía og Norðmanna.
Hjá Norsk Hydro starfa nú um
8600 manns. Ef athugaðar eru
fjölskylduástæður kemur í ljós
að um 1% af norsku þjóðinni á
afkomu sína undir þessu fyrir-
tæki.
Norsk Hydro framleiðir 50 mis-
munandi vörur og allt er það í
stórum stíl, og flytur út vörur
til 45 landa. Launagreiðslur fé-
lagsins 1958 námu 127 milljón-
um n. kr., en voru aðeins 17
milljónir síðasta árið fyrir stríð.
Rafmagnið er undirstaða fram-
leiðslunnar. Alls framleiðir N.H.
um þrjá milljarða kWh af raf-
magni en notar alls um 4,5 mill-
jarða kWh. En það er hvorki
meira né minna en um 18% af
allri rafmagnsframleiðslu í Nor-
egi.
Stærsti þáttur framleiðslunnar
eru köfnunarefnis-vörur. að
stærstum þætti tilbúinn áburður.
Eru þær vörur um 75% af heild-
arframleiðslu fyrirtækisins. Kalk
saltpjeturinn er um 1 millj. smá-
lesta eða um 20 millj. sekkja, al-
hliða áburður blandaður er um
200.000 smálestir og Kalk-
ammonsaltpjetur um 100.000
smálestir. Þar vdð baetist um
100.000 smálestir Ures sem er lút-
sterkur köfnunarefnis-„áburður“
sem mestmegnis er þó notaður til
iðnaðar. allt miðað við árs fram-
leiðslu.
Heildarsala Norsk Hydro 1958
nam 515 millj. n. kr. Af því var
um 70% sala gegn erlendum
gjaldeyri. Þau lönd sem N. H.
skiptir mest við eru: Danmörk,
sem kaupir um 550.000 smálest-
ir af áburði, Svíþjóð kaupir um
200.000 smálestir og þar á eft-
ir koma Egyptaland, USA og
Spánn o. s. frv.
Ekki fleira í dag.
23. nóvember 1959.
Á. G. E.
i paGi1*1*
....—
_____tt:::tttt:tt^-^":":::^
tttttt”:::..
Vtt
• ••
• ••
• ••
• •2
Jólatrésseríur
Beztu tegundir — Mikið úrval
OSRAM — Vestur-þýzkar
NOMA — Amerískar
Einnig varaperur.
Laugavegi 68 — Sími 18066.
Vnntor
ungan mann eða stúlku til afgreiðslustarfa.
VERZLUN ÁRNA PÁLSSONAR
Miklubraut 68.
Stúlka oskast
Upplýsingar hjá yfrmatreiðslumanninum.
Leikhuskjallarinn
Afgreiðslndiskur
í skrifstofu, mjög vandaður,
ásamt vandaðri hillu til sölu
strax.
Uppl. í síma 17800.
Margar nýjar gerðir.
MARKAÐURIAIN
Laugavegi 89.
Hotel Kongen af Danmark — Köbenhavn
HOLMENS KANAL 15 C. 174
í vetur til V\ '60. — Herb. með morgunrétti frá kr. 12—16
pr. rúm. — í miðborginni — rétt við höfnina