Morgunblaðið - 10.12.1959, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐ1Ð
Fimmtudagur 10. des. 1959
títg.: H.i. Arvakur Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands.
1 lausasölu kr. 2.00 eintakið.
ÞJOÐNYTINGARSTEFNAN A
Æ FÆRRI FORMÆLENDUR
SÉR
ABERNSKUDÖGUM sócíal-
ismans töldu fylgjendur
hans það eitt helzta skil-
yrði fyrir réttlátu þjóðskipulagi,
að ríkið ætti og ræki flest eða
öll atvinnufyrirtæki. Langt er
síðan hinir gömlu sósíalistar skipt
ust í tvo hópa hópa, kommún-
ista, er vildu ná markmiðum sín-
um með ofbeldi og jafnaðarmenn,
sem svo hafa verið nefndir á ís-
landi, er vildu ná þeim með lýð-
ræðislegum aðferðum. Ofbeldis-
mennirnir héldu áfram að for-
herðast og hafa komið á fót ægi-
legustu einræðisþjóðfélögum, er
mannkynið hefur nokkru sinni
kynnzt. Jafnaðarmennirnir, á
hinn bóginn, löguðu sig smám
saman eftir hinum borgaralegu
þjóðfélögum.
Hafa skipt um skoðun
Borgaraflokkarnir, um allan
hinn vestræna heim, hafa tekið
upp sum af stefnumálum jafnað-
armanna, en á sama tíma hafa
jafnaðarmennirnir lagt til hliðar
ýmsar af sínum grundvallarkenn-
ingum og aðhyllzt þjóðskipulag
byggt á frelsi og eignarétti ein-
staklinganna. f þessu sambandi
skyldu menn minnast þess, að
það er síður en svo hægt að
leggja nokkrum það til lasts, þó
að hann hafi skipt um skoðun,
þegar viðkomandi er orðinn
reynslunni ríkari og aðstæður
hafa að ýmsu leyti breytzt.
Jafnaðarmannaflokkarnir héldu
lengi við þá kenningu, að þrátt
fyrir allt væri heppilegt að þjóð-
nýta stærstu atvinnugreinarnar.
En nú hafa þeir víða skipt um
skoðun. Fyrstir til að gefa á-
kveðna yfirlýsingu í þessu sam-
bandi munu hafa verið jafnaðar-
menn í Vestur-Þýzkalandi. Þeir
hafa fyrir nokkru síðan ákveðið
að fella niður þjóðnýtingu úr
stefnuskrá sinni.
Eflaust hefur þessi ákvörff-
un veriff tekin meff tilliti til
hinnar þróttmiklu og árang-
ursríku efnahagsmálastefnu,
er ríkt hefur í landimu að und-
anförnu. En þar er byggt á
framkvæmdafrelsi einstakl-
inga og félaga, meff hæfilegu
affhaldi ríkisvaldsins.
Yfirlýsing norska
verkamannaflokksins
Hið nýjasta í þessum málum
kemur frá norska Verkamanna-
flokknum, sem löngum hefur ver-
ið talinn róttækastur hinna
þriggja stóru jafnaðarmanna-
flokka á Norðurlöndum, Tryggve
Lie, sem lengi var einn af for-
ystumönnum flokksins og síðar
aðalritari Sameinuðu þjóðanna,
hefur nýlega verið falið það hlut-
verk, af norsku stjórninni, að
reyna að fá fleiri erlenda fjár-
magnseigendur, en það hafa
þegar gert, til að leggja fé í fyrir-
tæki í Noregi.
Tryggve Lie lagði fyrst leið
sína til Bandaríkjanna, og á fundi
í norsk-ameríska viðskiptaráðinu
í New York sagði hann, að norski
Verkamannaflokkurinn hyggðist
styðja einkaframtakið framvegis
og myndi ekki beita sér fyrir
frekari þjóðnýtingu en orðin væri
í Noregi.
Fyrir nokkrum dögum lýsti
svo Einar Gerhardsen, forsæt-
isráffherra Noregs, yfir því á
fundi í Stórþinginu, aff
Tryggve Lie hefffi talaff í nafni
norsku ríkisstjórnarinnar og
miffstjórnar Verkamanna-
flokksins, er hann sagffi, aff
Norffmenn hyggffu ekki á frek
ari þjóffnýtingu.
Þessi yfirlýsing er vissulega
mjög athyglisverff og hlýtur
aff hafa mikil áhrif.
VAR ÞAÐ TIL „VARNAR
ALÞÝÐUHEIMILUNUM" ?
ÞAÐ hefur löngum verið
háttur kommúnista að
byggja áróður á því
að snúa staðreyndum við, segja
svart hvítt og hvítt svart.
Eitt nýtt dæmi slíks málflutnings
getur að líta í forystugrein „Þjóð-
viljans" í gær. Þar er því fyrir-
fram slegið föstu, að hvers konar
ráðstafanir, sem hin nýja ríkis-
stjórn kunni að gera til viðreisn-
ar í efnahagsmálum landsmanna
hljóti að fela í sér árás á alþýðu-
heimilin í landinu. Síðan er því
lýst yfir, að kommúnistar muni
snúast til „varnar alþýðuheimil-
unum“.
í þágu almennings
Nú er það alþjóð kunnugt, að
hin geigvænlega verðbólga, sem
vinstri stjórnin leiddi yfir ís-
lenzku þjóðina, bitnar ekki sízt á
alþýðu manna. Það er einmitt hag
og allri afkomu verkalýðsins, sem
fyrst og fremst er ógnað af þeim
erfiðleikum, sem nú steðja að
efnahags- og atvinnumálum lands
manna. Raunhæf viðleitni til þess
að stöðva verðbólguflóðið og
koma bjargræðisvegunum á heil-
brigðan grundvöll, er þess vegna
beinlínis framkvæmd í þágu alls
almennings í landinu.
En í þessu sambandi mætti
minnast á það örfáum orðum,
hvernig kommúnistar hafi innan
vinstri stjórnarinnar snúizt til
„varnar alþýðuheimilunum"?
Stjórnarstefna
kommúnista
Var þaff til „vamar alþýffu-
heimilunum“, sem kommún-
istar og samstarfsmenn þeirra
í ríkisstjórninni lögðtu á 35
þúsund kr. árlega nýja skatta
og tolla að meðaltali á hverja
einustu 5 manna fjölskyldu í
landinu?
Var það til „varnar alþýðu-
heimilunum“, að allt verðlag stór
hækkaði undir forystu viðskipta-
málaráðherra kommúnista og
vinstri stjórnarinnar?
UTAN UR HEIMI
Líkan af hinu nýja þinghúsi.
Gegnum gluggann í bakgrunninum sést í rústir hinnar gömlu
Ríkisdagsbyggingar.
Ríkisdagsbyggingin
i
RÚSTUM hinnar gömlu
byggingar þýzka Ríkis-
dagsins í Berlín, sem nazistar
kveiktu í að kvöldi 27. febrú-
ar 1933 og síðar fékk að kenna
á loftárásum bandamanna í
styrjöldinni, ríkir nú iðandi
líf og athafnasemi. Þangað
var fyrir nokkru stefnt öllum
þeim steinsmiðum, sem hægt
var að „skrapa saman" í Vest-
ur-Berlín. Þeir vinna að
fyrsta áfanganum í endur-
byggingu þinghússins — að
laga og gera við það af hin-
r
l
Berlín
um gamla múr og skreyting-
um, sem unnt má vera að
varðveita.
— ★ —
Þessi vinna hefur þegar kostað
8 milljónir marka, en Sambands-
þingið í Bonn veitti alls 11
milljónir marka til framkvæmd-
anna á þessu ári. Áætlað er hins
vegar, að endurbygging þing-
hússins muni kosta samtals 40 birgðaaðsetur" sambandsþings-
sama stíl og hún var áður en
nazistar kveiktu í henni og
sprengjur styrjaldarinnar skildu
eftir sín merki. — Og nú hefur
sem sé síðari kosturinn verið
valinn — en því er ekki að leyna,
að margir, bæði meðal ráða-
manna og almennings, eru
óánægðir með þá ákvörðun.
• 30 þús. fermetrar
Það má þó kannski vera
nokkur huggun hinum óánægðu,
að „innvortis“ mun hin nýja
bygging verða harla frábrugð-
in þeirri Reichstagsge-
b á u d e , sem skósveinar Gör-
ings báru eld að á sínum tíma.
Aðalsalurinn (fyrir sameinað
þing) mun rúma 600 þingmenn,
auk stjórnar og sambandsráðs,
sem telja 120 manns. — Þá
verður þar einnig rúm fyrir jafn-
marga gesti og áheyrendur, þ. e.
a. s. 720. Þar við bætast svo
fundarsalir beggja þingdeilda,
herbergi hinna ýmsu flokka og
nefnda þingsins, skrifstofur,
bókasafn, skjalasafn o. s. frv.
Samtals verður 30.000 fermetra
gólfpláss í hinni nýju byggingu
— en það er helmingi meira en
í núverandi þinghúsi í Bonn.
Nýja húsið skal vera „bráða-
d. til, að Vestur-Berlín er, að
forminu til, ekki hluti af Vestur-
Þýzkalandi, heldur undir sér-
stakri stjórn fjórveldanna, Breta,
Bandaríkjamanna, Frakka og
Rússa — enda þótt sú samstjórn
sé raunverulega hvergi fyrir
hendi nema í Spandau-fangels-
inu, þar sem hinir þrír síðustu
af stríðsglæpamönnum nazista
sitja enn. — Auk þess hafa menn
bent á þá hættu, sem slíkri ráð-
stöfun gæti fylgt, ef til hernaðar-
Liður i fram-
kvæmdum, sem
\ miða að þvi að
\ undirbúa, að
\ Berlin verði á ný j
höfuðstaður
Þýzkalands
milljónir.
• Hiff nýja og gamla takast á
Það er að sjálfsögðu óskin
um, að Berlín megi á ný verða
höfuðstaður í sameinuðu Þýzka-
landi, sem liggur til grundvallar
ins, þegar það heldur fundi í
Berlin. En það hefur, sem kunn-
ugt er, oft gerzt, að þingið hafi
komið saman til funda þar, og í
þau tvö skipti, sem Vestur-Þjóð-
verjar hafa kosið sér forseta,
hafa þær kosningar t. d. farið
verður byggð upp á ný
þessum framkvæmdum, en e. t.
v. hefur það flýtt fyrir, að hafizt
væri handa, að borgarstjórn
Vestur-Berlínar hefur oftsinnis
kvartað yfir því og gagnrýnt, að
sambandsstjórnin í Bonn skuli
ekki hafa gert meira að því að fá
opinberum stofnunum og stjórn-
ardeildum sambandslýðveldisins
aðsetur í Vestur-Berlín.
Mikið hefur verið um það
rætt, hvort réttara væri að reisa
nýtt þinghús frá grunni í borg-
inni — nýtízkubyggingu á borð
við sambandsþinghúsið í Bonn
— eða hvort endurreisa bæri
ihina gömlu Ríkisdagsbyggingu í
fram í Vestur-Berlín. — Það er
ljóst, að þar með hafa menn vilj-
að leggja áherzlu á það, að V.-
Berlín tilheyri raunverulega V,-
Þýzkalandi, og ákveðnar raddir
hafa meira að segja heyrzt um
það í sambandsþinginu, að flytja
beri þing og stjórn algerlega til
Berlínar og lýsa því yfir, að
borgin sé höfuðstaður Þýzka-
lands, þó að landið verði ekki
sameinað í náinni framtíð.
• Bent á hættur
Margir hafa þó orðið til þess
að vara eindregið við, að slíkt
skreí verði stigið. Kemur þar t.
átaka drægi. Ef öll stjóm sam-
bandslýðveldisins væri saman
komin í Vestur-Berlín, gætu Rúss
ar svo að segja á svipstundu
komið henni fyrir kattamef eða
tekið til fanga, ef ófriður brytist
út — og þannig lamað allt landið
í einu höggi, ef svo mætti segja.
Einnig telja menn hættuna á
njósnastarfsemi meiri í slíku ná-
býli, sem yrði í Berlín.
— ★ —
Þeir, sem mæla með flutningi
þings og stjórnar til Berlínar —
þar yrði um að ræða nær hálfa
milljón manna, allt frá sjálfum
kanslaranum til yngsta sendi-
sveinsins — benda á, að Rússar
hafi leyft austur-þýzku stjórn-
inni að hafa aðsetur í Berlín, og
virðist þeir því ekki telja mikla
hættu því samfara.
• Horft til framtíffarinnar
Hvað sem ofan á verður í
þessum efnum nú á næstunni,
eru menn sammála um, að undir-
Framh. á bls. 22.