Morgunblaðið - 10.12.1959, Síða 19
Fimmtudagur 10. des. 1959
MORCUNBLAÐIÐ
19
Furðulegnr
ritdómur
Herra ritstjóri.
1 HEIÐRUÐU blaði yðar 6. des.
birtist ritdómur eftir Kristmann
Guðmundsson um Norðlenzka
skólann eftir Sigurð Guðmunds-
son skólameistara.
Efnisyfirlitinu gerir höfundur
svo rsekileg skil, að honum næg-
ir ekki minna en að þrítaka kafla
heiti bókarinnar og innihald
hvers kafla, og 1 hvert sinn tek-
ur höfundur skilmerkilega fram,
að sér finnist kaflinn um deilur
um mataræði á Möðruvöllum
„full ýtarlegur“, „langteigður",
(sic!) og loks, svo að allt sé þá
þrennt er „of langur." Þar með
hefur Kristmann Guðmundsson
sagt álit sitt á matarkaflanum,
svo að ekki verður um villzt. Þó
tekur í hnúkana þegar Krist-
mann Guðmundsson þykist þess
umkominn að taka Sigurð heit-
inn Guðmundsson skólameistara
á kné sér, og komast þannig að
orði, að „hann skrifi gott og
hnökralaust íslenzkt mál og hafi
ágæta frásagnargáfu
Gömlum nemendum og öðrum,
sem áttu því láni að fagna að
njóta handleiðslu og kynna af
Sigurði skólameistara, er það
minnisstætt, hvílíkur afburða-
maður meistari var um íslenzkt
mál og hve heilög köllun það var
honum ,að kynna nemendum sín-
um hina margslungnu töfra ís-
lenzkrar tungu. Er mér nær að
halda, að fáir menn á þessari öld
hafi staðið honum jafnfætis um
meðferð íslenzkrar tungu, og
kemur mönnum því spánskt fyr-
ir sjónir, að Kristmann Guð-
mundsson skuli hafa þann ókunn-
ugleika á hinum látna skóla-
manni, að hann geti tekið sér í
munn orðið „nnökralaust" þegar
hann talar um málfar Sigurðar
Guðmundssonar skólameistara.
Með þökk fyrir birtinguna.
Reykjavík, 8. des. 1959
Högni Torfason.
— o —
Kristmann Guðmundsson lætur
þess getið, að hann fái ekki séð
tilganginn með ofanritaðri grein,
„þar eð höfundur hennar stað-
festir og leggur áherzlu á um-
mæli mín um ágæti íslenzks máls
í bók Sigurðar skólameistara",
eins og Kristmann komst að
orði.
Styrkur til
verldræðináms
í SLENDIN G AFÉL AG Norður-
Kaliforníu hefur ákveðið að veita
300 dollara til að styrkja íslenzk-
an stúdent til verkfræðináms í
Bandaríkjunum. Er hér um að
ræða framlög frá íslendingum í
San Francisco, og ber gjöfin vott
um ræktarsemi þeirra og hlýjan
hug.
Menntamálaráðuneytið hefur
verið beðið að annast ráðstöfun
fjárins, og skulu þeir, er hafa
hug á að hljóta styrkinn, senda
ráðuneytinu umsókn ásamt stað-
festum afritum prófskírteina og
meðmælum fyrir 31. janúar n.k.
Ingélfscafé Ingólfscafé
Félagsvistin
í kvöld klukkan 9—11,30.
CITY-sextett og Sigurður Johnnie skemmta.
l^öÉaíi ik
Og
Haukur Morthens
Skemmta
með hljómsveit Árna Elfars í kvöld
Borðpantanir í síma 15327
R Ö Ð U L L
Leikfélag Kópavogs
IVIúsagildran
eftir Agatha Christie
Mjög spennandi
sakamálaleikur
í tveim þáttum
•
Sýning í kvöld
kl. 8,30
Síðasta sýning
fyrir jól.
Aðgöngumiðasala í dag
frá kl. 5.
Sími 19185.
Pantanir sækist 15 mín.
fyrir sýningu.
er í kvöld kl. 9.
Dansstjórl:
HELGI
EYSTEINSSON
Hljómsveit Árna ísleifssonar leikur til kl. L
Sala aðgöngumiða hefst kl. 8. Sími 17985.
VÖRÐIJR - HVÖT - HEIMDALLUR - ÓÐINIM
Spilakvöld
halda Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík fimmtudaginn 10. des.
kl. 8,30 í Sjálfstæðishúsinu.
1. Spiluð félagsvist.
2. Ræða: Pétur Sigurðsson, alþingismaður.
3. Spilaverðlaun afhent.
4. Dregið í happdrættinu.
5. Kvikmyndasýning.
Sætamiðar afhentir í dag í Sjálfstæðihúsinu.
Skemmtinefndin