Morgunblaðið - 10.12.1959, Síða 22
22
MOJtCTnvnrAniÐ
Fimmtudagur 10. des. 1959
Þarna verður jólavakan, gutubóö og leirböð.
Jólavaka í Skíðaskálanum
— lýstar brekkur og skíðalyfta
GAGNGERÐAR breytingar
hafa nú verið gerðar við
Skíðaskálann í Hveradölum
til aukinnar þjónustu og fyr-
víkur og hafa verið gerðar á
henni miklar endurbætur. —
Ljósaútbúnaður hefur verið
stórbættur í brekkunni og
Jóladvöl á fjöllum
Um jólahátíðina verður
Skíðaskálinn opinn þeim sem
vilja njóta hátíðanna til fjalla.
Dvalarkostnaði verður stillt í hóf
og mun dvölin kosta um þúsund
krónur með fæði. Verða sam-
tímis starfrækt gufu- og leirböð
fyrir gestina og er slíkt algjör
nýjung hér á landi og þó víðar
sé leitað til hliðstæðra staða.
Hinir nýju gestgjafar ætla um
jólahátíðina að hafa sem heimilis
legast í Skíðaskálanum. Verður
efnt til kvöldvaka með gestun-
um og fleira haft til skemmtun-
ar og ánægju.
1r Bætt aðstaða
íþróttalega séð er mikill
ávinningur af því að skíðalyftan
var endurbætt. Beztu skíðamenn
landsins hafa af henni mikil not.
Stór verkéfni eru nú framundan
hjá skiðamönnum og stærst
þeirra eru Ólympíuleikarnir í
Squaw Valley, en þangað munu
fara 4 íslendingar. Tveir skíða-
mannanna, þeir Eysteinn Þórðar-
son og Kristinn Benediktsson,
eru farnir til Austurríkis til æf-
inga og mun Eysteinn halda til
Bandaríkjanna þegar upp úr ára-
mótunum. Eysteinn er okkar
bezti skiðamaður í Alpagreinum
á liðnum árum og var á sl. vetri
talinn bezti alpagreinamaður á
Norðurlöndum.
Mikill áhugi er meðal reyk-
vískra skíðamanna og hafa þeir
hópum saman hafið skíðaiðkun
fyrir nokkru.
— Klaki.
Afhugasemd
í TILEFNI af skrifum Atla Stein-
arssonar undir fyrirsögninni „Og
fólkið hlær“ teljum vér rétt að
taka eftirfarandi fram:
1. Dómstólar íþróttahreyfingar-
innar eru til þess að skera úr
deilumálum félaga og einstakra
aðila og til að fyrirbyggja að
einstakir hópar eða einstaklingar
fái að fremja lögbrot.
2. Það er eigi starfssvið H. K.
R. R. að dæma í ágreiningi þeim,
er kann að koma upp á milli fé-
laga eða einstaklinga. Tíl þess
starfs hefur ráðið dómstól er
heitir Sérráðsdómstóll H. K. R. R.
og liggur því í hlutarins eðli að
senda allar þær kærur er sér-
ráðinu berast beint til hans.
3. í sambandi við spurningu þá
er vaknar í brjósti umrædds
blaðamanns um það hvort Í.R.
hefði fengið kæruna senda til
Sérráðsdómstóls H. K. R. R. þá
viljum vér taka það fram, að sú
kæra hefði verið höndluð á sama
hátt og aðrar kærur er ráðinu
berast.
Stjórn H. K. R. R.
Síðustu tréttir
í gær hafði Íþróttasíðan þær
fregnir sannastar að kæran fræga
út af 2. flokks mótinu hafi enn
verið í höndum HKRR — og
dómstóllinn hafi ekki fengið hana
til „afgreiðslu"
...segið ibað gárungunum
irgreiðslu við unnendur skíða
íþróttarinnar. Hefur Skíðafé-
lag Reykjavíkur keypt skíða-
lyftuna af Skíðaráði Reykja-
— Utan úr heimi
Framh. af bls. 12.
búa skuli þann möguleika, að
Berlín verði í framtíðinni aftur
höfuðborg — jafnvel þótt langur
tími líði, áður en Þýzkaland fæst
sameinað. Og nokkuð hefur þeg-
ar verið gert í því efni. Á síðasta
ári fór t. d. fram gagnger við-
gerð á Bellevue-höllinni, með
það fyrir augum, að hún verði
aðsetursstaður .forsetans, þegar
hann heldur til í borginni — og
nú er unnið af miklum krafti við
þinghúsið, sem fyrr segir. Ef svo
heldur áfram sem horfir, eru all-
ar líkur til, að nokkur hluti
byggingarinnar verði tilbúinn
þegar á miðju næsta ári, eða áður
en fyrirhugaður Berlínar-fundur
sambandsþingsins verður hald-
inn.
ýmislegt fleira gert fyrir
skíðaunnendur.
★ Nýir gestgjafar
Steingrímur Karlsson, sem
um áraraðir hefur annazt rekst-
ur Skíðaskálans, hefur nú látið
af því starfi og við hafa tekið
Óli J. Ólason og Sverrir Þor-
steinsson, ungir menn, sem gert
hafa ýmsar breytingar til bóta
fyrir gesti skálans.
Á Lyftan endurbætt
Aðalbreytingin er í því fólg-
in að eigendur skálans taka nú
við rekstri skíðalyftunnar. Verð-
ur hún starfrækt þegar veður
leyfir allar helgar og þess á milli
þegar henta þykir og veður leyf-
ir. Hafa miklar endurbætur verið
gerðar á lyftunni og ljósaútbún-
aði í brekkunni. Má ætla að fjör-
ugt verði við skálann á kvöldin
og um helgar og er fyrsta kvöld-
ferðin farin í kvöld frá BSR kl.
7.30. Lyftan verður í gangi og
brekkan upplýst.
í Morgunblaðinu 9. des. sl., er
birt grein undir fyrirsögninni ..
og fólkið hlær. Fjallar hún um
úrslitaleik annars flokks karla í
nýafstöðnu Reykjavíkurmóti í
handknattleik.
Þar sem greinarhöfundur virð-
ist fella sinn Salómonsdóm í
þessu máli, án þess að hafa hug-
mynd um, hvað um er að ræða,
og einnig það að tilgangur blaða-
mennsku sem þessarar er ekki
augljós, langar mig til þess að
minnast á eftirfarandi:
Það var hrein tilviljun að Þrótt
ur gat stillt upp liði með fullri
leikmannatölu í úrslitin. Liðið
kom saman fyrir leikinn og frétti
niður í miðbæ að fresta ætti leikn
um. Var hringt inn í Hálogaland
og þar var staðfest að svo væri,
en liðið fór samt sem áður inn í
Hálogaland til þess að vita fulla
vissu sína. Það var ekki fyrr en
mjög var liðið að leiknum, að
okkur var tilkynnt að hann ætti
að fara fram, en þá voru þrír leik
menn Þróttar farnir og náðist
ekki í einn þeirra aftur.
Þróttarar geta vel „unað við“
að tapa fyrir ÍR-ingum, án þess
að hafa bezta mann sinn með, en
allir, sem fylgjast með flokka-
íþróttum vita hvað það kostar
liðið. En það er ÁSTÆÐAN fyrir
því að hann var ekki með, sem
Þróttur getur ekki unað við og
óskar eftir rannsókn á, og álítu i
fulla ástæðu til.
Greinarhöfundur getur sagt „gár-
ungunum", sem spurðu hann í
gamni, að auðvitað hefðu ÍR-ing-
ar getað kært leikinn á sama
grundvelli og Þróttur, hefðu þeir
tapað, en þeir hefðu þá varla
kært Þrótt, frekar en Þróttur
leikmenn ÍR, vegna þess að voti-
andi er hvorugur aðilinn ábyrgur
fyrir þessum mistökum.
Hvað leikjabók H. K. R. R. v!ð-
víkur er hún alls ekki bindandi
og löglegt að færa til leiki, eí
fullar ástæður þykja fyrir.
Ég hef ekki orðið var við að
dómstólar (þróttahreyfingarinnar
væru hafðir að athlægi, eins og
greinarhöfundur vill vera lá'u.
Þeir eru nauðsynlegir og gagn-
legir íþróttahreyfingunni, al-
veg eins og almennir dómstólar
eru nauðsynlegir í þjóðfélaginu.
Lög íþróttadómstólanna eru
mjög sniðin eftir almennum lög-
um, og ættu Þróttarar og aðrir
er íþróttir stunda, að geta skotið
málum sínum til hlutlausrar
rannsóknar, sem er öllum er hl’it
eiga að máli fyrir beztu, i þessu
máli sém öðrum, án þess að menn
grípi til áróðursbragða.
Þróttari.
kc
Ég get ekki stillt mig um að
svara, þó ekkert nýtt komi fram
í þessari athugasemd frá Þrótt-
ara. Þó hann tali um að ég „virð-
ist fella minn 'Salomonsdóm, án
þess að hafa hugmynd um hvað
um er að ræða“ (svo!), staðfestir
hann í næstu málsgrein að kæran
sé byggð á þeim grunni sem ég
gat um í grein minni.
Víst er hægt að gera breýtingar
á leikjabók HKRR, en þó ekki
nema á fundi HKRR sem á að
bókast, en það var ekki g*;rt í
þessu tilfelli. Þvert á móti aug-
lýsti HKRR leikinn að minnsta
kosti í tveim dagblöðum sama
daginn og leikurinn átti að fara
— og fór fram.
Grein mín.......og fólkið hlær“
var ekki skrifuð sem neitt áróð-
ursbragð. Kærumál eru ekkert
leyndarmál og mættu vel sjá dags
ins ljós í blöðum. En hitt skil ég
vel, að sumir hafi viljað að þessi
kæra færi leynt, því ýmsum svið-
ur þegar þeir verða að athlægi —
og kæran sennilega orðin tii í
fljótfærni. Sé um einhver áróð-
ursskrif að ræða í öllu þessu
máli eru það skrif Þróttara
eins í Þjóðviljanum 2. des.
sl. þar sem áróður var að
ástæðulausu hafinn fyrir að
fresta úrslitaleiknum, sem hin
hlægilega kæra hefur nú borizt
um. Þessi skrif 2. des. sl. eru upp-
haf allra mistakanna sem Þróttur
kærir. Upphafið má því rekja til
þess Þróttara er þar heldur um
pennann. Þetta allt ætti því að
verða „innanríkismál" og einka-
mál Þróttar — og engin ástæða
fyrir „dómstóla" að eyða kröftum
sínum í slík mál.
pHBBiBiiniHiagiiiiiiaiHiDmH
Þrjár nýjar bókafo rlagsbækur
|
W é • • • i
Ljóð af lausum
bloðum
eftir
ÁRMANN DALMANNSSON
HÖFUNDUR þessarar nýju
ljóðabókar er þjóðkunnur for-
göngumaður í skógrækt og
íþróttamálum. En hann hefur,
eins og margir aðrir Islend-
ingar, farið dult með hag-
mælsku sína, og er þetta fyrsta
ljóðabók hans.
I bókinni eru 73 ljóð.
173 bls. Verð kr. 120,00.
Draumurinn
Skáldsaga eftir
HAFSTEIN
SIGURBJARNARSON
ÞESSI nýja skáldsaga Hafsteins
er ekki siður spennandi en fyrri
bók hans „Kjördóttirin á Bjarn-
arlæk“. Höfundur kann þá list
að halda athygli lesandans allt
frá fyrstu síðum til loka.
223 bls. Verð kr. 130,00.
Flogið yfir
flæðamdli
eftir
ARMANN Klt. EINARSSON
ÁRMANN er tvímælalaust vin-
sælasti unglingabókahöfundur
hérlendis, og eru bækur hans
jafnframt að ná mikilli út-
breiðslu erlendis.
Þetta er 7. Árnabókin.
192 bls. Verð kr. 58,00.
Bókaforlag Odds Björnssonar
iiiMiiiiaajiuiBi
A, St.