Morgunblaðið - 10.12.1959, Side 24
14
dagar
til i'óla
fHoírsimMaUífr 14
dagar
til jola
276. tbl. — Fimmtudagur 10. desember 1959
Sæmileg síldveiði
KEFLAVÍK, 9. des.: — 19 bátar
komu inn með 1950 tunnur í dag.
Hæstur Ólafur Magnússon með
168 og Guðfinnur ,150 tunnur
Svanur 145. Einn hringnótabátur
var með 117. — Helgi.
★
SANDGERÐI, 9. okt.: — 16 bát
ar komu inn 1 dag með 1140 tunn
ur. Saemundur var efstur með
151 tunnu, næst er Hrönn II. 139
©g þriðji Hamar með 128. Síldin
er mjög falleg. Hún veiðist öll í
Miðnessjó og er bæði til frysting-
ar og söltuð.
Allir bátar róa í kvöld bæði
hringnótabátar og reknetabátar.
•— Axel.
★
HAFNARFIRÐI: — Hringnóta-
bátarnir Faxaborg og Stefnir
hafa ekki komizt út í tvo daga
sökum óhagstæðs veðurs á mið-
unum, en þeir geta ekki athafnað
sig ef eitthvað er að veðri. —
Ekki voru allir reknetabátarnir
úti í gær sökum brælu, t.d. fóru
ekki allir bátarnir, sem lagt hafa
upp í Grindavík og haldið þar til,
á miðin vegna storms. — Héðan
munu hafa verið sjö á sjó í gær
og öfluðu þeir yfirleitt frá 70—80
tunnur.
★
AKRANESI, 9. des. — Tæpum
700 tunnum síldar lönduðu 10
reknetabátar hér í dag. Hæstan
afla höfðu þessir þrír: Svanur
169 tunnur, Ólafur Magnússon
109, og Bjarni Jóhannesson 102
tunnur. Hrepptu bátarnir frek-
ar slæmt veiðiveður í nótt, þar
sem austan bræla var yfir Mið-
nessjó. Síldin er ágæt. í dag var
meiri hluti hennar frystur, hitt
saltað.
Togarinn Bjarni Ólafsson kom
hingað í morgun. Vegna óhag-
stæðrar veðráttu hafði hann orð-
ið að liggja marga daga í vari
inni á fjörðum. Hann er með 150
lestir síldar og hélt héðan eftir
skamma viðdvöl til Þýzkalands
með aflann. — Oddur.
Póll í Tungu
lútinn
í GÆR, 9. þ.m. andaðist bænda-
höfðinginn Páll Þorsteinsson,
fyrrverandi bóndi og hreppsstjóri
frá Tungu í Fáskrúðsfirði. Páll
andaðist að heimili sonar síns,
Stefáns, í Flensborg í Hafnar-
firði.
Síldin smá - síldar-
stúlkur óánægðar
SlLDARSTÚLKUR í Keflavik og
Hafnarfirði eru óánægðar með að
fá ekki hærra verð fyrir söltun á
smásíld en venjulegri síld, enda
hafa síldarstúlkur á Akranesi
náð slíkum samningum. í gær var
ekkert saltað í Keflavík af þess-
um sökum.
Samningaumleitanir standa nú
yfir. Munu Vinnuveitendur hafa
setið á fundum í gær og eins Al-
þýðusambandið, en ekki sam-
eiginlega. V erður
Ávísanasvik orðin alvarlegt
vandamál í viðskiptalífinu
Athyglisvert bréf frá kaupsyslumanni
MORGUNBLAÐINU hefur borizt bréf frá kaupsýslumanni hér I bæ
um sviksemi, sem hann segir að sé talsvert útbreidd og færist nú
mjög í vöxt. Er hún í því fólgin, að menn gefa vitandi vits út banka-
ávísanir, sem engin innistæða er fyrir. Ávísanirnar eru svo endur-
sendar frá bönkum og sparisjóðum með áritun, að ekki sé nægileg
innistæða á reikningum þeim sem á er dregið. Bréfritarinn segir
ennfremur:
Undanbrögð og ósannindi
„Ef um vangá er að ræða hjá
útgefanda slíkrar ávísunar, er
það venjulega leiðrétt strax, en
þegar um er að ræða vísvitandi
svik af hendi manna, sem vita
að inneign er ekki til fyrir ávís-
unum, þá eru notuð allskonar
undanbrögð og ósannindi, til þess
að friða þann sem fengið hefir
hina fölsku ávísun.
Nú er flestum vitanlegt, að
þung hegning liggur við slíkri
ávísnafölsun. En margir vilja í
síðustu lög láta dæma menn í
refsivist fyrir þennan verknað í
þeirri von, að hin falsaða ávísun
fáist greidd. Margir missa þó
þolinmæðina og láta senda ávís-
anirnar til sakadómara. Þegar
útgefandinn sér, að hann á þunga
refsing yfir höfði sér, er venju-
lega reynt að innleysa ávísunina
1
i
S
Unnið nð somkomulagi
íramleiðendn og neytenda
| Rakalaus svikabrigsli Framsóknarmannú i
* )
; BÆNDAFÉLAG ÞINGEYINGA lýsir því yfir í Tímanum !
I gær, að „ekki sé útlit fyrir að stjórn Ólafs Thors ætli að
standa við gefin loforð Sjálfstæðisflokksins um bætur til
bænda fyrir ranga verðskráningu á landbúnaðarafurðum,
sem staðfest var með bráðabirgðalögum sl. haust“,
Það má furðulegt heita að slík yfirlýsing skuli gefin,
þar sem engar upplýsingar liggja fyrir er réttlæti hana. —
Ríkisstjórnin hefur undanfarið unnið að þvl að koma á sam-
komulagi milli framleiðenda og neytenda um nýjan verð-
lagsgrundvöll landbúnaðarafurða. En það var einmitt megin-
krafa aukafundar Stéttarsambands bænda sl. haust, að hann
yrði fundinn á grundvelli framleiðsluráðslaganna. Undir for-
ystu landbúnaðarráðherra er því nú verið að vinna að Iausn
þessa vandamáls, sem báðir aðilar geti orðið ánægðir með.
Samþykkt Bændafélags Þingeyinga á því við engin rök
að styðjast, og er sízt til þess fallin að greiða fyrir lausn
málsins, sem ætti þó að vera höfuðáhugamál samtakanna.
Bendir allt til þess að pólitískir hagsmunir Framsóknar-
flokksins hafi verið ofar í huga fundarmanna er samþykktin
var gerð, en hagsmunir bænda. Brigslyrði Tímamanna um
„svik“ Sjálfstæðisflokksins í þessu máli eru því nú sem fyrr
út í bláinn. —
og svikurunum er sleppt með
áminningu. En þegar loks ávís-
unin er greidd á þennan hátt,
hafa venjulega liðið vikur eða
mánuðir frá þvl hún var .gefin
út, vegna seinagangs réttvisinn-
ar, sem að sjálfsögðu ætti að
meðhöndla slík svikamál án taf-
ar.
Stór liður í almennum
viðskiptum
Greiðsla með bankaávísunum
er stór liður í almennum viðskipt
um. En ef ávísnasvikin verða
ekki upprætt og óreiðumönnum
látið haldast uppi það refsiverða
athæfi að gefa út falskar ávísan-
ir, þá má búast við því í vax-
andi mæli að menn hætti að taka
ávísanir sem greiðslu.
Sagt er að bankarnir hafi sér-
staka nefnd er fylgist með því
hverjir gefi út óreiðu-ávísanir og
láti loka þeim bankareikningum,
sem misnotaðir eru á þennan
hátt. Þetta er gott út af fyrir
sig, en þessi viðleitni mundi hafa
meiri áhrif, til þess að hindra
falsanir, ef bankarnir birtu skrá
yfir nöfn þeirra sem gerst hafa
sekir í þessu efni.
Spilling sem verður að uppræta
Hér er um spillingu að ræða,
Hér er um spillingu að ræða,
sem verður að stöðva áður en
hún er orðin að alvarlegu þjóð
félags-vandamáli. Það þarf að
Kosningin í sjó-
mannafél. Rvíkur
SVO sem kunnugt er stendur
nú yfir stjórnarkjör í Sjómanna-
félagi Reykjavíkur. Fyrst um
sinn verður skrifstofan opin
vegha kosninganna frá kl. 10—12
árd. og 3—6 síðdegis.
Kommúnistar gera nú enn
harða hríð að Sjómannafélaginu,
en fyrri atrennum þeirra hefur
verið hrundið, eigi að síður er
nauðsynlegt að sjómenn fylki nú
liði sem fyrr og styðji lista
stjórnar og trúnaðarráðs, sem er
A-listinn.
gera mönnum Ijóst, hvaða
hegning liggur við ávísunar-
fölsun, og þeir sem fá slíkar
ávisanir i hendur sem
greiðslu, gera hvorki sér né
viðskiptalífinu greiða með því
að láta innheimtuna dragast
á langinn. Ef sakadómari fær
slík mál til meðferðar, verður
afgreiðsla vegna eðlis málsins
að ganga fyrir sig án tafar,
þar sem um alvarleg svikamál
er að ræða.“
Gæðasmjör
ólöglegt
s
s
I
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
verkfræð-)
s
Voru niðurstöður dóms- s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
HJÁ borgardómaraembætt-
\ inu er genginn dómur í máli
því er ákæruvaldið höfðaði
gegn Osta- og smjörsölunni,
út af nafninu „Gæðasmjör“.
Málið var rekið fyrir sjó-
og verzlunardómi og var í
dómnum auk Jóns Tómas-
sonar fulltrúa, þeir Sigur-
geir Sigurjónsson hrl. og
S Loftur Loftsson
S ingur.
ins, að undangenrginni rann-
sókn sérfræðings, að smjör-
ið uppfyllti ekki þær kröf-
ur, sem gera þarf til vöru
i’ með slíku heiti. Var vöru-
| heitið talið brjóta í bága við
5 lög nr. 84/1933 um varnir
S gegn óréttmætum verzlunar
; háttum.
Slysahœfta
í Aðalstrœti
FYRIR nokkrum dögum var sett
upp heljarmikið járngrindverk á
gangstéttarbrúnina í Aðalstræti
meðfram Morgunblaðshúsinu. Er
grindverkið svo langt, að það
lokaði báðum hinum afmörkuðu
gangbrautum sem legið hafa
þvert yfir þessa miklu umferð-
argötu. Aftur á móti hafa nýjar
gangbrautir beggja vegna grind-
verksins ekki enn verið afmark-
aðar. Er fólk eins og fénaður um
alla götuna í hinni miklu umferð,
og aldrei meiri slysahætta en
einmitt nú.
Það vakti athygli vegfar-
enda um Fríkirkjuveginn í
gær að sjá þessa þrjá menn
vera að príla upp á Kvenna-
skólaþakinu. Þeir eru þó ein-
faldlega að mála það. En
það þykir tíðindum sæta að
hús skuli málað að utan í des-
embermánuði hér á landi.
Stapafell
vMBBnaaaoHiaaaaaBan
í óveðrinu
MBI. er kunnugt um að Stapa-
fellið, frá Ólafsvik, sem er 78
tonna Svíþjóðarbátur var á leið
með afla til Aberdeen í Skotlandi,
þegar óveðrið skall á, á Norður-
sjó og Eystrasalt, og ætlaði að
seija á mánudag.
Gat togarinn ekki siglt inn til
Aberdeen vegna þess hve inn-
siglingin er þröng, en varð að
halda sjó fyrir utan fram á mið-
vikudag, meðan veðrið geisaði.
Var togarinn með 50 lestir af fiski
og ís.
í gærkvöldi var veðrið á þess-
um slóðum að ganga niður.
I gær gat Stapafellið svo siglt
inn fyrir norðan Aberdeen og
ætlaði að selja þar.
Kviknaði í hevi
j
BLÖNDUÓSI, 9. des.: —• í gær-
morgun kom upp eldur í heyi á
Haukagili í Vatnsdal. Kviknaði
í fúlgu, sem ekki var áföst við
hús, og mun hafa verið um sjálf-
íkviknun að ræða. Gekk vel að
slökkva.
Stólu þýii
• KOMIZT hefur upp um tvo)
' fullorðna menn, sem stáluxi
/þýfi frá 11—14 ára drengjum(j
)í Hvammstanga.
Drengirnir höfðu brotizt Inn/
()í verzlun Sigurðar Davíðsson-)
kar á Hvammstanga og stolið)
/þar sælgæti og svolitlu af x
/sígarettum. Þýfið földu þeir í6
)bát og víðar. En einn góðan(
Weðurdag var þýfið á bak og (
sburt.
Strákarnir báru sig að sjálf-)
/sögðu illa yfir missinum ogy
/kvörtuðu sáran, með þeim af-C
hleiðingum að þetta barst til/
)eyrna kaupmannsins, sem/
(kærði.
Þetta leiddi til þess, að)
/mennirnir tveir voru gripnir/
) fyrir þjófnað á þýfi í gær.