Morgunblaðið - 16.12.1959, Side 1
24 siðtir
46. árgangu?
281. tbl. —- Miðvikudagur 16. desember 1959
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Markmið Rússa
ekki breytt
— saqði Herier í París
PARÍS, 15. desember: — RáSherrafundur AtlantshafsbandalagsinS
hófst í dag. Einkenndist fundurinn af einhug og staðfestu banda-
lagsríkjanna um að efla bandalagið og styðja af öllum mætti
eflingu friðarvona mannkyns, sögðu stjórnmálafræðingar. —
Lange, utanríkisráðherra Norðmanna, var í forsæti, en ræða
Herters ,utanrikisráðherra Bandaríkjanna, vakti mesta athygli í
dag. — Herter sagði, að markmið Ráðstjórnarinnar væri hið sama
fyrr, fyrst og fremst eins og sakir stæðu að splundra Atlantsliafs-
bandalaginu. —
Rússar mundu líka telja það
atórsigur, ef þeir sæju á eftir
Bandaríkjamönnum með her sinn
úr Evrópu, sagði Herter. Megin-
áherzluna yrði að leggja á að efla
Atlantshafsbandalagið bæði inn
á við og út á við. Bandaríkjamenn
setluðu ekki að láta her sinn yfir-
gefa Evrópu, þeir ætluðu að
standa við skuldbindingar sínar,
en vonuðust jafnframt til að aðr-
ar bandalagsþjóðir gerðu einnig
skyldu sína.
★
Voru áætlanir Herters í 5
meginliðum:
1. Ríki Atlantshafsbandalags
ins eiga að mæta áróðri Rússa
með því að fræða þjóðir sínar
betur um tilgang og markmið
L bandalagsins.
2. Vesturveldin verða að
skipuleggja efnahagslega þró-
un og getu til mótleiks við
ógnanir Ráðstjórnarinnar á
þessu sviðL
3. Vesturveldin verða að
skipuleggja sterkt varnarkerfi
með alhliða herstyrk, sem
bæði gæti látið til skarar
skríða ef til allsherjar styrj-
aldar kæmi — og gæti einnig
veitt viðnám, ef til staðbund-
innar árásarstyrjaldar kæmi.
4. Hvað afvopnun viðkemur
sagði Herter, að hún tæki
margra ára samkomulagsum-
leitanir og mikla skipulagn-
ingu.
5. Á visindasviðinu yrði
NAXO að beita sér að alefli
til framfara í öllum greinum.
Herter sagði ennfremur
að Atlantshafbandalagsþjóðirnar
mættu umfram allt ekki draga
Viljn ló nð
leilo vors
úr hernaðarstyrk sínum. Ef svo
yrði mundi samningsaðstaða
þeirra gagnvart Ráðstjórnarríkj-
unum stórlega versna.
Að lokum lagði Herter áherzlu
á það, að Bandaríkjamenn mundu
áfram hafa her í Evrópu. En
Bandaríkjamönnum fyndist Ev-
rópuþjóðum hafa vaxið fiskur um
hrygg eftir ófarir styrjaldarinn-
Framh. á bls. 23.
Sfundum
Margir eiga um sárt að binda
í þessum heimi. Þessi átakan-
lega mynd var tekin þar sem
fólk syrgir nú börn sín, syst-
kin, foreldra. Það er í Frejus,
franska bænum á strönd Mið-
jarðarhafsins, sem æðandi
vatnsflaumur fór yfir með
dauða og eyðileggingu ekki
alls fyrir löngu. Myndin var
á gólfið í kennslustofunum.
Þar biðu þeir, sem lifðu hörm-
ungarnar, örvilnaðir og leit-
I
í
I
£
!
!
|
I
|
1
Eisenhower siglir Miðjarðarhaf
er það miskunnarlaust
tekin í barnaskóla bæjarins,
þangað voru líkin flutt jafn-
óðum og þau voru grafin úr
rústunum. Þau voru lögð þar
uðu að ástvinum sinum. —
Margir fundu börn sin, eigin-
konur, eða eiginmenn, en sum
líkin voru óþekkjanleg. Það er
erfitt að gera sér grein fyrir Jí
því hve mikill harmleikur ((*
þarna hefur átt sér stað, þeg- ^
ar fleiri hundruð manns fór- ff
ust á einni nóttu í litlum bæ. o
En þessi mynd gefur okkur J
e. t. v. svolitla hugmynd um ít
það hve lífið getur verið bit- ))
urt og miskunnarlaust, jafn (?
fagurt og brosandi sem það öj
er þó stundum. A
Grimsby, 15. des.
Einkaskeyti til Mbl.
FORRÁÐAMENN brezka fisk-
iðnaðarins munu einhvern
næstu daga afhenda dr. Kristni
Guðmundssyni, sendiherra Is-
lands í London, orðsendingu
þar sem þess er farið á leit
við íslenzk stjórnarvöld, að
brezkum togurum verði heim-
ilað að leita vars við íslands-
strendur án þess að eiga á
hættu að verða teknir af is-
lenzku landhelgisgæzlunni. —
Talsmenn fiskiðnaðarins hafa
látið svo um mælt, að togar-
arnir geti lent i hættu við
ísiand í vetur, ef stórviðri
skella á.
AÞENU, 15. desember. — Eisen-
hower forseti steig í dag á skips-
fjöl í Aþenu og kvaddi um leið
sjöundu höfuðborgina, sem hann
lieimsækir á hinu 22,000 mílna
langa ferðalagi sinu til 11 landa.
Fær Eisenhower nú tveggja daga
hvild á herskipinu Des Moines á
leið vestur Miðjarðarhaf, en hann
mun á leiðinni til Miðjarðarhafs-
strandar Frakklands koma við í
Túnis og hitta Bourguiba að máli.
Síðan er ferðinni heitið til Paris-
ar, en þar mun hann ræða við
de Gaulle á laugardag og þá Mac
millan og Adenauer siðar um
daginn.
Eisenhower forseta og fylgdar-
LONDON, 15. des. — Sam-
kvæmt frétt í brezka tímarit-
inu „Rane’s All The World’s
Aircraft", sem kom út í dag,
framleiða kínverskir komm-
únistar 20—25 MIG-17 þrýsti-
loftsflugvélar mánaðarlega, og
hafa þannig tvöfaldað fram-
leiðslu sína á þessum rúss-
nesku orrustuþotum frá því
árið, sem leið.
liði hans var mjög fagnað í Aþenu
sem og annars staðar í þessari
ferð. Hvar sem hann fór um borg
ina var fyrir múgur manns, sem
óspart lét í ljósi ánægju sína með
heimsókn hans.
1 dag flutti forsetinn ræðu í
gríska þinginu og ræddi um frið-
armálin. Hvatti hann alla friðar-
sinna til að leggjast nú eitt og
vinna af alefli og einhug. — Þá
ræddi hann við Caramanlis og í
sameiginlegri yfirlýsingu, sem
gefin var út að fundi þ'eirra lokn-
um, sagði, að Grikkir og Banda-
ríkjamenn mundu skiptast á skoð
unum um öll helztu mál er varða
hagsmuni beggja. Lýst var yfir
ánægju með það hve vel hefði
tekizt til um lausn Kýpurmálsins
og lögð áherzla á vináttu Grikkja
og Bandaríkjamanna.
Eisenhower og fylgdarlið hans
hélt frá Aþenu á skipsfjöl með
þyrilvængjum. Ein þyrilvængj-
anna varð fyrir hnjaski í flugtaki
og nauðlenti þegar. Hafði skrúf-
an snert tré, en við nánari atug-
un kom í ljós að skemmdir höfðu
ekki orðið teljandi og fór vængj-
an þá aftur á loft.
1 fyrstu var haldið að Eisen-
hower hetði verið í þyrlu þessari
uppi fótur og fit. En svo var ekki.
Þarna voru nokkrir blaðamenn,
sem fylgt hafa forsetanum í ferð-
inni.
49
viðriðnir tilræðið
BAGDAD, 15. des. — íranska
blaðið A1 Zaman, skýrði frá þvl
í dag, að 49 manns sé á einn
eða annan hátt viðriðið morðtil-
raunina á Abdul Karim Kassem,
forsætisráðherra. Sagði blaðið
jafnframt, að næstkomandi laug-
ardag myndu 29 þeirra veröa
leiddir fyrir alþýðudómstólinn.
Þegar þeim réttarhöldum lýkur
í janúarlok, verða hinir 20 kall-
aðir fyrir, en meðal þeirra er
fyrrverandi upplýsingamálaráð-
hera í ráðuneyti Kassems, Fouad
At-Ratabi hershöfðingi.
Samkomulag fram-
leiðenda og neytenda
Staðfesf með útgáfu bráðabirgðalaga
FORSETl ISLANDS gaf í gær út bráðabirgðalög þau, um
verðlagsmál landbúnaðarins, sem áður hefur verið skýrt
frá hér í blaðinu. Eru þau gefin út sem viðauki við fram-
leiðsluráðslögin frá 5. júní 1947 um framleiðsluráð Iand-
búnaðarins, verðskráningu, verðmiðlun, sölu á landbúnað-
arafurðum o. fl. Bráðabirgðalög þessi eru byggð á sam-
komulagi því, sem tókst milli fulltrúa framleiðenda og
neytenda um verðlagningu landbúnaðarafurða sl. mánu-
dagsnótt. En frá efni þeirra var skýrt í blaðinu í gær.
1 forystugrein Mbl. í dag eru þessi mál gerð nánar að
umtalsefnL