Morgunblaðið - 16.12.1959, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.12.1959, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐtÐ Miðvik'udagur 16. des. 1959 Nýr áfangi í hand- ritamálinu? UM ÞESSAR mundir er staddur hér danski ritstjórinn Bent A. Koch, sem er formaður nefndar þeirrar í Danmörku, sem vinnur hvað ótrauðast að lausn handrita- málsins. Er hér um að ræða hóp áhnigamanna sem kallar sig — „Nefndina frá 16. september 1957“. Hafa þessir menn gengið frá merkilegum tillögum og lagt þær fyrir dönsku stjórnina og ýmsa áhrifamenn í Danmörku, og hefur málið yfirleitt fengið mjög góðar undirtektir. Tillögurnar miða að því að fá fram vilja íslenzku þjóðarinnar, en taka jafnframt tillit til ástands ins í Danmörku, en þar hefur lít ill hópur manna barizt gegn af- hendingu handritanna. Blað danskra sósíaldemókrata sagði að á sínum tíma, að tillögur nefnd- arinnar væru mjög gagnlegar, því þær bentu á nýjar leiðir til lausn ar á handritamálinu. Voru blöðin Asmundur Guðmundsson Nýtt rœðusafn eftir [ r Asmund Cuðmundsson KOMIÐ er út nýtt ritsafn eftir Asmund Guðmundsson biskup, er nefnist „Frá heimi fagnaðarer- indisins". Skiptist það í tvo meg- inkafla, helgidagaræður og tæki- færisræður, þótt helgidagaræð- umar séu aðalefni bókarinnar. Höfundur segir svo í formála: „Þegar helgidagaræður mínar Frá heimi fagnaðarerindisins, komu út, árið 1919, höfðu ýmsir orð á því við mig, að ræðurnar hefðu átt að vera fleiri og ná yfir allt kirkjuárið, ekki aðeins fyrri hluta þess. Þessum hvatningarorð um hefi ég aldrei gleymt, né því, hve góðar viðtökur bókin hlaut. Leiðrétting í DÓMI um bók Thorolfs Smiths, „Abraham Lincoln“, sem birtist í blaðinu í gær komst ég á einum stað svo að orði: „„Leaves of Grass“ er ekki „frægust ljóða- bók“ Whitmans, heldur eina Ijóðabók hans“. Þetta er strangt tekið ekki rétt. Whitman gaf út nokkur smærri Ijóðakver, „Drum Taps“ (1865), „Passage to India“ (1870), „Good-Bye, My Fancy“ (1891), en þau voru öll tekin upp í „Leaves of Grass“ síðar, þannig að Thorolf Smith fer með rétt mál, þegar hann segir að sú bók sé frægust ljóðabóka hans. Bið ég hann og lesendur velvirðingar á staðhæfingu minni, sem stafaði af því að ég fletti upp í ófullkom- inni bandarískri bókmenntasögu, sem gat ekki um ljóðakverin, sennilega vegna þess að nú eru öll ljóð Whitmans í „Leaves of Grass“. Sigurður A. Magnússon. 'Áttrœð 1 FYRIRSÖGN afmælisgreinar- innar um Ólínu Snæbjarnar- dóttur frá Stað í blaðinu í gær segir að hún hafi orðið sjötug þann dag, en eins og í greininni sést, varð hún áttræð. AÐALFUNDUK Heimis, fél. ungra Sjálfstæðismanna í Kefla- ▼ik verður haldinn í Sjálfstæðis- húsinu niðri, fimmtudaginn 17. dee. kL 8,30. Fyrir því hefi ég ráðizt í það, nú 40 árum síðar, að fá enn út- gefnar nokkrar ræður mínar, sem ég hefi flutt á seinni árum, og miðað þar að mestu við síðari hluta kirkjuársins .... Að ósk útgefanda læt ég fylgja fáeinar tækifærisræður, og er þeim skip- að í tímaröð. Hin fyrsta þeirra er lítið eitt stytt. Ég vel þessu litla ræðusafni sama heiti sem hinu fyrra, og fylgir því sú ósk og bæn, að það megi bera einhverj- um birtu frá boðskap Krists. Þannig vildi ég þakka vinum og samstarfsmönnum". ísafold gefur bókina út og er frágangur vandaður. Ný kjörbáð á Akranesi AKRANESI, 15. des. — Kjörbúð var opnuð hér í morgun hjá Þórði Ásmundssyni h.f. á Vestur- götu 48 í hinu glæsilega húsi fyr- irtækisins. tJtbúnað og fyrirkomu lag nýju kjörbúðarinnar annaðist Kolbeinn Kristinsson, forstjóri frá Egilskjöri í Reykjavík. Aðrir sem unnu að verkinu voru Bjarni Egilsson, byggingameistari, Lár- us Árnason, málarameistari og Ármann Ármannsson, rafvirkja- meistari. Margir hafa þegar skoð að kjörbúð þessa og ber þeim öllum saman um að hún sé ein allra glæsilegasta búð sinnar teg- undar á landinu. Fyrirtæki Þórð- ar Ásmundssonar hefur starfað meira en hálfa öld. Umf eiðarkennsla skyldunámsgrein UMFERÐANEFNDIN hefur sent tvær reglugerðir til ráðuneyt- anna, og má því búast við að þær verði gefnar út áður en langt um líður. Sú fyrri var send menntamála- ráðuneytinu og fjallar um um- ferðakennslu í skólunum. Er þar gert ráð fyrir að umferðakennsla verði skyldunámsgrein í barna- og unglingaskólunum og ljúki henni með prófi. Miðar þetta að því að auka umferðamenningu hjá komandi borgurum þessa bæjar. Hin reglugerðin var send dóms málaráðuneytinu og fjallar um ökukennslu og ökupróf. Miðar hún að því að herða á kröfunum og auka og endurbæta öku- kennslu, og koma þar fram ýmsar nýjungar. yfirleitt velviljuð gagnvart tillög- unum. Megininntakið í tillögum nefnd arinnar er það, að Handritasafn Árna Magnússonar verði gert að sjálfseignarstofnun, og verði jafn an í stjórn hennar meirihluti ís- lendinga. Þessi stjórn geti síðan ákveðið hvað gera skuli við hand ritin. Á blaðamannafundi í gær benti Koch á, að með þessu væri eiginlega tryggt að handritin kæmust til íslands. Hann kvaðst vera kominn hing- að til að kynna sér undirtektir íslendinga undir tillögur nefndar innar. Ef íslendingar gætu í höf- uðdráttum fallizt á þau sjónar- mið, sem fram koma í tillögunum, Veðurfregnir A/A /5 hnútar / S V 50 hnútar ¥: Snjókoma t OSi ***■ V Skúrír I? Þrumur W%IZ KuUaskH Hifaski! H4 Hat L L& Lctqi r Bent A. Koch þá væri náð mikilvægum áfanga í lausn málsins. Hann sagði að lausn handritamólsins yrði enn ein sönnun þess, hvernig tvær þjóðir bæru gæfu til að fjalla um viðkvæm og alvarleg vandamál, en hefðu Norðurlönd jafnan ver- ið fyrirmynd annarra landa á þeim vettvangi. Hann kvaðst gera sér Ijóst eftir kynnin við ísland nútímans, að handritin ættu hvergi heima nema hér, þau væru í rauninni þær rætur sem tengdu hina framsæknu kynslóð nútím- ans við fortíð sína. Koch sagði að mikill meiri- hluti þeirra Dana, sem eitthvað vissu um málið, væri hlynntur því að handritin yrðu afhent ís- lendingum, en andstaðan væri enn hörð á vissum stöðum. Hann sagði að meðal stjórnmálamanna væri Starcke eiginlega eini veru- legi andstæðingurinn, jafnvel flokksbræður hans væru á önd- verðum meiði við hann. Málverkasýningu Ey fells lokið MÁLVERKASÝNINGU Eyjólfs J. Eyfells, listmálara, lauk sl. sunnudagskvöld. Sýningin stóð í 8 daga. Aðsókn var ágæt. Síðasta daginn komu 350 manns, en alls munu hafa séð sýninguna nær 1400 manns. Forseti íslands, hr. Ásgeir Ás- geirsson og forsetafrúin Dóra Þór hallsdóttir, voru meðal sýning- argesta á sunnudaginn. Seldar myndir óskast sóttar eftir kl. 17 í dag og á morgun. Snjókoma um norðanvert landið EINS og sjá má á kortinu er snjókoma um allt norðanvert landið og norður yfir hafið milli Jan Mayen og Islands, og eftir kortinu að dæma er foráttuveður, norðaustan stormur með 4 stiga frosti, á Jan Mayen og hafinu umhverf is það. Aftur á móti er suðlæg átt og tiltölulega hlýtt í sunn- anáttinni fyrir austan lægð- irnar, sem mest eru áberandi á kortinu, t.d. 8 stiga hiti í Fær eyjum og á veðurskipi M, sem er á hafinu milli Islands og Noregs. A öðru veðurskipi, A, sem er á milli Islands og Grænlands er 35 hnúta rok eða 8 vindstig. Veðurhorfur: SV-land og SV-mið: austan og norðaustan kaldi, slydduél suðaustan til í nótt, annars léttskýjað. Faxa- flói, Breiðafjörður, Faxaflóa- mið og Breiðafjarðarmið: NA- kaldi eða stinningkaldi, skýjað með köflum. Vestfirðir til NA-lands, Vest fjarðamið til NA-miða: NA- og N-stinningskaldi, víða dálítil snjókoma. Austfirðir og Austfjarða- mið: NA-kaldi og víða snjó- koma í nótt, en norðanátt og léttskýjað á morgun. SA-land og SA-mið: NA- og N-kaldi, víða léttskýjað. Eigendoskipti d Hótel Borg Litlar breytingar rekstrinunx íyrst um sinn HÓTEL BORG hefur nú skipt um eigendur. Pétur Daníelsson, hótelstjóri á Skjaldbreið, og Ragn ar Guðlaugsson, framkvæmda- stjóri Hressingaskálans, hafa und irritað kaupsamning við Jóhann- es Jósefsson og taka við rekstri Borgarinnar 1. jan. næstkomandi. Umræður um þessi kaup byrj- uðu fyrir tveimur árum og í apríl 1958 lagði Jóhannes fram kaup- tilboð það, sem nú var loks undir- ritað. Selur hann Borgina fyrir 18,2 milljónir og er útborgun 6 millj. Undirritun samninga gat ekki farið fram fyrr vegna mála- ferla Jóhannesar og Karólínu konu hans um heimild hans til þessarar sölu. Jóhannes Jósefsson hefur starf rækt Hótel Borg frá upphafi eða blaðamannsins, ekki þeirra fé- laga, en seinna meir yrði kannski hægt að taka það ásamt ýmsu öðru til athugunar. Á sínum tíma fengu þeir félagar ríkisábyrgð fyrir 10 millj. kr. til kaupa á Hótel Borg og seinna meir til stækkunar, en sú ríkisábyrgð hefur ekki verið notuð ennþá til kaupanna, en verður e. t. v. notuð síðar meir til breytinga ef að þeim verður. Afhendir trúnað- bréf sitt HINN nýi sendiherra Bretlands á íslandi, herra Andrew C. Stew- art, afhenti í gær forseta íslanda í 30 ár. Þar eru 41 gistiherbergi trúnaðarbréf sitt við hátíðlega eða svefnrúm fyrir 70 manns, og | athöfn á Bessastöðum. Viðstadd- auk þess veizlusalir fyrir nær 450 manns. Blaðið spurðist í gær fyrir um framtíðarrekstur Hótel Borgar hjá Pétri Daníelssyni, en Jiann verður þar hótelstjóri. Lét Pétur lítið yfir því að stórbreytingar yrðu fyrst um sinn. Betra væri að tala minna meðan málið væri óathugað, en „seinna meir ef vel gengi yrði ef til vill“ hægt að gera endurbætur á rekstrinum. Er blaðamaðurinn kvaðst hafa séð þá hugmynd einhvers staðar á prenti að nýju eigendurnir hyggðust byggja tvær hæðir of- an á hótelið, svaraði Pétur því til að það hefði verið hugmynd Jeppinn valt og rann REYÐARFIRÐI, 15. des. — Ný- lega varð harður bílaárekstur á svokölluðum Klöppum á vegin- um milli Reyðarfjarðar og Eski- fjarðar. Þarna er krappt horn og staðurinn varhugaverður. Tvær bifreiðar frá Eskifirði, jeppi og Taunus-bíll komu sinn úr hvorri áttinni og rákust á á horninu. Jeppinn kastaðist við árekstur- inn út af veginum, fór 1—2 velt- ur og rann síðan á hliðinni góðan spöl. í bílnum voru Jón Arnfinns son frá Eskifirði og sonur hans. Sluppu þeir báðir ómeiddir. Jeppinn var yfirbyggður með tré- húsi. Skemmdist hann mikið. Taunus bíllinn skemmdist einnig talsvert við áreksturinn. Tíðin hefur verið vætusöm hér í haust. Oddsskarði hefur verið haldið opnu, en í gær fór að snjóa til fjalla og lokaðist þá skarðið. — Arnþór. ur athöfnina var Emil Jónsson ráðherra, sem fer með utanríkis- mál í fjarveru utanríkisráðherra. Að athöfninni lokinni snæddi sendiherrann hádegisverð í boði f orsetahj ónanna. Ljoo lomasar í norska útvarpinu KYNNING á skáldinu Tómasi Guðmundssyni og Ijóðum han* fer fram í norska ríkisútvarpinu fimmtudaginn 17. desember kL 15.30 eftir ísl. tíma (A miðbylgj- unum er Stavanger 228 m bylgju lengd, Vigna 477 og Bergen 337 og auk þess má ná þessu víða á stuttbylgjunum frá 25,32—41,61). Fyrrverandi sendikennari Norö manna við Háskóla Islands, dr. phil. Hallvard Mageröy kýnnir skáldið og þýðingar Ivars Org- lands á ljóðum Tómasar, en þau komu út í haust. Htvarpsþáttur- inn nefnist Enno Syng Várnatti eftir heiti bókarinnar. Lýkur hon um með því að hinn þekkti leik- ari og upplesari Jack Fjeldstad les ljóð eftir Tómas á norsku 1 þýðingu Ivars Orglands, sendi- kennara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.