Morgunblaðið - 16.12.1959, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.12.1959, Blaðsíða 23
Miðvikudagilr 16. des. 1959 MORGUNBLtfÐlÐ 23 Kosnoðarsamt og óheppilegt — segir Washington Post ENN ræða erlend blöð um varn- armál íslands, nú síðast „Was- hington Post“, sem samkvæmt Reutersfrétt segir m. a. á þessa leið: Brottkvaðning um 1200 her- manna frá tslandi felur í sér fjárhagslegan sparnað og jafn- framt pólitískan hagnað. Bæði starfsmenn utanríkis- og varnarmálaráðuneytisins hafa lagt áherzlu á að brottkvaðning- in sé ekki vísbending um að dreg- ið verði úr vörnum NATO — og að 3000 menn úr flughernum og 1000 úr sjóhernum muni áfram dveljast á íslandi. Hins Vegar er það ekkert laun- Bátarnir lausir í hoimnni AKUREYRI, 15. des. — Er lög- regluþjónn á Akureyri var á eftir litsferð við höfnina sl. mánudags- kvöld, varð hann þess var að skorið hafði verið á lavidfestar sumra bátanna við hatnargarð- inn og aðrir leystir. Var þá farið að reka. Ekki hefur lögreglan haft upp á þeim sem þarna voru að verki. En þetta hefði getað valdið miklu tjóni, bæði á bátun- um sjálfum og öðru í höíninni, ef veður hefði verið vont. Ekki hefur heldur hafzt upp á þeim sem brutust inn í skemmu Svifflugfélagsins á Melgerðismel- um fyrir skömmu og skemmdu þar tæki og stálu öðrum. — mag. JMerium bubonis4 á Húsavík HÚSAVÍK, 13. des. —- Leikfélag Húsavíkur frumsýndi á laugar- dagskvöldið gamanleikinn Dele- rium bubonis eftir Jón Múla og Jónas Árnasyni. Leikstjóri var Ragnhildur Steingrímsdóttir. Aðalhlutverkin leika: Ægir Ó. Ægis: Sigurður Hallmarsson, kona hans: Björg Friðriksdóttir, jafnvægismálaráðherrann: Páll Þór Kristinsson. Aðrir leikarar eru Árnína Dúadóttir, Kristján Jónasson, Magda Vigfússon, Hólmar Jóhannesson, Ingimund- ur Jónsson og Sigurpáll ísfjörð. Hljóðfæraleik annast Örn Frið- riksson og Ingimundur Jónsson. Önnur sýning var á sunnudag. — Fréttaritari. — Markmið Rússa Framh. af bls. 1. ar — og að ekki væri ósann- gjarnt að álíta að þær gætu farið að greiða stærri hluta af her- kostnaði bandalagsins en hingað til. Bandaríkjamenn sæju alls ekki eftir því fé, sem þeir verðu til bandalagsins, en þeir gerðu það að skilyrði fyrir fjárveiting- um sínum að allur her bandalags- ins yrði undir einni stjórn. Meðal annarra ráðherra, sem ræður fluttu í dag, var Debre, forsætisráðherra Frakklands. Hvatti hann eindregið til aukinna átaka og betri skipulagningar bandalagsins svo að það yrði fært að gegna því hlutverki, sem því væri ætlað og hinar frjálsu þjóð- ir væntu af bandalaginu. Selwyn Lloyd, utanríkisráð- herra Breta, sagði í sinni ræðu, að aðalástæðan til þess, að Krú- sjeff vildi nú draga úr spennunni á alþjóðavettvangi væri sú, að miklar breytingar væru nú í und irbúningi í stjórn Ráðstjórnar- ríkjanna — og þessar breytingar væru jafnvel hafnar nú þegar. Lange ,utanríkisráðherra Norð- manna sagði, að Atlantshafs- bandalagið mætti ekki bregðast einlægum óskum þeirra þjóða, sem að því stæðu. Bandalagið væri stofnað til varðveizlu frið- inum — og áfram yrði að vinna að settu merki. ungarmál, að siðgæðisleg vanda- mál hafa komið upp í sambandi við dvöl hersins í Keflavík og sambúðin við íslenzku ríkis- stjórnina stundum stormasöm. Vandamálin hafa ekki verið ein- hliða, því fer fjarri. Þessi brottkvaðning ,sem ráð- gerð hefur verið í nokkur ár, mun draga úr ástæðum til óánægju án þesS í rauninni að hafa áhrif á varnirnar. íslenzk stjórnarvöld kalla að- gerðirnar „endurskipulagningu“ og möguleg aukning annarra herja er til umræðu. Þegar dregur til úrslita gæti nýja íslenzka ríkisstjórnin orðið treg að fallast á að þessi her- sveit landhersins fari, en betra er að vera langþráður en óvel- kominn gestur. Samt sem áður er Island einn fárra staða í heiminum þaðan sem unnt er að senda hermenn til annarra stöðva um leið og liðsaukinn er aukinn í landinu sjálfu. Blaðið getur þess að lokum, að það yrði bæði kostnaðarsamt og óheppilegt að flytja herlið frá einum stað til að efla varnir á öðrum stað og gæti slík stefna haft keðjuverkandi áhrif á varnir innan NATO. Fjöltefli á Snæ- fellsiiGsi STYKKISHÓLMI, 13. des. — Und anfarið hefur staðið yfir skák- keppni í Snæfellsnes- og Hnappa- dalssýslu. Hafa sjö hreppar sam- tals tekið þátt í keppni þess- ari og verið keppt í tveimur riðl- um, sitt hvoru megin á nesinu. Hefur hver hreppur haft sex manna sveit. í gær kepptu svo Ólafsvík og Stykkishólmur til úrslita og fór sú keppni fram hér í Stykkis- hólmi. Úrslit urðu þau, að Ólafs- víkingar unnu 3 skákir, Stykkis- hólmur eina, en tvær urðu jafn- tefli. ■— Fréttaritari. Þrír bátar fuku á Ströndum GJÖGRI, 14. des. — Hér hefur alltaf verið sama blíðskaparveðr- áttan viku eftir viku. Tún hafa verið grænni en í júlí í sumar. Fiskirí hefur verið ágætt bæði á handfæri og á lóðir. Snjór sást ekki á hæstu fjöllum, hvað þá annarsstaðar. En í nótt brá til norðanáttar og er allhvasst í dag með bleytu- slyddu og miklum snjó. Hvassast er á Norðurfirði og fuku þar þrír bátar. Tveir þeirra voru uppskip- unarbátar, sem Kaupfél. Stranda- manna átti. Fóru þeir í sjó fram, en hafa nú náðst á land, talsvert brotnir. Þriðji báturinn var smá- bátur, sem kaupfélagsstjórinn hef ur. Fauk hann á þak vörugeymslu húss kaupfélagsins og braut það, en báturinn eyðilagðist. - Regína. Vel safnaðist í Vetrarhjálpina f FYRRAKVÖLD fóru Reykjavík urskátar, stúlkur og piltar um Vesturbæinn og söfnuðu fé til Vetrarhjálparinnar. Tóku þátt í fjársöfnunni milli 60 og 70 skátar. Tóku Vesturbæingar skátunum vel og létu af hendi rakna til bágstaddra alls kr. 31,229,00. Er jíáð þó nokkru hærri fjárhæð en safftáð var fyrir jólin í fyrra. í kvöld munu skátar fara á vegum Vetrarhjálparinnar um stóran hluta af Austurbænum og annað kvöld fara þeir svo í hús í Laugarnes-, Kleppsholt og Smá- íbúðahverfið. Mbl. i Listkynning Sólveig Eggerz Pétursdóttir. LISTKYNNING Morgunblaðsins hóf í gær sýningu á málverkum eftir Sólveigu Eggerz Pétursdótt- ur. Hún er dóttir Péturs Eggerz Stefánssonar frá Völlum í Svarf- aðárdal og Sigurveigar Þorgils- dóttur frá Sökku konu hans. Sól- veig stundaði listnám við Hand- íðaskólann í Reykjavík árin 1944 og 1945. Árið 1946—47 stundaði hún nám í málaralist við lista- háskóla í London, en fluttist skömmu síðar aftur heim til Is- lands. Hefur hún haldið listnámi sínu hér áfram, m. a. hjá Ás- mundi Sveinssyni og Herði Ágústssyni. Málverk þau, sem listkynning Morgunblaðsins sýnir nú eftir Sólveigu Eggerz eru öll máluð í sumar. Er hér um að ræða 7 vatnslitamyndir og 4 olíumál- verk. Fyrir tveimur árum fékk Iista- konan verðlaun í samkeppni um blómafrímerki fyrir íslenzku póstþjónustuna. — Öll málverk hennar á þessari sýningu eru til sölu hjá afgreiðslu blaðsi^s eða listakonunni sjálfri. Afmælisfagnaður á ísafirði ÍSAFIRÐI, 12. des. — Norræna félagið hér á ísafirði minntist 20 ára afmælis síns í gær með kaffi samsæti. f byrjun rakti formað- ur félagsins Aðalbjörn Tryggva- son bakarameistari sögu félags- ins. Félagið var stofnað 10. des- ember 1939 og hefur starf- að síðan og oft með miklum blóma. Fyrsti formaður félagsins var Jónas Tómasson tónskáld, hér á ísafirði. Að lokinni ræðu formanns flutti Jakobína Pálmadóttir kenn ari þátt frá Finnlandi. Þá voru sýndar kvikmyndir frá Finnladi og Þorbjörg Bjarnadóttir, skóla- stjóri annaðist skemmtiþátt. Að lokum var dansað. Afmælishófið var vel sótt og skemmti fólk sér hið bezta. — GK. — Bahia Blanca Frh. af bls. 3. „nanas up“ og þar með voru.m við teknir til fanga. ★ Fangavistin hefur verið löng og ströng hjá ykkur frá 1940 til 1945. — Nei, okkur leið ágætlega í fangabúðunum. Við vorum fluttir héðan með beitiskipinu Berwick til Englands, sama skipið og áður kom til sögu. Síðan vorum við fluttir til Kanada og lifðum þar herra- mannslífi í næstum 5 ár. Mér hefur aldreí liðið eins vel og í fangabúðunum. Þá safnaði ég ýstru og varð 165 pund. Það er mitt þungamet. í Genfar- samþykktinni segir, að borgar lega fanga megi ekki skylda til að vinna. Við vorum borg- aralegir fangar og Kanada- menn efndu fullkomlega ákvæði Genfar-samþykktar- innar. — Þ. Th. íslendingofognaður í New York FYRIR nokkru síðan hélt íslend- | ingafélagið í New York skemmt-1 un á Hótel Edison, sem hófst með borðhaldi kl. 8 e. h. Formaður fé- lagsins, frú Guðrún Miller, bauð gestina velkomna og stjórnaði hófinu. Meðal gesta voru Thor Thors, sendiherra, og frú og Hans G. Andersen, sendiherra. Happdrætti var haldið um nokkra muni, sem stjórn félags- ins hafði borizt að gjöf. Aðalræðuna flutti T!hor Thors, sendiherra, og hlaut hún mjög góðar undirtektir. Á annað hundrað manns sótti skemmtunina, sem tókst með ágætum. Ný stjórn var kosin fyrir næsta ár, og er hún skipuð þannig: Frú Guðrún Miller, formaðux. Meðstjórnendur: Halldóra Rúts- dóttir, ritari hjá aðalræðismanns skrifstofu íslands í New York. Árni Ólafsson, hjá skrifstofu Sölu miðstöðvar Hraðfrystihúsanna í New York. Lúðvík Jónsson, hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga í N. Y. Rickharð Rickharðsson, hjá Loftleiðum í New York. Edward Caulfield hjá skrifstofu Eimskip í New York. Hugheilar þakkir færi ég öllum ættingjum og vinum nær og fjær, fyrir auðsýndan kærleik og vinarhug á átt- ræðis afmæli mínu, 29. nóv. Ennfremur þakka ég lækn- um og starfsfólki lyfjadeildar Landsspítalans fyrri allt gott. — Guð gefi öllum gleðileg jól, gott og farsælt kom- andi ár. Ásgeir Jónsson, (fyrrv. vélsm. og rennismiður) Ný sending Mohairhaftar- og húfur HATTABtíÐ REYKJAVlKUR Laugavegi 10. Faðir minn og bróðir AUGUST NIELSEN andaðist í Los Angeles, California, 13. desember 1959. Guðrún Ágústsdóttir og Guðrún Halldórson. Jarðarför DAVlÐS SIGURÐSSONAR frá Hnausum á Akranesi fer fram frá Fossvogskirkju, föstudaginn 18. des.kL 1,30. síðdegis. Börn, tengdabörn og barnaböra PÁLL ÞORSTEINSSON frá Tungu í Fáskrúðsfirði verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 17. des. kl. 14. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hins látna, er bent á líknarstofnanir. Athöfninni verður útvarpað. Börn og tengdaböm Útför eiginkonu minnar og móður okkar, GUÐBJARGAR SVEINBJARNARDÓTTUR fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 18. des. kl. 10,30 f.h. Athöfninni verður útvarpað. Blóm afþökkuð, en þeim, er vildu minnast hinnar látnu, er vinsamlegast bent á Barnaspítalasjóð Hringsins. Fyrir mína hönd og barna okkar. Jón G. Bjamason. Hugheilar þakkir fyrir hjálpfýsi og vinarhug, bæði frá hug og hendi í veikindum, við andlát og útför, ELlNAR MÁLFRÍÐAR ÁRNADÓTTUR eiginkonu, tengdamóður og móður okkar. Friðfinnur V. Stefánsson, Líney Friðfinnsdóttir, Árai Friðfinnsson, Sólveig Friðfinnsdóttir, Kristinn R. Friðfinnsson, Helga S. Friðfinnsdóttir, Sigurður J. Friðfinnsson, Sigríður Einarsdóttir. Við þökkum hjartanlega okkur auðsýnda virðingu og samúð við andlát og jarðarför FRÚ ágústu ó. á. ólafsson kaupkonu Þökkum sérstaklega yfirhjúkrunarkonu Farsóttarhús- ins og starfsfólki hennar, fyrir aðhlynningu og velvild síðasta árið. Ólína Olsen, Sólveig Hvannberg systir hinnar látnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.