Morgunblaðið - 16.12.1959, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 16.12.1959, Qupperneq 8
8 MORCTINTiT 4 T)1Ð Miðvik'udagur 16. des. 1959 Vélbátur óskast Vélbátur 55 til 75 lesta í góðu standi, óskast strax til kaups. — Upplýsingar á skrifstofu okkar. TRYGGINGAB og FASTEIGNIR, Austurstræti 10, 5. hæð sími 13428 og eftir kl. 7 í síma 33983. Nýkomið — Ýmsar stærðir margar gerðir Jfekla Austurstræti 14 Sófasett og stakir stólar # margar gerðir Svefnbekkir Svefnstólar Hringsófar Bólstrarinn Hverfisgötu 74 Kjörgarður við Laugaveg í Kjörgarði eru 14 verzlanir VIÐ Laugaveg, þar sem áður voru lóðirnar nr. 57 og 59, er nú risið Jriggja hæða verzlunarhús, sem í eru yfir 3000 gólfflatarmetrar og er húsið eign tveggja hlutafélaga Austurgarðs h.f. og Vesturgarðs h.f. Nefnist verzlunarstaður þessi Kjörgarður, og eru nú teknar þar til starfa 14 verzlanir, en rúm er þó fyrir fleiri. A fyrstu hæðinni er húsgagna- verzlunin Skeifan, og er þar kom ið fyrir einhverri stærstu sölu- sýningu af nýtízku húsgögnum, sem kostur mun að sjá á einu gólfi hér á landi. Er þar á boð- stólum allfjölbreytt úrval hús. gagna, svo sem 10 gerðir af sófa- settum, 7 af dagstofu- og svefnher bergissettum, ný gerð borðstofu- setta, sem er alger nýjung, og yfirleitt allt, sem viðkemur hús- gögnum. — A þessari sömu hæð er komið fyrir hentugri vörumót- töku og pökkunarrými. Fer vöru- móttaka og útsending þyngri vara fram Hverfisgötumegin. Á næstu hæð, sem er götuhæð miðað við Laugaveg, hafa fimna verzlanir þegar komið sér fyrir, en væntanlega koma þar 3—4 verzlanir til viðbótar. Þar hefir Últíma karlmannafataverzlun, Híma hefir stóra skóverzlun, verzlunin VGK hefir þar sport- og vinnuföt og ýmsar herravörur. Þar er verzlunin Sport, sem hefir á boðstólum alls konar sport- vörur og veiðitæki. Úra- og skart- gripaverzlunin Menið er einnig á þessari hæð. Á þriðja gólfi, annarri hæð miðað við Laugaveg, er skipulag. ið lengst á veg komið. Þar er Storkurinn með fjölbreyttan ung barnafatnað og skyldar vörur. Þá er þar Tízkan með nærfatnað kvenna, lífstykkjavörur og fleira fyrir kvenfólk. Þar er verzlunin Mælifell með fjölbreytt úrval af álnavöru, verzlunin Orion, sem hefir m.a. á boðstólum garn, tvinna, hnappa, saumavélar, prjónavélar o. fl. Bernharð Lax- dal hefir þarna stóra kvenkápu- verzlun og kvenhatta. Þá má nefna prýði hússins, sem er Kjör- blómið, blómaverzlun, sem blasir við úr innganginum. Þarna er hárgreiðslustofan Blæösp, verzl- unin Gluggatjöld, sem verzlar með alls konar gluggabúnað. A þessa hæð vantar aðeins kjóla- verzlun og snyrtivöruverzlun, sem þar eru fyrirhugaðar í fram- tíðinni. A þriðju hæð er svo sauma- verksmiðja Últímu og skrifstofur. Þar verður einnig Kjörgarðskaffi, smá kaffistofa fyrir starfsfólkið og viðskiptavini verzlananna. — Fyrirhugaðar eru tvær hæðir til viðbótar. Að sjálfsögðu hafa margir lagt hönd að verki við byggingu slík* húss, en hér er ekki rúm til að greina nöfn þeirra iðnmeistara, sem verkum hafa stjórnað. — Húsið er hið myndarlegasta og vafalaust með glæsilegustu verzl unarhúsum hérlendis og þótt víðar væri leitað. Til sölu er: Saumavél nýtízku sófaborð og hrærivél. Allt sem nýtt. — Hringið í síma 35265. — Bókhaldari karl eðo kona Vil ráða mann eða konu með meiri eða minni bók- haldsþekkingu, í matvöruverzlun, hálfan eða allan daginn. Tilboð merkt: „Verzlun — 8032“, sendist afgr. Mbl. sem fyrst. Útsögunartœki — Áhöld Bezta jólagjöf drengjanna Ludvig Storr & Co Ný senaing Mohair kjólar Fallegur mohair-kjóli er bezti jólakjóllinn MARKADURINII LAUGAVEGI 89

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.