Morgunblaðið - 16.12.1959, Page 12

Morgunblaðið - 16.12.1959, Page 12
12 MORGVNBLAÐ1Ð MiðviJcudagur 16. des. 1959 Útg.: H.í. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. UTAN UR HEIMI Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessén. Lesbók: Arni Óla, simi- 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. SAMKOMULAG FRAMLEIÐENDA OG NEYTENDA RÍK ástæða er vissulega til að fagna því, að sam- komulag hefur tekizt milli framleiðenda og neytenda um það, hvernig ákveða skuli framleiðslukostnað og verðlagn- ingu landbúnaðarafurða. Ríkis- stjórnin, og þá fyrst og fremst landbúnaðarráðherra, hafa haft farsæla forystu um lausn þeirrar hættulegu deilu, sem kom upp á sl. hausti, milli bændasamtak- anna annars vegar og fulltrúa neytenda hins vegar. Er ástæða til þess að þakka landbúnaðar- ráðherra þessa forystu hans í þessu máli, sem haft getur mikla þýðingu í framtíðinni. Fulltrú- um bænda og neytenda í samn- inganefndinni, sem vann að sam- komulaginu, ber einnig að þakka fyrir ábyrgðartilfinningu þeirra, og skilning á nauðsyn þess að komizt yrði að sameiginlegri nið- urstöðu. í>að er vissulega mikilvægt að fulltrúar framleiðenda í sveitum landsins og fulltrúar fólksins, sem kaupir og neytir landbúnað- arafurðanna, eigi með sem sér sem bezt og nánast samstarf. Það fólk, sem bak við þá stend- ur til sjávar og sveita, á sam- eiginlegra hagsmuna að gæta. Það eru sameiginlegir hagsmun- ir þessa fólks, að afurðir sveit- anna séu sem bezt og útgengis- legust vara, og að kaupgeta fólks- ins við sjávarsíðuna sé sem mest og varanlegust. Grundvöllur samkomulagsins Grundvöllur þess samkomu- Iags, sem tekizt hefur milli fyrr- greindra aðila er sá, að laga- ákvæðin um sex manna nefnd- ina, sem skipuð er fulltrúum framleiðenda og neytenda, eru gerð virk að nýju. Nefndin verð- «r skipuð og mun þegar hefja störf að verkefnum sínum, að ákveða verðlagsgrundvöll afurð- anna og verð á búvörum í heild- solu og smásölu. Verðlagsgrund- völlur sá, sem sex manna nefnd- in ákveður, skal síðan gilda frá 1. september sl. til 31. ágúst n.k. Helzt verðlag landbúnaðaraf- nrða óbreytt frá því sem nú er, þar til hinn nýi verðlagsgrund- völlur hefur verið fundinn. En að útreikningi hans verður unnið á sama hátt og tíðkazt hefur sam- kvæmt framleiðsluráðslögunum frá 1947. Það nýmæli verður nú tekið npp, samkvæmt samkomulagi iramleiðenda og neytenda, að neytendur munu taka þátt í því innan sex-manna nefndarinnar að ákveða dreifingarkostnað. Hafa því fulltrúar beggja aðila, fram- leiðenda og neytenda, aðstöðu til þess að fylgjast með og hafa áhrif á þetta þýðingarmikla atriði. En auðvitað eiga bændur og neytendur sameiginlegra hags- muna að gæta í því, að dreifing landbúnaðarafurða sé sem hag- kvæmust og ódýrust. Neytendur munu einnig telja sér hag í því, að söluverð land- búnaðarafurða á erlendum markaði, verður samkvæmt sam- komulaginu ekki bætt upp með því að hækka söluverð búvara á innlendum markaði. Hins vegar mun þetta ekki skaða bændur vegna þess, að horfið hefur verið að því ráði að bæta hugsanlegan halla á útflutningnum úr út- flutningssjóði. Ný bráðabirgðalög Ríkisstjómin gaf í gær út bráðabirgðalög, þar sem sam- komulagi framleiðenda og neyt- enda var fengið lagagildi. Enn- fremur féllu í gær úr gildi bráða- birgðalög þau, um bann við hækkun landbúnaðarafurða, sem sett voru á sl. hausti og vakið hafa miklar deilur. Það deilu- mál er nú úr sögunni, þar sem aðilar hafa sjálfir komið sér saman um það, hvernig ákveða skuli framleiðslukostnað og verð- lagningu landbúnaðarafurðanna. Mun nú, eins og áður segir, verða hafizt handa um, að finna hinn nýja verðlagsgrundvöll landbún- aðarins. Lögin um framleiðsluráð frá 1947, sem bændur hafa talið mikils virði, verða því virk að nýju í samræmi við það sam- komulag, sem gert hefur verið og felur í sér þær breytingar, sem minnzt hefur verið á hér að ofan. Síðan þessi löggjöf var sett fyrir 12 árum, má segja, að sæmilegt samkomulag hafi lengstum ríkt milli fulltrúa fram- leiðenda og neytenda. Markmið þessarar löggjafar var í senn að tryggja það, að heildartekjur þeirra, sem landbúnað stunda, verði í sem nánustu samræmi við tekjur annarra vinnandi stétta og stuðla að góðri samvinnu bænda og viðskiptavina þeirra við sjávarsíðuna, um alla fram- kvæmd afurðasölumálanna. Mikill sigur Þetta verður að vera höfuð- takmarkið framvegis sem hing- að til. Til þess að bændastéttin geti gegnt því mikilvæga hlut- verki sinu að framleiða hollustu og nauðsynlegustu matvæli þjóð- arinnar, þarf hún að búa við lífs- kjör, sem eigi séu lakari en fólk- ið I kaupstöðum og sjávarþorp- um býr við, og til þess að neyt- endur telji hagsmuna sinna gætt í viðskiptunum við bændur, þurfa þeir að finna, að á þeirra hag sé einnig litið af velvild og skilningi. A þessum sjónarmiðum hafa fulltrúar bænda og neytenda í samninganefnd þessara aðila, sem setið hefur að störfum undan- farið, áreiðanlega haft fullan skilning. Þess vegna tókst þeim að komast að sameiginlegri nið- urstöðu, sem allt bendir til að umbjóðendur þeirra og allur al- menningur í landinu muni sætta sig mjög vel við. Þetta samkomulag er ekki aðeins mikill sigur fyrir rík- isstjórnina, sem vann að því, að það næðist, heldur er það sigur aðilanna sjálfra, bænda og neytenda, sem lagt hafa nýjan grundvöll að framtíð- arsamstarfi sínu um þessi þýðingarmiklu mál. ÞOTU-KAPPHLAUP Framleidendur keppa um markað á Niðurlöndum Belgar og Hollendingar þurfa ab kaupa 370 orrustuþofur á næstu árum OERIR Belgíu og Hollands i þurfa nú brátt að endur-l nýja orrustuþotu-flota sinn. Hafa stjórnir landanna leitað eftir kaupum á samtals 370 þotum — og má segja, að nú sé hafin hin harðasta sam- keppni milli þotuframleið- enda að tryggja sér þessi við- skipti. — ★ — Hörðustu keppinautarnir í þess um efnum eru Lockheed-verk- smiðjurnar bandarísku, sem bjóða fram þotu sína, „Star- fighter", og hinar frönsku verk- smiðjur, sem framleiða ,,Mirage“ þoturnar. — Lolkheed-verksmiðj urnar hafa nú stigið stórt skref til þess að tryggja sér viðskipti við Belga og Hollendinga. Hafa þær boðizt til þess að veita þeim leyfi til þess að framleiða um- ræddar þotur „heima fyrir“ — og gerir það stórt strik í reikn- inginn, hvað kostnaðinn varðar, en Frakkar hafa boðið allmiklu lægra verð en bandarísku verk- smiðjurnar. Það er sízt að undra, þótt fyrir. tækin keppi um „markaðinn" í Hollandi og Belgíu, því að hér er um að ræða viðskipti, sem nema munu mörgum milljörðum króna. — Ekki er hins vegar gert ráð fyrir, að ríkisstjórnir land- anna tveggja geri út um kaupin fyrr en í næsta mánuði. — Nú eru „Starfighter“-þoturnar einn- ig framleiddar í Þýzkalandi með sérstöku leyfi, en Vestur-þýzk stjórnarvöld munu hafa veitt sam þykki sitt til þess, að Hollend- ingar og Belgar fái sömu réttindi. Ef þeir velja þessar þotur, er talið liklegast, að reist verði aðeins ein verksmiðja, annað- hvort í Hollandi eða Belgíu, sem eingöngu sjái um framleiðslu fyrir þessi tvö lönd____og er þá reiknað með því, að fyrstu vél- arnar verði tilbúnar í október 1961. Þegar Couve de Murville, utan- ríkisráðherra Frakklands, kom nýlega í heimsókn til Amster- dam, bauð hann, fyrir hönd frönsku framleiðendanna, Hol- lendingum 200 og Belgum 170 „Mirage“-þotur, og mun verðtiL boðið hafa verið verulega lægra, en aðrir aðilar höfðu þá lagt fram. En hið nýja tilboð Losk- heed mun gera verulegt strik í reikninginn, sem fyrr segir, því þótt verðið sé enn hærra, munu Belgar og Hollendingar telja þá aðstöðu, sem bandarísku verk- smiðjurnar nú hafa boðið, mjög mikils virði. „Mirage“-þotan franska, sem keppir við „Starfighter" Lock- heed-verksmiðjanna í Bandaríkjunum um viðskiptin við Belga og Hollendinga Paradís smyglaranna MIÐJARÐARHAFS-PARADÍS smyglara og alþjóðlegra braskara er nú í þann veginn að „fara í hundana“. Ekki svo að skilja, að borgin Tanger hafi verið þurrkuð út af yfirborði jarðar, eða neitt slikt — en „hugtakið“ Tanger, sem um heim allan hefir löngum verið sett í samband við smygl, fjármálabrask og hvers kyns lesti, mun hverfa. — ★ — Tanger hefir alltaf þótt mikil- vægur „blettur“, vegna legu sinn- ar við „innsiglinguna" í Miðjarð- arhafið. Eftir fyrra heimstríðið óttuðust stórveldin svo mjög, að eitthvert eitt ríki næði Tanger á sitt vald, að borgin var sett undir alþjóðlega stjórn. Nú um skeið hefir Marokkó farið þar með stjórnvald, en Tanger hefir þó til þessa haft allmikla sérstöðu — sem nú er sem sagt að verða lokið. Hinir miklu uppgangstímar Tanger hófust eftir síðari heims- styrjöldina — en jafnframt fór bærinn að fá miður gott orð á sig, því að þangað leitaði margur svangur sauðurinn. Til dæmis flúðu þangað margir þýzkir naz- istar til þess að forðast refsingu. Einnig flykktust þangað alls kon braskarar og meira eða minna „vafasamir“ kaujteýslu- menn hvaðanæva úr heiminum, því að þar var tollfrjálst svæði og því aðstaða til þess að gera „góða“ verzlun og mata krókinn — og loks varð Tanger brátt ein höfuðmiðstöð hinnar alþjóðlegu gullverzlunar. Þarna myndast því einkennilegur hrærigrautur heiðarlegrar verzlunar, hvers kon ar brasks, smygls, eiturlyfja- verzlunar og njósnastarfsemi. — ★ — En árið 1956 tók að „halla und- an íæti“fyrir Tanger — að þessu leyti. Það ár var borgin sett und- ir marokkanska stjórn — en þó hélt hún áfram sérstöðu sinni á ýmsum sviðum. — Nú hefur Mohammed konungur V. í Mar- okko hins vegar numið úr gildi þau lög, sem veittu Tanger þessi sérréttindi, og innan sex mán- aða munu lög Marokkó gilda í Tanger í einu og öllu — einnig að því er verzlun viðkemur. — Tollaívilnanir þær, sem veitt hafa Tanger-búum betri lífsskiL yrði en tíðkast í öðrum borgum Marokkó, falla þá úr gildi. Og af- leiðingarnar af þessari breytingu eru þegar farnar að koma áþreif- Framh. á bls. 22.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.