Morgunblaðið - 16.12.1959, Side 13

Morgunblaðið - 16.12.1959, Side 13
MiðviKudagur 16. des. 1959 MORGTJWBLAÐIÐ 13 Sendiherrahjónin bandarísku: John Muccio og frú Sheila. íslendingar leysi sjálfir vandamálin Fréttamaðurinn sagði við sendi herrann, að nú væri hann búinn að bera svo mikið lof á íslend- inga, hvort hann vildi nú ekki gagnrýna eitthvað, kannski hvernig efnahagsmálunum væri komið hjá okkur. — Það kvaðst hann ekki vilja. Það væri okkar mál og það væri ekki hans sem útlendings að gefa ráð í því eða skiþta sér af innanlandsmálum okkar. En ég hef góðar vonir um að þið Is- lendingar kunnið sjálfir að leysa ykkar vandamál, sagði hann. Mikilvægur hlekkur — En hvað segið þér um sam- búð bandaríska varnarliðsins í Keflavík og Islendinga. Sú sam búð hefur ekki alltaf verið spurðulaus. — Það má segja, að það hafi verið eitt aðalverkefni mitt sem sendiherra Bandaríkjanna, gera allt mitt bezta til að vinna að góðu samstarfi þar á milli. Bandarískt herlið hefur nú dval- izt alllengi á Islandi. Fyrst var það hér á stríðsárunum og síðan kom það hingað 1*951. Mér finnst að gagnkvæmur skilningur milli ÍSLAND — það er e/ns og júní að springa út Samtal við John Muccio sendiherra — ÉG KOM til íslands í októ- ber 1954. Þetta hafa verið fimm eftirminnileg ár bæði í starfi mínu og einkalífi. — Svo mælti John Muccio, sendiherra Bandaríkjanna, er fréttamaður Mbl. kom til þess að eiga stutt kveðjusamtal við hann, en hann er nú á för- um af landinu. Og hann hélt áfram: — Ég var nýgiftur, þegar ég kom hingað. Af sex árum hjónabands okkar Sheilu höf- um við búið fimm ár á ís- landi. Og forsjónin hefur ver- ið okkur svo góð að við höf- um eignazt tvo drengi. Þeir eru báðir fæddir á Landsspít- alanum. Ég vona, að þeir verði eins myndarlegir menn og piltarnir hérna norður á íslandi. — Hvað heita strákarnir? — Sá eldri er 2'/2 árs og heitir John Patrick. Þeir kalla hann hérna Jón frá Patreksfirði. Hinn er aðeins 14 mánaða og heitir Coium Anthony. f Kóreustríðinu — Hvað höfðuð þér upplifað áður en þér komuð til Islands? — Ég hef verið 1 utanríkis- þjónustu Bandaríkjanna síðan 1921. Mest hef ég verið á vegum hennar í Suður-Ameríku og Austur-Asíu. Ég var sendiherra í Kóreu þegar styrjöldin brauzt þar út og var mikið að komast í það. — Lentuð þér þá í höndum kommúnista? — Nei, kóreska stjórnin flýði suður eftir landinu og útlendu sendiherrarnir fylgdu henni eftir. — En svo datt yður í hug að sækja um sendiherraembættið á Islandi? — Já, þá var ég fyrir nokkru farinn frá Kóreu og hafði starf- að í Sameinuðu þjóðunum og í Washington. Ég þekkti flesta þá menn sem höfðu verið sendiherr- ar á íslandi og báru þeir land- inu vel söguna, svo að ég sótti um starfið Island og júní — Hefur yður líkað landið eins vel og þeim? — Það reyndist ekki eins kalt á Islandi, eins og í Khode Is- land, þar sem ég átti heima. Og allan tímann, sem ég hef dvalizt hér, hefur virðing mín verið að aukast fyrir þessari litlu þjóð. Hún minnir mig á sönginn „June is bursting out all over“ (Júní er að springa út allt í kring) úr söngleiknum Okla- homa. Hver einasti Islendingur hefur atvinnu, margir hafa tvær atvinnur og sumir jafnvel fleiri. Þjóðin býr yfir stórkostlegri orku, viljakrafti og heiðarleika. Og ég þekki enga þjóð í heim- inum sem lifir jafnmiklu menn- ingarlífi og Island. Fyrst þegar ég kom hingað, heldur sendiherrann áfram, hélt ég að allar þessar miklu fram- kvæmdir væru eingöngu í Reykja vík, þetta væri borg sem væri að þénjast svona út á kostnað annarra landshluta. En þegar við hjónin höfðum dvalizt hér í nokkra mánuði, fórum við í skemmtilega, já ógleymanlega hringferð 1 kringum landið með strandferðaskipinu Esju og þá sannfærðumst við um það, að allt landið, öll þjóðin, var að springa út eins og fagur blóm- hnappur. Alls staðar var líf og kraftur, byggingar og nýjar vél- ar. — Hin ótrúlega menning íslands — Hvað hafið þér annars kunn- að bezt að meta í íslenzkri menn- ingu? — Kannski málara- og högg- myndalist. Og konan mín hefur keypt fleiri íslenzk málverk en við höfum í rauninni efni á. Ég er líka mjög hrifinn af bygging- arlistinni. I þessum listum standa Islendingar mjög framarlega og að sjálfsögðu einnig í bókmennt- um, sem ég hef ekki getað kynnzt eins vel vegna tungumálsins. En í augum okkar Bandaríkj- anna er það ótrúlegt, að þessi smáþjóð skuli hafa ritað Islend- ingasögurnar og Eddurnar og það á þessum 3—4 öldum, þegar rit- list var ekki til annars staðar. Og ennþá ótrúlegra finnst manni jafnvel, að þessi litla þjóð skuli enn eftir 8—9 aldir viðhalda þessum arfi sínum. Hún er enn að skrifa bókmenntir sem eru merkilegar á heimsmælikvarða. þjóðanna hafi vaxið á þessum langa tíma, enda þótt við höf- um oft gert ýmis mistök. Vegna landfræðilegrar stöðu íslands er það mikilvægur hlekk- ur í samfélagi þjóðanna sitt hvoru megin við Atlantshafið. Landið er stikla milli Bandarikjanna og Kanada annars vegar, og Evrópu- ríkjanna hins vegar. Með nútíma flugtækni og samgöngum hefur Island orðið mikilvæg samgöngu- miðstöð. Það hefði orðið það hvort sem heimsstyrjöldin síðasta hefði skollið yfir eða ekki. Styrj öldin varð aðeins til þess að valda skyndilegri breytingu. — Haldið þér, að varnarliðið fari brott héðan strax og sam- komulag það næst milli Austurs og Vesturs sem svo mikið er tal- að um núna? — Það stendur auðvitað skýr- um stöfum í varnarsamningnum að herliðið verður hér aðeins á hættutímum. Eisenhower forseti hefur margsinnis ítrekað það og lagt áherzlu á það, að Bandarík- in ágirnast hvergi lönd annarra. Þetta er megininntakið í utan- ríkisstefnu Bandaríkjanna. Og það er satt, að nú þykjast menn eygja vonarneista, sem þeir sáu ekki fyrir einu ári. En ég vil vara menn við of mikilli bjartsýni, þetta er enn aðeins lítill vonarneisti og við eigum eftir að fara langan, langan veg áður en endanlegu samkomulagi er náð. Laxveiði og Abraham Lincoln — Og hvert er ferðinni heitið núna, þegar þér kveðjið Island? — Ég fer fyrst til Washington, þar sem ég tek sæti í sérstakri nefnd, sem forseti Bandaríkjanna hefur skipað til að íhuga sam- búðina við rómönsku Ameríku. Síðan býst ég við, að verða skip- aður sendiherra í einhverju Suður-Ameríkuríkjanna. Ég kveð Island með hinum beztu endurminningum. Ég hef t. d. átt hér marga ánægjulega stund við laxveiðar. Ég þóttist vera góður veiðimaður áður en ég kom hingað, en komst brátt að raun um það, þegar ég kynnt- ist íslenzkum veiðimönnum, að ég var aðeins lélegur ,,amatör“. Ég kveð marga góðvini, sem ég hef eignazt og þjóð sem ég virði mikils. Ég varð t. d. undr- andi yfir því fyrir nokkrum ár- um, þegar ég varð þess vísari, tS tendingur nokkur hefði slíkt Fulltruar framleiðenda og neytenda rœða um; S tarfsgrun dvöllinn 1 GÆR snéri blaSið sér til tveggja fulltrúa framleið- enda og tveggja fulltrúa neytenda og spurðist fyrir um álit þeirra á samkomu- lagi því, sem orðið hefir um hvernig ákveða skuli framleiðslukostnað og verð lagningu landbúnaðaraf- urða. Fara svör þeirra hér á eftir: Sverrir Gíslason, formaður Stéttarsambands bænda: — Upphaflega reis deilan milli fulltrúa framleiðenda og neytenda vegna upp- bóta á útflutt kjöt. Aðgerðir Ftramleiðslu- ráðs voru dæmdar eiga fullan rétt á sér bæði af undirréttiogHæsta rétti, en því vildu fulltrúar neytenda ekki una og sögðu að umbjóðendur þeirra hefðu bannað þeim að taka þátt í írekari viðræðum innan sex manna nefndarinnar. — Krafa fulltrúa framleið- enda var, að verðlagningin gengi til yfirdóms. Þáv. ríkis- stjórn vildi ekki setja bráð- birgðal. um skipun slíks dóms, en setti hins vegar brbl. um að ekki mætti hækka verð á land búnaðarvörum fyrir 15. des. — Úr því svo var komið, var nauðsynlegt að finna aðra leið til lausnar vandanum. Við litum svo á, að með samkomu- lagi því, sem náðist aðfaranótt mánudags sl., hafi skipazt svo, að framleiðendur geti sæmi- lega við unað. Við höfum að sjálfsögðu látið af hendi nokk- urn rétt, sem Framleiðsluráð- ið hafði, en fengið í staðinn nýtt fyridkomulag varðandi útflutning landbúnaðarvara, sem er framleiðendum mikils virði. — Að líkindum tekur ný 6 manna nefnd ekki til starfa fyrr en eftir áramót, en gera má ráð fyrir, að búið verði að finna verðgrundvöll fyrir mánaðamót jan.—febr. 1960. Sigurjón Sigurðsson, bóndi, Raftholti: — Ég lít svo á, að samkomu- iag sé alltaf ávinningur fyrir báða að- ila, þegar um deiluatriði hefur verið að ræða, þ. e. að finna starfsgrund- völl, sem báð- ir aðilar geta sætt sig við. Tel ég að hlutur bændastéttarinnar hafi verið mikið lagfærður með þessu samkomulagi. — Annað hef ég í rauninni ekki um þetta mál að segja á þessu stigi, því öll störf 6 mannanefndarinnar eru óunn- in ennþá. dálæti á Abraham Lincoln, að hann vildi verja löngum tima til að rita bók um hann. Og nú nokkrum dögum áður en ég hverf á brott, þá er bókin lögð til mín með eiginhandaráritun höfundar, glæsilegt verk um þennan ást- sæla forseta Bandaríkjanna. Færið íslendingum beztu kveðj- ur frá mér. Gleðileg jól og far- sælt nýár. Þ. Th. Eðvarð Sigurðsson alþingis- maður, fulltr. A.S.I.: — Mergur þessa máls er sá, að þegar Hæstaréttar- dómurinn féll um rétt Fram leiðsluráðs til að verðbæta útfluttar vör- ur með hærra verði á inp- lendum mark aði. töldu þau samtök, sem tilnefna fulltrúa neytenda í 6 manna nefndinni, að grundvellinum fyrir starfi þeirra væri burtu svipt, og ai- leiðingin varð sú að þeir tóku umboðið af fulltrúum sínum. — Það samkomulag, sem nú hefur Verið gert felur í sér: í fyrsta lagi: — Nú er óheimilt að verð- bæta útfluttar búvörur meS hærra verði á þeim innan- lands. — í öðru lagi: — Fulltrúar neytenda eru ekki aðeins með í að ákveða það verð, sem framleiðendur eiga að fá, þ. e. sjálfan verð— grundvöllinn, en það hefur einnig verið ágreiningsefni milli framleiðenda og neyt- enda, heldur eru þeir einnig nú með í því að ákveða dreif- ingarkostnaðinn, þ. e. útsölu- verð varanna. — Með þessu samkomulagi tel ég að fundinn sé grund- völlur fyrir þessa aðila til aS starfa á framvegis. — Hér er rétt að taka fram að með þessu er einungis lagS- ur grundvöllur, sem verðlagi- nefndin (6 manna nefndin) á að starfa eftir. Einar Gíslason, málaram„ fulltrúi Landssambands Iðnaðarmanna: — Upphaf þess, að þremenn- ingunum, fulltrúum, neytenda, «r kippt út úr • manna nefnd- inni er verð- lagningin 1958 og ákvörðun Framleiðslu- ráðs að verð- bæta útflutt kjöt án alls sam- ráðs við fulltrúa neytenda 1 nefndinni með hækkuðu verði á því á innanlandsmarkaði. Af þesum ágreiningi ákváðu neyt endafulltrúarnir að fara í mál við Framleiðsluráð. — Eftir að dómar voru fallnir, var ekki lengur fyrir hendi starfsgrundvöllur innan nefndarinnar. — Með því samkomulagi, sem nú hefur náðst, vil ég leggja sérstaka áherzlu á, að starfsgrundvöllurinn er í fram tíðinni mun betur tryggður, þar sem vikið er til hliðar allri tortryggni vegna ákvörð- unar á dreifingarkostnaði, þar sem fulltrúar neytenda hafa nú fengið heimild til athug- unar á frumgögnum um kostn aðarliði, en Framleiðsluráð sér um öflun þeirra. SIGLUFIRÐI, 15. des. —- I gaer var versta veður, slydda, og NA- stormur. I gærkvöldi tók að snjóa og er nú keðjufæri um alian bæ. Siglufjarðarskarð er nú lokað. Það var opnað á sunnudagsmorg- un, eftir að það var búið að vera lokað nokkuð lengi, en lokaðist aftur strax á sunnudagskvöld. — Guðjón.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.