Morgunblaðið - 22.12.1959, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 22.12.1959, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐ1Ð Þriðjuagur 22. ðes. 1959 Lislkynning Mbl. Keisarinn og Farah urðu hjón i Arthur Ólafsson ARTHUR ÓLAFSSON, sem sýnir um þessar mundir listaverk sín á vegum listkynningar Mbl. er 19 ára gamall, fæddur í Reykja- vik. Foreldrar hans eru Sigriður Sigurðardóttir og Ólafur Þor- valdsson. Arthur lýkur almennu kennaraprófi frá Kennara.ikóla íslands á komandi vori. Þar hefir hannn notið teiknikennslu Jó hanns Briems listmáiara og Gests Þorgrímssonar kennara. Lista- maðurinn hefir ekki áður sýnt opinberlega. Hann sýnir málverk teikningar og barkarmyndir í Mbl.-glugganum, og munu barkarmyndirnar vekja sérstaka athygli sökum þess hve nýstár- legar þær eru. Myndirnar eru allar gerðar á tveimur síðustu ár um og eru flestar til söltu. Upp- lýsingar um verð myndanna eru veittar í afgreiðslu Mbl. og hjá listamanninum sjálfum í síma 2 31 69. TEHERAN, 21. des. KEISARINN af Persíu og Farah Diba voru í dag gefin saman í hjónaband í hinni fögru Marmarahöll Teherans. Sjálf giftingarathöfnin var einföld og voru viðstaddir hana aðeins nánustu skyld- menni brúðhjónanna og nokkrir ráðherrar. Ekkjudrottningin móðir keis- arans stráði gullpeningum, perl- um og sykruðum möndlum yfir BRUSSEL, 21. des. — Peter Townsend, fyrrum unnusti Mar- grétar Englandsprinsessu, gekk í dag að eiga belgísku stúlkuna Mariu Jamaigne, en hún er dóttir iðnrekanda eins í Belgíu. Brúð- kaupið var borgaralegt og fór engin athöfn fram í kirkju. Verziunorbruni á Ruufurhöfn RAUFARHÖFN, 21. des. — Að- faranótt surmudags kom upp eld- ur í verzlunarhúsi Hjalta Frið- geirssonar á Raufarhöfn. Brann það til kaldra kola, svo og allar vörur verzlunarinnar. Hvort- tveggja munu hafa verið óvá- tryggt. Verzlunarhús þetta var skúr úr bárujárni, fóðraður innan með trétexi. Hafði eigandinn stækk- að skúrinn í sumar og var raf- virki nýbúinn að leggja rafmagn í hann. Þar eð ekki er upphitun í verzluninni, stóðu tveir raf- magnsofnar 1 kw og 2 kw, á miðju gólfi. Húsið var mann- laust. Enginn varð eldsins var fyrr en kl. 4.40 um nóttina, er veður- athugunarmaður sá bjarma og fór að aðgæta hverju það sætti. Um kl. 2 hafði hann farið út, en einskis orðið var þá. Húsið stóð í björtu báli, er slökkviliðið kom á vettvang og að mestu brunnið niður. Telur eigandinn sig þarna hafa orðið fyrir 150 þús. kr. tjóni. — Einar /5 hnúíar\ / SV 50 hnútar X’ Snjókoma > 06 i V Skúr ir K Þrumur VsvetTii KulJaskil Hifaski/ H H<*6 L Ug6 Veðurfregnir: 49 stiga hitamismunur á kortinu í dag Á kortinu er djúp lægð SV í hafinu, 1400 km. A-NA af Reykjanesi. Kl. 22 í gær- kvöldi var hún orðin öllu dýpri og virtist halda sömu stefnu og áður. Þá var loft- þrýstingurinn í lægðinni orð- inn á að gizka 958 mb. Gert var ráð fyrir að þessi lægð mundi valda austan stormi suður af ströndinni í dag. — Lægðin við Noregsströnd fer minnkandi og þokast NA. Hlýjast á þessu svæði er 9 stiga hiti á veðurskipinu J, vestur af írlandi og í Valenc- ia á Suðvestur-írlandi. Kald- ast er á Tobinhöfða, 25 stiga frost og þess má geta að 10 stiga frost er í Meistaravík, sem er rétt á jaðri kortsins. Veðurútlit: SV-mið: vax- andi austanátt, stormur og slydda og síðar rigning. SV- land til Austfjarða, Paxaflóa- mið til Austfjarðamiða: A- kaldi og bjart veður, síðan all hvass austan, skýjað og frost- lítið. SA-land og SA-mið. A-gola og bjart veður, síðan all- hvasst og dálítil slydda, rign- ing er líður á daginn. brúðhjónin, en slíkt er gamall persneskur siður, sem boðar ham ingju og frjósemi í hjónabandi. Eftir það gengu brúðhjónin út til hundruða gesta, sem biðu þess með óþreyju að óska þeim til hamingju. Dáðust menn ákaflega af hinum fagra brúðarkjól hinn- ar ungu drottningar, en hann er úr hvítu satíni, skreyttur gim- steinum og minkaskinni. Brúðhjónin sýndu gestunum hundruð brúðargjafa, sem peiin hafa borizt víða að, m. a. frá Eisenhower og Krúsjeff. Almenn hátíðahöld eru í Persíu vegna bráðkaupsins. Kveikja menn blys á strætum úti í The- heran og skjóta flugeldum. Verða hátíðahöld í eina viku í tnefni brúðkaupsins. Vökudansleikur á annan í jólum VAKA, félag lýðræðissinnaðra stúdenta á annan í jólum og hef- ur þetta verið eina jólaskemmt- unin sem haldin er sérstaklega fyrir stúdenta. — Vaka mun nú sem fyrr halda háskóla- stúdentum skemmtan á annan í jólum og verður hún í Tjarnar- café svo sem verið hefur undan- farin ár. Er ekki að efa að háskólasiúd- entar muni fjölmenna á þennan jóladansleik eins og áður, en dansleikir þessir hafa jafnan þótt afburða skemmtilegir. Indverjor snko Kínverja um ómnnnúðlega meðferð ó föngum NYJA DELHI. — Indverska stjórnin hefur ítrekað mótmæli sín við kínversku stjórnina vegna ómannúðlegrar meðferðar sem tíu indverskir landamæra- verðir hlutu er þeir voru í haldi hjá kínverska innrásarliðinu í Ladak í nokkrar vikur á þessu hausti. í mótmælum Indverja segir að meðferð Kínverja á föngunum hafi verið mjög hörð og ómann- úðleg og andstæð allri framkomu menningarþjóða. Þeim var m.a. neitað um nægan mat og húsa- skjól. Foringi landamæravarðanna, Karam Singh var yfirheyrður í 70 klst. Honum og meðföngum hans var hótað hörðu, ef þeir ekki undirrituðu yfirlýsingar sem Kínverjar sömdu og voru til þess ætlaðar að velta af Kínverj- um ábyrgðinni á árekstrum þeim sem orðið hafa í Ladak-héraði. Lýsir indverska stjórnin því yf- ir, að ekkert sé að marka undir- skrift fanganna undir slíkar yf- irlýsingar. Þeir hafi verið beitt- ir þvingun til þess að undirrita þær. Þá greinir í mótmælaorðsend- ingu Indverja frá því, að einn hinna indversku fanga hafi ver- ið særður af byssukúlu í baki, en enga aðhlynningu eða læknis- hjálp fengið. Annar Indverjanna þjáðist einnig af skotsári. — Jólabögglar SAMKVÆMT upplýsingum Toll- póststofunnar barst henni í gær mjög mikið af jólavarningi frá Evrópu, og var ætlunin að vinna í nótt að tollskoðun og niðurröð- un hans. Til að auðvelda fólki að vitja hans, verður Tollpóst- stofan í Hafnarhúsinu opin til kl. 7 í kvöld og annað kvöld. Hann sást síðast lifandi í gæzlu Kínverja, en hefur ekki verið skilað aftur og engin grein argerð gefin fyrir hvarfi hans. Aftökudagur ókveðinu í óttunda sinn LOS ANGELES, 21. des. NTB- Reuter: — Dómstóll í Los Angeles ákvað í dag að Caryl Chessman skuli tekinn af lífi hinn 10. febrúar n.k. Chessman var dæmdur til dauða árið 1948, og byggðist dómurinn á átta ákærum fyr- ir rán, fjórum fyrir barnarán, tveim fyrir kynferðisbrot, einni fyrir nauðgunartilraun, einni fyrir tilraun til ráns, og einni ákæru fyrir bílþjófnað. | Hefur Chessman nú dvalið í ellefu ár í dauðaklefanum, og er þetta í áttunda skiptið að aftökudagur er ákveðinn. Hingað til hefur honum ávallt lánazt að fá frestun á aftök- unni með áfrýjunum eða kær-1 um. Hvorki Chessman né verj- í andi hans voru viðstaddir er ’ Herbert Walker dómari ákvað aftökutímann, en aftakan á að fara fram í gasklefa San Quen tin fangelsisins. Hæstiréttur Bandarikjanna vísaði nýlega á bug síðustu kæru Chessmans vegna dauðadómsins. Chesman, sem er nú 38 ára gamall, hefur skrifað þrjár víðlesnar bækur í fangelsinu, auk þess sem hann hefur, þrátt fyrir stutta skólagöngu, aflað sér það mikillar þekkingar á lögum, að hann hefur að miklu leyti flutt mál sitt sjálfur. JÓLABÆKURNAR eru nú sennilega allar komnar á markaðinn. f gær voru þær 180 talsins. Þær eru þarna í einum stafla, enginn smá- ræðis bunki. Myndin var tekin í bókaverzlun Blön- dals í Vesturveri. En þar var ekki nægilega hátt und- ir loft, svo að við urðum að stafla bókunum upp í hljóðfæraverzluninni, sem er í næsta bás. Þeir, sem komið hafa í Vesturver, kannast sjálfsagt við sig. — Myndin er tekin af stiga- pallinum, í Rósinni — og staflinn nær upp á næstu hæð — til DAS. Ncrskir línu- bútor gegn brezkum tog- urum ALASUNDI: — Norskir bátar, sem stunda veiðar á línu á miðun- um fyrir vestan Shétlandseyjar, við Færeyjar og við ísland, urðu í sumar fyrir tilfinnanlegu veið- arfæratjóni vegna ágangs brezkra togara. Oft leit út fyrir að togararnir tækju viljandi stefnu á norsku veiðarfærin og sópuðu með sér línunni. Einnig kom það fyrir að togararnir voru fyrirfram að- varaðir um hvar línan var lögð, en samt tóku þeir ekkert tillit til hennar, segja norskir sjómenn. Venjulega eru það sömu skipin, sem standa að þessum eyðilegg- ingum, meðan önnur taka fullt tillit til starfsfélaga sinna á sjón- um. Að sögn bátaformannanna er útilokað að fá bætur fyrir tjón það er togararnir orsaka. Til þess þyrfti að leggja fram ljósmyndir af verknaðinum, en að sjálfsögðu standa sjómennirnir ekki sífellt reiðubúnir með ljósmyndavélina meðan þeir eru við vinnu sína á sjónum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.