Morgunblaðið - 22.12.1959, Side 12
12
MORCUNBLAÐIÐ
Þriðjuagur 22. des. 1959
JNwguttMaMfr
Útg.: H.f. Arvakur Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands.
1 lausasölu kr. 2.00 eintakið
VERÐBOLGAN VELDUR
KJARARÝRNUN
UTAN UR HEIMI
Ómetanlegar fornminjar
ÍÐUSTU tvo áratugi hef-
ur verið full atvinna hér
á landi og meiri velmeg-
un en nokkru sinni fyrr. Alvar-
legur skuggi hefur þó hvílt yfir
efnahagslífinu, sem hefur valdið
því, að lífskjörin hafa ekki orðið
eins góð og efni hafa staðið til.
Er það verðbólgunni, sem hér er
um að kenna.
í rauninni má segja, að af-
leiðingar verðbólgunnar séu
margvíslegar, þótt þeim sé það
öllum sameiginlegt að skerða
lífskjör þjóðfélagsborgaranna,
þegar á heildina er litið. Þegar
verðbólgan birtist í vægri mynd
getur sýnzt, sem hún geri lítinn
skaða. Og sumir tala jafnvel um
að væg verðbólga hafi ýmsa kosti,
þar sem hún auðveldi fram-
kvæmdamönnum ýmiss konar um
svif og verki þannig hvetjandi
á atvinnulífið.
Torveldar
tryggingastarfsemi
En jafnvel á þessu stigi hefur
verðbólgan þau áhrif, að verð-
gildi sparifjár rýrnar smám sam-
an, og ýmiss. konar sjóðir og
tryggingastofnanir verða fyrir á-
föllum. Það mun almenn skoðun
fræðimanna, að langvarandi verð
bólga, jafnvel þót hún sé á vægu
stigi, sé hættuleg efnahagslífi sér
hverrar þjóðar.
En hvað þá um langvarandi
verðbólgu, sem er á eins háu stigi,
og við fslendingar höfum kynnzt
henni? Þá er ekki aðeins um það
að ræða að raunverulegt verð-
gildi sparifjár og sjóða rýrni
smám saman, heldur rýrnar það
mjög fljótt, og ýmislegt bætist
við.
ASÍÐASTA fundi í bæjar-
sjóm Reykjavíkur þegar
fjárhagsáætlun bæjarins
fyrir árið 1960 var til umræðu,
hélt frú Auður Auðuns, borgar-
stjóri félagsmála ræðu, þar sem
hún minntist á ýmsar fram-
kvæmdir á sviði félagsmála og í
þágu æskunnar í bænum. Skýrði
hún þar m. a. frá því, að á næsta
ári yrði fullgert nýtt barnaheim-
2i við Fornhaga. Byggingu nýs
barnaheimilis í Hlíðunum kvað
hún einnig vera í undirbúningi.
Smábamagæzla og
leikvellir
Borgarstjóri skýrði frá því, að
smábarnagæzla væri nú á 14 stöð-
um í bænum. Almennir gæzluvell
ir fyrir börn á öllum aldri væru
á 6 stöðum og opin leiksvæði með
leiktækjum væru pú á um 30
stöðum í bænum. Akveðið er, að
á næsta ári verði hafin gerð
tveggja leikvalla í hinu nýja
hverfi í Kringlumýri og Háa-
leiti. Ennfremur er það nýmæli
fyrirhugað, að gera fjöruleik-
völl við Skerjarfjörð.
Þá er einnig unnið að undir-.
búningi leikvalla við Heiðar-
gerði og við Efstasund. Auður
Auðuns gat þess, að fyrirhugað
Þannig verður starfsemi al-
mannatrygginga mjög erfið,
því að þegar tryggingaþegar
greiða iðgjöld sín er það með
peningum, sem verða orðnir
svo og svo miklu verðminni,
þegar þeir fá þá endurgreidda,
til dæmis sem sjúkrabætur eða
ellilaun. Þetta þarf að bæta
upp með því að taka fé úr op-
inberum sjóðum, og því verða
tryggingarnar þjóðfélaginu
miklu dýrari en ella.
Bitnar harðast
á fátæku fólki
í annan stað veldur ör verð-
bólga því, að allir, sem nokkur
tök hafa á, ætla sér að hagnast
á henni. Eftirspurnin eftir lánum
verður óskapleg og menn hafa
það sem aðalmarkmið að koma
eigin fé og lánsfénu í raunveru-
leg verðmæti. Lánin hugsa þeir
sér svo að borga með miklu
verðminni peningum síðar. Þeir
sem ekki hafa tök á þessu eyða
flestir öllu sem þeir vinna sér
inn, þar sem varla nokkur mað-
ur vill eiga sparifé.
Margt fleira fer úr skorðum í
þessum efnahagslega hruna-
dansi. Þannig geta peningarnir
ekki lengur gegnt því mikilvæga
hlutverki að vera raunverulegur
mælikvarði á verðgildi hlutanna.
Ofvöxtur hleypur í ýmsar at-
vinnugreinar, sem eru þjóðfélag-
inu lítt mikilvægar.
Og síðast en ekki sizt kem-
ur þetta allt saman verst nið-
ur á fátæku fólki, og þá eink-
um fátækum gamalmennum,
sem mörg hver höfðu reynt að
aura saman til elliáranna.
væri að koma upp leikvöllum á
8 stöðum á óbyggðum svæðum
milli húsa í bænum.
Aukið skólahúsrými
Þá gat borgarstjóri þess, að
miklar framkvæmdir stæðu yf-
ir í skólamálum bæjarins. í smíð
um eru 6 nýir skólar. Eru það
Breiðagerðisskóli, Laugalækjar-
skóli, Réttarholtsskóli, Hagaskóli,
Hlíðaskóli og Vogaskóli. A
næsta ári er gert ráð fyrir að lok-
ið verði við byggingu 23 full-
kominna skólastofa. Á undan-
förnum rúmum tveimur skólaár-
um hafa verið byggðar 45—50
kennslustofur.
Þá er einnig í undirbúningi
bygging skóla í nýjum hverfum
í bænum.
Af þessum upplýsingum Auð-
ar Auðuns er það auðsætt, að
stórfelldar framkvæmdir verða á
næsta ári unnar í þágu æskunn-
ar í Reykjavík.
En allir Reykvíkingar eru
áreiðanlega sammála um það,
að því fé sé vel varið, sem
veitt er til þess að bæta að-
stöðu hinnar uppvaxandi kyn-
slóðar, auka öryggi hennar og
gera hana andlega og líkam-
. lega hraustari.
/ hæftu
— Jbegar Asvan-
stíflan verður byggð
/kMETANLEGAR fornminjar
” frá blómatímum Egypta-
lands eru í hættu, þegar hin mikla
stifla við Asvan verður byggð, en
þá mun myndast „stöðuvatn",
sem verður um 400 km langt og
25 km breitt. — Á þessu svæði er
fjöldi fornrá listaverka og jafn-
UNESCO hyggst
bjarga Jbv/, sem
bjargað verður
vel heil hof — og flest af því hlýt-
ur að verða Nílarfljóti að bráð,
ef ekki verður að gert. — Á hinn
bóginn verður framkvæmd þessi
til þess, að hægt verður að veita
vatni yfir stór svæði af egypzku
og súdönsku landi, sem nú er
nakin eyðimörk, og gera þar gróð
ursæla jörð, sem fóstrað gæti
tugi og hundruð þúsund manna.
Menningar- og vísindastofn-
un Sameinuðu þjóðanna (UN-
ESCO) hyggst 'nú bjarga því, sem
bjargað verður, af þessum dýr-
mætu fornminjum, og hafa verið
— en Jboð mun
kosta a.m.k 60
milljónir dala
gerð drög að áætlun um „björg-
unarstarfið", en samkvæmt henni
mun kostnaður af því, nema um
60 milljónum dala. — Þörf er
á því að taka þetta mál skjó -
um og föstum tökum, því að
framkvæmdir við Asvan-stifluna
eiga að hefjast þegar í byrjun
næsta árs — og henni skal lokið
á fimm árum. — En aðalforstjóri
UNESCO, Vittorio Veronese, er
bjartsýnn og gcrir fastlega ráð
fyrir, að unnt reynist að útvega
hina háu upphæð, sem til þarf.
■jjlf Tvær fornminja þeirra, sem
þarna eru í hættu, eru einna
frægastar — klettahof Ramses II
við Abu Simbel, og fagurt, lítið
hof á eyjunni Philæ, sem ptole-
mæarnir reistu. Einn liðurinn í á-
ætlun UNESCO er að byggja mik
inn steinmúr, sem kosta mun 30—-
40 milljónir dala, umhverfis hof
Ramses II og minjarnar á Philæ
— en jafnframt er ætlunin að
flytja sem mest af öðrum forn-
minjum á Asvan-svæðinu inn
fyrir múr þennan.
Mikill uppgröftur mun fara
fram, þar sem ekki verður hjá
þvi komizt, að Níl flæði yfir —
og egypzka stjórnin hefur gefið
fyrirheit um, að þeir erlendir vís-
indamenn, sem þátt taka í upp-
greftrinum, megi flytja heim með
sér helming þeirra minja, sem
þeir finna, nema hvað hinar verð
mætustu skulu fluttar í egypzk
söfn. — Þetta tilboð er líklegt til
til að laða fjölda erlendra forn-
fræðinga til þess að taka þátt í
uppgreftrinum á Asvan-svæðinu
— og verður væntanlega til þess
að bjarga mörgum dýrmætum
minjum frá glötun.
Þrjú líkneski í hofi Ramses II við Abu Simbel.
Simbel. —
ISIS-hofið við Philæ. Níl flæðir nú þegar allt umhverfis það mikinn hluta ársins. En brátt mun
það hverfa fyrir fullt og allt, ef ekki verður að gert.
FRAMKVÆMDIR 1ÞAGU ÆSKUNNAR