Morgunblaðið - 22.12.1959, Síða 15

Morgunblaðið - 22.12.1959, Síða 15
MORCUNBLAÐIÐ 15 Þriðjuagur 22. des. 1959 Grafir og grónar rústir — bók til að „GRAFIR og grónar rústir“ er ein þeirra bóka, sem vakið hefur mikla athygli á jólamarkaðinum í ár. Þetta er bók bæði til að skoða og lesa, hún fjallar um forna hámenningu, skreytt 326 myndum, þar af fjölmörgum heil- síðumyndum. Bók þessi er eftir C. W. Ceran, þann hinn sama og ritaði „Fornar grafir og fræði- menn“, en báðar þessar bækur eru í útgáfu POB á Akureyri. skoða og lesa „Grafir og grónar rústir“ er skrifuð til fróðleiks fyrir almenna lesendur og skiptist í 17. meginþætti: Klassísk fornleifa- fræði fæðist, Pompei og Hercul- aneum, Hugboði hlýtt, Ljósi varpað á Krít, Egypzka sminxin, Flatarmálafræði í steini, Múmíur, Konungadalurinn og menjar hversdagslífs, Fyrstu Babýlonar- og Persepolis-farar, Ráðning fleygletranna, Layard í Níníve — Koldewey í Babýlon, Aðferðir og árangur uppgraftrarins í Úr, Fyrstu sagnir af Mexico, í þjón- ustu nýrrar vísindagreinar, Borg- ir í frumskógi vaktar af alda- svefni, Ný viðfangsefni í Mexico og Litið til baka og fram. Þessi bók kemur nú út í mörg- um löndum samtímis. Þýðinguna hefur Björn O. Björnsson gert, en myndir eru prentaðar hjá Du- mont Schauberg í Köln í Þýzka- landi. Frágangur allur er hinn vandaðasti. C. W. Ceram er löngu orðinn heimsfrægur fyrir ritstörf sín á þessu sviði. Hann vakti strax athygli fyrir stríð og eftir styrj- öldina hefur hann unnið sleitu- laust að rannsóknum og ritstörf- um. Hann hefur tekið þátt í upp- gröftum gamalla borga við Miðjarðarhaf, en annars er hann forstöðumaður hins heimsfræga bókaútgáfufyrirtækis Rowohlts í Hamborg. Fróðleg RITGERÐASAFN JÓNS HELGASONAR, PRÓFESSORS RITGERDAKORN og RÆÐUSTÚFAR „Hafi menn ekki vitað það áður, ætti þessi bók að færa þeim heim sanninn um að ekki stingur Jón niður penna um almenn mál öðru vísi en úr verði ritsmíð, sem á erindi til hvers hugsandi Islendings“. M.T.Ó. 1 Þjóðviljanum 21. nóv. sl. „Jón Helgason, prófessor í Kaupmannahöfn, er eflaust einn skemmtilegasti stílisti, sem nú skrifar á íslenzka tungu. Mál hans er kjarngott, orðafærið lipurt og látlaust, og stíll hans þrunginn hinni léttu kaldhæðni, sem gerir í senn að ylja lesandanum og styggja hann til umhugsunar". Sigurður A. Magnússon í Morgunblaðinu 21. nóv. sl. Nú er tækifærið til að eignast fjölda af ritgerðum og ræðum Jóns í einni bók. — Hún fæst í bókaverzlunum. Félag íslenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn. og skemmtileg jólahók Glæsileg jólagjöf Strákur í stríði Útg. Bókaforlag Odds Björnssonar. í FYRRA kom út nýstárleg barna bók er vakti óskipta athygli bæði yngri og eldri lesenda. Bók þessi bar hið þjóðlega og skemmtilega heiti „Strákur á kúskinnsskóm", en höfundur, sem var nýr af nál- inni, nefndi sig Gest Hannsson. Bókin seldist upp svo að segja á augabragði, enda hlaut hún óspart lof gagnrýnenda. Þarna var höfundur, sem skrifaði á kjarngóðu og lifandi máli, laus við predikunartón, en lýsti mönn- um og atburðum eins og þeir koma börnum fyrir sjónir: í eins konar töfraljóma. Þetta er orðinn nokkuð sjaldgæfur eiginleiki í nú tíma-barnabókmenntum, að mínu viti of sjaldgæfur. Fyrir bragðið venjast börnin um of á einhæfa nautn spennunnar, en gefa persón um og umhverfi lítinn gaum. Slíkar bækur þjóna að vísu þeim ágæta tilgangi að skemmta barn- inu, en þær þroska hvorki smekk þess né hugmyndaflug, og eru því naumast hæfar til að mynda með því grundvöll að vaxandi bókmenntaáhuga. Hér var bók sem kom börnum til að sjá, heyra, meira að segja finna 'lykt. — Og nú er komið framhald hennar, „Strákur í stríði“ nefnist hún, og eins og nafnið bendir til gerist margt og mikið í þeirri bók. Kostirnir eru þeir sömu og þeir er prýddu fyrri bókina, en ekki kæmi mér á óvart að krökkum fyndist þessi ennþá meira spennandi, Bróðir höfundar hefur prýtt bókina mörgum snjöllum mynd- um, sem eru alveg í réttum dúr. Frágangur allur er útgefanda til sóma og öðrum til ánægju. Ég get vart hugsað mér hollara lestrarefni fyrir börn á öllum aldri en þessa skemmtilegu bók: — og ætla má að fullorðnir hafi næstum því eins gaman að henni, sakir hinnar fyndnu og safaríku frásagnar. FERÐABOK Þorvuldor Thoroddsens I-IV Þriðja bindið er koriiið út Kynnist landinu og kaupið F erðabók Þorvaldar Thoroddsens Snaebj ör niíótisson& Co.h.f THE ENGLISH BOOKSHOP Hafnarstræti 9 Símar 11936-10103 Reynir Þórðarson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.