Morgunblaðið - 22.12.1959, Side 24

Morgunblaðið - 22.12.1959, Side 24
2 dagar til jóla mgmiMafeÍb [2 dagar til jola 286. tbl. — Þriðjudagur 22. desember 1959 Landburður af síld Saltað fram á nótt á síldar- plónunum f GÆR var fádæma góður síldarafli hjá Faxaflóabátum. Voru bátarnir með frá 100 tunnum upp í 1100, en þann afla kom hringnótabáturinn Guðmundur Þórðarson með til Hafnarf jarðar. Erfitt er orðið að fá síldarsíúlkur til að salfa, þar eð húsmæður eru nú að verða önnum kafnar við jólaundirbúning og fer því meira í frystingu en ella. Sturlaugur Böðvarsson á Akranesi gaf blaðinu þær upp lýsingar, að í gær mundi hafa verið langmesta meðalveiði hjá Akranesbátum síðan Hval fjarðarsíldin var 1947. Yrði unnið að síldarsöltun á plön- unum til eitt eða tvö í nótt og byrjað í býti á morgun, en fyrirtæki Haraldar Böðvars- sonar hefði ákveðið að hætta söltun í kvöld og færu bát- arnir ekki aftur út fyrir jól. Aftur yrði hafizt handa strax upp úr jólum. /' Hafnarfjarlðarbátar Fréttaritari blaðsins í Hafnar- firði símaði: Bezti síldveiðidag- urinn til þessa var í gær og fengu þá flestir bátarnir frá 200 og upp í 500 tunnur. Guðmund- ur Þórðarson frá Reykjavík kom hingað inn með um 1100 tunnur og Faxaborgin með 500, en báð- ir þessir bátar eru með hring- nót. Fiskaklettur var með hátt á fjórða hundrað tunnur, Hafn- firðingur 200, Stefnir 250, Haf- björg 265, Reykjanes og Álfta- nes um 200 tunnur hvor, Fagri- klettur 100 og Guðbjörg um 90. Var unnið við að salta og panna síld allan sunnudaginn og langt fram eftir nóttu. Til dæm- is hefir verið unnið hjá Frost hf. til kl. 3 undanfarnar nætur. — Togarinn Ágúst kom af veiðum í gærdag og sigldi með aflann á erlendan markað. Var skipað nokkru magni af síld út í hann, en síðustu togarar, sem héðan hafa siglt, hafa einnig farið með nokkurt magn aÆ síld, sem selzt hefir vel í Þýzkalandi. í gær kom Juní þaðan. — G.E. Keflavíkur og Sandgerðisbátar Fréttaritarinn í Keflavík kvað 17 báta hafa komið inn á sunnu- dag með 3500 tunnur og í gær komu jafnmargir bátar með 3626 tunnur. Hæstir í gær voru hring nótabátarnir Kópur með 650 tunnur og Von með 510 og af reknetjabátum var Reykjaröst hæst með 277 tunnur. Á sunnu- dag voru hæstir Andri, Ólafur Magnússon, Magnús Marteins- son og Guðfinnur með um og yfir 300 tunnur hver, en vegna veðurs og slæmra aðstæðna gekk hringnótabátunum þá illa. Lægsti afli var 100 tunnur. Fréttaritari blaðsins í Sand- gerði kvað 9 Sandgerðisbáta hafa komið inn í gær með 1600 tunn- ur. Rafnkell var hæstur með 465 tunnur, Hamar næstur með 215 tunnur, Hrönn með 174 og Guðbjörg 170. Akranesbátar Fréttaritarinn á Akranesi sím- aði: Landburður af síld var hér í dag. Fjölmargt skólafólk starf- ar nú á eyrinni, á síldarplönun- um og í frystihúsunum og enn vantar fleiri í vinnu. í dag var síldaraflinn á 16 báta 4605 tunn- ur, að meðaltali 288 tunnur á bát. Höfrungur kom þrauthlaðinn stafna í milli, hafði fengið 763 tunnur, Víðir II. úr Garði 632, og Keilir 550. Þetta eru allt hringnótabátar. Aflahæstur rek- netjabáta er Sveinn Guðmunds son með 352 tunnur, annar Ás- björn með 287 og þriðji Svanur með 257. Enginn bátur hafði inn- an við 100 tunnur. — Oddur. HI utafél agsstjórn og formaður hennar geta ekki firrt sig áhyrgð sem og SÍS H œstaréttardómur, snerfir gjaldeyris- tollsvik olíufélaga SÍÐAN MORGUNBL.AÐIÐ birti skýrslu rannsóknardómaranna í máli olíuféiaga SÍS hefur blaðinu borizt fjöldi fyrirspurna um það, hver sé ábyrgð félagsstjórnar og stjórnarformanns í stjórn hlutafélags á athöfnum framkvæmdastjóra slíkra félaga. Um þetta eru greinileg ákvæði í hlutafélagalögunum. Segir þar á þessa leið um hlutverk og skyldu hlutafélagsstjórnar: „Félagsstjórn fer með málefni félagsins milli hluthafafunda, Hún ræður framkvæmdastjóra, einn eða fleiri, hefur umsjón með rekstri atvinnunnar, gerir reikningsskil og skuldbindur félagið, allt samkvæmt lögum og samþykktum félagsins“. 1 þessu sambandi má þessu sambandi má einnig geta þess, að hinn 21. febrúar árið Kápan á „6 ljóðskáldum Nýjung í ísl. bókagerð Úrvalsljóð sex skdlda dsamt talplötu með upplestri þeirra ÚT ERU kominn hjá Bókaverzl- un Sigfúsar Eymundssonar úr- valsljóð sex íslenzkra ljóðskálda. Nefnist bókin „6 ljóðskáld", og fylgir henni talplata með upp- lestri höfundanna. HöfUndarnir eru þessir: Einar Bragi, Hannes Pétursson, Jón Óskar, Matthías Johannessen, Sigurður A. Magn- ússon og Stefán Hörður Gríms- son. Útgáfuna hefur Eiríkur Hreinn Finnbogason annazt. í bókinni eru bæði eldri ljóð og áður ó'birt ljóð þessara sex skálda, sem öll hafa gefið út bækur áður. Kápu bókarinnar og umslags- ins um plötuna hefir Atli Már gert. Hér er vegna talplötunnar um að ræða nýjung í íslenzkri bóka- gerð, og munu margir hafa á- nægju af að geta hlýtt á upp- lestur skáldsins um leið og þeir lesa Ijóð þess. Talplötunni er komið þannig fyrir, að umslag- ið utan um hana er heft inn í bókina. „Sex Ijóðskáld" er 118 bls, að stærð. Bókin er prentuð í Prent- felli. Bókina er einnig hægt að fá án plötu. Eins fæst platan sérstök. 1947, féll dómur í Hæstarétti í máli, sem höfðað var vegna brota á verðlags- og gjaldeyris- löggjöf. Með dómi þessum var kona, sem átti sæti í stjóm hluta- félags, sektuð vegna verðlags- brots, sem framkvæmdastjórn fé- lagsins hafði gerzt sek um. Var þó sannað, að konan hafði hvergi komið nærri þeim verknaði, sem hún var sektuð fyrir og vissi ekkert um hann. í forsendum Hæstaréttardóms- ins frá 21. febrúar 1947 var kom- izt að orði um þetta á þessa leið: „Verður að gera þær kröfur til hennar, áð hún aflaði sér vit- neskju um rekstur félagsins í höfuðdráttum. Átti henni því að vera kunnugt um verðlagsbrot fé- lagsins, sem framið hafði verið að staðaldri um langan tíma. Verður þess vegna að telja, að hún hafi gerzt brotleg við sömu lagaákvæði og hinir sam- ákærðu —• “. Getur ekki firrt sig ábyrgð Samkvæmt þessari niðurstöðu Hæstaréttar virðist það útilokað, að stjórnarformaður í Olíufélag- inu hf. geti firrt sig allri ábyrgð af ráðstöfunum framkvæmda- stjóra félagsins með því einu að lýsa því yfir, að hann hafi ekki „haft hugmynd um“ það, sem framkvæmdastjórinn aðhafðist. Fullfermi 2-4 a dögum f GÆRMORGUN var byrjað að landa úr togaranum Hvalfell, en hann kom af Nýfundnalandsnrn* - um. Var hann með fullfermi og hafði skipshöfnin fyllt togarann á 4 sólarhringum. Hafði Hvalfell- ið verið á syðstu miðunum, ekki orðið fyrir ýkjamiklum frátöfum og frost hafði verið lítið á þeim slóðum. Togarinn Askur er væntanleg- ur árdegis í dag, af sörnu veiði- slóðum. Gekk togaranum svo vel, að það tók ekki lengri tíma að fylla skipið, en á fyrstu mánuðun. Nýfundnalandsmiðana sumarið og haustið 1958, því fullfermi var komið í skipið eftir tveggja sólar- hringa veiði. Skipstjóri á Aski er Guðni Sigurðsson. Hvalfell og Askur munu liggja hér í Reykjavíkurhöfn fram yfir jól, en fara þá á ísfiskveiðar á heimamiðum, og trúlega fara í söluferð með aflann. Ufsi í Keflavíkurhöfn KEFLAVIK, 21. des. — Smá- ufsinn, sem hefur komið í Keflavíkurhöfn nokkuð ör- ugglega um þetta leyti árs í nokkur ár, kom í höfnina í dag. Mótorbáturinn Ver náði 30 tonnum í kasti í morgun og Kári 60—70 tonnum. Er ufsinn háfaður með krana beint upp Í0 0-^J0.0„0:0 00'» á hafnargarðinn og upp á bíla. Síðan er fiskinum ekið í bræðslu. Fleiri bátar eru nú komnir í höfnina og virðist ufsamagn- ið vera þar mikið. f fyrra veiddust 400 tonn af smáufsa í höfninni um þetta leyti árs, en árið þar áður 700 tonn. — Helgi S. 00.00,000:00000 200 ísl. jólatré FYRSTU íslenzku jólatrén koma á markaðinn hér i Reykjavík í dag, er Land- græðslusjóður býður til sölu í jólatréssölum sínum 75—125 cm há rauðgrenitré úr skóg- ræktarstöðinni í Tumastöðum í Fljótshlíð. Er alls um að ræða 200 tré og komu þau til bæjarins um helgina, en skógarvörðurinn þar, Garðar Jónsson, hafði gengið til skóg- arhöggsins á laugardagsmorg- uninn. Skógræktarstjóri Hákon Bjarnason, kvað þetta merkan viðburð í sögu skógræktarinn- ar og að 10 árum liðnum myndi Skógræktin geta full- nægt markaðsþörfinni fyrir jólatré. Þessi 200 tré sem komu gefa hinum dönsku ekki eftir hvað útlit snertir. Krakkarnir á myndinni standa yfir nokkr- um Tumastaðatrjám suður í Fossvogs-skógræktarstöð. Verzlun brunn í Kefluvíh KEFLAVlK, 21. des. — Kl. 6,30 á sunnudagsmorgun var Slökkvi- lið Keflavíkur kvatt út. Var eld- ur í gömlu timburhúsi við Hafn- argötuna, sem almennt er kallað Edinborg. Þar var til húsa verzl- unin Fons og brauðsölubúð. Þegar Slökkvilið Keflavíkur kom á vettvang var eldur all magnaður. Slökkvilið á Keflavík- urflugvelli kom einnig til hjápar, en ekki tókst að ráða niðurögum eldsins fyrr en húsið var að mestu brunnið. Hússkrokkurinn stend- ur þó uppi. Brunnu þarna allar vörubirgðir verzlunarinnar. Hús- ið var tryggt hjá Brunabótafélagi Islands en vörubirgðir upp að vissri upphæð hjá Sjóvátrygging- arfélagi Islands. Ökunnugt er um eldsupptök, en hugsanlegt að kviknað hafi í út frá rafmagni. Þess má geta að fyrir 2—3 ár- um kviknaði í þessu sama húsi skömmu fyrir jólin, en þá tókst að ráða niðurlögum eldsins. — Helgi S.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.