Morgunblaðið - 26.01.1960, Side 2

Morgunblaðið - 26.01.1960, Side 2
•4. 2 MORCVISBLAÐ1Ð Þriðjudagur 26. Jan. 1959 * < Frá samningaviðræðunum um verzlunarviðskipti við Rússa. — íslenzku fulltrúamir eru til vinstri á myndinni. Þeir, sem sjást, eru: Oddur Guðjónsson, Hendrik Sv. Björnsson, Pétur Xhor- steinsson, Pétur Pétursson, Halldór Jakobsson og Hreinn Pálsson. Blóðbad í S-Afríku Durban, Suður Afríku 25. jan. (Reuter). HÓPUR Afrikumanna í borginni Caton Manor réðist í gær að 13 lögreglumönnum, drap 9 , særði 3, en einum tókst að forða sér með því að afklæðast ein- kennisbúningi sínum og leggja á flótta. Ástæðan var sú að lögreglulið hafði verið sent til að handtaka Afríkumenn sem staðnir höfðu verið að ólöglegu bruggi áfengis. Voru 89 handteknir og búið að flytja 32 þeirra burt er 1000 manna hópur, eggjaður til dáða af afrískum konum, réðist að lög regluliðinu með sveðjum og grjóti til að frelsa fangana. Sum ir lögreglumannanna leituðu hæl is í kofum. en voru-dregnir út og drepnir. Þrír voru særðir, einn þeirra fannst með báða hand- leggi brotna og svöðusár á höfði og baki. Einn hinna innfæddu fannst drepinn, hafði fengið skot í bakið á leið frá blóðbaðinu, og ein kona hafði fengið skotsár í andlit er hún fór til að athuga hvað væri að gerast. Lögreglan taldi senni- legt að fleiri innfæddir hefðu verið drepnir. Ibúar Cato Manor væru ekkert fyrir það að gefa upp tölu fallinna og særðra. Sjötíu lögreglumenn, vopnaðir vélbyssum, voru sendir til borg- arinnar eftir uppþotin. Var þá ró komin á, eftir að uppþots- menn höfðu kveikt í einum al- menningsvagni en grýtt aðra. Tveir brezkir þingmeim í heim- sókn — Afgeirsborg Framh. af bls. 1. bann í gærkvöldi, en því var ekki hlýtt, og bjuggu uppreisn- armenn um sig á tveim stöðum í Algeirsborg — við háskólann og við verzlunarbankann í mið- borginni, sem er á valdi þeirra. Reistu þeir sér þar götuvígi í nótt. Á þessum stöðum voru 1 morgun um 1000 uppreisnarmenn en í allan dag hefir þeim verið að berast liðsauki, svo að í kvöld er áætlað, að þeir séu orðnir um 2500. — Liðsauki hefir einnig verið sendur franska hernum í borginni, en hann hefir fengið skipun um að skjóta ekki á upp- reisnarmenn um sinn, í von um að þeir gefist upp án bardaga. — Þeir hafa ekki heldur beitt vopnum í dag, en ekki sinnt hið minnsta áskorunum de Gaulles um að hætta andspyrnu sinni og „sameinast þjóðinni á ný“, eins og sagði í boðskap forsetans. — Auk hinna 2500 uppreisnar- manna, er halda sig í fyrmefnd- um götuvígjum, eru 3000—4000 manns þar í kring, sem flestir hafa látið í ljós samúð sína með uppreisnarmönnum. Uppreisnarforingjarnir •fr Enda þótt ekki hafi komið til vopnaviðskipta í dag, má bú- ast við að upp úr sjóði á hverri stundu. — Foringi uppreisnar- manna við fyrrnefiidan banka er Joseph Ortis, fyrrverandi með- limur Poujadistaflokksins, sem var helzti stofnandi samtaka hægri manna í Alsír í nóvember 1958. Hann var einna fremstur í flokki í óeirðunum í gær. — Foringi liðsins, sem búið hefir um sig við háskólann, er fyrr- verandi fallhlífarhermaður, Pierre LaGaillarde, sem stjórn- aði árásinni á stjórnarbygging- una í Algeirsborg 13. maí 1958. — Þriðji maðurinn, sem tók mik- inn þátt í uppreisninni 1958, Philippe Auboyneau, sem er yfir- foringi Miðjarðarhafsflota Frakka, hefir tekið aðra afstöðu en þessir tveir fyrrnefndu. — Hann sendi uppreisnarmönnum orðsendingu, þar sem segir: „Þið eruð nú að eyðileggja framtíð fransks Alsírs, með að brjóta samkomulagið við herinn og rísa upp gegn honum — Frakki gegn Frakka, í augsýn alls heimsins." Breiðist út ir f dag breiddist uppreisnin út til annarra borga í Alsír. í Oran, þar sem Evrópubúar eru í meirihluta, var haldinn fjölda- fundur og kröfuganga. Lögreglan girti götur með gaddavír, en múg urinn velti strætisvögnum og vann fleiri spellvirki. Svipaða sögu er að segja frá borgunum Blida og Sidi Bel Abbes, þar sem aðalstöðvar útlendingaherdeildar innar eru. f austurhluta landsins ríkti einnig mikil spenna, þótt ekki kæmi tii beinna óeirða, svo sem í Constantine og Bone. Foringjar uppreisnarmanna hafa skorað á Alsírbúa að gera allsherjarverkfall. Siðdegis virt- ist verkfall vera orðið nær al- gert í Oran og Sidi Bel Abbes, en fregnum ber ekki saman um undirtektir við áskorun þessa í Algeirsborg. Berjast og deyja ir Sex alsírskir þingmenn í franska þinginu lýstu í dag stuðningi sínum við uppreisnina. Fimm þeirra eru Evrópumenn, en sjötti innfæddur. í orðsendingu til þingsins lögðu þeir áherzlu á, að bardögnim yrði hætt, en sögðu svo m.a.: „Föðurlandsvinir í Alsír eru staðráðnir í því að berjast og deyja fyrir hinn helga málstað sinn — að Alsír verði óumdeilanlega franskt um alla framtíð, þar sem allir hafa jafn- an þegnrétt, af hvaða uppruna sem þeir eru“. „Púðurtunna“ í síðari fréttum segir, að mannfall í Algeirsborg í gær hafi verið mun meira en fyrr er frá greint — hafi a. m. k. 40 manns fallið í bardögun- um. — Þá segja fréttamenn, að uppreisnarmönnum í götu- vígjunum herist stöðugt lið- styrkur, og telja, að þeir muni brátt ætla að láta til skarar skríða. Líkja þeir borginni við „púðurtunnu“. Uppreisn- armenn eru sagðir vel vopn- um búnir. — Debré, forsætis- ráðherra Frakklands, heldur til Algeirsborgar í nótt og er væntanlegur þangað snemma í fyrramálið. Koma ekki með Dröttningunni f FRÉTTUM útvarpsins í gær- kvöldi var skýrt frá því, sam- kvæmt upplýsingum frá Samein- aða gufuskipafélaginu, að Dronn ing Alexandrine hefði farið frá Færeyjum áleiðis til Reykjavík- ur um hádegi í gær, sunnudag, og mun því vera væntanleg til Reykjavíkur snemma í dag. Um 200 færeyskir sjómenn höfðu pantað far með skipinu hingað, en þeir hættu allir við að koma, og eru aðeins 20 far- þegar með Drottningunni. Álíka margir Færeyingar höfðu pantað far hingað með næstu ferð, en mun einnig hætta við að koma, ef ekki hafa tekizt samningar við færeyzka sjó- menn fyrir þann tíma. Eins og áður hefur verið skýrt frá í blaðinu, koma fulltrúar Fiskimannafélagsins færeyska með Drottningunni, en þeir ætla að ræða við LÍÚ um nýja samn- inga fyrir færeyska sjómenn, sem ætla á vertíð á íslandi. Njósnamál í Þýzkalandi KARLSRUHE, V.-Þýzkalandi, 25. janúar (Reuter/NTB) — Liðsfor- ingi í vestur-þýzka flotanum, Horst Ludwig að nafni, kom fyrir hæstarétt hér í dag, sakaður um njósnir fyrir Austur-Þýzkaland og Sovétríkin — og þar með Iand ráð. Þetta er í fyrsta sinn, sem hermaður í vestur-þýzka hernum er dreginn fyrir rétt sem njósn- ari. Systir Ludwigs, Hanni Jager. og mágur hans, Wemer Jager, eru sökuð um að vera í vitorði með honum, og þriðji maðurinn, Fritz Briesmeister að nafni, fyrr- verandi liðsforingi í v.-þýzka flotanum, er sakaður um njósn- ir og landráð eins og Ludwig. Eru þau öll talin hafa unnið fyrir upplýsingaþjónustu Sovétríkj- anna og Austur-Þýzkalands síð- an árið 1955 og afhent ýmis skjöl og myndir, sem hafi stofnað V- Þýzkalandi og hinum vestrænu bandamönnum þess, Bretum, Frökkum og Bandaríkjamönnum, í hættu. Ludwig kom til V- Þýzkalands sem flóttamaður frá A-Þýzkalandi árið 1951. Ef fólk þetta verður fundið sekt um það, sem í kærunum segir, munu þeir Ludwig og Briesmeister verða dæmdir í 15 ára þrlækunarvinnu, en Jager- hjónin væntanlega í 5 ára fang- elsi. Innbrot - en^u stolið HÚSAVÍK, 25. janúar. — Inn- brot var framið hér í pósthúsið á Húsavík síðastliðna mánudags- nótt. Brotizt var inn um bakdyr hússins. Þaðan úr forstofunni eru aðrar dyr inn á pósthúsið, sem ekkert var átt við, en hægt var að komast þaðan í gegnum sím- stöðina og inn í forstofu fram- hliðar. Aftur á móti var brotin rúða yfir afgreiðsluborði og þannig komizt inn. Engu var stolið og öll vegsum- merki þessleg að hafi ver- ið að leita áfengis — sem og var, því málið er nú upplýst, og var þessi verknaður framinn í ölæði. Áfengi kemur lítið hingað í pósti, en þegar það kemur ,er það geymt í þjófheldum skápum. NA /5 hnúfar )£ Snjókoma V Siúrir Kutíaskil H HatÍ 5* V 50 hnúiar > ÚSi lí Þrumur 'Wy/svali Hihski! L LasqS SAMBAND Isl. samvinnufélaga hefur boðið hingað til lands tveimur brezkum þingmönnum og eru þeir væntanlegir hingað í dag með flugvél Flugfélags ís- lands. Þingmennirnir munu dveljast hér um vikutíma og kynna sér sjónarmið Íslendinga til fisk- veiðideilunnar svo og starfsemi samvinnuhreyfingarinnar á Is- landi. Þingmenn þessir eru William James Owen og Robert J. Ed- wards, Owen er þingmaður fyrir Morpeth í Northumberland, La- bour & Co-operative Party. Hann hefur starfað mikið að fræðslumálum fyrir samvinnufé lögin í London, Bristol og Leicest er. Var í bæjarstjórn Leicester 1932—37. Robert J. Edwards er fram- kvæmdastjóri fyrir Chemical Workers Unian. Þingmaður fyrir Bilston, Staffordshire, Labour & Co-operative Party. Þingmenn þessir hafa látið í ljós áhuga á að kynna sér fisk- veiðideiluna sem bezt frá sjón- armiðum beggja deiluaðila. Þeir hafa óskað þess að fá tækifæri til að ræða þessi mál við ráða- menn hér og einnig að kynnast viðhorfum alþýðu manna, — einkum þeirra sem starfa við sjávarútveginn. — Sambandið mun á hinum stutta dvalartíma gestanna leitast við að verða við þessum óskum þeirra eftir því sem kostur er. ( Frá SÍS). 22 sf. kaldara á NA- en SV-Grænlandi YFIR Grænlandshafi er lægð- armiðja, sem í raun og veru ræður veðurlagi hér á landi eins og sakir standa. Á Græn- landi er hvöss norðanátt og 10—20 stiga frost á Suðvestur- Grænlandi, en hins vegar ekki nema 1—2 stiga frost á Norð- austur-Grænlandi, sem má teljast óvenjulegt. Hér á landi er yfirleitt hæg S- eða SV-átt með nokkrum éljum vestanlands, en bjart- viðri á Norður- og Austur- landi öllu. Veður er nú mjög hlýtt um vestanverða Evrópu, eins og kortið ber með sér, 6—7 stiga hiti í Bretlandseyjum og 8— 10 stiga hiti í Frakklandi og Vestur-Þýzkalandi. Veðurhorflur kl. 22: SV-land og Faxaflói, SV- mið og Faxaflóa-mið: SV- .... ■ ■ t kaldi eða stinningskaldi með allhvössum éljum. Breiðafj. og Vestfirðir, Breiðafjarðar-mið og Vest- fjarða-mið: SA og síðar A- stinningskaldi, snjókoma með köflum. N-land og NA-land, N-mið og NA-mið: Sunnan og SA- gola, léttskýjað. A-firðir og SA-land, A- fjarðamið og SA-mið: Þykkn- ar upp með vaxandi SA-átt, víða allhvasst og slydda með morgninum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.