Morgunblaðið - 26.01.1960, Side 17
Þriðjudagur 26. jan. 1959
MORGUlSItLAÐlÐ
17
Sigurður Magnússon
fyrrum bóndi Borgarhofn — Kveðja
F. 9. 6. 1898 — D. 20. 12. 1959.
Nú sé ég eftir þér, Siggi minn
í svörtu moldina niður,
og samt ertu horfinn heim
til guðs
í himininn fallega og góða
— Sjávarutvegurinn
Framh. á bls. 17.
um það hverja mynd sú þróun
kann að fá, sem hér hefir átt upp
haf sitt.
★
Allt frá árinu 1951 hefir af-
koma bátaflotans verið með þeim
hætti, að hann hefir orðið að
njóta sérstakrar fyrirgreiðslu
ríkisvaldsins til þess að geta
starfað með eðlilegum hætti.
Undanfarin ár hefir hið sama átt
sér stað með togaraflotann og
raunar allar framleiðslugreinar
sjávarútvegsins, sem og aðra
framleiðslu til útflutnings. Ráð-
stafanir þær, sem ríkisvaldið
hefur gert á hverjum tíma í því
skyni að tryggja rekstur sjávar-
útvegsins hafa verið með marg-
víslegu móti og verður því ekki
neitað, að allmikillar hugkvæmni
hefir þar oft gætt. Sameiginlegt
þeim öllum hefir þó verið það,
að til þeirra hefir verið gripið
í því skyni að bæta útflutnings-
framleiðslunni það upp, að henni
var meinað að fá það verð fyrir
þann gjaldeyri, sem hún aflaði,
sem það kostaði að afla hans við
þær aðstæður, sem framleiðsl-
unni voru búnar. Vantar ekki
mikið upp á, að helmingur afla-
andvirðis sé nú greiddur í gegn-
um útflutningsuppbætur. Þetta
fyrirkomulag, sem eins og áður
segir, hefir nú verið við líði í
ýmsum mismunandi myndum í
níu ár, hefir að visu fleytt út-
gerðinni áfram en jafnframt
hefir sá hugsunarháttur gripið
um sig meðal þjóðarinnar, að
sjávarútvegurinn væri orðirjn
styrkþegi, sem þjóðin yrði að
fórna miklum fjármunum til að
halda gangandi. I tvennum skiln-
ingi er þetta slæmt. 1 fyrsta lagi
er sá misskilningur hættulegur,
ef hann nær að festa rætur, að
sá atvinnuvegur sem hefir verið
ein meginundirstaða* undir
efnahagslegri uppbyggingu í
landinu í næstliðna hálfa öld og
ennfremur ein helzta forsendan
fyrir þvi, að þjóðin geti haldið
þeim lifnaðarháttum, sem nú
eru, sé rekinn með styrkjum. í
öðru lagi er það miður hollt fyr-
ir þá, sem þennan atvinnuveg
reka, að starfa í slíku andrúms-
lofti, sem hér hefir verið að
myndast á undanförnum árum.
Smám saman leiðir það til þess
að ábyrgðinni af rekstri fyrir-
tækjanna er af þeim létt og er
þá skammt í það, að áhuginn fyr-
ir því að haga framleiðslunni og
rekstrinum á þann hátt, sem hag-
kvæmast væri, sljóvgist.
Ýmsar aðrar ástæður m. a.
fjárhagslegs eðlis liggja einnig til
þess, að nauðsyn ber til að breyta
um stefnu og gera ráðstafanir til
þess að koma sjávarútveginum í
það horf, að hann geti staðið á
eigin fótum.
Ríkisstjórnin hefir nú um skeið
unnið að undirbúningi slíkra ráð
stafana og senn mun líða að þvx,
að fyrirætlanir hennar verði
gerðar heyrum kunnar. Markmið
þeirra ráðstafana hlýtur að vera
að skapa starfsgrundvöll fyrir út-
flutningsframleiðsluna þannig að
hún geti starfað með eðlilegum
hætti, endurnýjað atvinnutækin
og aukið framleiðsluna. Væri
það ekki aðeins til hagsbóta
þeim, sem útflutningsframleiðsl-
una stunda heldur mundi leiða
til bættra lífskjara allrar þjóð-
arinnar.
Þú skildir svo vel hvað amaði að
og áttir svo góðar hendur,
sem tóku mig upp í þinn trausta
faðm
og tárin af kinnunum struku.
Ég man að þú kunnir svo merki-
leg orð
svo mildur og hægur í tali
og sagðir mér hvernig sveitin er
og sýndir mér stjörnugeiminn.
Og þú varst alltaf svo hljóðlega
hlýr
og hugur þinn mjúkur og gætinn,
þú gafst mér ýmislegt gott og fínt
úr gömlu kistunni þinni.
En þetta er kveðjan frá mömmu
og mér
og minning um góðar stundir,
því ljóðið er bara lítið tár
af litla vanganum mínum.
Kveðja frá Jórunni litlu.
★
Ég hitti þig Siggi minn í fyrsta
sinn á köldum haustdegi og þá til
að fala húsnæði hjá .þér. Þú
sagðir ekki margt, en af því
hvernig þú horfðir á barnið mitt,
vissi ég að okkur yrði ekki synj-
að. Ég dvaldi með þér og fjöl-
skyldu þinni um nokkurn tíma
og mig langaði bara með þessum
fátæklegu orðum að þakka fyrir
hverja stund. Hafi nokkur maður
átt göfuga sál, þá áttir þú hana.
Það fylgdi þér alltaf friður og
ró. Aldrei man ég eftir því, að
hafa heyrt þig hallmælanokkrum
manni, en lagðir gott til allra
mála og ef skoðanir þínar voru
á öndverðum meiði við þann,
sem þú talaðir við, hækkaðir þú
aldrei róminn, en fastur og ákveð
inn varðirðu þínar skoðanir um
menn og málefni og færðir rök
fyrir þínu máli, enda vel lesinn
og fróður. Fáa hefi ég þekkt, sem
töluðu fegurra mál, enda alinn
upp á þeim slóðum, sem talað er
hvað fegurst mál á íslandi. —
Heimili þitt var alltaf opið þeim
mörgu vinum, sem þú áttir og
gestkvæmt mjög og alltaf bættist
við vinahópinn, því þú hafðir allt
af tíma til að tala við og liðsinna,
einnig þeim yngstu og elztu, sem
stundum er gengið fram hjá. Þið
hjónin voruð samhent í öllu og
votta ég Guðnýju konu þinni
mína dýpstu samúð, einnig börn-
um, tengda- og barnabörnum,
ásamt aldraðri tengdamóður og
öðrum ættingjum, þau hafa misst
mest. En okkur vinum þínum
finnst líka, að við höfum misst
mikið. Skörð eftir menn eins og
þig verða seint fyllt.
Við, sem þekktum þig, vitum
öll hve mikið þú máttir líða áður
en yfir lauk og enginn hefði get-
að tekið því með slíku æðruleysi,
nema eiga þá öruggu trúarvissu,
sem þú varst svo hamingjusamur
að eiga, og með hana í vegar-
nesti og ævi eins og þína að baki
hlýtur förin um ókunnu heimana
að verða þér greið.
Guð veri með þér
Th. Th.
IR ^
STERKIR
PÆGILEGIR
ffrn
Hafnarfjörður
Stúlka óskast í matvctruverzlun strax.
Uppl. í síma 50379 og 23425.
Sendisveinn óskast
hálfan eða allan daginn,
Upplýsingar á skrifstofu vorri.
Hlutafélagið Hamar
Keflavík - Njarðvík
Hefi kaupanda að 3ja herb. íbúð, má vera ófullgerð.
Annast hverskonar lögfræðistörf. Aðstoða við skatta
framtöl. — Til viðtals daglega kl. 6—8 e.h. eða
eftir samkomulagi.
STEFAN GUÐJÓNSSON lögfræðingur
Hringbraut 77, Kefiavík. sími 1827
Sigurður Olason
Hœstarcltarlögmaður
Þorvaldur Lúðvíksson
Héraðsdómslögmaður
Málflutningsskrifstofa
Austurstræti 14. Sími 1 -55-35
Samkomut
KFUK, ad.
Fundur í kvöld kl. 8,30. —
Biblíulestur, Bjarni Eyjólfsson,
ritstjóri. Allt kvenfólk velkom-
34-3-33
Þungavinnuvélar
ið. —
Fíladelfía
Vakningarsamkoma hvert
kvöld M. 8,30. Ræðumenn f
kvöld: Einar Gíslason og Jóhann
Pálsson. Allir velkomnir.
Stúlka óskast
til afgreiðslustarfa í bókaverzlun, ekki yngri en 25
ára. — Tilboð merkt „Bókaverzlun — 9419“, send-
ist afgr. Mbl. fyrir 30. þ.m.
Einbýlishús í smíðum
sem er 2 hæðir og kjallari, 70 ferm. að flatarmáli
til sölu á góðum stað í Kópavogi. Útborgun aðeins
rúml. 100 þús. Mjög hagstætt verð, ef samið er strax.
Geta verið 2 íbúðir.
STEINN JÓNSSON, hdl.
Lögfræðistofa — Fasteignasala
Kirkjuhvoli — Símar 1-4951 og 1-9090.
Heima- og Vogabúar
athugið
Skóverzlun og skóvinnustofa Gísla
Ferdinantssonar Heimaveri, Álfheimum 4
annast móttökur á skyrtum fyrir okkur.
Leggjum áherzlu á vandaða og örugga afgreiðslu
með fullkomnustu vélum og vönu starfsfólki. Festum
á tölur. Eftirtaldir staðir annast ennfremur móttöku
á skyrtum fyrir okkur.
Efnalaugin Hjálp
Bergstaðastr. 28A, Simi 11755
Verzlunin Skeifan,
Blönduhlíð 35. sími 19177
Efnalaug Kópavogs
(sækir, sendir)
Kársnesbraut 49. Sími 18580
Gunnarssundi 2. Sími 50389.
Efnalaugin Hjálp
Grenimel 12. Sími 11755
Skátabúðin
Snorrabr. 58—62. Sími 15484
Búðin
Ingólfsstræti 7.
Efnalaug Hafnarfjarðar
Og í afgreiðslu Skyrtunnar, Iiöfðatúni 2.
^SKYRTAN
Sími 24866.
Smábátavélar
Fljót afgreiðsla — Hagstætt vetrð
Skandiaumboðið
Bjarni Pálsson
Austurstræti 12
Símar 14869 — 12059