Morgunblaðið - 26.01.1960, Side 12

Morgunblaðið - 26.01.1960, Side 12
12 MORCIJNPT A niÐ Þriðjudagur 26. jan. 1959 SfltMllfrifr tJtg.: H.f. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. ‘ Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsirgar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Asknftargald kr 35,00 á mánuði innamands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið | LÝÐRÆÐISÞJÓÐFÉLAGI hafa einstaklingar og stjórnmálaflokkar rétt til þess að setja fram skoðanir sínar og berjast fyrir þeim í ræðu og riti. Það er það sem kallað er ritfrelsi og mál- frelsi. Hvorttveggja eru hyrn ingarsteinar lýðræðisskipu- lagsins. Lýðræðisskipulagið byggist í stuttu máli á því að ein- staklingarnir hafi frelsi til þess að velja og hafna, gera upp á milli stjórnmálaflokka og stefna þeirra. Forsenda þess, að þetta frelsi skapi traust og gott stjórnarfar, er, að fyrir hendi sé heilbrigð dómgreind fólksins. Á hana verður lýðræðis- skipulagið að setja aflt sitt traust. Ef h.ún er ekki fyrir hendi, getur lýðræðið smám saman grafið undan sjálfu sér. Á vegamótum Islenzka þjóðin er í dag stödd á vegamótum. Hún hef- ur á undanförnum árum veigr að sér við því að líta raunsætt á eiginn hag og gera nauðsyn- legar ráðstafanir til þess að treysta þann afkomugrund- völl, sem hún af miklum dugn aði og bjartsýni hefur byggt upp. Hún hefur ekki viljað horfast í augu við þá erfið- leika í efnahagsmálum sínum, sem of miklar kröfur hennar á hendur framleiðslutækjun- um hafa skapað. Nú er svo komið, að ekki er lengur hægt að komast hjá þessu. íslendingar verða eins og aðrar þjóðir að vita hvar þeir standa, gera sér ljóst, hve mikið er til skiptanna af arði framleiðslutækja þeirra og miða lífskjör sín við það. Tækifæri núverandi stjórnar Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur ákveðið að beita sér fyrir raunhæfum viðreisnarráðstöf unum, sem tryggt geta þjóð- inni batnandi lífskjör og far- sæla framtíð, vegna þess að hann treystir á heilbrigða dómgreind íslenzks almenn- ings. Hann treystir því að þjóðin geri sér ljóst, að það er ekki lengur hægt að reka aðalbjargræðisvegi þjóðarinn ar á grundvelli styrkja- og uppbótakerfisins. Þetta kerfi er búið að ganga sér til húð- ar, og í kjölfar þess hefur runnið allskonar spilling og upplausn. Sjálfstæðisflokkur- inn beiðist því liðsinnis allra hugsandi og ábyrgra íslend- inga í baráttunni fyrir efna- hagslegri viðreisn þjóðfélags þeirra. Hann bendir á að til- raun vinstri stjórnarinnar til þess að ráða fram úr efna- hagsörðugleikunum mis- tókst gersamlega. Vinstri stjórnin fékk sitt tækifæri, en hún reyndist þess ekki megn- ug að nota það. Hún gafst upp frammi fyrir þeim vanda málum og erfiðleikum, sem hún sjálf hafði að verulegu leyti skapað. Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn koma nú til þjóðarinnar og beiðast þess fyrst og fremst að hún láti heilbrigða dómgreind sína ráða um afstöðuna til þeirra viðreisnarráðstafana, sem nú er verið að undirbúa og senn munu verða lagðar fyrir þing og þjóð. Núverandi ríkisstjórn verður einnig að fá tækifæri til að sýna úrræði sín og tillögur til lausnar efnahagsvandamálunum. Sárbitur reynsla íslendingar vita, hver úr- ræði vinstri stjórnarinnar voru gagnvart verðbólgu- vandamálinu. Þau voru að- eins fólgin í álagningu stöð- ugt nýrra skatta og tolla. — Vinstri stjórnin eygði ekkert úrræði annað en leggja stór- felldar nýjar álögur á almenn ing til þess að geta haldið áfram austrinum í hít verð- bólgunnar og styrkjakerfis- ins. Niðurstaðan varð sú, að græðgi verðbólguhítarinnar fór sívaxandi. Styrkja- og uppbótarstefnan reyndist þess ómegnug að stöðva vöxt dýrtíðarinnar. Allt eru þetta staðreyndir, sem þjóðin gerþekkir og hef- ur af sárbitra reynslu. Sjálfstæðismenn treysta enn sem fyrr á heilbrigða dómgreind íslenzks almenn- ings. Þess vegna munu þeir ekki hika við að leggja það til, sem þeir telja skynsam-; legast og líklegast til þess að ráða í senn fram úr þeim erfiðleikum, sem nú steðja að, og skapa þjóðinni möguleika til áframhaldandi uppbygg- ingar. Fyrsti bíll undir brúna ÖLL dagblöðin í vestur- hluta Ástralíu voru sam- mála um að kjósa Peter Webster „mann dags- ins“ í sambandi við há- tíðahöld, er ný brú var opnuð yfir Perth-sund- ið. Webster, sem er um- boðsmaður fyrir Volks- wagen-bifreiðir í Perth, vakti nefnilega meiri eftirtekt en sjálf vígslu- athöfnin. Hann hafði framlengt „púströrið“ á VW-bifreið sinni með slöngu, sett loftinntaks- rör ofan á blöndunginn og bátsskrúfu í samband við hreyfilinn. — Síðan „sigldi“ Webster í þessu farartæki sínu fram og aftur um Swan-ána í rúma klukkustund. Þegar brúin hafði ver- ið opnuð, öslaði bíllinn í fararbroddi fyrir fjölda af fagurlega skreyttum hraðbátum og skemmti- snekkjum upp eftir ánni — og varð þar með fyrst ur allra bíla til að fara UNDIR hina nýju brú. Bandaríkjamenn áfram í Japan WASHINGTON og PEIPING, 18. jan. (Reuter) — Talið er að Eis- enhower forseti og Akihito muni bráðlega skiptast á heimsóknum. Forsætisráðherra Japan, Nou- suke Kishi er nú í þriggja daga heirasókn í Bandaríkjunum og mun á þriðjudag undirrita nýjan varnarmálasamning, sem heimil- ar Bandaríkjunum hersetu í Jap- an í tíu ár í viðbót. Stjórn Kína hefur fordæmt samning þennan og telur hann „mjög alvarlegt spor“ í þá átt að umkringja Sovétríkin og Kína. Aðstoðarforsætisráðherra Kína, Li Hsien-Nien, sagði í hófi, sem haldið var fyrir austur-þýzka samninganefnd, að auðséð væri að samningurinn boðaði endur- sköpun hernaðarstefnu Japana. Þorp jafnað v/ð jörðu FYRIR um það bil mánuði stóð lítið þorp, Leverange, í suðurhlíðum Alpafjalla, fyrir norðan Brescia. íbúarnir voru aðeins fimm hundruð. Þcir lifðu rólegu og nægjusömu lífi í hinu friðsæla, en hrika- lega umhverfi — og undu glaðir við sitt. — Nú er þarna ekkert þorp lengur, en gín- andi gil í fjallahlíðinni og há- ir hólar af aur, leðju og grjóti, þar sem skriðan stöðvaðist, segja sína sögu um endalok þess. — ★ — Eins og menn munu minn- ast, gengu mikil óveður yfir Evrópu í desember, og skriðu- fjöll og flóð ollu miklu mann tjóni og eigna. — Það var þá, sem hinir 500 íbúar Leverange fengu aðvörun um, að þorpið þeirra væri í hættu, og að þeir skyldu forða sér á burt tafarlaust. Hinar miklu rign- ingar höfðu grafið sundur og losað um jarðveginn í fjallinu fyrir ofan þorpið — og búast mátti við, að skriður féllu þar á hverri stundu r- ★ — Og það mátti ekki tæpar standa. Hinir síðustu, sem yfir gáfu þorpið, sáu úr fjarlægð, þegar aurskriðan byltist niður fjallshlíðina á ofsahraða og skall yfir það! — Að fáeinum andartökum liðnum, var ekki urmull eftir af hinu friðsæla fjallaþorpi, sem verið hafði heimkynni þessa nægjusama fólks. Á minni myndinni, sem hér birtist, sést einn af íbúum Leverange vera að búast til brottferðar með fátæklegar eigur sínar. — Hin myndin er tekin á hinu örlagarika andar taki, þegar skriðan skall yfir þorpið. UTAN UR HEIMI HEILBRIGÐ DÓMGREIND

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.