Morgunblaðið - 26.01.1960, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.01.1960, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 26. jan. 1960 MOvtcrnvnr 4 ÐIÐ 15 0 0 0-;0.0.0.0^0 0^-^0 1 Yma Sumac til íslands ? Hal Linker og Halla kona hans, sem er íslenzk eins og kunnugt er, höíðu 16. janúar haft hálf tíma dagskrárlið i sjónvarpinu í Los Angeles í hverri viku í þrjú ár sam- fleytt. Nefnist þátturmn sonur þeirra hjóna, á ferðalög um sínum um allan heim. en Hal Linker kvikmyndar ferð- irnar og útbýr dagskrárliðinn. Hafa þau þannig ferðazt um og útbúið sjónvarpsþætti í 32 iondum. í tilefni af afmæli þáttar- ins, tóku þau hjónin á móti gestum á heimili sínu í Los Angeles.Meðal ýmissa þekktra gesta þar, var söngkonan fræga Yma Sumac. Hafði hún orð á því að vel gæti verið að hún kæmi við á íslandi og héldi þar hljómleika, þegar hún færi í hljómleikaferð til Evrópulandanna að noksr- 00 0 0 0 0-00*00000000'. — Sex Ijóðskáld Jfrarnh. af bls. 10 in, kastar síðan fyrir borð öllu sem skyggir á kjarnann og held- ur honum einum til haga. Eitt bezta kvæði Sigurðar í þessu safni er smáljóðið .,Blóna“. Hinn tæri og svali tónn Sigurðar lit- ast þar einhverjum hvíslandi trúnaði, líkt og maður sé að fylgja vini sínum úr hlaði og hann segi manni loks að skiln- aði sitt duldasta leyndarmál. Stefán Hörður Grímsson er einkennilegur á köflum, svo það er öðru nær en ég skilji alltaf hvað hann er að fara, til dæmis í kvæðinu „Þrettán gular, ein svört“, sem kemur mér fyrir sjónir eins og það hafi verið ruglað í óráði. En sem betur fer bráir stundum af skáldinu og góður andi kemur yfir það og lætur því þá auðnast að kveða fögur ljóð og frumleg. Þar vil ég til nefna „Kvöldvísur um sum armál“, „Þegar undir skörðum mána“, „Vetrardagur" og „Van Gogh í Arles“. Þessi kvæði eru öll ljúffengur skáldskapur og með glæsibrag. Svipað vil ég segja um „Hvíta tjaldið“ — yfir því er harmræn tign í formi kunnáttu- samlegra vinnubragða. „Bifreið sem hemlar hjá rjóðrinu" er at- hyglisvert kvæði, en í „Dans á sandi“ brestur boginn í höndum Stefáns svo ör andagiftarinnar flýgur skakkt og illa: skáldsýnin leysist upp í ofsjónir. Ég er kannski orðinn of marg- orður um þessa litlu bók, og er gagnrýnin á ljóðunum þó afar lausleg og öllum tilvitnunum sleppt, rúmsins vegna. Þá get ég búizt við að einhverjum virðist grunsamlegt hvað aðfinnslurnar eru veigalitlar í samanburði við lofið, en því er til að svara, að allnákvæmur lestur bókarinnar hefur leitt mig til þess mats á henni. Bókin er góð. Enda ekki tekið í hana annað en knappt úrval, og því hef ég ekki dæmt um neitt nema það bezta, sem þessir sex höfundar hafa gert um dagana. Önnur verk þeirra koma ekki til álita hér, ég hef ekki einu sinni lesið þau öll. Eyrarbakka, 20. janúar 1960. Guðmundur Daníelsson Háfíð Sjálfstœðismanno í Vesfmannaeyjum VESTMANNAEYJUM, 20. jan. —- Sjálfstæðisfélögin í Vestmanna- eyjum héldu sameiginlegan árs- fagnað sinn laugardaginn 16. jan. sl. Hófst hann með borðhaldi kl. 7 síðdegis. Meðan á borðhaldi stóð voru ræður fluttar, svo og fóru fram skemmtiatriði og fjöldasöngur. Af ræðumönnum tók fyrst til máls Guðlaugur Gíslason, alþing ismaður. Rakti hann í stórum dráttum ýmsar framkvæmdir á vegum bæjarins á liðnum árum og gat um nokkur helztu verk- efni framtíðarinnar. Næstur tók til máls Birgir Kjaran, alþingismaður, en hann var gestur sjálfstæðisfélaganna og fulltrúi miðstjórnar flokksins í hófi þessu. Birgir kom víða við í ræðu sinni og rakti m.a. sðgu eyjanna og drap á þær miklu framfarir, er hér. hefðu orðið á liðnum árum. Næst sýndi dansparið Edda Scheving og Jón Valgeir listdans. Þá flutti formaður Sjálfstæðis- félags Vestmannaeyja, Páll Scheving, ávarp og að síðustu talaði fulltrúi ungra Sjálfstæðis- manna, Jón Pálsson, og flutti hann hvatningarorð til unga fólksins. A milli ræðnanna var fjölda- söngur. Að borðhaldi loknu var sýnd kvikmynd og að lokum var dansað. Hóf þetta var mjög fjölsótt og munu um 400 manns hafa setið það. Var þetta í einu og öllu hin ágætasta hátíð. — B. llalla Linker með söngkonunni Ymu Sumac (til vinstri) og leikkonunni Mary Astor (til hægri) i boði sem Halla og Hal Linker héldu í tilefni af þriggja ára afmæli sjónvarps- þáttar þeirra. — um mánuðum liðnum. Yma Sumac er, eins og kunnugt er, Indíáni frá Perú, og hefur alveg einstætt raddsvið. Milljón áhorfendur. í sambandi við afmæli þáttarins veita þau Halla og Hal Linker áhorfendum sin- um verðlaun.Hafaþegar borizt kort með 40.000 nöfnum, sem dregið verður úr, og fá tveir fría ferð til Hawaii og viku- dvöl þar. Talið er að milljón sjónvarpsáhorfenda horfi á þátt þennan. Hann hefir verið seldur til 36 borga í Banda- ríkjunum og dreifingu til ann arra landa annast nýtt félag, sem Bing Crosby rekur, „Cros by/Brown Production“. Nú í janúar var þátturinn seldur til notkunar í Síam. I dagskrárliðnum „Undur veraldar", hafa sex sinnum verið þættir frá íslandi. Nú síðast 2. desember í sambandi við fullveldisdaginn. Nefndist þátturinn „Græna ísland er ekki ísi þakta Grænland“ og bar Halla skrautbúning við það tækifæri. ♦ + BRIDCE *¥ ♦ * Pinnum og bnrknmynd skilað FYRIR nokkrum dögum sögðuin við frá því hér í blaðinu að krakkar hefðu komizt yfir tré- pinna, sem notaðir eru í is, eftir j að brotizt var inn í geymsluskúr j heildsölu hér í bænum. Sama dag 1 ' inn og sagt var frá þessu hér j í blaðinu komu 20 krakkar og skiluðu pinnunum, sem þeir höfðu undir höndum. Hafa þau sjálfsagt gert sér grein fyrir því að ekki var heiðarlegt að hirða pinnana, er þau lásu um hvernig þeir voru til komnir og foreldr- 1 arnir hvatt þau til að skila þeim. Enn er samt töluverðu magni ó- skilað, en sjálfsagt kemur það fram, er fleiri foreldrar hafa át.t- að sig á hvað þetta er, sem krakk arnir eru með. Einnig sögðum við frá því í sama blaði að stolið hefði verið barkarmynd, eftir Arthur Ólafs- son í veitingahúsinu Rauða myllan. Sá sem það gerði hefur guggnað á aðhengjamyndinaupp hjá sér eða selja hana, og hent henni á Smiðjustíginn í nánd við veitingahúsið. AÐ 8 umferðum loknum í sveita- keppni Bridgefélags kvenna er röð 6 efstu sveitanna þessi: Sv. Þorgerðar Þórarinsd. 929 st. — Dagbjartar Bjarnad. 911 — — Júlíönu Isebarn 888 — — Vigdísar Guðjónsd. 887 — — Eggrúnar Arnórsd. 887 — — Sigríðar Jónsd. 851 — Níunda umferð verður spiluð mánudaginn 25. þ. m. ★ í þriðju umferð sveitakeppni meistaraflokks hjá Ta »1 - og bridgeklúbbnum urðu úrslit þessi: Sv. Aðalsteins Snæbjörns- sonar v. sv. Svavars Jóhannssonar 63:47 — Þórðar Elíassonar v. sveit Zophusar Guð- mundssonar 59:53 — Þóris Sigurðssonar v. sv. Hákonar Þorkelss. 57:50 — Gísla Hafliðasonar v. sv. Agnars Ivars 86:58 — Hjalta Elíassonar v. sv. Björns Benediktss. 89:13 Orslit í 4. umferð: Sv. Svavars v. sv. Hjalta 51:41 — Gísla vann sv. Björns 84:40 — Zophusar v. sv. Aðalst. 54:45 — Hákonar j. sv. Agnars 64:65 —■ Þórðar jafnt. sv. Þóris 58:53 Að fjórum umferðum loknum er röð efstu sveitanna þessi: 1. sv. Gísla Hafliðasonar 8 st. 2. — Hjalta Elíassonar 6 — 3. — Svavars Jóhannss. 6 — 4. — Þórðar Elíassonar 5 — ★ Spilið, sem hér fer á eftir er gott dæmi um það, að svolítil hugkvæmni getur gert spil, sem við fyrstu athugun virðist unn- ið, að óvinnandi spili: ♦ 7 5 4 2 V K D G 5 ♦ D G ♦ Á D 3 * 10 8 3 ¥ 8 7 6 * 5 2 * 9 7 6 4 2 * A 9 ¥ 10 2 * Á K 9 7 6 4 3 * 8 5 A K D G 6 ¥ A 9 4 3 ♦ 10 8 * K G 10 Suður er sagnhafi og spilar 4 spaða. Vestur tekur fyrstu tvo slagina á ás og konung í tígli. Síðan spilar Vestur lágum tígli, sem er trompaður í borði, en Austur trompar yfir með tíunni og Suður drepur með spaðagos- anum. Suður lætur nú út spaða- konung, sem Vestur drepur með ás og enn lætur Vestur út tígul, sem er trompaður í borði, en Austur trompar yfir með átt- unni og nú er sama hvað Suður gerir, Vestur fær slag á hæsta tromp, spaða 9, og spilið tapast. — Samtal við Cisla Alfreðsson Framh. af bls. 10 skóli er hann aðeins 10 ára gam- all. — Skólalífið og kennsluhættir — það er vinna og aftur vinna. Skólinn hefst kl. 8 að morgni, með leikfimi og síðan er stanzlaus kennsla í öðrum greinum til kl. 7 að kvöldi, með stuttum matar- hléum. Kennarar eru um 20, allir start- andi og þekktir leikarar, en þýzk- ir leiksviðsleikarar eru eðlilga ekki mikið þekktir hér á landi. Meirihluti námsins er byggður á svokallaðri tekniskri kennslu, talþjálfun, öndun, hreyfingum. með leikfimi, skilmingum og fl. í þá átt, þá er leiklistarsaga, bún- ingasaga, leikbókmenntir og leiit sviðstækni og svo að sjálfsögðu leikæfingar og leikkennsla — en mikill hluti þeirrar kennslu fer fram í einkatímum hjá kennur- unum. Grundvallarregla Otto Falckenberg, stofnanda skólans, sem að verulegu leyti er farið eft- ir, var sú að leikarar verði fyrst og fremst að vera nægjanlega teknisk þjálfaðir til að geta leyst af hendi erfið hlutverk — það er ekki talið nægjanlegt að hafa leiK hæfileika eina saman — heldur þjálfun og úthald. Seinnihluta námsins, eru nem- endur skyldaðir til að taka að ser smáhlutverk í leikhúsum og kvik myndum. — Félagslif í skólanum? Nei, það er eiginlega ekkert eða þvi sem næst. Það er enginn tími til þess. Kvöldin fara til undirbún- ings næsta dags og stöku sinnum er hægt að skreppa í leikhús. — Jú, leiklistarlíf í borginni er mikið. í Múnchen eru fjölda- mörg leikhús og tvö þeirra 1 flokki fremstu leikhúsa. í öðru þeirra, Stáatstheater, er skóla- stjóri minn Gerd Brúdern, einn al aðalleikurunum. Hann missti ann an fótinn í stríðinu, en leikui samt Faust, Fíeskó, Kreon kon- ung í Antigona og fleiri þess hátt- ar hlutverk. í þeim leikhúsum, þar sem ég kom aðallega, hafa verið sýnd að undanförnu Fíeskó ,eftir Schiller, Antigona eftir Sófókles, Leocadia, eftir Anouilh. Rétt fyrir jól var flumsýnt The Matchmaker, sem mun verða með næstu verkefnum Þjóðleikhússins hér. Við sáum einnig A touch of a Poet, eftir O’Neill og kómedíur eftir Moli- ére. í vetur hefur ekkert Shaks- pare-leikrit verið sýnt í borginni og telst það til undantekninga, því venjulega eru mörg þeirra á ferðinni í einu. Leikhús í Þýzkalandi eru vel sótt — yfirleitt alltaf full. Aðal ástæðan mun vera góð leikrit og góð meðferð — einnig eykur að- sóknina að fólki er gefin kostur á að kaupa afsláttarmiða, sem gilda allt árið og er það mikið notað. Tvær óperur og ein óper- etta eru í borginni og er hvort- tveggja mjög vel sótt. — íslendingar í Múnchen? — Þeir munu vera um 35, sem stunda þar margskonar nám, en flestir þó í verkfræði. Við list- nám eru nokkrir, til dæmis Sig- urður Björnsson í söng, Ásdís Þorsteinsdóttir 1 fiðluleik og Bragi Ásgeirsson í málaralist. — Félagslíf meðal íslendinga er mjög gott, samkomur og fundir haldnir og samheldni góð. — Afkoma og líf fólksins í landinu? — Það hafa svo margir svarað þessari spurningu bæði i riti og ræðu og flestir á einn veg. Mér virðist aðaleinkenni Þjóð- verja vera spersemi og dugnað- ur. Mörgum hættir til að telja einstaklingnum það til lasts, en ég tel það fremur til kosta. Undra vert er að sjá hve uppbyggingin eftir stríðið hefur gengið fljótt og vel. Ég er ekki nægjanlega kunn- ugur efnahagsafkomu Þjóðverja til að dæma um það á einn eða annan hátt. — Ég á eftir 15 mánuði í skól- anum. Lokapróf á ég að taka I apríl 1961. Eina fríið, sem nú er framundan er leikhúsfríið, sem er 4 vikur, í sumar. ★ Gísli Alfreðsson er ungur mað- ur og merkilega orðvar um sjálf- an sig og aðra. Greinilega hefur honum gengið vel að komast inn á þennan þrönga leikskóla og er það fagnaðarefni að eiga von á nýjum straumum með nýjum mönnum inn í leiklistarlíf okkar hér heima. Aðallega hafa námsleiðir, á sviði leiklistar, legið til Dan- merkur og Englands, en þýzfc áhrif munu engu síður samþýðast íslenzkum staðháttum, og verða leiklisth.ni nýr vaxtarmáttur. Hsj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.