Morgunblaðið - 26.01.1960, Side 13
Þriðjudagur 26. Jart. 1959
MOnc.TJNnT.AfílÐ
13
Uavíð ölafsson fiskimálastJóri:
Sjávarútvegurinn 1959
ENDA þótt árið 1959 hafi að
ýmsu leyti orðið ríkt að ytri við-
burðum í landihelgismálinu og
þeirri deilu, sem reis út af því
máli milli Breta og íslendinga á
árinu 1958 mun það ekki rætt
hér, heldur minnzt á nokkur at-
riði, sem máli skipta um fram-
vindu málsins.
Bretar héldu enn áfram hern-
aðaraðgerðum sínum til verndar
brezkum togurum, er veiðar
stunduðu innan hinna nýju fisk-
veiðilandhelgi. Augljóst var þó,
að þeir töldu þessa aðferð ekki
ýkja vænlega til árangurs til
langframa úr því sú von brást
þeim, að hún gæti leitt til skjótra
úrslita þeim í vil.
Aðrar þjóðir viðurkenndu enn
sem fyrr í verki aðgerðir íslend-
inga með því að láta skip sín
stunda veiðar utan fiskveiðiland-
helginnar. Er ekki ástæða til að
ætla að á því verði breyting.
Fróðlegt er að sjá mismunandi
viðbrögð þj óðanna við þeim
vanda, sem hér mætti þeim. —
Bretar héldu dauðahaldi í fiski-
miðin næst ströndum íslands og
skeyttu þá hvorki um skömm né
heiður. Höfðu þeir þó fyrir all-
löngu átt að vera búnir að átta
sig á að til þessa mundi draga
og því átt, eins og hyggnum mönn
um hæfir að búa sig undir það,
sem verða vildi og leita sér fanga
annars staðar, svo þeir yrðu ekki
jafn háðir fiskimiðunum við ís-
land eiijs og áður. En jafnvel nú,
nær einu og hálfu ári eftir að at-
burðirnir gerðust, er ekki kunn-
ugt um, að Bretar hafi gert nein-
ar alvarlegar tilraunir til að
leita nýrra fiskimiða á öðrum
slóðum til þess þannig að auð-
velda sinni útgerð þær breyting-
ar, sem óhjákvæmilegar eru ef
hún á að halda velli í sam-
keppninni á Norður-Atlantshafi.
Þýzka sambandslýðveldið var
eitt þeirra ríkja, sem mótmælti
aðgerðum íslendinga en létu við
það sitja. Þjóðverjar sneru sér
hinsvegar að því af kappi að
bæta sinni útgerð eftir föngum
það tjón, sem þeir töldu að hún
hefði orðið fyrir í bili a. m. k.,
vegna þessara aðgerða. Hófu þeir
þegar undirbúning að víðtækri
fiskimiðaleit á vestanverðu Norð
ur-Atlantshafi. Hafa þeir á liðnu
ári varið stórum fjárhæðum í
þessu skyni og séð árangurinn
koma í ljós. Þær fjárhæðir, sem
hér er um að ræða eru þó án alls
efa ekki nema dálítið brot af
þeim fúlgum, sem Bretar hafa
kastað á glæ með hernaði sínum
við ísland á þessum tíma og má
þá gera sér í hugarlund hvert
gagn þeir hefðu getað gert út-
gerð sinni með skynsamlegri ráð-
stöfun þess fjár.
Þær raddir hafa heyrzt á þessu
ári sem og fyrr, að aðgerðir Is-
lendinga væru ekki réttlætanleg-
ar vegna ofveiði eða hættu af
ofveiði við ísland. Okkar vísinda
menn hafa þó margoft sýnt fram
á þá uggvænlegu þróun, sem hér
hefur átt sér stað og þá hættu
sem yfir vofir. Skal það ekki
frekar rætt hér.
En ofveiðivandamálið er ekki
bundið við fiskistofnana við ís-
land. Nýjustu niðurstöður rann-
sókna sýna að þessi hætta er einn
ig yfirvofandi á austanverðu
Norður-Atlantshafi, bæði að því
er snertir síld og þorsk. Hlýtur
þetta að vekja nokkurn ugg hér
á landi því ein af afleiðingum
þess ef fiskur gengur til þurrð-
ar annars staðar á þessu svæði
hlyti óhjákvæmilega að verða
sú, að sóknin á fiskimiðin um-
hverfis ísland ykist. Gæti slíkt
orðið örlagaríkt fyrir íslenzku
fiskveiðar.
Skipastóllinn
Samkvæmt skipaskrá, sem sam
in er síðla hausts 1959, var heild-
ar rúmlestatala íslenzka skipa-
stólsins orðin 117.987 en tala
skipa 765. Er hér um að ræða
viðbót frá fyrra ári sem nemur
17 skipum og 4631 rúmlestum,
Samkvæmt sömu skrá skiptist
skipastóllinn eins og segir í
töflu 1.
svo um allar aflatölur í yfirliti
þessu fyrir árið 1959. Er hér um
að ræða aukningu frá fyrra ári,
sem nemur um 10%. Þessi aukn-
ing hefur þó komið mjög mis-
| jafnt niður bæði að því er snertir
togara og báta og einnig með til-
TAFLA L 1959 1958
Tala Rúml. Tálh Rúml.
Togarar 43 28.367 44 29.024
Önnur fiskiskip yfir 100 rúml. .. 61 10.316 49 7.561
önnur fiskiskip undir 100 rúml. 619 21.776 614 21.213
Önnur skip 42 57.528 41 55.558
Alls: 765 117.528 748 113.356
Eftir að gengið var frá skránni
komu hins vegar allmörg skip til
landsins fyrir árslok óg voru það
alls 12 skip um 1800 rúml. Var
þar af einn togari, en einn fiski-
bátur, 12 rúml., smíðaður innan-
lands á þessu tímabili. A sama
tímabili komu tvö ný kaupskip
til landsins 1224 rúml. Var því
skipastóllinn í árslok orðinn
121.023 rúml. og voru þar af fiski
skip 62.271 rúml. Mun láta nærri,
að hrein viðbót við fiskiskipastól
inn hafi á árinu orðið um 3400
rúml. Alls bættust 32 skip við
fiskiskipastólinn og var rúmlesta
tala þeirra 4398. Var þar af einn
togari 640 rúml., keyptur í Vestur
Þýzkalandi, en byggður þar árið
1950. Alls voru byggðir 26 fiski-
bátar 3604 rúml. erlendis og inn-
anlands 5 bátar, samtals 154
rúml. Enn er það því bátaflot-
inn, sem fengið hefur nær alla
endurnýjunina, en togaraflotinn
stendur í stað. Þó hefur sú breyt-
ing á orðið, að samið hefur ver-
ið um byggingu 5 togara í Vest-
ur-Þýzkalandi og mun þeirra
vera von á þessu ári. Verður von-
andi haldið áfram með þá endur
nýjun togaraflotans, sem hér hef
ur verið hafin enda brýn nauð-
syn á því, þar sem sá floti er nú
tekinn að eldast en nýbyggð skip
mun hagkvæmari til reksturs
vegna betri vélakosts m. a.
Fiskaflinn
Á þessu ári kom meiri fiskur
á land úr íslenzkum skipum en
nokkru sinni fyrr. Alls mun afl-
inn hafa orðið rúmlega 556 þús.
smál. Ekki er það endanle'g tala,
þar sem nákvæmar upplýsingar
um aflann í desember liggja enn
ekki fyrir og verður því að áætla
desember-aflann að nokkru. Er
liti til fisktegunda, svo sem sjá
má í töflu 2.
TAFLA H.
langt árabil hafa verið svo lítill.
Má að sjálfsögðu rekja það til
aukinnar sóknar á karfamiðin, og
þar af leiðandi minni sókn eftir
þorski en sóknin á karfamiðin
hefur þó eins og áður segir gefið
miður góða raun. En einnig mun
þó ástæðunnar til þessarar þróun
ar að leita í þeim breytingum,
sem leiddu af útfærslu fiskiveiði-
lan'dhelginnar á árinti 1958. Á því
ári hafði þetta lítil áhrif, þar sem
togararnir stunda lítið þorskveið
ar hér við land eftir 1. sept. Hins
vegar virðast áhrifin koma í ljós
á árinu 1959 á vetrarvertíðinni,
þó hæpið sé raunar að draga
ályktanir af reynzlu eins árs. —
.Augljóst er þó, að þorskaflinn
Davíð Ólafsson
skipin stærri en áður hefur tíðfc
azt hér.
Afli bátaflotans hefur stórauk-
izt á árinu eins og áður segir og
á það einkum við um síldina, sem
síðar verður getið. En aukning
hefur einnig orðið á þorskafla
bátaflotans, sem nemur yfir 13%
frá fyrra ári. Hefur hluti bátaafl
ans, í öðrum afla en síldinni num
FISKAFLINN
(sl. fiskur m. haus, nema síidin, sem vegin er upp úr sjó)
■ 9 — 5 — 9
1—9—5—8
Fisktegundir Togarar Bátar Samtals Togarar Bátar Samtals
smál. % smál. % smál. % smál. % smál. % smál. %
Þorskur 43.000 28.2 183.400 45.5 226.400 40.7 73.410 36.8 162.038 53.0 235.448 46.0
Síld 120 0.1 182.880 45.3 183.000 32.9 1.700 0.9 105.618 34.5 107.318 21.2
Karfi 97.500 63.8 1.300 0.3 98.800 17.8 109.452 54.9 468 0.2 109.920 21.8
Ýsa 3.100 2.0 15.000 3.7 18.100 3.3 3.753 1.9 15.000 4.9 18.753 3.7
Ufsi 6.250 4.0 5.000 1.3 11.250 2.0 6.667 3.3 5.224 1.7 11.891 2.4
Steinbítur 1.200 0.8 7.500 1.9 8.700 1.6 2.579 1.3 6.968 2.2 9.547 1.9
Keila 115 0.1 2.600 0.6 2.715 0.5 147 0.1 4.468 1.5 4.615 0.9
Langa 270 0.2 1.800 0.4 2.070 0.3 324' 0.2 2.980 1.0 3.304 0.7
Flatfiskur 525 0.3 2.400 0.6 2.925 0.5 576 0.3 1.541 0.5 2.117 0.4
Annað 800 0.5 1.500 0.4 2.300 0.4 538 0.3 1.487 0.5 2.125 0.4
Samtals: 152.880 403.380 556.260 Í99.146 305.892 505.038
Þannig hefur afli togaranna
minnkað um 46 þús. smál. eða
um 23%, en bátaflotinn hins veg-
ar aukið sinn afla um 31% eða
97 þús. smál. Er togaraaflinn orð-
inn nær því hinn sami og 'hann
var árið 1957 en það var talið
slæmt aflaár fyrir togarana. —
Þessi breyting til hins verra, að
því er togarana snertir á sér
tvær megin skýringar. í fyrsta
íagi varð breyting á karfaveið-
unum við Nýfundnaland. Árið
áður hafði verið afbragðs góður
afli á þeim miðum allan síðari
helming ársins og varð til þess,
að karfaaflinn á því ári jókst um
60%. Þessi aflahrota stóð nær
óslitið fram í febrúar 1959. Þeg-
ar svo togararnir hófu veiðar á
þessum miðum aftur um vorið
var þar að vísu enn góður afli en
eftir skamma hríð tók að draga
úr honum og síðari hluti ársins
varð mönnum mikil vonbrigði
hvað aflabrögðin snerti. Varð
karfaafli togaranna um 11%
minni en árið áður. í öðru lagi
og ískyggilegri er þó jafnvel
hversu þorskafli togaranna hefur
minnkað stórum eða um 41.5%
frá fyrra ári og mun ekki um
minnkaði stórum á þeim tíma
vetrarvertíðarinnar, sem vana-
rega hefur gefið beztan afla þ. e.
marz og apríl. Varð hann í heild
nær þriðjungi minni en árið áð-
ur en bátaflotinn jók þorskafla
sinn um 13%. Árið 195T hafði
þorskafli togaranna að vísu ver-
ið aðeins lítið eitt meiri en nú
varð, en þá voru almennt frem-
ur léleg aflabrögð. Þegar á þess-
ar staðreyndir er litið virðist
vart vera um nokkra aðra skýr-
ingu að ræða en þá, sem að ofan
getur. Enda mátti sjá þaðfyrir, að
togararnir mundu missa, innan
hinnar nýju fiskveiðilandhelgi,
fiskimið, sem höfðu gefið þeim
góðan afla og nokkuð árvissan.
Þennan missi er vart hugsanlegt
að togararnir geti bætt sér að svo
stöddu með meiri afla á miðum
hér við land en að sjálfsögðu er
það von manna, að þegar frá líð-
ur og fiskigöngur aukast þá geti
togararnir einnig notið góðs af
því. Sókn togaranna á fjarlæg
mið á því væntanlega enn fyrir
sér að aukast og hefur það aug-
sýnilega ráðið þeirri ákvörðun
togaraútgerðarmanna, sem nú
hafa nv skio í byggingu, að hafa
vertíð í Reykjavík. — Fiski landað á Verbúðabryggjunni.
ið um 59% en að síldinni meðtal-
inni verður þessi hluti 72.6% og
mun ekki hafa orðið svo mikill
áður, a. m. k. ekki um langt ára-
bil.
Breytingar á magni annarra
fisktegunda í bátaaflanum en.
þeirra sem hér var getið, hafa
ekki orðið teljandi og engar, sem
neina þýðingu hafa.
Hagnýting aflans
á þctrskveiðunum
I töflu 3 er að finna yfirlit ytfap
hagnýtingu aflans á þorsk- og
síldveiðum. Að því er aflann á
þorskveiðunum snertir hat»
breytingar orðið sára-litlar. Kf
litið er á heildartölurnar kemur
i Ijós, að lítið eitt minna hefur
fafið til frystingar en árið áður
og sama gildir um það, sem f<Mr
til söltunar en hins vegar er um
lítils háttar aukningu að ræða,
að því er herzluna og ísvarða
fiskinn snertir svo og þann fisk,
sem fór til vinnslu í fiskimjöls-
verksmiðjur. Var þar aðallega
um að ræða karfa, sem reyndist
óhæfur til frystingar.
Nokkur munur er á því hvem-
ig togara- og bátafiskur er hag-
nýttur. Yfirgnæfandi meirihluti
togarafisksins hefir farið til
frystingar enda er mikill hluti
hans karfi, sem ekki verður hag-
nýttur á annan hátt, nema það
litla, sem flutt er út ísvarið.
Svipaður nluti togaraaflans hef-
ir farið til herzlu og á fyrra áil
en hins vegar hefir sá hluti, sem
til söltunar fór ekki náð helm-
ingi þess, sem þá var.
Voru saltfiskveiðar togaranna
með allra minnsta móti á þessu
ári og nær eingöngu fyrrihluta
ársins. GrænVandsveiðar í salt,
sem undanfarin ár hafa verið
allmikið stundaðar síðari hluta
sumars og fram á haustið urðu
nú nær engar, enda var afli
venju fremur rýr þar á þess-
um tíma.
Isfiskveiðar voru hins vegar
með meira móti um haustið,
m. a. vegna þess hversu afla-
brögðum var háttað en einkum
þó fyrir það, að verðlag á ís-
fiskmörkuðunum í Bretlandi og
Þýzkalandi var með allra bezta
móti.
Aukning sú, sem varð á afla
bátaflotans á þorskveiðunum fór
að mestu til hinna þriggja verk-