Morgunblaðið - 26.01.1960, Side 24

Morgunblaðið - 26.01.1960, Side 24
VEÐRIÐ Sjá veðurkort á bls. 2. 20. tbl. — Þriðjudagur 26. janúar 1960 Sjávarútvegurinn Sjá bls. 13. ’^'vVÍi S Vörubíll valt — lá v/ð stórslysi SELFOSSI, 25. jan. — Á tólfta tímanum sl. sunnudag varð al- varlegt umferðarslys á Sel- fossi. Vöruflutningabifreið frá Efra-falli, X-1183, teg. Seania- Vabis, ók með allmiklum hraða niður Eyrarveg og lenti utan í moldarbing, sem er þar við veginn — tókst bíllinn á loft, með þeim afleiðingum að bæði framhjólin og fjaðrirnar brotnuðu undan honum, þegar hann lenti á veginum aftur, en hann valt síðan út af og hvolfdi þar. Einn farþegi var í bílnum, auk bílstjórans, og köstuðust þeir báðir út, áður en bílnum hvolfdi. Bílstjórinn lá undir palli bifreiðarinnar, er að var kom- ið, en farþeginn gat strax stað ið á fætur, en mun hafa togn- að í baki. Bílstjórinn höfuð- kúpubrotnaði og er mikið skrámaður um allan líkamann. Leið honum vel eftir atvik- um í kvöld, er fréttaritarinn hafði tal af héraðslækninum. Er mikið mildi að ekki skyldi hljótast af stórslys. Báðir mennirnir eru frá Eyrarbakka, Guðjón Guðmundsson og Erl- ingur Ævar. — GG. Skákþing Reykjavíkur hófst í fyrradag SKÁKÞING Reykjavíkur hófst í gær í Þjóðleikhúskjallaranum. Þátttakendur eru 72, 18 í meist- araflokki, 20 í 1. flokki og 34 í öðrum flokki. í meistaraflokki er teflt í tveimur 9mannariðlum og þrir efstu í hvorum komast í úrslita- keppni. Þeir tefla svo ásamt Friðrik Ólafssyni um titilinn „Skákmeistari Reykjavíkur.“ Meistaraflokkur 1 1. umferð meistaraflokks urðu úrslit þessi: í A-riðli: Sigurður Jónsson vann Eið Gunnarsson, Eggert Ótíð hamlar veiðiim HAFNARFIRÐI — Enn er tregt fiskirí hjá línubátunum óg sja’i an hægt að vera að sökum veð- urs. Eitthvað mun þó hafa verið betra hjá þeim bátum, sem eru í útilegu, en það eru Haförnin, Fákur og Fagriklettur. Flóa- klettur og Faxaborg voru á sjó í gær og höfðu um 6 lestir hvor. Annars voru bátarnir yfirleitt ekki úti, og reiknað var með því í gærkvöldi, að ekki yrði sjó- veður í dag. Togaramir Júní, Bjami riddari, Surprise og Ágúst, hafa allir selt afla sinn á erlendum markaði uýlega og náð fremur góðum 6Ölum. Röðull er á veiðum. —G.E. Drakk hairn undir borð - stal bíínuin Á SUNNUDAGSMORGUNINN var hringt til lögreglunnar úr húsum við Hjallaveg og vakm athygli á því, að þar sæti stúlka undir stýri á sendiferðabíl og virtist sofandi. Lögreglumenn komu á vett- vang. Var þá klukkan farin að halla í 12 á hádegi. Stúlkan sagði frá því, að hún hefði á laugardagskvöldið og að- faranótt sunnudagsins, setið að sumbli hjá kunningja sínum. — Virðist sem stúlkan hafi drukkið kappann undir borðið. Húr. skýrði frá því, að hann heíði sofnað meðan á drykkjunni stóð. Hafði hún þá farið í vasa hans tekið bíllyklana og tekið bílinn, sem maðurinn átti ekki, en hafði umráð yfir. Ekkert hafði komið fyrir hana á ökuferðinni um bæ- inn og hún sofnaði loks undir stýri bílsins. Árshátíð nk. laugardag I HAFNARFIRÐI. — Árshátíð/ ) Sjálfstæiisfélaganna verður/ ) haldin í Góðtemplarahúsinu; \næstkomandi laugardagskvöldl íog hefst með sameiginlegriV kaffidrykkju kl. 8,30. Verðurt ' þá jafnframt haldið upp á( )30 ára afmæli Stefnis. Nánar/ ) verður skýrt frá árshátíðinni/ \ síðar hér í blaðinu. Gilfer vann Daníel Sigurðsson. Biðskák varð hjá Jónasi Þor- valdssyni og Benóný Benedikts- syni, einnig hjá Guðmundi Lár- ussyni og Gylfa Magnússyni, en Bjarni Magnússon sat yfir. 1 B-riðli: Grímur Ársælsson vann Hauk Sveinsson, Bragi Þorbergsson gerði jafntefli við Karl Þorleifsson. Biðskák var hjá Birni Þorsteinssyni og Halldóri Jónssyni, en Ólafur Magnússon sat yfir. Fyrsti og annar flokkur 1 1. fl. er teflt í tveimur 10 manna riðlum. Yngsti þátttak- andi mótsins, Jón Hálfdánarson, 12 ára, vann sína fyrstu skák. í 2. fl. eru tefldar 9 umferðir eftir svissneska kerfinu og er yngsti þátttakandinn þar 11 ára. Tvær umferðir verða tefldar á þriðjudagskvöld og hefst taflið kl. 8,15 í Breiðfirðingabúð. Síðan verða umferðir tefldar á sunnu- dögum og þriðjudögum og bið- skákir á fimmtudögum, jafnan í Breiðfirðingabúð. Togarasölur FYLKIR seldi í gær i Bremer- haven 148 lestir á 91.300 mörk. Einnig seldli vélbáturinn Sigur- karfi frá Njarðvík 83 lestir á 4813 sterlingspund. Kastaði steini AKUREYRI, 25. jan. — Um kl. 1,15 sl. laugardagskvöld var lög- reglan kölluð á hótel KEA á Ak- ureyri, en þar hafði verið brotin rúða í snyrtiklefa karla. Hafði allstórum steini, 4—5 punda verið kastað inn um rúð- una. Lögreglan hóf þegar leit að sökudólgnum og fann fyrir utan hótelið ungan mann, all- ölvaðan og handtök hann. Játaði hann að vera valdur að þessu og greiddi sektina fyrir rúðu- brotið. Lokað gluggum HÖFN, Hornafirði, 25. jahúar — Síðdegis í gær létti hér til með hægri vestanátt. Lagði þá mjög sterka brennisteinsfýlu frá Skeíð ará yfir kauptúnið. Loka varð öllum gluggum vegna fýlu þess- arar. — Gunnar. Adeins hluti verka- manna hefur kosn- ingarétt í Dagsbrún STJÓRNARKJÖRIÐ í Dagsbrún um sl. helgi leiddi í ljós, að aðeins hluti af starfandi verkamönnum í Reykjavík, Kópavogi og Sel- tjarnarnesi, sem er á félagssvæði Dagsbrúnar, nýtur réttinda til að kjósa í félaginu. Úrslit kosninganna urðu þau, að A-listinn hlaut 1369 atkvæði en B-listinn 627 atkvæði. Enn færri voru á kjörskrá nú en í fyrra og færri greiddu einnig at- kyæði. Urslit kosninganna 1 fyrra voru þau að A-listinn hlaut 1268, en B-listinn 793 atkv. íbúafjöldinn á félagssvæði Dagsbrúnar mun vera um 80.000, en á kjörskrá voru um 2300. Til samanburðar má geta þess, að í Verkamannafélaginu Hlíf í Hafn- arfirði, sem er um 7000 manna bær, eru um 700 félagar, og svip- að hlutfall mun vera í Verka- mannafélagi Akureyrarkaupstað- ar. Miðað við þessi tvö félög, ættu félagsmenn Dagsbrúnar að vera a. m. k. 7000—8000. Þessi samanburður sýnir, svo ekki verður um villzt, að komm- únistar halda völdum í Dagsbrún með því að útiloka meirihluta starfandi verkamanna frá rétt- indum í félaginu. Þessi vinnu- brögð eru algert einsdæmi í ís- lenzkri verkalýðshreyfingu og margfalt brot á öllum lýðræðis- reglum. Jafnframt því að útiloka þenn- an stóra hóp verkamanna frá því að geta neytt atkvæðisréttar, halda kommúnistar ýmsum flokksgæðingum á kjörskrá, svo sem verkstjórum og mönnum úr öðrum starfsgreinum og láta þá greiða atkvæði. Þess skal jafnframt getið, að Framsóknarmenn studdu komm- únista í kosningunum í félaginu eftir föngum. Frímerkjamálið: * IJrskurðaður É gæzluvarðhald YFIRHEYRSLUM hefur veri® haldið áfram síðustu daga í rann- sókn frímerkjamálsins. Síðast- liðið laugardagskvöld var skrif- stofustjóri Landssímans, Einar Pálsson, úrskurðaður í gæzlu- varðhald. Aðrar fregnir af rann- sókn málsins lágu ekki fvrir í gærkveldi. Bókmennlakvöld í ameríska bóka- safninu NÆSTA bókmenntakvöldið í amersíka bókasafninu að Lauga- veg 13 verður haldið í kvöld, þriðjudag 26. janúar og hefst kl. 8,30 e.h. Hafa nokkur slík bók- menntakvöld verið haldin und- anfarið í vetur og reynzt mjög vinsæl. Er þá lesið upp úr verk- um enskra og amerískra höfunda og sum verkin skýrð að nokkru. í þetta sinn verða lesnar nokkrar smásögur eftir enska höfunda, og fjalla þær allar um hafið og nefnast einu nafni „Stories of the Sea“. Öllum er að sjálfsögðu heimilt að sækja þessi bókmenntakvöld. Hlaut verðlaun /VOICE of America útvarpið') )efndi í nóvember sl. til könn-i )unar á því hverjir hlustuðu á\ ) útvarpssendingar þess. —C ^Fengust rúml. 65.000 bréf frá/ .öllum löndum heims nema/ ' Norður-Kóreu, Norður-Viet- ) nam og Albaníu. Dregin voru'j lút nöfn 15 bréfritara, sem fá\ )í verðlaun „transistor“ útvarps( i tæki. Meðal þeirra heppnu var ( . einn íslendingur, Ragnar Þor- . steinsson, kennari við Reykja-/ ' skóla. • SKÁK • EINS og skýrt var frá í sunnu- dagsblaðinu hefst nú skákkeppni á tveim borðum hér í blaðinu. Á öðru borðinu keppa Keflavík og Hafnarfjörður, en á hinu Akranes og Keflavík. Sveitirnar hafa nú leikið byrjunarleikina og eru þeir þannig. HAFNARFJÖRÐUR Stígur Herlufsen Sigurgeir Gíslason ABCDEFGH ABCDEFGH KEFLAVÍK Páll G. Jónsson Borgþór H. Jónsson 1. d2—d4 Rg8—f6 2. c2—c4 e7—e6 ★ Á hinu borðinu er byrjunin þannig: KEFLAVÍK Ragnar Karlsson Hörður Jónsson ABODEFGH mxm, mm,a ABCD EFGH AKRANES Guðni Þórðarson Guðmundur P. Bjarnason 1. e2—e4 c7—c5 2. Rgl—f3 d7—d6 3. d2—d4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.