Morgunblaðið - 26.01.1960, Side 1
24 síoui
47. árgangur
20. tbl. — Þriðjudagur 26. janúar 1960
Prentsmiðja Mrrgunblaðsins
Sýður upp úr
í Algeirsborg
Flogið var inn yfir Grímsvötn á sunnudag og tók Magnús Jóhannsson þessa mynd vestan til
ofan í vötnin, við Vatnshamar. Sprungurnar fremst á myndinni sýna hvað yfirborð vatnanna
hefur sigið, sem er sennilega 20—30 m. Á miðri myndinni er eyja, sem komið hefur upp síðan
hlaupið byrjaði. — Sjá nánar á bls. 3.
Forseti Túnis segir Frökkum
að hypja sig
ALGEIRSBORG og PARÍS,
25. jan. (Reuter/NTB/AFP).
— 1 gær sauð upp úr í Alsír.
— Urðu þá hörð átök á aðal-
torgi Algeirsborgar, þar sem
þeir atburðir gerðust fyrir
tveim árum, sem leiddu til
valdatöku de Gaulles í Frakk-
landi. — Þúsundir hægri-
sinnaðra franskra landnema
og stuðningsmanna þeirra
söfnuðust saman til þess að
mótmæla stefnu de Gaulles í
Alsírmálinu, og að hann hefir
svipt Massu hershöfðingja
herstjórn í borginni og mein-
að honum að halda aftur til
Alsír. — A útifundi þessum
heyrðust hróp eins og: „Alsír
er franskt land“ — „Við
heimtum Massu aftur“ —
og „Hengjum de Gaulle“. —
Til harðra átaka kom milli
herliðs og þeirra, er fundinn
sóttu. Lézt þar 21 maður og
nær 150 særðust.
De Gaulle ósveigjanlegur
if Franska stjórnin hélt 2
klst. fund í dag til þess að
ræða hið uggvænlega ástand
í Alsír, og var de Gaulle þar
í forsæti. Áður hafði hann
rætt einslega við Debré for-
sætisráðherra. Eftir fundinn
var gefin út yfirlýsing, þar
sem segir, að stjórnin muni
gera allt sem unnt er til þess
að binda endi á uppreisnar-
ástand það, sem ríki í Alsír
— og: „forseti og ríkisstjóm
eru staðráðin í því að halda
fast við stefnuna í Alsírmál-
Götuvígi reist
★ í gervöllu Frakklandi ríkir
mikil spenna meðal fólks vegna
þessara atburða, en ekki hefir
komið til neinna átaka eða ó-
eirða. Stjórnin bannaði í gær alla
útifundi og kröfugöngur í Frakk-
landi. — í Alsír var lýst um-
sátursástandi og sett á útgöngu-
Framhald á bls. 2.
Ný bandarísk
eldflatig
' WASHINGTON, 25. jan. •
/Bandaríkin hafa nú yfir að)
)ráða nýrri gerð eldflauga, sem)
ihægt er að skjóta frá þotum,(j
\er fljúga hraðar en hljóðið.
. Nefnast flaugar þessar „Sky-
; boat“.
Varaforseti herforingjaráðs)
)lofthersins sagði í dag, að með)
)þessari eldflaug og sprengju-
i þotunni B-58, sem nú er veriðC
íað framleiða, en hún flýgur/
'hraðar en hljóðið, hefði Banda/
/ríkjunum bætzt hernaðartæki,)
)sem væri fljótvirkara og)
„hreyfanlegra“ en áður hefði'j
kþekkzt.
TÚNIS, 25. jan. — (Reuter). —
Habib Bourguiba forseti
krafðist í dag brottflutnings
franska herliðsins í flug- og
flotastöðinni í Bizerte og
kom af stað kröfugöngu tug-
þúsunda Túnisbúa til franska
sendiráðsins í Túnisborg.
Á Burt fyrir 8. febrúar
Bourguiba tilkynnti um 250
þús. áheyrendum á útifundi á
Casbah-torginu í Túnisborg,
að hann krefðist þess að Frakk
ar flyttu burt herliðið fyrir
8. febrúar n. k., að öðrum
kosti yrði gripið til þeirra
ráða, sem dygðu til að losa
Túnis við sérhvern franskan
hermann.
Þá óskaði hann eftir því að
fundarmenn færu hópgöngu
til sendiráðs Frakka í mót-
mælaskyni gegn fyrirætlunum
um kjarnorkusprengingu á
Sahara-eyðimörkinni.
Lögreglulið með stálhjálma
varði sendiráðið, er kröfugang-
an kom þar að og eftir stutta
viðdvöl hélt gangan áfram að
fundarstað 30 Afríkuríkja, sem
sitja um þessar mundir ráðstefnu
Afríkuþjóða í Túnisborg. Óskaði
Bourguiba eftir því að fulltrúarn-
ir tækju þátt í kröfugöngunni. —
„Við viljum að þetta merka spor
í baráttu Túnisbúa verði stigið í
viðurvist fulltrúa frá bræðraþjóð
um okkar í Afríku.“
Framh. á bls. 23.
Námu-
slysið
Coalbrook, 25. jan. (Reuter).
S T Æ R S T I demantsbor
Suður-Afríku hélt í dag
áfram að bora 200 metra
djúp göng niður til 435
námumanna, sem hafa ver-
ið innilokaðir síðan á
fimmtudagskvöld.
Borinn, sem var fluttur
um 500 kílómetra leið til að
reyna að koma vistum til
námumannanna, var kom-
inn rúma 30 metra niður í
gær, þegar hann varð að
hætta vegna sandroks. —
Borun hófst aftur í dag og
vonir stóðu til að unnt yrði
að ná niður til mannanna
innan 17 klukkustunda.
Hér sjást námumenn í Suður-Afríku í atvinnu leit. Mikið framboð er á vinnuafli og kemst ekki
nema einn af hverjum fimmtíu að. Launin eru um 80 aurar á klukkustund.
Samkvæmt fregnum brezka
útvarpsins mun þó vart unnt
að reikna með því, að bor-
unin gangi svo fljótt, og hugs-
anlegt ,að henni verði ekki
lokið fyrr en á miðvikudags-
kvöld, þegar mennirnir hafa
verið innilokaðir í sex sólar-
hringa. Borholan er tæplega
35 cm í þvermál og niður um
hana verða send matvæli,
vatn og lyf, ef einhver hinna
innilokuðu er á lífi.
•k Mánaðarbið
1 dag var svo hafin vinna
við ný göng niður til mann-
anna, og verða þau rúmlega
3Yi metri í þvermál. Eru þessi
nýju göng ætluð til að bjarga
monnunum upp ur namunm
og hófst vinna við þau, vegna
þess að ókleift reyndist að
grafa eftir námugöngunum
vegna grjóthruns, eiturlofts
og vatns, sem flóði inn í göng-
in. Er búizt við því, að lokið
verði við þessi nýju göng inn-
an mánaðar.
Framhald á bls. 23.
'■* 0 *** * * * **,*■-***?.*