Morgunblaðið - 04.02.1960, Blaðsíða 1
24 sílkii
Viðreisnartillögurnar lagðar fyrir Alþingi:
lippbótakerfi afnumið
dollarinn 38 krónur
Bótagreiðslur almannatrygginga
tvöfaldaðar — 2600 króna fjöl-
skyldubætur á barn
Kaupgjald óháð breytingu á vísitölu
Gjaldeyrisvarasjóður — stefnt að frjálsri verzlun
SÍÐDEGIS í gær lagði ríkisstjórnin fyrir Albingi frumvarp til laga um efnahagsmál. Var
það lagt fyrir neðri deild þingsins. í frumvarpi þessu og fleiri frumvörpum, sem flutt verða
á næstunni, felast þær ráðstafanir, sem stjórnin hyggst gera til viðreisnar í efnahagsmálum
tslendinga. En í samhandi við frumvarp til laga um efnahagsmál, sem lagt var fyrir Alþingi
í gær, er gerð grein fyrir viðreisnartillögum stjórnarinnar í heild. Eru þær í stuttu máli
þessar:
1)
2)
3)
*)
5)
<9
7)
8)
Uppbótakerfið er afnumið og skráningu krónunnar
breytt þannig, að útflutningsframleiðslan verði rekin
hallalaust, án hóta eða styrkja. Gengi krónunnar er
breytt þannig, að 38 krónur verða í Bandaríkjadollar.
Til þess að draga úr kjaraskerðingu vegna ^rðhækk-
ana, er lögð til mjög mikil hækkun á bótum almanna-
t'ygginga, sérstaklega á fjölskyldubótum og elli- og ör-
orkulífeyri. Munu heildar bótagreiðslur almannatrygg-
inga um það bil tvöfaldast. Þessar ráðstafanir hafa það
í för með sér, að hækkun framfærslukostnaðar vegna
gengisbreytingar, sem numið hefði 13%, ef engar gagn-
ráðstafanir hefðu verið gerðar, verður aðeins 3%. En
kjör þeirra, sem mestra hótaaukningar njóta, þ. e. aldr-
aðs fólks, öryrkja og fjölskyldna með 3 börn eða fleiri,
verði sem næst óbreytt. Fjölskyldubætur verða greidd-
ar þegar með fyrsta barni og verða þær sömu með öll-
um börnum, 2600 kr. á barn, hvar sem er á landinu.
Tekjuskattur af almennum launatekjum fellur niður.
Gagnger endurskoðun skal hafin á fjármálum ríkisins
með það fyrir augum að gera rekstur þess hagkvæmari
og ódýrari.
Gerð verður víðtæk breyting á skipan innflutnings- og
gjaldeyrismála. Innflutningsskrifstofan verður lögð nið-
ur og öll höft afnumin af um það hil 60% árlegs inn-
flutnings til landsins. Verðlagseftirliti verður haldið
áfram.
Gert er ráð fyrir myndun allt að 20 milljón dollara
gjaldeyrisvarasjóðs. Er þetta gert til þess að losa landið
úr þeim miklu gjaldeyriserfiðleikum, sem það annars
myndi eiga við að stríða næstu mánuði og jafnvel ár
meðan jafnvægi er að skapast í efnahagsmálum
þjóðarinnar.
Gerðar verða ráðstafanir til að koma á jafnvægi í pen-
ingamálum innanlands, m. a. með hækkun innláns- og
útlánsvaxta.
Til þess að koma í veg fyrir að kapphlaup milli kaup-
gjalds- og verðlags hefjist að nýju, leggur ríkisstjórnin
til að óheimilt sé að miða kaupgjaldið við breytingar á
vísitölu. Hinsvegar eru ekki í frumvarpinu nein ákvæði
um grunnkaup.
Rækilegur rökstuðningur
Þetta er kjarni þeirrar ráð-
stafanna til viðreisnar í efna-
hagsmálum landsmanna, sem
greint er frá í greinargerð frum-
varps þess um efnahagsmál, sem
ríkisstjórnin lagði fyrir Neðri
deild Alþingis í gser. í mjög ítar-
legri greinargerð, sem fylgir
þessu frumvarpi, er þróun ís-
lenzkra efnahagsmála undanfar-
in ár krufin til mergjar, gerð
grein fyrir ástandinu og þær til-
lögur rökstuddar rækilega, sem
fram eru bornar til lausnar vand
anum.
Hér fer á eftir upphaf grein-
argerðarinnar, þar sem rætt er
almennt um stefnu ríkisstjórn-
arinnar í efnahagsmálunum og
þær tillögur, sem hún sumpart
Framh. á bls. 2.
Ólafur Thors forsætisráðherra
talar á Varðarfundinum.
Kjarnorka til
Grænlands
) Kaupmannahöfn, 3. febr.
[ — (Reuter). —
S í RÁÐI er að reisa kjarn- >
i orkuver í Grænlandi til að:
J framleiða orku fyrir banda- s
S ríska rannsóknarstöð á Græn- í
i landsjökli, um 100 mílum fyr- \
( ir austan Thule.
S Danska ríkisstjórnin hefur
) samþykkt framkvæmdina og ^
^ vinna nú sérfræðingar frá S
S báðum löndum að undirbún- i
i ingi verksins. Vonast danska |
$ ríkisstjórnin til að þessi til- \
S raun vísi leiðir til að útvega i
• afskekktum bygðum í Græn- |
{ landi rafmagn. S
S Kjarnorkustöðin verður i
| byggð í Bandaríkjunum, en \
S sett saman í Thule. Mun hún S
S framleiða 1500 kílóvött. i
s \
Aukið öryggi og bætt lífskjör
eða erfiðleikar og atvinnuleysi
★ 1126 millj. kr. greiðsluhalli
í ítarlegri ræðu, sem stóð í
rúmlega 1 Vz klst. gerði Ólafur
Thors hinu margþætta og yfir-
gripsmikla máli mjög glögg skil.
í fyrsta kafla ræðu sinnar sann-
aði hann með alveg óvefengjari-
legum rökum, að uppbótakerfið
hefur gengið sér til húðar, þann-
ig að engir möguleikar voru á að
gera á því breytingar svo una
mætti við það. Hann sýndi fram
á að á undanförnum 5 árum
hefði greiðsluhallinn við útlönd
verið 1126 millj. eða nær 1050
millj., þegar tekið er tillit til
aukinna birgða útflutningsvöru.
Af þessu leiddi að íslendingar
þyrftu næstu árin að nota meira
Ræða Ólafs Thors, forsætis
ráðherra á Varðarfunái
LANDSMÁLAFÉLAGIÐ
Vörður hélt fund í Sjálfstæðis
húsinu í gærkvöldi. Umræðu-
efni fundarins var viðreisnar-
stefna ríkisstjórnarinnar og
var Ólafur Thors, forsætisráð
herra, frummælandi. Formað-
ur Varðar, Þorvaldur Garðar
Kristjánsson, setti fundinn
með nokkrum orðum klukkan
rúmlega hálfníu, og var þá
þegar hvert sæti og stæði
skipað í Sjálfstæðishúsinu,
svo og hliðarsölum. Gaf hann
því næst frummælanda, for-
sætisráðherra, Ólafi Thors,
orðið, en hann er flutnings-
maður frumvarpsins f. h.
r íkisst j órnarinnar.
en tíundahluta af andvirði út-
flutningsafurðanna til að greiða
vexti og afborganir erlendra
skulda í stað aðeins 1/33 hluta,
sem var meðaltal á árunum
1951—55. í þessum efnum væru
íslendingar dýpra sokknir en
nokkur önnur þjóð, ef til vill að
einni undanskilinni.
Framh. á bls. 22.
Norstad kvartar
yfir Dönum
Kaupmannahöfn, 3. febr. (NTB)
YFIRMENN hersins og flotans í
Danmörku og í Atlantshafsbanda
laginu hafa kvartað yfir því að
danska þingið skuli hafa ákveð-
ið að verja „aðeins“ 1054 millj.
danskra króna til landvarna.
Norstad, yfirmaður herliðs
NATO, sagði í París meðal ann-
ara að aukning á hernaðarút-
gjöldum Dana úr 983 millj. í
1054 millj. á ári, veiti aðeins
möguleika til lágmarksendur-
bóta. Norstad kvaðst vonsvikinn
yfir því að þingið skuli ekki
hafa samþykkt óskir yfirmanna
Nato herliðsins, sem höfðu farið
fram á að Danir ykju útgjöldin
um 400 milljónir danskra kr. Þá
kvaðst Norstad vona að Danir
styttu ekki herskyldutímann í 12
mánuði fyrst um sinn. Hinsveg-
ar lýsti Norstad ánægju sinril
yfir því, að ákveðið er að setja
upp á Jótlandi NATO-stöðvar,
en undirstrikaði að þar myndu
ekki verða geymd kjarnorku-
vopn.
Yfirmaður herráðs Dana, Qvist
gaard aðmíráll, telur, að fjár-
veitingin til hersins feli í sér að-
eins takmarkaða lausn á vanda-
málum hans, til dæmis sé reikn-
að með allt of fáum hernaðar-
flugvélum. En þrátt fyrir ýmsa
ágalla, telur þó aðmírállinn að
hér sé um bót að'ræða.
Yfirmenn annarra greina her
liðs Dana hafa látið í ljósi, að
rétt væri að útvega danska hern-
um kjarnorkuvopn. Yfirmenn
flughers og flota kvarta yfir því
að fjárveitingin renni að of
miklu leyti til landhersins.