Morgunblaðið - 04.02.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.02.1960, Blaðsíða 20
MORCVNTtT AÐ1Ð Finmtudagur 4. febrúar 1960, sem manni dettur J>að í hug. Auðveldasti hlutur í heimi slík skemmtiferð. Maður ber aðeins tvo fingur upp að húfunni og segir: „Bless, ofursti. Eg kæri mig ekki um að leika hermann þessa stundina. Sjáumst aftur þegar ég er upplagður". — Vitið þér ekki, að ef við hermennirnir þurfum að fá, þó ekki sé nema einnar klukkustundar auka- leyfi, þá verðum við að slá hæl- um snyrtilega saman og biðja „gehorsamst" um hinn mikla greiða? Og til þess að fá heils dags leyfi dugir ekkert minna en andlát einhverrar frænku eða jarðarför eins ættingja. Eg hefði gaman að sjá andlitið á ofurst- anum ,ef ég bæði hann í miðri heræfingu um leyfi til að skreppa til Sviss og dvelja þar í heila viku. Nei, kæra ungfrú Edith, þér gerið yður alltof einfaldar hugmyndir um hlutina". „Vitleysa. Allt er auðvelt, sem maður raunverulega vill sjálfur. Þér skuluð ekki ímynda yður að þér séuð ómissandi. Einhver ann- ar myndi áreiðanlega æfa þessa menn yðar í fjarveru yðar. Auk þess gæti pabbi komið þessu öllu í kring á hálfri klukkustund. — Hann þekkir marga valdamikla menn í hermálaráðuneytinu, sem gætu tafarlaust útvegað yður leyfið. Það yrði yður heldur ekki til neins meins, þótt þér fengjuð að sjá eitthvað meira af heimin- um, fyrir utan reiðskólann ykk- ar og æfingarsvæðið. Nú vil ég ekki heyra fleiri afsakanir — málið er útrætt. Pabbi mun sjá um það“. Það var auðvitað heimskulegt af mér, en þessi kæruleysistónn hennar gerði mér gramt í geði og sú staðreynd, að einn telpu- hnokki gat ráðið yfir herforingj- unum og yfirmönnum hermála- ráðuneytisins — sem við litum upp til, eins og einhverra guða — eins og þeir væru verkamenn hjá föður hennar, var mér þyrn- ir í augum. Samt tókst mér þó að leyna því. „Ágætt — Sviss, leyfi, Enga- dine — ekki sem verst. Vissu- lega gott, ef mér verður veitt leyfið, eins og þér virðist gera ráð fyrir, án þess að ég þurfi að biðja „gehoramst" um það. — En faðir yður verður þá líka að útvega hr. Hofmiller liðs- foringja ferðastyrk". Og nú var það hún, sem varð undrandi. Hún skynjaði eitthvað að baki orða minna, sem hún skildi ekki. Eg fann að ég þurfti að tala enn ljósar: „Verið þér nú skyn- söm, kæra barn — afsakið, ég á við það, að við skulum tala skynsamlega, ungfrú Edith. Þetta er ekki eins einfalt og þér haldið. Segir mér, hafið þér nokkurn tíma hugleitt hvað ein slík ferð myndi kosta?“ „Oh, er það kostnaðurinn, sem þér eruð að hugsa um?“ sagði hún án sýnilegrar undrunar. — „Hann getur aldrei orðið mjög mikill. Nokkur hundruð krónur í mesta lagi. Það getur ekki skipt neinu verulegu máli“. Og nú gat ég ekki lengur dul- ið gremju mína. „Nokkur hundr- uð krónur í mesta lagi, eh? Smá munir, eða hvað? Aumustu smá- munir fyrir liðsforingja. Og þér teljið það auðvitað smekklaust af mér sem liðsforingja að minn ast á slíkan hégóma? Smámuna semi, smekkleysi? En hafið þér nokkurn tíma gert yður Ijóst, hversu sparsamir við hermenn- irnir þurfum að vera, til þess að geta lifað á þessu kaupi okkar? Hvað við þurfum að leggja hart að okkur, til þess að láta það hrökkva fyrir brýnustu lífsnauð- synjum?" Og þegar hún hélt áfram að stara á mig með sömu undrun og að því er mér virtist fyrirlitn ingu í svipnum, fékk ég skyndi- lega ómótstæðilega löngun til að skýra fyrir henni fátækt mína. Alveg eins og hún hafði einu sinni sjálf haltrað ögrandi um herbergið, í þeim tilgangi að kvelja okkur, sem höfðum heil- brigða limi, að hefna sín á okkur fyrir okkar góðu heilsu, þannig naut ég þess nú að birta henni hið takmarkaða og ósjálfstæða ástand tilveru minnar. „Hafið þér nokkra hugmynd um laun liðsforingja?" hreytti ég út úr mér. — „Hafið þér nokk urn tíma hugsað um það? Jæja, það er þá eins gott að ég segi yður það: Tvö hundruð krónur fyrsta dag hvers mánaðar, sem verða svo að endast alla þrjá- tíu dagana og af þessum lúsar- launum verður hann að greiða fæðisreikninginn, húsaleiguna, klæðskeranum og skósmiðnum og kaupa allan þann óþarfa, sem hæfir stöðu hans. Og ef hann hefur verið tiltakanlega hag- sýnn, þá getur verið að hann eigi eftir örfáar krónur, til að kaupa sér eitt og eitt glas í þessarri kaffihússparadís, sem þér eruð alltaf að tala um“. Ég veit nú að það var heimsku legt af mér, jafnvel glæpsamlegt, að láta hinar bitru tilfinningar stjórna orðum minum. Hvernig var hægt að ætlast til þess að sautján ára unglingur, sem skemmdur var af of miklu eftir- læti og alinn upp í einangrun, hvernig var hægt að ætlast til þess, að þessi bæklaða stúlka, sem alltaf var hlekkjuð föst í herberginu sínu, hefði nokkra hugmynd um gildi peninga, laun hermanna og fátækt okkar? En löngunin til að hefna mín á ein- hverjum fyrir hinar ótalmörgu minniháttar auðmýkingar hafði skyndilega náð valdi yfir mér og ég lét höggið ríða af, í blindni og gáleysi, eins og maður gerir alltaf í reiði, án þess að gera mér ljóst, hversu þungt það var. En um leið og ég leit upp skild ist mér hversu þungt höggið hafði verið. Með hinni næmu eftirtekt sjúklingsins hafði hún samstundis skilið það, að hún hafði óafvitandi snert viðkvæm- an blett á mér. Hún varð vand- ræðaleg á svipinn og það var auðséð, að einhver sérstök hugs un hleypti roðanum fram í kinn arnar á henni. „Og samt .... og samt keypt- uð þér svona dýr blóm handa mér“. Á eftir orðum hennar fylgdi vandræðaleg og lamandi þögn, sem virtist aldrei ætla að taka enda. Ég skammaðist mín frammi fyrir henni og hún skammaðist sín frammi fyrir mér. Við höfðum alveg óviljandi sært hvert annað og vorum hrædd við að segja fleiri orð. — Allt í einu gátum við heyrt vind inn þjóta í trjánum, gargið í hænsnunum- niðri í húsagarðin- um og fjarlægt skrölt í vagn- hjólum úti á þjóðveginum. Að lokum var það hún, sem rauf þögnina: „Að hugsa sér, að ég skyldi vera svo heimsk að láta vitleys- una í yður hafa áhrif á mig. Já, ég er sannarlega heimsk og ég er ennþá reið við sjálfa mig. Hvaða áhyggjur þurfið þér að hafa yfir ferðakostnaðinum? Ef þér komið að heimsækja okkur, verðið þér að sjálfsögðu gestur okkar. Haldið þér kannske, að pabbi myndi ekki greiða allan kostnaðinn af ferðinni, ef þér yrðuð svo góður að heimsækja okkur? .... Jæja, ekki fleiri orð um það — nei, ekki orð“. En einmitt þarna var ég á öðru máli. Ekkert — eins og ég hef áður sagt — var mér jafn óbærilegt og það, að vera skoð- aður sem sníkjugestur. „O, jú, ég er ekki búinn að segja mitt síðasta orð. Ég ætla að segja yður það í eitt skipti fyrir öll, að ég læt engann biðja um leyfi fyrir mig, ég læt eng- ann borga fyrir mig. Það hef- ur aldrei verið vani minn, að biðja um neins konar forrétt- indi. Ég kæri mig ekkert um neitt sérstakt leyfi eða einhver sérréttindi. Auðvitað veit ég að þér viljið mér einungis vel og að faðir yðar vill mér líka allt hið bezta .. svo skulum við ekki tala meira um þetta“. „Þér viljið þá ekki koma?“ „Ég sagði ekki að ég vildi ekki koma. Ég var aðeins að útskýra það fyrir yður, hvers vegna ég get ekki komið“. „Ekki 'einu sinni ef pabbi bæði yður að koma?“ „Nei, ekki einu sinni, þótt hann bæði mig þess“, „Og ekki heldur .. ef ég bæði yður þess, sem kæran vin?“ „Gerið það ekki. Það yrði til- gangslaust". Hún laut höfði. En ég hafði þegar tekið eftir hinum óheilla- vænlega titringi í kringum munn inn, fyrirboða óveðursins. Þetta vesalings dekurbarn, sem allir höfðu snúizt í kringum á heim- ilinu, hafði nú kynnst alveg nýrri og áður óþekktri hlið á líf inu. Hún hafði orðið fyrir því, að maður sagði „nei“ við vilja hennar og óskum og það var rammur biti að kingja. — Hún þreif ósjálfrátt blómin mín af borðinu og fleygði þeim langt út fyrir handriðið. „Gott og vel“, hvæsti hún út á milli tannanna. „Ég veit þá a. m. k. hversu heil og einlæg vin- átta yðar er. Það var eins gott að fá fulla staðfestingu á því. Einungis vegna þess að einn eða tveir kunningjar yðar kynnu að henda gaman að yður í kaffi- stofunni, þá skýlið þér yður bak við allar þessar afsakanir. Ein- ungis af því að þér eruð hrædd- ur við álit herdeildarinnar eyði- leggið þér ánægju vina yðar. .. Jæja, þá það.......Málið er út- rætt. Ég ætla mér ekki að biðja yður eins eða neins framar. Þér viljið ekki koma .. gott og vel. Þá það“. Ég vissi að skap hennar var enn í uppnámi, vegna þess að hún hélt áfram að endurtaka, æst og þrjózkulega: „Gott og vel! Gott og vel“. Svo greip hún um stólbríkurnar með báðum höndum og reisti sig upp, eins og hún hefði í huga að gera líkams- árás á mig. Allt í einu sneri hún sér snöggt að mér , — Sjáðu, þarna gengur sólin til viðar. Við neyðumst tfl að tjalda hér í nótt. __ Af hverju getum við ekki notað þennan gula silkiklút í umbúðir, Súsanna? Við verðum að binda um rifbeinið á Baldri. Hann er illa meiddur og við verð um að koma honum undir lækn- ishendur áður en honum versnar. — Þess vegna megum við ekki nota þennan klút. — Súsanna, hvað áttu eigin- lega við? „Gott og vel. Málið er þá út- rætt. Þessarri auðmjúku bón okkar hefur verið neitað. — Þér viljið ekki koma og heimsækja okkur. Þ'að hæfir yður ekki. — Gott og vel. Við munum afbera það. Við höfum líka fyrr kom- izt af án yðar .... En það er eitt, sem mig langar að vita — viljið þér svara mér hreinskilnis lega?“ „Auðvitað". „Ég á við, heiðarlega“. „Ef þér krefjist þess“. „Jæja, gott og vel“. Hún hélt áfram að endurtaka þetta harða, skerandi. „gott og vel“, eins og hún væri að skera eitthvað í burtu með hníf. „Gott og vel. Verið þér alveg óhræddur, ég ......gparið yðuj hlaup á roiUi margra vta^lana! «01 0 WIUM tíKWM! Austurstraeti SHtltvarpiö Fimmtudagur 4. febrúar 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tón- leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50—14.00 „A frívaktinni“, sjómanna þáttur (Guðrún Erlendsdóttir). 15.00—16.00 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttir og veðurfregnir). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Fyrir yngstu hlustendurna (Mar- grét Gunnarsdóttir). 18.50 Framburðarkennsla í frönsku. 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Missti Jón Sigurðsson em- bætti vegna þjóðfundaratburð- anna? (Lúðvík Kristjánsson rit- höfundur). 20.55 Einsöngur: Jón Sigurbjörnsson syngur; Fritz Weisshappel leik- ur undir á píanó. a) „Sefur sól hjá ægi“ eftir Sig- fús Einarsson. b) „Rósin“ eftir Arna Thorsteins- son. c) „I dag“ eftir Sigfús Halldórs- son. d) „Musica proibita“ eftir Gastal- don. e) „Passione" ftir Tagliaferri. f) Aría úr „Rakaranum frá Se- villa“ eftir Rossini. 21.15 Upplestur: „Arfi Þorvalds‘% kvæði eftir Einar Benediktsson (Asmundur Jónsson frá Skúfs- stöðum). 21.35 Fe.rðaþáttur frá Mið-Evrópu (Dr. Hallgrímur Helgason). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Smásaga vikunnar: „Eggið“ eftir Sherwood Anderson, í þýðingu Sigurlaugar Björnsdóttur (Klem- enz Jónsson leikari). 22.35 Sinfónískir tónleikar: Sinfónía nr. 4 í d-moll op. 120 eftir Schu- mann (Fílharmoníuhljómsveit Berlínar leikur; Herbert von Kar- ajan stjórnar). 23.05 Dagskrárlok. Föstudagur 5. febrúar 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. 9.10 Veðurfr. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttir og veðuregnir). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Mannkynssaga barnanna: „Oli skyggnist aftur í aldir“ eftir Cornelius Moe; XII. og síðasti kafli (Stefán Sigurðsson kennari). 18.50 Framburðarkennsla í spænsku. 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.30 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Svínfellinga saga; III. — sögulok. (Oskar Halldórsson cand. mag.). b) Frásöguþáttur: Fenntar slóðir (Guðmundur L. Friðfinnsson rithþfundur). c) Islenzk tónlist: Lög eftir Arna Björnsson. d) Vísnaþáttur (Sigurður Jónsson frá Haukagili). e) Frásaga: Teflt á tæpasta vað (Þórarinn Grímsson Víkingur). f) Islenzk tónlist: Lög eftir Helga Helgason. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Upplestur: „Bónorð Guðmundar", smásaga eftir An frá Ogri (Sól- veig Guðmundsdóttir). 22.25 SKT-lögin: Hljómsveit Oskars Cortes leikur. Söngvarar: Hulda Emilsdóttir og Sigríður Guð- mundsdóttir. 23.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.