Morgunblaðið - 04.02.1960, Blaðsíða 10
10
MORCrnvnr, 4fíif>
Fimtntiiííaffur 4 febrúar 1960.
Síldin loks komin
að Noregsströnd
ÁLASUNDI, g. febr. — (NTB)
STÓRSÍLDIN kom loksins í
dag upp að vesturströnd Nor-
egs. Hún hefur aldrei verið
eins sein á ferðinni og núna.
Það var Álasundsbáturinn
„Gunnar Langva“ sem fékk
fyrsta aflann í herpinót í
kvöld, 1400 hektólítra, og varð
báturinn fullhlaðinn af þessu
eina kasti og sigldi heim til
Álasunds. Var búizt við bátn-
um til hafnar um miðnætti.
Síldin virðist ætla að koma
að landi norðar en venjulega,
en hún er á stóru svæði út af
Raumsdal og Norður-Mæri.
Það virðist vera mjög mikið
magn af síld í sjónum, sem fer
jafnvel vaxandi og víða er
hún komin alveg upp að lands
steinum. Veður er ágætt, hæg
gola af landi og bjuggust
menn við mikilli veiði í nótt.
lítrum sem voru að verðmæti
um 250 milljónum norskar krón-
ur. 'Síðustu þrjú ár hefur aflinn
verið aðeins 3—4 milljónir hektó
lítra.
Rangæingar blóta
þorrann
HVOLSVELLI, 30. jan. — Um
síðustu helgi voru haldin þorra-
blót í allmörgum hreppum sýsl-
unnar. — Al-íslenzkur matur
prýddi borðin, svo sem venja er,
ræður haldnar, sungið og sagðar
sögur. Að sjálfsögðu var svo
dansað fram undir morgun. —
Fóru blót þessi fram með miklum
ágætum. Þátttaka mjög góð og
búnaðarfélögum hreppanna, er
stóðu fyrir þeim, til mikils sóma.
— Fréttaritari.
27 þúsund fiskimenn anda léttara
Með komu stórsíldarnnar er
lokið áhyggjufullri bið 27 þúsund
norskra fiskimanna, áhafna af
3000 fiskibátum, sem hafa legið
í höfnum nær allan janúarmán-
uð. Nokkrir bátanna hafa að vísu
ireynt fyrir séir á meðan við
Norðursjávarsíld og makríl, en
það er stórsíldin, sem allir hafa
verið að bíða eftir.
Það er aldrei vitað til þess síð-
an vetrarsíldveiðarnar við Noreg
hófust að ráði, að síldin hafi
komið svo seint sem nú, að það
hafi verið komið fram í febrúar.
Að vísu hófst síldveiðin 1958
ekki fyrr en 2. febrúar, en það
var ekki vegna bess að það stæði
á síldinni, heldur hafði hún kom
ið um 25. janúar, en svo mikið
óveður og ógæftir voru í mán-
aðarlokin, að veiðin dróst.
Enn eitt aflabrestsárið
í fyrra kom síldin með seinna
móti eða 26. janúar. En um mán-
aðamótin var aflinn kominn ná-
lægt milljón hektólítrum. Þaðvar
fyrsta hrotan sem varð bezt.
Jafnvel þótt vel aflist næstu
daga, þykir augljóst, að þetta
verði síldarleysisár og þá verður
það fjórða síldarleysisárið. Síð-
asta góða síldarárið var 1956. Þá
nam aflinn 12 milljónum hektó-
Þórsmerkurkvöld hjá
Ferðafélaginu
FERÐAFÉLAG íslands efnir til
kvöldvöku í Sj álfstæðishúsinu
í kvöld. Kvöldvakan er .að þessu
sinni helguð Þórsmörk, en skáii
félagsins þar er fjölsóttastur allra
skála þess og er þess vænzt að
margir þeirra er sótt hafa
hvíld og yndi í þann unaðsreit,
Þórsmörk, sæki þessa kvöldvöku.
Jóhannes skáld úr Kötlum,
mun þar flytja erindi um Þórs-
Brida:e-I;eppni
á Hellu
HVOLSVELLI, 28. jan. — Fyrir
skömmu var háð bridgekeppni á
Hellu, milli Þykkvbæinga og
Hellumanna. Lauk þeirri keppni
með sigri Þykkvbæinga er unnu
á 5 borðum, en töpuðu aðeins á
einu. Nú stendur yfir önnur
keppni á sama stað og taka þátt>
í höMM 6 sveitir. Tvær umferðir
haflWpegar verið spilaðar og
standa tvær sveitir jafnar með 4
stig hvor. — Fréttaritari.
mörk, en hann hefur verið um-
sjónarmaður Þórsmerkurskálans
undanfarin sumur og kann margt
frá Þórsmörk að segja. Hákon
Bjarnason, skógræktarstjóri, tal
ar um Þórsmerkurskóga, en skóg
urinn er ein höfuðprýði Þórs-
merkur og sannast að segja að
umgengni sumra þeirra er koma
í þann skóg er lítt til fyrirmynd-
ar. Sigurjón Jónsson, úrsmiður,
hefur tekið mikið af fallegum lit-
myndum á Þórsmörk og mun
sýna úrval þeirra á kvöldvök-
unni. Ennfremur verður sam-
söngur, en margt er sungið í
Merkurferðum og ætti því ekki
að þurfa að óttast að ekki verði
tekið undir, en fjölrituðum blöð-
um verður dreift meðal þátttak-
enda. Að lokum er myndaget-
raun og er til Þórsmerkurferðar
að vinna.
Verði þessi kvöldvaka vel sótt
er líklegt að efnt verði einhvern-
tíma til svipaðrar kvöldvöku
helgaðri öðrum skálum félags-
ins, t.d. skála á Kili.
Elti uppi bráðina
Eins og kunnugt er hafa stór-
veldin komið sér upp öflugu
neti af eldflaugastöðvum til
að verjast loftárásum. Eru eld
flaugarnar búnar radar
„auga“, sem gerir þeim kleift
að elta uppi flugvélar óvin-
anna og eyða þeim.
Á meðfyigjandi myndum
sézt eldflaug af gerðinni „The
Hawk“, eða Haukurinn, eita
uppi bráð sína, gamla mann-
lausa herflugvél, á heræfing-
um á ítalíu. Er þessi gerð
eldflauga framleidd sameig-
iniega af ýmsum Vestur-
Evrópulöndum. Haukurinn er
rúmir 5 metrar á lengd, og
sérstaklega gerður til að elta
flugvélar er fljúga lágt.
Einmunagott tíðarfar
kvillar í búfénaði
en
SKRIÐUKLAUSTRI, 27. jan. —
í fyrrakvöld var suðvestan og
vestan átt hér, bjart og indælt
veður'— reglulegt Pálsmessuveð-
ur — eins og okkur var kennt í
bernsku ‘að veðrið ætti þá að
vera til að boða gott ár. Þá um
kvöldið fannst megn brennisteins
þefur í Fljótsdal og var lyktin
svo sterk, að hún fannst inni,
ef gluggar voru opnir.
Frægasti dávaldur og hugsanalesari Evropu
Einmunagott tíðarfar
Tíðarfarið hefir frá áramótum,
verið einmuna gott. Snjólaust all-
an tímann, stillur svo að fátitt
er og frost væg eða engin. Snjór
hefir annars varla sézt í Fljóts-
dal á þessum vetri og nú er hann
rúmlega hálfnaður. Dag tekið að
lengja til muna — og mannskepn
an er yfirleitt svo ljóselsk að hin
vaxandi birta léttir af fólki hálf-
gerðu fargi, sem mesta skamm-
degið er mörgum, þótt síður sé
þegar svo vel viðrar, sem raun
hefir verið á að þessu sinni.
• Hursannleslur
Dr. Peter Lei
&
íris Lei
Sýna listir sínar á
Kvöldskemmtun
daganna 5-6-7 febrúar kl Í7,30. eh.
i Austurbæjarbíói
Aðgöngumiðasala hefst Fimmtudaginn 4
febrúar kl. 4 i Austurbæjarbiói
Kvillasamt
Fénaði hefir því yfirleitt verið
beitt, en jörð er orðin mjög létt
og heyin reynast flestum miður
góð, þótt ekki séu þau hrakin.
Yfirleitt voru þau of sprottin.
Þau hey, sem fyrst. voru slegin,
eru mun betri. Glöggir bændur
hafa spáð því að skepnur muni
reynast í kvillasamara lagi í vet-
ur, og virðist reynslan ætla að
staðfesta það. Byggja þeir það
einkum á hinum mikla grasvexti
sl. sumar. Ennfremur var mjög
rigningasamt síðari hluta nóv. og
fyrri hluta des. Var fé þá viða
úti, en votviðrin eru fénu verst.
Þorrablót
Fljótsdælingar héldu sitt ár-
lega þorrablót i Végarði fyrsta
laugardagskvöld á þorra. Mættu
þar flestir hreppsbúar, auk nokk
urra utansveitargesta. Skemmti-
atriði önnuðust hreppsbúar. Þar
flutti sr. Marinó Kristinsson
stuttan annál ársins, sem bund-
inn var við hreppinn. Rögnvald-
ur Erlingsson las frumsamda gam
ansögu, stuttur leikþáttur var og
fleira skemmtilegt. Þetta þorra-
blót var hið ágætasta.
Nokkrir ungir menn úr hreppn-
um eru nú á förum til vertíðar-
starfa syðra. — J.P.