Morgunblaðið - 04.02.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.02.1960, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 4. fetirííar 1960. MOKarnvnr.AÐlÐ 13 Þjdðarvoði, ef ekki er breytt m stefnu Engin ríkisstjórn mundi breytingar að óþörfu Nýja gengið og aðstaða út- flutningsframleiðslunnár EFTIR að gallar og gjaldþrot uppbóta- og styrkjakerfisins hefur verið rætt ítarlega í grein- argerð viðreisnartillagna ríkis- stjórnarinnar, er rætt um hið nýja gengi íslenzkrar krónu og aðstöðu einstakra greina útflutn- ingsframleiðslunnar. Er þá m. a. komizt að orði á þessa leið: Víðtækar breytingar í ljósi þess, sem sagt hefur ver- ið hér að framan, telur ríkisstjórn in það ekki álitamál, að nauðsyn- legt sé að afnema bóta- og gjalda- kerfið og leiðrétta gengisskrán- inguna að fullu. Hitt er ríkis- stjórninni vel Ijóst, að þetta verð ur ekki gert nema með víðtæk- um breytingum í öllu efnahags- lifinu. Þessar breytingar eru erf- iðar í framkvæmd vegna þess hve víðtækar þær eru, og hversu mjög þær snerta hagsmuni allra stétta þjóðfélagsins. Engin ríkis- stjórn myndi gera tillögur um slikar breytingar að óþörfu. Það er vegna þess, að ríkisstjórnin er sannfærð um, að þjóðarvoði sé fyrir dyrum, ef slíkar ráðstaf- anir séu ekki gerðar, að hún geri nú tillögur um víðtækari ráðstafanir i efnahagsmálum en gerðar hafa verið hér á landi síðasta áratiuginn að minnsta kosti. Hér á eftir mun verða gerð grein fyrir þessum tillögum í aðalatriðum. Nýja gengið — miðað við þarfir bátaflotans Lagt er til, að hið nýja gengi verði jafngildandi kr. 38.00 á Bandaríkjadollara. Þetta gengi er við það miðað, að stærsta grein útflutningsframleiðslunnar, þorskveiðar bátanna, beri það sama úr býtum og þær gera með þeim útflutningsbótum, er nú gilda, að öllum sérbótum með- töldum. Þessar bætur eru nú 94,5% af útflutningsverðmæti bátafiskjar (sbr. töflu nr. 4, sem gefur yfirlit um núgildandi út- flutningsbætur). Þessar bætur svara til gengis, sem væri tæpar 32 kr. á Bandarikjadollar. Þetta gengi myndi þó ekki nægja til að veita bátaútveginum þá af- komu, sem hann nú hefur, vegna þess að útvegurinn kaupir erlend ar rekstrarvörur sínar og fram- leiðslutæki með aðeins 55% yf- irfærslugjaldi, þ. e. a. s. á gengi, sem svarar til rúmlega 25 kr. á Bandaríkjadollar. Eftir að hin nýja gengisskráning hefur geng- ið í gildi, verður útvegurinn hins vegar að flytja þessar vörur inn á sama gengi og hann fær fyrir útflutninginn. Þegar tekið er til- lit til þessa, og ennfremur gert ráð fyrir, að bátaútveginum verði bætt það verðfall, sem orðið hef- ur á síðasta ári á fiskimjöli, verð- ur niðurstaðan sú, að hið nýja gengi þurfi að vera kr. 38.00 á Bandaríkjadollar. Miðað við það meðalgengi, sem nú er á Banda- ríkjadollar í útflutningi, kr. 30.36, er hér um að ræða lækkun á gengi krónunnar um 20%, en hið almenna gengi, sem nú er á Bandaríkjadollar í innflutningi, kr. 25,30, lækkun um 34%. Aðstaða togaranna Togarar hafa undanfarinn ára- tug yfirleitt fengið mun lægri bætur en bátar, enda hafa flestir þeirra verið reknir með tapi. Á þessu var gerð mikil leiðrétting með útflutningssjóðslögunum vor ið 1958. Af þessum sökum, og eins vegna góðra aflabragða, varð afkoma togaraflotans öll önnur það ár en hún hafði verið áður. Á árinu 1959 hefur aftur sótt í fyrra horf með afkomu togar- anna. Kemur þar hvorttveggja til, að bætur togaranna hafa ekki verið hækkaðar að heitið geti síðan 1958 þrátt fyrir aukinn til- kostnað, og að aflabrögð hafa orðið rýrari en árið 1958. Hin lé- legu aflabrögð leiða aftur á móti af útfærslu landhelginnar, sem hefur útilokað togarana frá mörg um beztu heimamiðunum, og minnkun afla á fjarlægum mið- um. Minni afli hefur ekki aðeins valdið lakari afkomu togaranna heldur einnig leitt til þess, að tekjur togarasjómanna hafa lækk að og orðið tiltölulega óhagstæð- ar, einkum miðað við tekjur báta sjómanna. Ríkisstjórnin telur, að hin nýja gengisskráning muni skapa möguleika á því að færa kjör togarasjómanna til samræm- is við kjör bátasjómanna, og jafn- framt grundvöll fyrir hallalaus- um rekstri togaranna. Síldarafurðirnar Síldarútvegurinn hefúr fengið lægri bætur en nokkur önnur grein útflutningsins. Lengst af hafa bæturnar verið miklu lægri en annarra greina, og það enda þótt þessi grein sé sérstaklega háð sveiflum í aflabrögðum. Með útflutningssjóðslögunum frá 1958 og hækkun bóta á síldarafurðum sumarið 1959, var þó mjög dreg- ið úr þessum mismun. Nú er ætl- unin að munurinn hverfi að fullu, enda hafa alvarlegar horfur skap azt varðandi sölu á afurðum þess- arar atvinnugreinar. Að því er saltsíldina snertir, er það fyrirsjáanlegt, að markað- ir hennar í Sovétríkjunum, Pól- landi og e. t. v. einnig í Aust- ur-Þýzkalandi muni dragast sam- an á þessu ári, og er sennilegt, að sá samdráttur verði meir en stundarfyrirbrigði. Verður þá ó- hjákvæmilegt að auka sölu salt- síldar til Vestur-Evrópu og Ameríku, þar sem markaðir eru fyrir hendi, en verð lægra en í Austur-Evrópu. Hið nýja gengi mun gera þetta kleift. Að því er bræðslusíldarafurðir og hval- afurðir snertir, hefur orðið mikið verðfall á mjöli á árinu 1959, og lýsisverð er einnig lágt. Vegur þetta á móti þeim áhrifum, sem breyting gengisskráningarinnar annars myndi hafa haft á afkomu þessarar framleiðslu. Gjaldeyriskaup af varnarliðinu Það fyrirkomulag, sem tekið var upp með lögunum um út- flutningssjóð frá 1958, að kaupa gjaldeyri af varnarliðinu á 16 kr. og selja hann aftur á 25 kr. og þaðan af hærra verði, gat ekki staðið nema stutta hríð, þar sem það var ekki í samræmi við reglur Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins, sem ísland hefur verið aðili að, frá því hann var stofnaður árið 1944. Á þessu hlýtur því að verða breyting um leið og efna- hagsmálum þjóðarinnar er kom- ið í eðlilegt horf. Á hinn bóginn telur ríkisstjórnin sanngjarnt, að gera slíkar I Bandaríkjastjórn fyrir sitt leyti stuðli að því að draga nokkuð úr þeim erfiðleikum, sem þessi breyting hefur á greiðsluviðskipti þjóðarinnar. Um þetta atriði hafa undanfarið átt sér stað viðræður á milli fulltrúa frá ríkisstjórnum beggja landa, og telur ríkisstjórn- in, að viðunandi lausn þess máls muni fást, þannig að komið verði í veg fyrir þá byrjunarörðug- leika, sem lækkun gjaldeyris- tekna frá varnarliðinu muni ella hafa í för með sér. Afnám bótakerfisins Lagt er til, að greiðslur út- flutningsbóta og hvers konar sérbóta séu afnumdar og að útflutningssjóður hætti störf- um. Tekjur sjóðsins falla nið- ur við gildistöku laganna. Það leiðir af sjálfu bótakerf- inu, að nokkur timi hlýtur að líða frá því að gjaldeyri hefur verið skilað fyrir útfluttar vörur, þar til greiðsla bóta getur farið fram úr útflutningssjóði. Það tek ur tíma að afla þeirra gagna, sem nauðsynleg eru til þess að greiðsl an geti farið fram. Þar við bæt- ist, að útflutningssjóður hefur ekki alltaf haft reiðufé til að inna greiðslur af höndum, og sú venja hefur skapazt, enda beinlínis samið um það við útvegsmenn, að greiðslur þyrftu ekki að fara fram fyrr en nokkrum tíma eft- ir að staðfest bókakrafa hefur verið lögð fram. Með vaxandi bótagreiðslum sjóðsins hafa slík- ar kröfur vegna útflutningsins, sem gjaldeyri hefur þegar verið skilað fyrir, sífellt farið vaxandi. Ekki er hægt að segja um það með vissu, hversu miklar þessar skuldbindingar eru á hverjum tíma. Samkvæmt áætlun sjóðs- stjórnarinnar námu þær um 270 milljónum króna í árslok 1959, og er varla hægt að gera ráð fyrir, að þær verði lægri þann dag, sem lögin taka gildi. Þessar skuldbindingar þarf að greiða eins fljótt og auðið er, og er það mikið hagsmunamál út- flytjenda og útvegsmanna, að svo verði gert. Hins vegar á útflutn- ingssjóður ekkert fé til að standa undir þessum greiðslum, og er hér því um mikið fjárhagslegt vandamál að ræða. Ríkisstjórnin leggur til að fjár verði aflað til þessara greiðslna á þann hátt, sem hér greinir. Gildir frá 16. febrúar í fyrsta lagi verði hið nýja gengi látið gilda fyrir þær út- flutningsafurðir, sem framleiddar voru fyrir 16. febrúar 1960. Á þessar vörur verði greiddar bæt- ur samkvæmt þeim reglum, sem í gildi voru, þegar afurðirnar voru framleiddar. Þetta er i sam- ræmi við þær venjur, sem fylgt hefur verið, þegar bætur hafa verið hækkaðar á undanförnum árum og kemur í veg fyrir, að gengishagnaður sá, sem verður á birgðum útflutningsvöru, falli einstökum útflytjendum í skaut. Áætlað er, að mismunur bóta- greiðslna og hins nýja gengis á þeim útflutningsbirgðum, sem til verða í landinu hinn 15. febrúar, muni nema um 150 millj. kr., og er gert ráð fyrir, að þessi upphæð gengi upp í þær skuldbindingar útflutningssjóðs, sem að íraman greinir. Þessi upphæð mun þó ekki duga til að greiða skuldbinding- ar sjóðsins. Er óhjákvæmilegt að afla meira fjár í þessu skyni, og er það tillaga ríkisstjórnarinnar að það verði gert með því að leggja 5% skatt á allan útflutning. Er gert ráð fyrir, að þessi skatt- ur gefi af sér um 120 millj. kr. á árinu 1960, og að hann verði úr gildi fellur þegar eftir að skuld- bindingar útflutningssjóðs hafa verið að fullu greiddar, nema því aðeins, að aðstæður hafi breytzt mjög verulega frá því sem nú er. Nýr útflutningsskattur Hér að framan var það tckið fram, að hið nýja gengi væri við það miðað, að hagur báta á þorskveiðum væri sá sami og hann er samkvæmt núgild- andi bótum. Rikisstjórnin tel- ur eigi að síður, að útflutn- ingsatvinnuvegunum öllum sé það kleift að greiða 5% út- flutningsskatt um eins til tveggja ára skeið, svo framar- lega sem aflabrögð verði sæmileg. Ástæðan fyrir þessu er í fyrsta lagi sú, að útflutningsatvinnu- vegirnir munu um nokkurt skeið eftir að hið nýja gengi tekur gildi, búa að rekstrarvörum, sem keyptar voru á gamla genginu. Þýðingarmeira er þó hitt, að út- reikningarnir um afkomu báta- útvegsins á hinu nýja gengi eru við það miðaðar, að hægt sé að fyrna framleiðslutæki, sem keypt eru á hinu nýja gengi. Þegar frá líður er þetta að sjálfsögðu skil- yrði fyrir því, að hægt sé að reka útflutningsatvinnuvegina. Fyrst í stað, meðan flest fram- leiðslutæki, sem eru í notkun, hafa verið keypt á gamla geng- inu, er þetta þó óþarfi. Þá mynd- ast nokkur fjárhagslegur ágóði er getur gengið upp í útflutnings- skattinn .Hitt vill ríkisstjórnia aftur á móti taka fram, að hún telur, að útflutningsatvinnuveg- irnir, að öðrum aðstæðum óbreytt um, þurfi á hinu nýja gengi að halda óskertu eftir eitt eða tvð ár. Afnám útflutningsskattsins mun því ekki skapa grundvöll fyrir launahækkunum nema þvi aðeins, að aðrar breytingar hafi á sama tíma orðið útflutningsat- vinnuvegunum í hag. Reynt oð stöðva víxlhækk- anir verblags og kaupgjalds Tenging kaups v/ð visitölu framfærslukostnaðar numin úr gildi Cert ráð tyrir frjálsum samningum um grunnkaup milli atvinnurekenda og stéttarfélaga t GREINARGERÐ með efnahags málafrumvarpi rikisstjórnarinn- ar, sem lagt var fram á Alþingi í gær, er m. a. rætt um þróun launamála undanfarin ár, víxl- hækkanir kaupgjalds og verð- lags og vöxt verðbólgunnar, jafnframt þvi sem gerð er grein fyrir tillögum og afstöðu ríkis- stjórnarinnar að því er varðar Iaunamálin í landinu. í þessum kafla greinargerðarinnar er m. a. komizt að orði um þessa leið: • Kapphlaupið milli kaupgjalds og verðlags Þegar leiðréttingar hafa verið gerðar á gengisskráningunni sl. áratug, hafa beim fylgt miklar launahækkanir. Þetta var svo 1950, þegar laun hækkuðu sam- kvæmt hækkun vísitölu fram- færslukostnaðar, og 1958, þegar lögboðin var 5% hækkun grunn- kaups. Það getur ekki verið álita- mál, að þessar launahækkanir hafi gefizt illa. Þær hafa leitt til mikilla og hraðra víxlhækkana verðlags og kaupgjalds og aukið vantrú manna á það, að jafn- vægisástandi yrði náð í efna- hagsmálunum. Á hinn bóginn hafa þær ekki megnað að færa launþegum raunverulega kjara- bót. Lífskjör launafólks ákvarð- ast af því, hve mikil framleiðsla þjóðarinnar er, hve mikið fæst fyrir þá framleiðslu á erlendum markaði og hvernig arðinum af þeirri framleiðslu er skipt Al- mennar launahækanir hafa að sjálfsögðu engin áhrif á það, hversu mikil raunveruleg verð- mæti þjóðin framleiðir, né hversu mikið fæst fyrir þau er- lendis. Þær hafa ekki heldur á- hrif á það, hvernig arðinum af framleiðslunni er skipt, ef sér- hver launahækkun leiðir til sam- svarandi verðhækkunar, eins og tíðkazt hefur hér á landi. Iðn- rekendur og kaupsýslumenn velta þá launahækkuninni jafn- óðum yfir á launþega aftur í hækkuðu vöruverði, og fram- leiðendur útflutningsvöru fá launahækkanirnar jafnaðar með hækkunum útflutningsbóta, er ríkið síðan endurkrefur með bví að leggja á ný gjöld, sem borin eru af launþegum. • Fyrst og fremst barna- fjölskyldum og gömlu fólkl til góðs Ríkisstjórnin leggur til, að í þetta skipti sé farin önnur leið, sem geri hvort tveggja i senn, komi í veg fyrir víxl- hækkanir verðlags og kaup- gjalds og dragi sem mest úr áhrifum gengisbreytingarinn- ar á lífskjör almennings meS raunverulegri breytingu á skiptingu þjóðarteknanna. Leiðin er sú, að auka stór- lega bætur almannatrygginga, einkum fjölskyldubætur, elli- og örorkulífeyri, og taka upp niðurgreiðslur i nokkrum þýðingarmiklum innfluttum neyzluvörum (kornvörum, kaffi og sykri), Var þessum ráðstöfunum lýst I köflunum hér að framan. Þessar ráðstafanir fela í sér raunveru- lega breytingu á tekjuskiptingu þjóðarinnar, vegna þess að þær koma fyrst og fremst barnafjöl- skyldum, öldruðu fólki og ör- yrkjum til góða, en fjár til þess að standa straum af þeim er afl- að með tollum og sköttum, sena Framh. á bls. V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.