Morgunblaðið - 23.02.1960, Side 2
2
MORCUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 23. febrúar 1960
GENGIS SKRÁNING
Skráð frá og með 22. febrúar 1960
Eining Kaupgengi Sölugengi
Sterlingspund 1 106,56 106,84
Bandaríkjadollar 1 38,00 38,10
Kanadadollar 1 39,97 40,07
Dönsk króna 100 550,50 551,95
Norsk króna 100 531,85 533,25
Sænsk króna 100 733,85 735,75
Finnskt mark 100 11,90 11,93
Franskur franki 100 774,25 776,30
Belgískur franki 100 76,20 76,40
Svissneskur franki 100 875,65 877,95
Gyllini 100 1.007,75 1.010,40
Tékknesk króna 100 527,05 528,45
Vestur-þýzkt mark 100 911,25 913,65
Líra 1000 60,80 60,96
Austurr. schillingur 100 146,15 146,55
Peseti Reikningskróna —• Rússland, Rúmenía, 100 63,33 63,50
Tékkóslóvakía, Ungverjal. .. 100 99,86 100,14
— Vaxtahækkunin
Framh. af bls. 1.
Fiskveiðasjóður úr 4% í 6Vi%.
Þessi hækkun nær ekki til vaxta
af þegar umsömdum lánum fjár-
festingarlánastofnana, sem verða
óbreyttir, eins og fyrir er mælt i
skuldabréfi. Hækkunin nær held-
ur ekki til lána, sem þegar eru
komin i afgreiðslu hjá þessum
stofnunum, þótt útborgun hafi
enn ekki átt sér stað.
• 40 millj. kr. til
íbúðalána
t sambandi við þessa hækkun
vaxta hefur ríkisstjórnin ákveð-
ið að gera ráðtafanir til að afla
40 millj. kr. til íbúðalána á þessu
ári umfram tekjur Byggingar-
sjóðs ríkisins. Hluti þessarar
upphæðar verði sérstaklega æti-
aður til að losa menn, sem eru
að byggja eða nýbúnir að byggja,
við erfiðar lausaskuldir í bönk-
unum. Skiptist þessi 40 millj. kr.
upphæð í fvo hluta.
• I fyrsta lagi hefur stjórn
Seðlabankans í dag samkvæmt
tilmælum ríkisstjórnarinnar sam
þykkt, að lána Byggingarsjóði
ríkisins 25 millj. kr. til íbúða-
lána í trausti þess, að samkomu-
lag náist við stjórn Atvinnuleys-
istryggingasjóðs varðandi
geymslu lausafjár sjóðsins hjá
Seðlabankanum.
• Víxilskuldum breytt
í íbúðalán
1 öðru lagi mun ríkisstjórnin
leita eftir samningum við við-
skiptabankana og stærstu spari-
sjóðina um, að þeir fallist á að
breyta víxillánum, er nemi allt
að 15 millj. kr. í íbúðalán, ef um
er að ræða séstaka erfiðleika
byggenda vegna lausaskulda
þeirra í þessum stofnunum.
FRÉTTATILKYNNING
LANDSBANKA ÍSLANDS,
SEÐLABANKANS
Með skírskotun til laga um
efnahagsmál nr. 4 frá 1960, hefir
stjórn Seðlabankans ákveðið:
1. Ný skráning á gengi is-
lenzkrar krónu komi til fram-
kvæmda að morgni mánudags 22.
febrúar 1960. Kaupgengi banda-
rísks dollars er ákveðið kr. 38.00
og sölugengi 38.10 fyrir hvern
Bandaríkjadollar. Kaup og sölu-
Dagskrá Alþingis
í dag eru boðaðir fundir í báð-
um deildum Alþingis á venjuleg-
um tíma. Á dagskrá efri deildar
eru tvö mál.
1. Framleiðsluráð landbúnað-
arins o. fL, frv. — 1. umr.
2. Erlend lán Ræktunarsjóðs
íslands og Byggingarsjóðs sveita
bæja, frv. — 1. umr.
Tvö mál eru á dagskrá neðri
deildar:
1. Aukaútsvör ríkisstofnana,
frv. — 1. umr.
2. Varnir gegn útbreiðslu jurta
sjúkdóma, frv. — 1. umr.
gengi á öðrum gjaldeyri er á-
kveðið í samræmi við það, verð-
ur t. d. kaupgengi sterlingspunds
106.56 og sölugengi 106.84.
Kaupgengi 100 danskra króna
verður 550.50 og sölugengi
551.95.
Kaupgengi 100 norskra króna
verður 531.85 og sölugengi 533.25.
Kaupgengi 100 sænskra króna
verður 733.85 og sölugengi 735.75.
Kaupgengi 100 finnskra marka
verður 11.90 og sölugengi 11.93.
Kaupgengi 100 v-þýzkra marka
verður 911.25 og sölugengi 913.65.
• Aukin sparifjáor-
myndun
2. Til þess að hafa áhrif til
aukinnar sparifjáröflunar, hefir
bankastjórnin á fundi í dag
ákveðið, að höfðu samráði við
ríkisstjórnina, að innlánsstofn-
anir greiði frá og með deginum
í dag vexti af innstæðufé:
Á almennum sparisjóðsbók-
um 9%.
Á sparisjóðsbókum með 6 mán.
uppsagnarfresti 10%.
Á tíu ára sparisjóðsbókum
11%.
Á ávísanasparisjóðsbókum 6%.
Á hlaupareikningi 4%.
• Hækkun útlánsvaxta
Sömuleiðis ákvað bankastjórn-
in að útlánsvextir lánastofnana
skuli frá sama tíma ekki vera
hærri en hér segir:
Forvextir 11%.
Framlengingarvextir eftir 3
mán. 11Í4%.
Vextir af yfirdrætti á hlaupa-
reikningum, reikn. mánaðarlega
eftir á 12%.
Vextir af reikningslánum og
viðskiptalánum, auk viðskipta-
gjalds 1% á ári 11%.
Sömu lán með föstum vöxt-
um 10%.
Vextir af afurðavíxlum 9%.
Framlenging sömu víxla eftir
3 mánuði 9Vz%.
• Bundinn reikningur
Ákvörðun þessi gildir, þar til
öðruvísi verður ákveðið.
Bankastjórnin ákvað ennfrem-
ur, eftir að hafa haft samráð við
ríkisstjórnina, að nota heimildir
í Iögum til að skylda innláns-
stofnanir til að leggja inn á bund
inn reikning í Seðlabankanum
helming aukningar á innláns-
reikningum frá 1. jan. 1960.
Reykjavík, 21. febr. 1960
Fá lausn
frá störfum
HINN 17. þ. m. veitti forseti fs-
lands Guðbrandi ísberg, sýslu-
manni í Húnavatnssýslu, lausn
frá embætti frá 1. júlí nk. að
telja.
UM helgina var innbrot framið
í fataverzlun Gefjunar-Iðunnar
við Kirkjustræti. Var stolið sjö
karlmannsfö tum.
Danska
• ••
smjorio
komið
í DAG kemur danska smjörið
væntanlega í verzlanir. I gær var
verið að skipa því upp úr Gull-
fossi og verður uppskipun vænt-
anlega lokið í dag.
Ljósmyndari blaðsins tók þessa
mynd í gær í Osta- og smjörsöl-
unni, en hún sér um dreifingu
á danska smjörinu, eins og því
íslenzka. Kemur danska smjörið
í 250 gramma stykkjum, og
sést á myndinni, með orðinu
„lurmærket" (lúðurmerkt), sem
mun vera skráð merki danskra
útflytjenda.
Með þessari ferð Gullfoss komu
50 tonn af dönsku smjöri í 15 kg
kössum, og eru önnur 50 tonn
væntanleg með næstu ferð. Það
magn er talið duga þangað til
okkar eigin framleiðsla fer aftur
að aukast með vorinu.
Fengum við þær upplýsingar
í Osta- og smjörslunni í gær, að
sennilega yrði hægt að aka út
smjörinu upp úr hádeginu, og þá
í verzlanir í öllum hverfum nokk
um veginn samtímis, svo að hús-
mæður mundu að öllu forfalla-
lausu geta keypt smjör seinni
hluta dags í dag.
Framsóknarmenn viðurkenna að
hata skilið við Rœktunarsjóð og
byggingarsjóð gjaldþrota
í GÆR var útbýtt á Alþingi frv.
til Iaga um að ríkissjóður taki
á sig greiðslu á erlendum lánum,
sem hvila á ræktunarsjóði ís-
lands og byggingarsjóði sveitar-
Bókmenntokvöld
NÆSTA bókmenntakvöldið 1
Ameríska bókasnfninu að Lauga
vegi 13, verður haldið í kvöld
og hefst að venju kl. 8,30 e. h.
Svo sem kunnugt er hafa allmörg
slík bókmenntakvöld verið hald
in að undanförnu í vetur og þau
reynzt mjög vinsæl. Á þessum
kvöldum hefur verið lesið á víxl
upp úr verkum bæði enskra og
amerískra höfunda og sum verk-
in skýrð að nokkru.
í þetta sinn verður kvöldið
tiieinkað tveimur af merkustu
forsetum og stjórnmálaskörung-
um Bandaríkjanna, Þeim George
Washington, fyrsta forseta
Bandaríkjanna, og Abraham Lin-
coln.
Öllum er að sjálfsögðu heimilt
að sækja þessi bókmenntakvöld.
Mikil vatnsnotkun
íkuldanum
MIKIL var vatnsnotkun þeirra í
gær, sem á hitaveitusvæði bæj-
arins búa. Daglangt og langt fram
á kvöld var hún yfir 500 sek.
lítrar. Hafði mest orðið 514. Er
þetta einn vatnsfrekasti dagurinn
í yfirstandandi kuldakasti. — í
gærkvöldi klukkan 8—9 var
vatnshæðin í geymunum á Öskju
hlíð þó enn um 280—290 sentim.
Voru horfur á að vatnið mundi
duga fram til klukkan 11, en þá
er almennt farið að loka fyrir inn
rennslið í húsum manna. Tölu-
verð brögð eru enn að því,
að fólk láti vatnið renna í
stríðum straumum í hús sín á
nóttunni, en slíkt veldur, sem
kunnugt er, vatnsskorti næsta
dag, því geymarnir eru ekki
nærri fullir á morgnana.
bæja. Flm. eru allir þingmenn
Framsóknarflokksins í efri deild
Alþingis.
f frv. er lagt til að ríkissjóður
taki að sér að greiða eftirstöðvar
af fimm erlendum lánum fyrir
Ræktunarsjóð og tveimur fyrir
Byggingarsjóð sveitarbæja. Lán-
in eru í dollurum, 3.390.998,28 og
sterlingspundum, 308500.0.0.
í greinargerð segir, að nú sé
svo komið, að sjóðimir búi við
mikinn hallarekstur og hafi
rekstrarhalli Ræktunarsjóðs ver
ið 3 millj. 66 þúsund sl. ár, en
rekstrarhalli byggingarsjóðs
1.892.849.42.
Það er athyglisvert, að á sama
og Framsóknarmenn viðurkenna
gjaldþrot þessara sjóða, sem þeir
hafa haft ráðstöfunarrétt yfir og
umsjón með á undanförnum ár-
um, berjast þeir með oddi og
egg gegn því, að sjóðimir hækki
útlánsvexti sína, sem þó gæti
orðið einn þátturinn í því að bæta
hag þeirra, enda þótt augljóst
sé, að margt fleira þyrfti til að
skapa sjóðunum starfsgrundvölL
Rætt um skólamál
HAFNARFIRÐI — Málfunda-
námskeið Stefnis heldur
áfram í kvöld og verður þá
rætt um skólamál. Framsögu-
menn eru þeir Þór Gunnars-
son og Reimar Sigurðsson. —
Eru Stefnis-félagar beðnir að
fjölmenna.
NA /5 hnúiar >/ SV50hnuiar ¥ Snjókoma y 06 i X7 Skúrír ÍC Þrumur w*z, KuUaskil Hitaski! H Hdé L Latq6