Morgunblaðið - 23.02.1960, Side 6

Morgunblaðið - 23.02.1960, Side 6
6 MORCVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 23. febrúar 1960 Vísindasjóður auglýsir styrki Prófessor Alexander Jóhannesson afhendir Alfreð Eliassyni gullmerkið. — Alfreð Elíasson heiðr- aður á Flugmálahátíðinni VÍSINDASJÓÐUR hefur auglýst styrki ársins 1960 lausa til um- sóknar. Sjóðurinn skiptist í tvær deildir: Raunvísindadeild og Hugvísindadeild. — Formaður stjórnar Raunvísindadeildar er dr. Sigurður Þórarinsson jarð- fræðingur, en formaður stjórnar Hugvísindadeildar dr. Jóhannes Nordal bankastjóri. Formaður yfirstjórnar sjóðsins er dr. Snorri Hallgrímsson prófessor. Rf unvísindadeild annast styrk- veitingar á sviði náttúruvísinda, þar með taldar eðlisfræði og kjarnorkuvísindi, jarðfræði, efna fræði, stærðfræði, læknisfræði, líffræði, lífeðlisfræði, jarðfræði, dýrafræði, grasafræði, búvísindi, fiskifræði, verkfræði og tækni- fræði. Hugvísindadeild annast styrkveitingar á sviði sagnfræði, bókmenntafræði, málvísinda, fé- lagsfræði, lögfræði, hagfræði, heimspeki, guðfræði, sálfræði og uppeldisfræði. Hlutverk Vísindasjóðs er að efla íslenzkar vísindarannsóknir og í þeim tilgangi styrkir hann: 1) Einstaklinga og vísindastofn- anir vegna tiltekinna rann- sóknarverkefna. 2) Kandídata til vísindalegs sér- náms og þjálfunar. Kandídat verður að vinna að tilteknum sérfræðilegum rannsóknum eða afla sér vísindaþjálfunar til þess að koma til greina við styrkveitingu. 3) Rannsóknastofnanir til kaupa á tækjum, ritum eða til greiðslu á öðrum kostnaði í sambandi við starfsemi, er sjóðurinn styrkir. Umsóknir þurfa að hafa borizt fyrir 1. apríl n. k. Umsóknar- eyðublöð ásamt upplýsingum fást hjá deildarriturum, á skrif- stofu Háskóla íslands og hjá sendiráðum Islands erlendis. — Deildarritarar eru fyrir Raun- vísindadeild Guðm. Arnlaugsson menntaskólakennari og fyrir Hugvísindadeild Bjarni Vil- hjálmsson skjalavörður. I\ý stjórn í Kerala NÝJU DELHI, Indland, 19. febr. (Reuter): — Búizt er við því að Congress flokkurinn taki að sér stjórnarmyndun í Kerala fylki á Indlandi. Kommúnistar réðu áður ríkj- um í þessu fylki, en við síðustu þingkosningar, sem fram fóru 1. febrúar sl., voru lýðræðisflokk- arnir með víðtæka samvinnu til að hrekja þá frá völdum. Árang- urinn varð sá að Congress flokk- urinn fékk 63 þingsæti, Praja jafnaðarmenn 20, Muslin (Mú- hameðstrúar) flokkurinn 11 og óháðir 3 þingsæti. Kommúnistar sem áður höfðu meirihluta þing- sæta, fengu nú aðeins 29. Ekki hefur lýðræðisflokkun- um komið saman um myndun samsteypustjórnar, en jafnaðar- menn og Múhameðstrúarflokkur- inn munu styðja stjórn Congress- flokksins. FLUGMÁLAHÁTÍÐIN var hald in í Lido fyrra laugardag Alfreð Elíassyni, framkvstj. Loft leiða, var þar veitt gullmerki Flugmálafélags íslands fyrir mik ð starf í þágu íslenzkra flugmála. Forseti Flugmálafélagsins, próf. Alexander Jóhannesson, afhenti merkið og flutti Alfreð síðan stutta ræðu, þar sem hann þakk- aði heiðurinn. Tveir menn hafa áður hlotið gullmerki Flugmálafélagsins. Þeir Agnar Kofoed Hansen, flug- málastjóri, og örn Ó. Johnson, framkvstj. Flugfélags íslands. Á Flugmálahátíðinni var Björn Jónsson, flugumferðarstjóri, einnig heiðraður vegna mikils framlags hans til flugmála okk- ar. Þá var skýrt frá því, að Flug- vísindafélag íslands hefði gert Agnar Kofoed Hansen, flugmála- stjóra, að heiðursfélaga sínum, m.a. í virðingarskyni fyrir störf þau, er hann vann á allsherjar- þingi ICAO í San Diego á sl. ári. Þorskafjarðar skrifar um: KVIKMYNDIR STJÖRNUBÍÓ: . , , 1 9 8 4 “ RITHÖFUNDURINN Georg Or- well ritaði fyrir nokkrum árum skáldsögu um það, hvernig verða mundi umhorfs í heiminum árið 1984, ef áfram héldi fyrir mann- kyninu á sömu braut og undan- farna áratugi. A þessari skáld- sögu er byggð kvikmynd sú, sem hér er um að ræða. Sagan og myndin ber það með sér að höf- undurinn virðist ærið svartsýnn á framtíð mannkynsins ef ekki verður algerð breyting á sam- skiptum þjóðanna. — Margt í þessari óhugnanlegu mynd kem- ur okkur kunnuglega fyrir eftir því sem lýst hefur verið ástand- inu í mörgum einræðislöndum heims, þar sem andleg og líkam- leg kúgun þegnanna er einn meginþátturin í viðhaldi einræð- isins. Við minnumst hinna mörgu „hreinsana", sem farið hafa fram í þessum ríkjum með tilheyrandi „heilaþvotti", sem veldur því að menn „játa“ á sig hverskonar Langt að sækja á miðin PATREKSFIRÐI, 17. febrúar — Þrír bátar úr Isafjarðardjúpi leit uðu hér inn í dag vegna veðurs, ;n bátar héðan eru enn ókomnir. Bátarnir eru Víkingur frá Bol- ungarvík, Hugrún frá Bolungar- /ík og Páll Pálsson frá Hnífsdal. Afli þessara báta hefur ekki verið eins góður og bátanna héð- an, vegna þess að þeir hafa þurft að sækja á mið hér suður frá, og tekur ferðin á miðin þá 8—12 tíma hvora leið. Geta þeir því ekki farið nema 4 róðra í viku. Afli þeirra hefur verið 8—15 lestir í róðri, en afli bátanna héð- an hefur aftur á móti verið 130— 150 tonn sL hálfan mánuð. glæpi gegn þjóð sinni og ríkis- stjórn. — 1984 hefur einræðis- herrann „Stóra bróður" í Elja- álfu og handlöngurum hans tek- izt að gera allan almenning að hugsunarlausum og æpandi skríl fullum aðdáunar (af sefjun og ótta) á öllu því sem „Stóri bróð- ir“ býður og bannar. En þær fáu hræður, sem hreyfa minnstu gagnrýni eru teknar og pynd- aðar og lýkur því með hinum alkunna „heilaþvotti“ til þess að brjóta á bak aftur alla andstöðu við stjórnarkerfið og alla sjálf- stæða hugsun. Mynd þessi er, sem áður segir, óhugnanleg og gerð af töluverðri hugkvæmni en þó ekki meiri hug kvæmni en sumir einræðisherrar síðari tíma hafa sýnt í því að kúga og pynda mannfólkið, eftir því sem lýst hafa nánustu sam- verkamenn þessara harðstjóra. heiði fær ÞUFUM, 20. febr.: — I gær fór Kristján Steindórsson, bóndi á Kirkjubóli í Langadal, á jeppa suður yfir Þorkafjarðarheiði að Kollabúðum í Þorskafirði og fékk ágæta ferð. Heiðin er. nær snjó- iaus, og hið bezta færi yfir hana. Hér hefur verið mjög snjólétt, en frost hafa verið nokkra síð- ustu daga. — P.P. - skrifar úr 1 daglega lífinif J • Úrelt ákvæði tryggingarlaga Njarðvíkingur kom að máli við Velvakanda á dögunum og ræddi um ákvæði tryggingar- laganna, sem hann taldi nú úr elt orðið, en það er skiptingin í fyrsta og annað verðlags- svæði. Fórust honum svo orð m. a.: — Ákvæðið um að skipta landinu í fyrsta og annað verð lagssvæði hvað greiðslur á tryggingum snertir, mun hafa verið sett inn á þeim forsend- um, að ekki var jafndýrt að lifa á hinum ýmsu stöðum. Nú er þessi mismunur ekki lengur til staðar og hefir skiptingin því ekki lengur eðlilega for- sendu. Ég get nefnt sem dæmi, að Njarðvík er á öðru verðlags svæði trygginganna, en Kefla- vík á fyrsta. Á þessum tveim- ur stöðum, sem liggja hlið við hlið, en enginn munur á lífs- kjörum eða afkomumöguleik- um. Hins vegar er gífurlegur munur á greiðslum almanna- trygginga til gamalmenna og öryrkja. Una menn í Njarð- víkum þessu illa að vonum og finnst hér um óþarfa mismun un að ræða af hálfu löggjaf- ans. 9 Verðlauna ógift stand tammmmmi Þá minnist Njarðvíkingurinná annað ákvæði tryggingarlaga, sem einnig orkaði mjög tví- mælis. Er það lagafyrirmælið um að ölduð hjón fá miklu minni ellilífeyri, en tveir ein- staklingar. Kæmi þetta þann- ið út, að ef fólk byggi saman í ógiftu standi fengi það miklu hærri ellilífeyri, en það fólk, sem hefði gift sig með heiðri og sóma fyrir löngu. Sama máli gegndi um hjón, sem eitt sinn hefði skilið, en tekið svo saman aftur án þess að gifta sig. — Er engu líkara en hér sé löggjafinn að verðlauna skilnað og ógift stand, en níð- ast á þeim, sem grandvarlega lifa fyrir guði og mönnum, sagði Njarðvíkingurinn. • Fréttir í síma — Það er margt talað í bæn- um núna, sagði maður utan af lclllUl, ÖCIXl JCIU riui anda á laugardagsmorguninn Þessd til staðfestingar sagði hann eftirfarandi sögu: — Konan, sem ég bý hjá hér í bænum, kom til mín með miklu írafári í morgun og sagði: Ég hef aldeilis frétt að segja þér. Vinkona mín var að hringja til mín og það var heldur þokkalegt eða hitt þó heldur, sem hún fræddi mig á í símanum. Þeir hafa verið af- kastamiklir þama niðri á Al- þingi í gær. Þarna sagði hún að þeir hefðu samþykkt að banna öll verkföll og mig minnir hún sagði að þeir hefðu bannað málfrelsi og trú frelsi líka. Það er að verða gæfulegt að lifa í þessu landi! i Bílfært á Hveravelli UNDANFARNA viku hefur verið farið á bílum inná Hveravelli og upp að Hvítárvatni. Er það alveg sérstakt að þangað skuli vera fært í febrúarmánuði. En nú ligg ur hjarn yfir öllu hálendinu. Það er vel fært fyrir jeppa og háa bíla inn á Hveravelli, sagði Sigurjón Rist, sem fór þangað á þriðjudag og miðvikudag til at- hugana á ám eftir flóðið. Og ég held að það mætti stinga sér norður af ofan í Húnavatnssýslu þaðan. Eini farartálmin er í Blá- felli þar sem vatnavextirnir um daginn hafa grafið rásir í veginn en það er þó fært. Eins held ég að hægt væri þessa dagana að aka yfir hálendið í Bárðardalinn, ef brýr væru á Tungnaá og Köldu kvísl. Það er aðeins eitt að varast. Við Sigölduveg hefur safnast vatn í dælir í hrauninu, og eru þar allt að 5 km. pollar með veik um ís yfir. Sgurjón sá hjólör, sem sýndu að bíll hafði nýlega farið upp að Hvítárvatni, sennilega sl. sunnu- dag. Um leið og snjóar er þetta búið að vera, því svo djúpar rásir eru eftir leysingavatnið, sem hefur klippt í sundur fannir. Jaki á miðstöpli brúarinnar I vatnavöxtunum um daginn hefur verið svo mikið rennsli úr Hvítárvatni sem snöggvast, að biti úr jaka liggur nú á miðstöpli brúarinnar. Endurbætur á Hótel Blöndósi BLÖNDUÖSI, 20. febr.: — I haust og í vetur hafa staðið yfir mjög miklar endurbætur og stækkun á Hótel Blönduósi. Er ráðgert að þeim ljúki fyrir vor ið, en þá verður haldin hér svo kölluð Húnavaka með stanzlaus um skemmtunum í heila viku. Ætti hótelið að verða fyrsta flokks, þegar endurbótunum og stækkuninni er lokið. Hótelhald- ari er Snorri Arnfinnsson. '• ~«■•-'■•-»—'■ • SKÁK • HAFNARFJÖRÐUR ABCBEFGH ABCDEFGH KEFLAVÍK 17. Rd2xe4 ★ KEFLAVÍK ABCDEFGH ABCDEFutl AKRANES 16. 14—f5

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.