Morgunblaðið - 23.02.1960, Page 12

Morgunblaðið - 23.02.1960, Page 12
12 MOFCl’NRLAÐIÐ Þriðjudagur 23. febrúar 1960 Húsið Reykjavíkurvegi 1 Hafnarfirði er til sölu með stórri og góðri lóð á einum bezta stað í miðbænum. Húsið er vel byggt múrhúðað timb- urhús ca. 80 ferm. að grunfleti. Á hæðinni eru 3 stór herbergi, eldhús og bað. Á efri hæð 4 herb. eldhús og geymsluloft. I kjallara er m. a. verzlunar- pláss á ágætum verzlunarstað. ÁRNI GUNNLAUGSSON, hdl. Austurgötu 10 Hafnarfirði. Sími 50764, 10—12 og 5—7. íbúBir til sölu Til sölu eru skemmtilegar 2ja og 4ra herb. íbúðir í sambýlishúsi á fögrum stað í Háaleitishverfi. íbúð- irnar eru seldar með fullgerðri miðstöð, tvöföldu gleri, útidyrahurðum, múrhúðun á allri sameign inni í húsinu, handriði á stiga og húsið fullgert að utan. Nýtízku sjálfvirkar þvottavélar fylgja. Frysti- og kæligeymsla. Bílskúrsréttur. Hagstætt verð. Lán kr. 50 þús. til 5 ára á 2. veðrétti. FASTEIGNA & VERÐBRÉFASALAN, (Lárus Jóhannesson, hrl.) Suðurgötu 4. — Símar: 13294 og 14314. Clœsileg húseign til sölu í Vogahverfi. í húsinu eru þessar íbúðir: Kjallaraíbúð, 2 herb., eldhús, bað, forstofur, geymsla o. fl. 1. hæð 4 herb., eldhús, bað, skáli, ytri forstofa, geymsla í kjallara o. fl. 2. hæð 5 herb., eldhús, bað skáli ytri forstofa, geymsla í kjallara o. fl. Tvöfcdt gler. íbúðirnar seljast fullgerðar. Hæðunum fylgja bílskúrsréttindi. Stór og góð lóð. Fagurt útsýni FASTEIGNA & VERÐBRÉFASALAN, (Lárus Jóhannesson, hrl.) Suðurgötu 4. Símar: 13294 og 14314. Orðsending frá Bólsturgerðinni Svefnsófar eins og tveggja manna — Sófasett, — Sófaborð — Kommóður. — Pantið húsgögnin strax, meðan verðið er óbreytt. Bólsturgerðin h.f. Skipholti 19 — Sími 10388 Áslaug Minning „Hitt eigi duldist hám né lágum hógværð hennar og hjartagéeði“. Matth. Jocihumsson Kona vinar míns er látin. Hún var honum góð kona. Ættingjum og ástvinum var hún kær og hug- Ijúf, og okkur hinum mun hún löngum reynast minnisstæð. Frú Áslaug Jónsdóttir féll frá í blóma lifsins, tæplega 35 ára að aldri. Ævi ungrar, heilsu- veillar konu, sem gengur alfara- leið heimilislífsins, helgar sig börnum sínum, heimili og starfi, telst ef til vill ekki viðburða- rík á alþjóðavisu. I>ó er það nú einmitt líí og hamingja hvers ein staklings, ævi hans, stutt eða löng, sem öllu skiptir. Það eru ekki stéitirnar, flokkarnir né einhverjar félagsheildir, sem líf og farsæid þjóðar — þjóðlífið — grundvallast á, heldur byggir það á góðum cg nýtum manneskjum. Það er í brjóstum einstakling- anna, sem hjarta þjóðar slær. Það er við lát einstaklinga, sem þjóð blæðir. Það eru allir heilsteyptu, ó- brotnu einstaklingarnir, sem þann smágerða gróður mynda, er þá voð vefa sem skýlir gróður- nál þjóðarinnar og fegurst mynstrar ábreiðuna. Stórmennin svonefndu eru þau hrikafjöll, há- drangar og stórelfur, sem gefa landinu tignarsvip, en það er fíngróðurinn, er skapar því milda ásjónu hins eilífa vors. Þegar við erum ung og í broddi lífsins, hættir okkur til að þeysa áfram eftir þjóðbraut og eygja ekkert nema regnbogann, sem við elt- um án afláts, en höndlum aldrei. Við gleymum að gefa gaum að smágróðrinum í vegarbrúninni, sem á þó öllum regnbogum feg- urra litaspil, og er sá áþreifan- legi kjarni raunveruleikans, sem mannlíf og þjóðlíf rekur dýpst- ar rætur til. Hver mannsæfi er partur úr sögu mannkynsins. örsmár í augum kynslóða og alda, en óum- ræðilega mikilsverður þeim, sem æfina á og honum unna. Sagan af lífi þeirrar konu, sem aðeins lifir hálfa mannsæfi og býr við stöðuga vanheilsu, kann að verða blaðafá. Ekkert orlof myndi held ur hæfa svo látlausu lífi, sem Aslaug Jónsdóttir lifði. Það eru engir sterkir litir í þeirri lífs- mynd. Það er yfir henni mjúk birta mótuð af þjáningu og hetju lund. Það líf var aðeins helgað iitla heiminum í stóra heimin- um — heimili hennar. Sá gáfaði snillingur Jóhannes Kjarval sagði einhvern tíma: „Það er mikið fyrirtæki að vera rnanneskja“. Felst vissulega nokk ur sannleikur í þeim orðum. En hversu óumræðilega miklu viða- meira verður ekki það fyrirtæki, ef aldrei er gengið heill til skóg- ar í þeirri viðureign. Aslaug reyndist þeim vanda vaxin að standa í áralöngu návígi við dauðann, en leysa samtímis það hlutverk mannlegs lífs að veita öðrum hamingju. Til þess þarf hetjulund. Þeim eðlisþætti var Áslaug ríkulega gædd. Hún var að vísu ekki hetjan, sem sagan og bókmenntirnar hylla af mesta SIGURGEIR SIGURJÓNSSON hæstaréttarlögmaður Málflutningsskrifstofa. Aðalstræti 8. — Sími 11043. Jónsdóttir örlætinu. Hún var aðeins kven- hetja hversdagslífsins, en lofið við þá tegund af hetjuskap hef- ur löngum verið nokkuð naumt skorið við nögl. Hetjuskapur er göfugur eigineiki. Þó mundu festir kjósa að þurfa ekki að vera hetjur og komast hjá því að horf ast í augu við þær afbrigðilegu aðstæður að mæta því and- streymi, sem eru stikurnar, er hetjuskapur er mældur á. Hetja hversdagslífsins veit ekki sjálf, að hún á heitið skilið, henni er hugprýðin meðfædd og fórnin sjálfsögð. Slík manneskja mun Áslaug Jónsdóttir hafa verið. Aldrei æðruorð og í eigin veik- mdum gat hún veitt öðrum styrk. — ★ — Það hefur verið sagt, að ham- ingja lifi hlédrægu lífi. Þau gerðu það líka að Leifsgötu 27. Þó voru bæði félagslynd vel, og fylgdi Aslaug Sveini manni sínum ó- trauð í hans margbreytilega fé- lagsstarfi í Varðarfélaginu, Knatt spyrnufélagi Reykjavíkur og víð- ar, þar sem hann hefur komið við sögu og Iagt farsæia hönd á plóg- inn. Heimilið- varð samt fyrst og fremst þeirra eðillega athvarf. Sérlega snoturt heimili þeirra, sem þau höfðu nýverið rýmkað í bættum húsakosti, endurspeglaði fagra brotfleti fágaðs smekks og fíngerðs persónuleika. 1 þessu sem öðru voru þau samhent. Og þrátt fyrir hinn langvarandi heilsubrest náði uggur dauðans aldrei að varpa skugga sínum yfir heimilislífið. Atti húsmóðir- in sjálf auðvitað sinn drýgsta þátt í því, þótt vitaskuld ættu glaðvær börn og ástrík amma og afi þar líka sinn mikla hlut að máli. Áslaug var líka góð heim að sækja. Hún var i hversdags- fari hæglát og stillt vel, en í vinahópi glaðlát, og þótti vinum hennar gott að hlæja með henni. Hún var kona greind vel, vand- lát en ekki glysfengin í smekk, hafði ánægju af góðri tónlist og sérstaklega hög í höndum, sem móðir hennar. Aðrir, sem lengri samleið hafa átt með Aslaugu og nánar þekktu það strið, sem var ekki orðfært á almannafæri, gætu vafalítið lýst betur mann- kostum þessarar dugmiklu konu. Sjálfum fannst mér mest koma til í fari hennar „þolinmæði og geð hógvært“, eins og sálma- skáldið góða komst að orði. Nú er kona vinar míns geng- in. Þeim, sem stóðu álengdar, kann að virðast líf hennar hafa verið sem silfurtær og kliðamjúk ur bergvatnslækur, er hvarf í þjóðarhafið, þegar uppsprettu- lindina þraut. Öðrum er þetta svo óumræðilega miklu meira. Þeim er uppsprettulindin opið sár. Þeim finnst, að gleðinnar njóti menn sameiginlega, en í sorg sinni standi hver einn. Þetta er þó ekki rétt, því að lífið heldur áfram og verður að halda áfram, og þótt engin vizka, engin hugg- un né orð stoði, þá er vináttan nokkurs virði á lífsleiðinni og án hennar yrði heimurinn bara eyði- mörk einverunnar. Ég veit, að heimilið að Leifsgötu 27 býr vel að vinum, sem vilja létta þau þungu spor, sem þaðan liggja til framtíðarinnar. Ég vona, að mér megi auðnast að vera í þeim hópi framvegis sem hingað til. Það er ekki á mínu færi að flytja Sveini vini mínum og hans nánustu neinn þann boð- skap, sem þeim megi verða til hugsvölunar á þessari stundu. A slíkum augnabiikum falla orðin hljómlaust til jaiðíir eða verða aðeins dauft bergmál þeirrar til- finninga, sem þeim er ætiað að skila. Þær hugsanir, sem við sendum þessa dagana að Leifs- götu 27, eru einlægar og sterkar. Þær eru þau orð, sem þögnin geymir. Við vitum öll, að vor fylgir líka hörðum vetri. Ég vona, að þá muni glöð vorsól fægja hrím- gráan vetrarhimin og þýða klaka bönd tregans, svo að Sveinn Björnsson fái notið hlýju endur- minningannna um sína góðu konu, Áslaugu Jónsdóttir, sem í dag er til moldar borin. — ★ — Frú Aslaug Jónsdóttir var fædd í Reykjavík 20. ágúst árið 1925. Foreldrar hennar voru Jón Magnússon skipstjóri frá Hval- eyri við Hafnaxfjörð og frú Margrét Jónsdóttir. Föður sinn sá Áslaug aldrei, því að hann fórst með togarnaum „Field marshal Robertson" í Hala- veðrinu mikla í febrúar- mánuði árið 1925. Síðar giftist frú Margrét Gísla Jónassyni skólastjóra. Gekk hann Áslaugu og systkinum hennar, þeim frú Guðlaugu Láru, Ölafi málara- meistara og Jóni Pétri forstjóra öllum í föður stað. Þau Gísli og Margrét eignuðust einn son, séra Jónas Gíslason í Vík. Með Gísla og Áslaugu var svo kært, sem væri hún hans dóttir og öll var fjölskyldan svo samrýnd, að leit mun vera á samstilltara fjöl- skyldulífi, en lifað var á því heimili. Ásxaug sxeit sínum bernsku- skóm í Reykjavík. Húh lagði fyr- ir sig iðnaðaxnám, tók sveinspróf í hárgreiðsluiðn og fékk síðar meistararéttindi í þeirri iðn- grein. Rak hún um skeið x sam- vinu við aðra sjálfstæða stofu í Austurstræti 20. Hinn 10. febrú- ar árið 1951 giftist hún manni sínum, Sveini Björnssyni kaup- manni. Ungu hjónin reistu sér bú í Reykjavík að Leifsgötu 27 á sama stað og foreldrar Aslaug- ar bjuggu. Þar lifðu þau 9 ár, sem þau fengu að vera samvist- um. Þau Áslaug og Sveinn eign- uðust tvö börn, Björn Inga, sem fæddist 26. nóv. 1951, og Mar- gréti Jónu, sem fædd er 12. okt. 1953. Á miðju sumri 1953 kenndi Áslaug fyrst þess sjúkdóms, sem nú eftir sjö ára linnulítið stríð heltók hana. Það hafði einskis verið látið ófrestað til að ráða bót á hinum langvarandi og ó- venjulega sjúkdómi. Leitað hafði verið til færustu sérfræðinga hér iendis og fyrir þrem árum fóru þau hjónin utan og fengu ráð- leggingar beztu kunnáttumanna átlendra. Allt án árangurs. Sköp- um varð ekki runnið, maðurinn með ljáinn var öllum læknavís- indum hvatari og lög hans geiga aldrei. Þriðjudaginn 9. þ.m., dag- inn fyrir níu ára hjúskaparaf- mæli þeirra hjóna, var Aslaug svo þungt haldin, að hún varð að fara í sjúkrahús. Hófst þá sjö- unda sjúkrahúslega heixnar, en vistin þar varð ekki löng að þessu sinni, því að lífsþrekið var þrotið. Að morgni sunnudagsins 14. febrúar var fjölskyldu henn- ar og vinum sá þungi harmur kveðinn, að frú Aslaug hefði lát- izt í birtingu þess dags. Var þar lokið skömmu lífsskeiði konu, sem varð þeim harmdauði, er þekktu. Jörð til sölu Jörðin Austvaðsholt I í Landmannahreppi í Rangár- vallasýslu fæst til kaups og ábúðar í næstu fardög- um. Um 20 ha. tún. Góð ræktunarskilyrði. Góðar samgöngur. Eignaskipti koma til greina. Nánari upplýsingar í síma 35557. Birgir Kjaran

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.