Morgunblaðið - 24.02.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.02.1960, Blaðsíða 6
6 MORGVTSBLAÐIÐ Miðvik'udagur 24. febrúar 1960 Flýta þarf byggingu hafrannsóknarskips Eitt af málverkum Ferrós. Ferró sýnir í París LISTMÁLARINN Ferro, eða Guð mundur Guðmundsson, byrjaði sL föstudag sýningu á verkum sínum í París og opnaði þar með nýjan sýningarsal nálægt Con- cordetorginu. Var honum fyrir- varalítið boðið að sýna þarna. A sýningunni eru 28 málverk, flest mjög stór, og 35 teikningar. 1500 manns komu á sýninguna, þegar hún var opnuð. Sýningarsalurinn er í Rue de Miromesnis nr. 10 og er kennd- ur við Albert Achdjian, kunnan armenskan listaverkasala sem m. a. kom upp armenska safninu í París, sem nú er mjög mikils metið. Er markmiðið að sýna verk ungra listamanna í salnum og velur þar til skipuð 59 þús. tonnum meiri afli SAMKVÆMT skýrslu Fiskifé- lags íslands, var heildarafli lands manna árið 1959 564.407 lestir eða rösklega 59.000 lestum meiri en árið 1958. Af þessu aflamagni voru 182.887 lestir síld, togara- fiskur rösklega 156.000 lestir og bátafiskur rúmlega 225.000 lestir. Frystar voru rúmlega 236.000 lestir af fiski, saltaðar rösklegc 69.000 lestir, hertar um 455.000, ísfiskur rúmlega 13.000, en í nið ursuðu fóru aðeins 70 lestir. Viðræður í vændum NÝJU DELHI, 19. febr. (NTB): Alitið er sennilegt að Chou En Lai forsætisráðherra Kína muni samþykkja tillögu Nehru forsæt isráðherra Indlands um fund í næsta mánuði, en talið að hann muni vera mótfallinn Nýju Dehli sem fundarstað. Ef hann neitar því að fundurinn verði haldinn í Nýju Dehli, er sennilegast að hann verði haldinn í Moskvu. Nehru sagði nýlega í bréfi til Chou En Lai að þótt hann ekki samþykkti þann samningsgrund- völl, sem ríkisstjórnin í Peking hefur lagt fram til lausnar á landamæradeilum ríkjanna, muni það vera til stuðnings fyr- ir friðsamlega lausn málanna að ráðherramir hittist. Ríkisstjóm Indlands hóf í gær rannsókn á því hvort rétt væri að kínverskt herlið hefði lagt undir sig saltnámur í Kashmir, en frétt þess efnis birtist í dag- blöðunum Hindustani Times og Indian Express. nefnd þá sem boðið er að sýna þar. Sama nefndin úthlutar tvenn um verðlaunum, Achdjianverð- laununum, á ári hverju, 100 þús. franka og 200 þús. franka verð- launum. I sýningarskrá er grein um Ferró eftir Waldemar George, þar sem hann lýkur lofsorði á þennan 28 ára gamla íslenzka listamann. Ferro er fæddur í Ölafsvík árið 1932. Hann stundaði málara- nám í Osló og á Italíu og nefur haldið málverkasýningar í Flór- ens, Milanó og Róm á Italíu, í borgunum Jerúselem, Tel-Aviv og Haifa í Israel, og í Reykjavík, auk þess sem hann hefur tekið þátt í samsýningum. í sýningarskránni fyrir sýn- ingu hans í París er þess getið, að hann muni taka þátt í Salon Comparaisons sýningum svo- nefndum og að í maímánuði 1960 muni hann halda sjálfstæða sýn- ingu í Listamannaskálanum í Reykjavík. Frá Fiskiþingi EFTIRFARANDI áskorun hef- ur verið samþykkt á Fiskiþingi: Fiskiþing haldið í Reykjavík 1960, skorar á Alþingi og ríkis- stjórn að láta nú þegar byggja fulkomið hafrannsóknar- og fiski leitarskip, og verði það búið öll- um fullkomnustu tækjum til haf- rannsókna fiskileitar og veiðar- færatilrauna, og verði skipið rek- ið undir forystu Atvinnudeildar Háskólans. Fiskideild. Greinargerff. Vöntun alhliða hafrannsóknar skips hefur háð íslenzkum fiski- rannsóknum siðustu árin. Doktor Bjami Sæmundsson rak rann- sóknir sínar á togurum við slæm skilyrði, en síðan hefur lítið breyzt í þessu efni og ennþá faxa íslenzkar fiskirannsóknir fram á togurum og öðrum leigu- skipum, oft við miður góð skil yrði. Þetta hefur háð rannsóknum á tvennan hátt. í fyrsta lagi eru aðstæður á ýmsum leiguskipum þannig, að margar rannsqknir og athuganir er alls ekki hægt að framkvæma, og í annan stað, verður útgerð slíkra leiguskipa mjög dýr. Árangur rannsóknanna verður því ekki sem skyldi mið- að við kostnað. Bezta ráðið til að hagnýta sem bezt það fé, sem varið er til haf- og fiskirannsókna og til fiski og fiskimiðaleitar og veiðarfæratil- rauna, er að fá til þeirra hluta skip, sem frá upphafi er smiðað til þessara nota. Þetta er sú leið, sem nágranna þjóðir okkar hafa farið og gefið góða raun, til dæmis má nefna, að Norðmenn hafa nú í gangi 7 rannsóknaskip af ýmsum stærð- um. Óvenju margir Skaftfell ingar fóru í útver KIRKJUBÆJARKLAUSTRI 22. febrúar. — Hér gerist aldrei neitt, finnst manni a. m. k. nú, þegar fólkið er sem fæst í sveit- inni. Óvenjumargir fóru í útver að þessu sinni, ungir og fullorðn- ir, karlar og konur, flestir til Vestmannaeyj a. Tíðarfar hefur yfirleitt verið gott það sem af er þessu ári, nokkur snjór kom hér fyrir þorr- ann, en hvarf allur í hlákunni í janúarlok. Nú er alautt og í hálf- an mánuð hefur verið kuldi og norðaustan þyrkingur, svo nú er kominn talsverður klaki í jörð. Vatnsrennslið í fjallalækjum er farið að minnka, svo búast má við að raforka verði takmörkuð á sumum bæjum, ef svona reiðir af lengi. Á einstaka bæ hefur orðið vart við vanhöld á sauðfé í vetur, eink um hefur borið á því í sambandi við inngjöf ormalyfs, sem venja er að setja ofaní féð snemma á útmánuðum. Hefur það yfirleitt aldrei komið að sök fram að þessu. Óvíða hefur þetta þó vald ið nokkru teljandi tjóni. — Fréttaritari. skrifar úr 1 daqlega lifmu J * Dánarorsök óþekkt í laugardagsblaðinu voru teknar upp tölur úr nýútkom- inni skýrslu landlæknis fyrir árið 1956. Það vakti athygli mína að banamein 231 manns, sem látist hafði á árinu, var óþekkt. Flestir dóu úr hjarta- sjúkdómum eða 254 og næst eru óþekktu dánarmeinin. í þriðja sæti er krabbamein, en úr því létust 200 manns það ár. Þetta kom mér talsvert á ó- vart. Við tölum svo mikið um framfarir i læknavísindum, sem vissulega hafa verið stór- kostlegar, að okkur hættir til að telja okkur trú um að nú geti læknarnir greint nær öll mein, þó þeir ráði að vísu ekki enn við þau alveg öll. í fyrstu kom mér til hugar að í þessum hópi hlyti að vera gamalt fólk, sem deyr úr elli, eins og það er í daglegu tali kallað, en svo sá ég að sér- staklega voru taldir 38 menn, sem látist höfðu úr ellihrum- leika þetta umrædda ár. Einn- ig eru taldir sérstaklega, þeir sem látast af meðfæddri van- sköpun. Sem sagt, 231 maður lézt af orsökum, sem læknunum, þrátt fyrir allt, tókst ekki að greina. Ég spurði mann, sem er kunnugur þessum málum, hvort ekki færi fram krufn- ing þegar dánarorsök væri ó- þekkt. En hann taldi að svo væri ekki nema á sjúklingum á Landsspítalanum og þyrfti að fara fram réttarkrufning af einhverjum orsökum, auk þess sem læknar fengju leyfi aðstandenda til að láta krufn- ingu fara fram, ef þeir hefðu sérstakan áhuga fyrir tilfell- inu. Annars væri ekki leitað frekar dánarorsakarinnar, sem í svo mörgum tilfellum er óþekkt. • Aðalfundir vanræktir Einhver brögð virðast vera að því að ekki séu haldnir að- alfundir, eins og lög mæla fyrir, í félögum. Hafa menn úr tveimur félögum skrifað til Velvakanda um þessi mál. Slíkt nær auðvitað ekki nokk- urri átt, en félagsmenn hljóta að geta tekið sig saman og knúið stjóm, sem setið hefur óeðlilega lengi, til að halda aðalfund. f öðru bréfinu til Velvaknada stendur m. a.: „Samkvæmt því, sem lög félags okkar mæla fyrir, þá skal aðalfundur haldinn fyrir aprílmánaðarlok ár hvert. Á þeim fundi á að fara fram stjórnarkosning, og sem kunn ugt er getur ný stjóm haft gjörbreytingu í för með sér. Sú stjóm, sem ekki fer eftir lögum félagsins, er engin stjórn og er sjálfdæmd úr leik. í mínu félagi er nú svo kom ið, að ekki hefur verið haldinn aðalfundur síðan 8. apríl 1958 og þarf það ekki frekari skýr- inga við. Það virðist ekkert hafa verið starfað félaginu til gagns eða framdráttar. Félag- ið var stofnað til að afkasta miklu, en ekki til að bera að- eins nafnið. Núverandi stjóm verður því að hvila sig frá störfum, ef hægt er að kalla það því nafni, svo getur hún sofið áfram .... Meðlimum félagsins verður að fjölga, til þess að vinnuskilyrði verði sem bezt og félagið verður að hafa stjórn, sem ekki sefur á verðinum. Já, það virðist ekki ofsög- um sagt, að félagsstjórnir, sem ekki koma því í verk að halda aðalfundi í tvö ár, sofa á verð- inum. * Langur, harður vetur Og hér kemur smásaga frá Grænlandi: Veðurfræðingam- Árið 1958 kom hingað til lands herra Jan-Olaf Traung, skipa- verkfræðingur Matvæla- og land búnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, en hann hefur unnið við teikningar flestra þeirra rann sóknarskipa, sem byggð hafa verið á seinni árum. Gerði hann í samráði við islenzka fiskifræð- inga uppdrátt að íslenzku haf- rannsóknarskipi. Stærð þess er áætluð um 460—500 tonn og er gert ráð fyrir, að skip þetta eigi að sinna þörfum íslendinga við rannsóknir á sjó, fiskileit, veiðar færatilraunir og leit nýrra físki- miða, enda er starfslið Fiski- deildar nú orðið það fjölmennt, að unnt er að starfrækja rann- sóknir þessar allt árið. Samkvæmt lögum um útflutn- ingssjóð frá 1958 er gert ráð fyrir, að viss hluti af tekjum sjóðsins renni til smíði þessa skips. í fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir, að þessi tekju- stofn haldist óskertur þótt út- flutningssjóður sé felldur niður. Samkvæmt fjárlögum ársins 1960 eru áætlaðar alls um 6,5 millj. króna til haf- og fiskirann- sókna, fiski- og fiskimiðaleitar og veiðarfæratilrauna. Er íslendingar hafa eignast sitt eigið rannsóknaskip, myndi þessi fjárveiting líklega nægja til reksturs skipsins, sem myndi þá sinna mestu af þeim störfum sem hér um ræðir. Leikur ekki vafi á, að mjög brýna nauðsyn ber til þess, að hraða sem mest byggingu ís- lenzks hafrannsóknaskips til þess að nýta sem bezt starfsgetu Fiski- deildar og það fé, sem veitt er til þessara mála, og til þess að íslendingar dragist ekki aftur úr í þessum efnum. Vitað er að slíkt skip, sem hér um getur, kostar mikið fé og vill þingið benda á, að tekið verði erlent lán til langs tíma, svo Framh. á bls. 16. ir í bandarískri veðurathug- unarstöð á Grænlandi spáði löngum og hörðum vetri, af því þeir höfðu veitt því at- hygli að Eskimóaxnir höfðu byggt snjókofa sína með sér- lega þykkum veggjum. Það kom þó í Ijós, að eskimóamir höfðu í þetta sinn svona þykka veggi í húsum sínum, af því Ameríkanaamir höfðu svo mikinn viðbúnað fyrir vet urinn. ► SKÁK * HAFNARFJÖRÐUR abcdefgh IHil^ MW$\m..wk Fr FPT ÍmM'é:ý/mím m á 6 isí ABCDEFGH KEFLAVlK 17... BaöxHfl 18. HxR De7—b4 ★ KEFLAVÍK ABCDEFGH ABCDEFGH AKRANES 16.. Ha8—b8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.