Morgunblaðið - 24.02.1960, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 24 fpVirúar 1960
MfíncrvnTAfíiÐ
11
Jöín skauta-
keppni kvenna
Yfir helgina fór fram keppni í þremur greinum í skauta-
hlaupi kvenna, 500 m á laugardag, 1500 m á sunnudag og 1000
m á mánudag. Það var búizt við því að rússnesku konurnar
væru ósigrandi í þessum greinum. Helzt óttuðust menn að
þær hirtu alla verðlaunapeninga í skautahlaupi, líkt og i 10
km göngu kvenna. — En það fór á aðra leið. Að vísu voru
þær rússnesku allsterkar, en það kom þægilega á óvart að
þýzkar og pólskar konur og jafnvel ein bandarisk sýndu
þeim harða keppni og höfðu betur.
MENN óttuðust það mjög, að
rússnesku skautaynjurnar
myndu hirða alla peninga í
500 metra skautahlaupi
kvenna, sem fram fór á laug
ardaginn. Þarna var mætt fyr-
ir þeirra hönd, sjálfur heims-
methafinn Tamara Rylova og
auk þess Natalia Donchenko
og Klara Guseva, sem voru
taldar einu hættulegu keppi-
nautar Tamöru.
En það fór á aðra lund. Heims-
mer.hafinn varð að láta sér nægja
fjóðra sæti og snúa heim peninga
laus. Rússar fengu aðeins silfur-
verðlaun og varð það mönnum
mikið undrunarefni, að Þjóðverj-
ar hrepptu þarna fyrsta gullpen-
ing sinn og lítt þekkt bandarísk
stúdína náði í bronzið.
Austur þýzkur sigurvegari
Sigurvegari varð Helga Haase.
Hún átti 26 ára afmæli í Squaw
Valley s.l. þriðjudag. Hún er bú-
sett í Austur Berlín og er gift
Helga Haase
einum frægasta skíðaþjálfara
Austur Þýzkalands, Helmut
Haase. Hún náði hinum ótrúlega
tíma, 45,9 sek., en heimsmet
Rylovu er 45,6.
Silfurpeninginn hlaut rúss-
neska konan Natalia Danchenko,
sem er 27 ára kennslukona í borg-
inni Gorkí við Volgu. Hún hafði
tímann 46 sekúndur sléttar.
Bronzverðlaunin hlaut 21 árs
stúdína frá Vermont í Bandaríkj-
unum á 46,1 sekúndu.
Tamara Rylova, heimsmethaf-
inn varð fjórða á 46,2 sek.
Von Svía hrasaði
Svíar áttu eina von í þessari
keppni. Það var Elsa Einarsson.
Hún keppti á móti þýzku konunni
Behrenz og var (20 m) á undan
henni, þegar hana henti það
óhapp að detta. Munaði minnstu
að stórslys yrði af, því að hún
var á fullri ferð og kastaðist af
fleygiferð'upp í áhorfendasvæðið.
Urðu menn slegnir skelfingu, en
létt.i þegar Elsa klöngraðist aftur
út með aðeins smávægilegar
skrámur. Hún hætti keppni.
Úrslit:
1. Helga Haase, Þýzkal.... 45,9 sek
2. Natalia Donchenko, Rússl. 46,0 —
3. Jeanne Ashworth, USA .... 46,1 —
4. Tamara Rylova Rússl. ~~.... 46,2 —
5. Takamizawa, Japan 46,6 —
6-7. Klara Guseva, Rússl.. 46,8 —
6-7. Elwira Seroczynska, Póll. 46,8 —
Ferfaldur sigur Rússa
RÚSSNESKU konum-
ar unnu stórsigur í 10 km
skíðagöngu, sem fram fór á
laugardaginn. Þær áttu f jór-
ar fyrstu í keppninni, en
hvert land mátti aðeins hafa
fjögurra manna keppnis-
sveit. Það kom mönnum hins
vegar nokkuð á óvart, að
Kozyreva-Baranova, sem
8. Fumiekama, Japan ... 47,4 —
Iris Sihvonen varð nr. 11 og setti nýtt
Finnlandsmet 48,1 sek. og Christine
Scherling varð nr. 15 og setti nýtt
Svíþjóðarmet 48,7.
1500 m skautahlaup kvenna .. 11
Á SUNNUDAGINN fór fram
1500 metra skautahlaup
kvenna. Þar tókst Rússum
betur upp, því hin 21 árs
gamla stúdína Lydia Skobli-
kova frá Cheliafinnsk vann
gullpeninginn og setti nýtt
heimsmet 2 mín 25,2 sek, en
það er 3/10 úr sekúndu betra
en gamla heimsmetið.
Þrátt fyrir það, að heimsmet
væri þannig slegið, var það ekki
þessi rússneski sigur sem vakti
mesta athygli, heldur hitt, að
tvær pólskar hústreyjur og 29
ára gamlar jafnóldrur Elvira
Seroezyna og Helene Piljeczyk
þrengau sér fram fyrir rússnesku
skautaynjurnar Gusevu og Sten-
inu og hirtu silfur og bronz. Eftir
það fóru menn að tala um að
rússneski stálhringurinn væri
brotinn.
Alveg eins og í 500 metra
skautahlaupinu daginn áður var
finnskt og sænskt met sett og af
sömu konum og þar. ísinn var
mjög góður, en það var allmikill
vinöur og hefði tíminn orðið enn
betri í logni.
fjrslit:
1. Lydia Skoblikova, Rússl. 2:25,2 min
2. Elwira Seroczyna, P611. 2:25,7 —
3. Helene Piljeczyk, Póll. 2:26,1 —
4. Klara Guseva, Rússl.... 2:26,4 —
5. Valentina Stenina, Rússl. 2:29,2 —
6. Iris SUivonen, Finnl... 2:29,7 —
7. Cbristina Scherling Svíþ. 2:31,4 —
8. Helga Haase, Þýzkal... 2:31,7 —
9. Else Einarsson, Svíþj..2:32,6 —
10. Fumiekama, Japan ........ 2:33,1 —
1000 metra skautahlaup kvenna 1
SÖMU kvennanöfnin voru ennþá
á vörum manna, er keppni fór
fram í 1000 metra skautahlaupi
í gær, mánudag. Þar tókst rúss-
nesku skautaynjunum nokkuð
betur upp, því þær hrepptu tvo
verðlaunapeninga, gullið og
bronzið. En jafnvel þar var ein-
okun þeirra lokið, því að Helga
Haase frá Þýzkalandi náði í silf-
urpeninginn. Er það vissulega vel
gert hjá Helgu, sem var lítt þekkt
áður en hún kom til Squaw
Framh. á bls. 22.
vann gullverðlaun í Cortina
1956 varð að láta sér nægja
annað sætið að þessu sinni.
Önnur rússnesk kona Maria
Gusakova varð 22 sekúnd-
um fljótari.
Sigurvegarinn, Gusakova,
er 29 ára og er sagt, að hún
starfi að kjólasaumi í Len-
ingrad.
Snemma varð sýnt um úrslit
24 konur frá 7 löndum höfðu
tilkynnt þátttöku í 10 km göngu
kvenna og mættu þær allar til
keppni, sem hófst kl. 8 að morgni.
Fyrst lagði af stað finnski þátt-
takandinn Eeva Ruoppa. Færðin
var hörð, glampandi sólskin en
13 stiga frost. Það varð strax
Ijóst, þegar leiðin var hálfnuð,
að rússnesku konurnar voru ósigr
anlegar. Þá var Kozyreva-Bara-
nova fremst og töldu menn þá
að auðséð væri hver sigraði, því
hún er talin gerð úr stáli. En svo
fór á seinni hluta brautarinnar,
sein er erfiðastur vegna mishæða,
að' samlanda hennar fór fram úr
henni. Gusakova dró sérstaklega
Klas Lestander sigraði með
miklum yfirburðum í skíða
skotfimi. Það kom honum
sjálfum mest á óvart. Mynd
in var tekin er hann kom í
mark. — Upphaflega var
hann vænlegur skíðagöngu
maður en fótbrotnaði og
sneri sér þá að þessari nýju
íþróttagrein.
á Kozyrevu á síðustu 500 metr-
jmrm.
Keppnin í þessari grein hefur
að jafnaði verið einskonar Eystra
salts-einvígi, enda fór það enn
svo, að einu konurnar, sem eitt-
hvað stóðu í þeim rússnesku
voru sænskar og finnskar.
Sonja Edström frá Svíþjóð, sem
varð þriðja í Cortina varð nú
að láta sér nægja fimmta sætið
og Siiri Rantanen frá Finnlandi,
sem varð fimmta í Cortina gekk
mjög illa og varð fimmtánda 1
röðinni. Geta Finnar enga skýr-
ingu gefið á því aðra en þá, að
þeir séu ekki vanir hinu þunna
lofti. Önnur finnsk kona Eeva
Ruoppa varð fyrir því óhappi að
velta og varð hún þó 11 í röðinni.
Úrslit: 1) María Gusakova, Rússlandi
39,42 min. — 2) Ljubova Kosireva-
Baranova, Rússl. 40,04 mín. — 3) Rada
Eroshina, Rússl. 40,06 mín. — 4) Balev-
tjina Kolsheva, Rússl. 40,12 mín. — 5)
Sonja Edström, Svíþ. 40,35 mín. — 6)
Nini Poysti, Finnl. 40,51 mín. — 7) Bar-
bro Martinson, Sviþ. 41,06 mín. — 8)
Irma Johansson, Svíþ. 41,08 mín. — 9)
Krastjana Stöva, Búlg., 41,44 mín. —
10) Barbro Strandberg, Sviþ. 42,03 min.
Amazonurnor
RÚSSNESKU íþróttakonurn-
ar á Vetrarleikunum í Squaw * 1 2 3 4 5 6 7 8
Valley ganga almennt undir
heitinu „Amazónurnar", en
svo kölluðu Forn-Grikkir her-
skáar konur, sem stjórnuðu
heilum þjóðflokkum í löndum
umhverfis Svartahafið.
Hinir rússnesku kvenþátt-
takendur í Olympkileikunum
geta vel verið afkomendur
hinna fornu Amazóna, sem
bjuggu þar sem nú heitir
Ukraina. Svo eru þær æði
stæltar og karlmannlegar að
sjá, svo að íþróttakonum frá
öðrum löndum lízt ekkert á að
keppa við þær.
Hér á myndinni sjá lesendur
fjórar rússneskar Amazónur,
sem unnu frækilegan sigur í
10 km skíðagöngu kvenna.
Þær unnu ferfaldan sigur og
hrepptu alla verðlaunapen-
inga í greininni.
Þær eru taldið frá vinstri:
Alevtina Kolchina, sem varð
nr. 4, Marija Gaisakova (nr. 1),
Ljubova Kozyreva-Baranova
(nr. 2) og Radia Eroshina
(nr. 3).—
Happdrættisvinningur
20 skot í mark
Á VETRAROLYPÍULEIKUNUM
að þessu sinni var tekin upp ný
keppnisgrein, svonefnd skíðaskot
fimi, sem er í því fólgin að kepp-
endur þreyta kappgöngu á skíð-
um um ákveðinn veg, en nema
síaðar á 20 stöðum á leiðinni,
laka riffil af öxl sér og skjóta i
roark. Verður sigur síðan mæld-
ur bæði eftir liraða og skotfimi.
Undir sól að sjá
Það er mál margra, að þessi
íþróttagrein sé í rauninni of
mikið happdrætti til þess að vel
fari á að hún sé á Olympíuleik-
um. Er þess m.a. getið að í mörg
rnörkin sé skotið undir sól að
sjá, svo að það sé algerlega undir
heppni komið hvort maður hittir.
Enda kom það í ljós í þessari
keppni.
Svíar töldu sig eiga sigurvæn-
legasta manninn í þessari grein
og var það að vísu rétt, að þeir
sigruðu og hlutu gullverðlaumn,
en það var allt annar maður, sem
færði þeim verðlaunin en þeir
höfðu ætlað.
I æfingum í Squaw Valley
undanfarna daga hafði Svíinn
Adolf Wiklund iðkað það, að
hitta í 19 af 20 mörkum. En þeg-
ar út í keppnina kom, missti hann
strax af fyrsta og einu léttasta
markinu og er hann missti annað
mark skömmu síðar gafst hann
upp.
En þá kom maður í manns
stað, 29 ára trésmiður norðan úr
Lapplandi að nafni Klas Lestand
er, vann það þrekvirki, að hitta
í hvert einasta af hinum 20 mörk
um. Það kom honum sjálfum og
félögum hans algerlega á óvart.
Það hæsta sem hann hefur kom-
izt áður í þessari grein var að
verða priðji á meistaramóti Sví-
þjóðar. Þegar hann kom i mark
var honum heilsað með miklum
fagnaðar'átum, þvi að það má
heita einstakt að hæfa í öll mörk
in. En Klas sagði: Það er eins og
vinna stærsta happdrættisvinn-
inginn.
Úrslit:
1. Klas Lestander, Svíþjóð — 2. Anttl
Tyrvainen, Finnlandi — 3. Alexander
Privalov, Rússlandi — 4. Vladimir Mel-
anjin, Rússlandi — 5. Pshensitsin, Rúss-
landi — 6. Sokolov, Rússlandi — 7. Ola
Værhaug, Noregi — 8. Martti Meinila,
Finnlandi — 9. Kuno Werner, Þýzka-
landi — 10. Henry Hermansen, Noregi.
Þátttakendur voru 27.
□--------------------------□
^/V/A