Morgunblaðið - 24.02.1960, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.02.1960, Blaðsíða 24
V E Ð R I Ð Sjá veðurkijrt á bls. 2. 45. tbl. — Miðvikudagur 24. febrúar 1960 Snjólaust ísland Sjá bls. 13. Þessi mynd er tekin í sjúkrahúsinu á Patreks firði. í rúminu liggur Bergsteinn Þórarinsson, togarasjómaður frá Vestmannaeyjum, er á dögunum missti hægri handlegginn um borð í tog- aranum Þorsteini þorskabít. Bergsteinn er aðeins 26 ára gamall. — (Ljósm. T. A. Patreksfirði). Ánœgðir með íslandsför Chiume frá Njassalandi og félagar kveðja 40 þús. kr. stolið Peningaskápur opnaður með lyklum HINN útlægi þingmaður í Njassa landi, N. W. Kanyama Chiume, sem dvalizt hefir hér á landi tæpa viku, heldur til Lundúna í dag, ásamt brezka borgarráðs- manninum Cheswort, sem var í för með honum. Hinir brezku lögfræðiráðunautar Chiume, — Brown og Sheridan, eru þegar farnir heimleiðis. — Chhime og Cheswort ræddu stuttlega við fréttamenn í gær og skýrðu frá árangri heimsóknar sinnar. ★ Hinn hörundsdökki, afríski j þingmaður hafði einkum orð fyr- ir þeim félögum. — Hann rakti j nokkuð sögu lands síns, sagði frá frelsishreyfingu innborinna og réttarkröfum og lýsti tilefni þess, að hann kom hingað, ásamt fé- lögum sínum til þess að leita lið- sinnis íslendinga í máli dr. Banda, leiðtoga þjóðfrelsishreyf- ingarinnar í Njassalandi, sem fangelsaður var án dóms og laga, ásamt rúmlega 1300 öðrum á sl. ári, og situr en» í fangelsi. • Fyrirlitning og háð Saga þessa máls var á dögun- um rakin allnákvæmlega hér í blaðinu, bæði í frásögn og sam- tölum við Chiume þingmann, og er því ekki ástæða til að endur taka það hér. — Skal þess aðeins getið, að hann lagði áherzlu á það, að hann teldi að brezkur Hækkun á benzínverði BENZÍN hefur hækkað í verði um 34 aura líterinn vegna hækk- unar á benzínskatti, skv. efna- hagslögunum, en ekki af gengis- lækkuninni. Hækkað' .enzin lít- erinn þannig nú úr . 3,02 í kr. 3,36. almenningur væri yfirleitt vin- samlegur í garð Njasslendinga og mundi kjósa, að þeir fengju rétt- arbætur, en hins vegar hefðu frelsiskröfur innborinna aldrei mætt skilningi hjá brezkum stjórnvöldum — þvert á móti hefði þeim oftast verið tekið með fyrirlitningu og háði. Mætti nokk uð marka hina óbilgjörnu af- stöðu stjórnarinnar af því, að hún hefði látið skýrslu rannsókn- arnefndar þeirrar, er hún sjálf Chopintónleikar Tónlistar í élagsins TÓNLISTARFÉLAGIÐ heldur píanótónleika fyrir styrktarfé- laga sína í kvöld og annað kvöld í Austurbæjarbíói. Eru þessir tón leikar helgaðir 150 ára afmæli pólska tónskáldsins og píanó- snillingsins Fréderics Chopins, en þessa afmælis er nú minnst um allan heim. Á efnisskránni eru eingöngu verk eftir tónskáldið og flytja þau þrír innlendir píanóleikarar. Gísli Magnússon leikur Ballötu í F-dúr op. 38, Noktúrnu, tvo Mazúrka og Pólonesu í as dúr. Rögnvaldur Sigurjónsson leikur sónötu í h-moll og Asgeir Bein- teinsson leikur Ballötu í g-moll, fimm Etýður og Scherzo í cis- moll. Þetta eru 5. tónleikar Tónlistar félagsins á þessu ári fyrir styrkt- armeðlimi. Stjórn FéL ísl, rafvirkja NÝLEGA var framboðsfrestur útrunninn í Félagi íslenzkra raf- virkja. Listi lýðræðissinna varð sjálfkjörinn, þar sem kommúnist- um tókst ekki að bjóða fram í félaginu. sendi til Njassalands í fyrra eftir óeirðirnar þar, sem vind um eyr- un þjóta — en í skýrslu þessari voru dr. Banda og fylgismenn hans raunverulega hreinsaðir af öllum þeim sökum, sem bornar höfðu verið á þá. • Vinsamleg afstaða Chiume kvað þá félaga hafa hitt marga áhrifamenn á meðan þeir dvöldust hér, og hvarvetna hefðu þeir hlotið hinar beztu viðtökur og erindi þeirra verið vel tekið. Þeir hefðu rætt við flesta ráðherra stjórnarinnar, á- varpað fulltrúa þingfloíckanna á sameiginlegum fundi, átt viðræð- ur við biskupinn og ýmsa fleiri. Kváðust þeir hafa feng.'ð lof- orð um það, að málaleitan þeirra um að skjóta máli dr. Banda til mannréttindanefndar Evrópuráðs ins í Strassborg, yrði rædd á rík- isstjórnarfundi — væri það raun- ar höfuðárangur fararinnar. Og þótt peir vissu ekki, hvaða á- kvörðun ríkisstjórnin mundi taka í málinu, fögnuðu þeir hinni vin- samlegu afstöðu þeirra stjórn- málamanna, sem þeir hefðu rætt við. Kváðust þeir félagar báðir ánægðir með komuna hingað, þótt ekki væri enn fyllilega séð, hver yrði endanlegur árangur hennar. AÐFARANÓTT mánudagsins var stolið innsigluðu áfengi í klefa skipstjórans á norska skip- inu Kyvik, sem lá hér í höfninni, en skipstjórinn svaf í káetu sinni er þjófnaðurinn var framinn. Skipstjórinn á norska flutn- ingaskipinu hafði gefið upp við tollinn áfengi þetta, sem hann ekki ætlaði að nota hér á landi, og skápurinn því verið innsigl- aður. • Svaf hann vært í klefa sínum aðfaranótt sunnudagsins og varð STÖÐUGT eru menn að brenna sig á sama soðinu: Gera það að leik einum fyrir innbrotsþjófa Kom ekki að tómum kofunum í FYRRINÓTT tók maður nokkur að áreita kvenfólk á götu hér í bænum, en sú fyrsta sem hann réðst að var röskleika kvenmaður, sem lamdi hann með veskinu sínu, hringdi á lögregluna og elti manninn í leigubíl, þang- að til lögreglan kom á vett- vang og handtók hann. ’Stúlka þessi var að bíða eftir strætisvagni á Miklatorgi. Kom þá maður nokkur, allskuggaleg- ur, með hettuúlpuna dregna fram á andlitið ofan úr Eskihlíðinni. Greip hann í stúlkuna, sem vatt sig af honum, og er hann réðist aftur að henni, lamdi hún hann með veskinu sínu og hljóp að næsta bílasíma. Þar var leigubíll staddur, og hringdi bílstjórinn á lögregluna. Fylgdust stúlkan og bílstjórinn síðan með ferðum mannsins, sem farinn var að áreita tvær kon- ur, en gafst upp á því og elti þá þriðju eftir Snorrabrautinni. Voru bæði á harðahlaupum, er hann kom auga á eina konu enn á Eiríksgötunni. Sneri hann þá við og elti hana, en hún rann undan upp að Barónsstíg og gafst hann þar upp, enda var sú, sem hann hafði fyrst ráðizt á og leigu bílstjórinn kominn á vettvang. Fylgdust þau nú með mannin- um og misstu ekki sjónar af hon- um þar til lögreglan var búin að hafa upp á þeim. Maðurinn, sem reyndist vera drukkinn, var hand tekinn. Stjórnarkjör í H.Í.P. STJÓRNARKJÖR fór fram í Hinu íslenzka prentarafélagi um sl. helgi.* Lýðræðissinnar unnu kosning- arnar með miklum meiri hluta atkvæða. Formaður var kjörinn Magnús Ástmarsson og hlaut hann 144 atkvæði, en formanns- efni kommúnista hlaut 82 atkv. Nánar verður sagt frá úrslit- um kosninagnna er aðalfundur félagsins verður haldinn. þess ekki var er þjófurinn kom þar inn, braut upp innsiglið á skápnum og hafði á brott með sér 7 flöskur af 96% spíritus og tvær viskíflöskur. Kærði hann stuldinn strax til lögreglunnar, er hann vaknaði um morguninn og varð hans var. í klefanum hafði verið skilin íslenzk gosdrykkjaflaska, sem bendir til þess að þarna hafi ver- ið á ferð maður úr landi. Vaktmaður var í vélarrúmi, en varð ekki mannaferða var. að ræna fjárhirzlur. I fyrrinótt var stolið um 40,000 krónum í pen ingum í skrifstofum í gamla Ham arshúsinu hér í Reykjavík. Innbrotsþjófar fóru í skrifstof- ur nokkurra fyrirtækja í þessu gamla húsi: H. f. Kr. Ó. Skag- fjörð, Kirkjusandur h.f. og h.f. Steinvör. í þessum skrifstofum öllum var stolið meira og minna af peningum. Var farið í peninga- skápa á tveim þeirra, og það tek- ið sem í þeim var. Hefur komið í ljós að alls hafa þjófarnir stolið um 40,000 krónum í peningum. Ekki þurftu þjófarnir að leggja hart að sér við peningaskápana, því lykill að öðrum þeirra var í skúffu. Hinn var lokaður með talnalás, en „lykillinn" var niðri í skúffu. Málið er í rannsókn. Kvillasamt er í bænum HEILSUFAR bæjarbúa er ekki sem bezt um þessar mundir, en þó mun það ekki vera lakara en svona yfirleitt um þetta leyti árs. Veðrið á skiljanlega sinn þátt í þessu. Kuldinn, stormarnir og moldbyljirnir sem þeim fylgja eiga sinn þátt í þessu. Allmikið ber á magakvillum, hálsbólgu og kvefi, hvort inflúenzan hafi stungið sér niður hér í bænum er ekki enn fyllilega staðreynt, að því að Mbl. hefur fregnað. Helzti mælikvarði þess, er sá, að þegar heil heimili, jafnvel allir fjölskyldumeðlimirnir eru rúm- liggjandi samtímis eða þar um bil. Bjarni Benediktsson St]órnmálanám- skeið Verkalýðs- ráðs og Oðins NÆSTI fundur á stjórnmála- námskeiðinu um atvinnu- og verkalýðsmál verður haldinn í Valhöll í kvöld klukkan 8, stund víslega. Bjarni Benediktsson dómsmála ráðherra flytur erindi um dóms mál. íþrótta- fréttir eru á bls. 11, 22 og 23 Stolið innsigluðu áfengi frá sofandi skipstjóra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.