Morgunblaðið - 24.02.1960, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.02.1960, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 24. febrúar 1960 MOKCV1SB1.AÐ1Ð 17 Brynjólfur Guðbrandsson Hlöðutúni — Minningarorð F. 18. 9. 1875. — D. 25. 8. 1959. Í>Ó að nokkuð sé nú umliðið síð- an Brynjólfur í Hlöðutúni lézt, langar mig til að þakka langa og fölskvalausa vináttu og kynni við mætan mann með fáeinum orðum. Eyjólfur fæddist á Klafastöð- um í Skilmarinahrepp'i, sonur Guðbrands Brynjólfssonar bónda þar og konu hans, Margrétar Helgadóttur. Hann stundaði nám við bændaskólann á Hvanneyri, og að loknu prófi 1901 starfaði hann þar í nokkur ár. Árið 1907 -—1908 var hann ráðsmaður hjá Jóni Blöndal, lækni í Stafholtsey, en hóf þá búskap í Hlöðútúni, þar sem hann dvaldist til ævi- loka. Fyrsta árið í Hlöðutúni var hann jafnframt ráðsmaður í Arnarholti hjá Sigurði sýslu- manni Þórðarsyni. Hinn 23. nóv. 1905 kvæntist Brynjólfur eftirlifandi konu sinni, Jónínu Guðrúnu Jónsdótt- ur Þorsteinssonar bónda á Fossi í Grímsnesi og konu hans Önnu Guðmundsdóttur. Jónína er mikil hæf ágætiskona, sem hefur staðið við hlið manns síns með ein- stakri prýði langan búskap. Hlöðutún var lítið býli er þau hjónin fluttu þangað, hús öll lé- legar torfbyggingar en bæjarhús þó stæðilegust, tún var lítið og að mestu þýft. Við þessar að- stæður hófu þau búskap við lítil efni en því meiri dugnað og bjartsýni og trú á hina íslenzku gróðurmold, samfara ágætum hæfileikum og staðgóðri verk- menntun, hyggindum og ráð- deld. Þau fóru líka að hætti hinna hyggnu ráðdeildarmanna og létu sér um langt árabil nægja hin þröngu húsakynni, en sneru sér með atorku að því að treysta grundvöll efnahagsins með um- bótum á jörðinni. Brynjólfur sléttaði allt túnið og færði það út, svo að töðufall tvöfald- aðist á fáum árum, en mun nú fjórfalt, og færð: út og bætti engjar að nokkru. Þrátt fyrir vaxandi ómegð fór efnahagurinn batnandi, og sann- aðist þar hið forna orðtak, að björg bætist með barni hverju. Fyrstu búskaparárin var Brynj- ólfur leiguliði, eigandi Hlöðutúns var Sigurður Þórðarson sýslu- maður. Er hann lét af embætti árið 1915, seldi hann Brynjólfi jörðina. Nú er Hlöðutún hið ágætasta býli og allar byggingar vandað- ar steinbyggingar. Börn þeirra hjóna, talin í ald- ursröð, eru þessi: 1. Ar.na, gift Sigurði Snorra- syni, bónda að Gilsbakka. 2. Jón Ásgeir, fulltrúi í Reykja vík, giftur Kristínu Ólafsdóttur. 3. Margrét lézt um tvítugt. 4. Ragnheiður, ekkja dr. Helga Tómassonar. 5. Guðbrandur Gissur, læknir í Chicago. 6. Ingibjörg bústýra í Hlöðu- túni.. 7. Guðmundur Garðar bóndi í Hlöðutúni. Brynjólfur í Hlöðutúni var ágætlega gefinn maður og starf- hæfur með afbrigðum. Hann skrifaði svo fallega rithönd, að af bar. Hann gegndi líka fjölda trúnað'arstarfa fyrir sveit sína og hérað og rækti bau öll með þeirri stöku alúð og prýði, sem honum var svo eiginleg.Hann varískatta nefnd frá 1910—52 og í hrepps- nefnd í 28 ár, 17 ár í stjórn bún- aðarfélagsins, þar af 7 ár for- maður, formaður nautgriparækt- arfélags um tugi ára og endur- skoðandi Búnaðarsambands Borg arfjarðar álíka lengi, formaður sóknarnefndar og meðhjálpari á Hvanneyri 11 ár og í sóknarnefnd og meðhjálpari Stafholtskirkju 34 ár, fulltrúi á fundum Kaup- félags Borgfirðinga um langt skeið og deildarstjóri lengi. —- Einnig var hann kennari í Staf- holtstungum 1 10 ár. Við Brynjólfur vorum vinir og-- samverkamenn um áratugi og bar þar hvergi skugga á, enda' er ekki hægt að hugsa sér betri samstarfsmann á nokkum hátt, skemmtilegri gestgjafa né ein- lségari vin. En þó að Brynjólfur gégndi mörgúm trúnaðarstörfum svo sem áður er sagt, þá munu þó samferðamenn þeirra hjóna lengst muna hið einstaka heimili þeirra og barna þeirra. Gesta- gangur var þar og geysimikill, enda er þinghús hreppsins og til skamms tíma barnaskóli þar við túnfótinn. í Hlöðutúni mætti hverj um, sem að garði bar, sér stæð gestrisni og glaðvær hjártá hlýja, fáguð snytrimenriská, úti sem inni, óþvinguð góðviíd og glaðværð. Þá fá sveltungar þeirra í Staf- holtstunguhreppi seint fullþakk- að og metið þau uppeldisáhrif, sem hin fjölmörgu ungmenni nutu á heimili þeirra, er þau dvölchi þar við nám í barnaskóla sveitarinnar. Þeim var Híöðutúns heimilið réttnefnáur vermireitur. Síkt verður aldrei ofmetið né þakkað sem vert er. Þegar horft er til baka yfir ævi þeirra hjóna má Ijóst vera, hvílíkt starf hefur verið hér að höndum leyst og með þeirri prýði, að ég hygg, að ekki hafi verið unnt að gera betur. Þau báru líka gæfu til að sjá ævi- starfinu haldið áfram af börn- um sínum og njóta ástríkis og umönnunar þeirra, er kraftar tóku að þverra. Nú er Brynjólfur horfinn, en vinir hans muna góð- an dreng og þakka það, að hafa fengið að verða honum samferða um skeið. Megi ævikvöld konu hans verða henni sem léttbærast og ánægjulegast. Blessuð sé minning Brynjólfs í Hlöðutúni. Kristján F. Björnsson. íslandsvinur látinn ÞANN 20. janúar sl. lézt í sjúkra- húsi í Grand Forks, North Dakota Olger B. Burtness héraðsdómari og fyrrum þingmaður í neðri malstofu þjóðþings Bahdáríkj- ánna. Hann var traustur yinur íslands og mörgum Islendingúm góðkunnur. Burtness dórnari var bóndason- úr af norskum ættum, en fædd- ur í Bandaríkjunum 14. marz 1884. Hann ólst upp í North Dakota, gekk þár á . alþýðuskóla og stundaði síðan nám í Ríkis- háskólanum í North Dakota. Ingibjörg Loftsdóttir — Minning INGIBJÖRG Loftsdóttir, ljósmóð ir lézt á Alcranesi 25. júlí á síð- astliðnu ári, á heimi dóttir sinnar Kristínar og manns hennar Krist ins Guðmúndssoriar. Ingbjörg var fædd hinn 22. marz 1868 á Brekku á Hvalfjarð- arströnd, dóttir hjónanna Lofts Bjarnasoriar frá Vatnshorni í Skorradal í Borgarfirði og Guð- rúnar Snæbjarnardóttur frá Bakkakoti í sömu sveit. Var þeim sex barna auðið, sem nú eru öll látin, fjögur dóu í bernsku en upp komust Ingibjörg og Bjarni faðir Lofts útgerðarmanns í Hafn arfirði og Þórðar, skrifstofum. hjá Tryggva Öfeigssyni. Arið 1891 giftist Ingibjörg Halldóri Þorkelssyni frá Þyrli á Hvalfjarð arströnd og tóku þau þar við búi eftir foreldra Halldórs. Um alda- mótin brugðu þau búi og héldu til Reykjavíkur með fjögur börn sína það elzta sjö ára. Þar dvöldu þau um eins árs skeið, en vorið 1902 fluttu þau til Bíldudals og stundaði Halldór þar fyrst sjó- mennsku um þriggja ára skeið, en tók síðan að sér stjórn á mjólk Andrés Karlsson frá Stövarfirði NÝLEGA var til moldar borinn í Reykjavík Andrés Karlsson tré- smíðameistari. Nú á skilnaðarstundinni langar mig að færa honum mínar inni- legustu þakkir fyrir þau kynni, sem ég hafði af honum meðan hann var verzlunarstjóri á Stöðv- arfirði. Ég tók við símgæzlu þar aðeins þrettán ára gömul og eins og gef- ur að skilja þurfti verzlunarstjór inn mikið að tala í síma og senda skeyti bæði innanlands og utan. Það er ekki hægt að lýsa þeirri prúðmennsku og hæversku, sem einkenndi Andrés. Aldrei bað hann um afgreiðslu nema kurteis lega, aldrei var hann óþolinmóð- ur þó hann þyrfti að bíða, og fann aldrei að neinu, mér krakka greyinu var þó sjálfsagt ábóta- vant í ýmsu. Ég starfaði lengi við símaafgreiðslu og afgreiddi marga ágætismenn, en ef ég ætti að velja úr þeim stóra hóp, mundi ég telja Andrés Karlsson þeirra allra beztan. Um svipað leyti var ég beðin að taka að mér hlutverk í sjón- leik, ekki vegna þess að ég hefði neina sérstaka hæfileika, heldur hitt að fátt var um ungar stúlkur á Stöðvarfirði yfir veturinn, eins og víðar í sveitum svo það varð að tjalda því, sem til var. Mér leið mjög illa, sárkveið fyrir hverri æfingu, ég fann að sam- starfsfólkið var ekki ánægt með mig. André'S hafði fengizt tölu- vert við leiksýningar á Stöðvar- firði og stjórnaði þeim flestum meðan hann var upp á sitt bezta, því honum var flest til lista lagt. Hann var nú fenginn til að dæma um leikinn, um það bil sem æf- ingum átti að lj úka. Þetta kvöld — mmnmg leið eins og önnur kvöld. Mér hlýnar enn um hjartarætur þeg- ar ég minnist þess hvað hann sagði þegar leitað var álit hans. — Aldrei hafði ég samt kjark til að þakka honum þessi fallegu orð, sem ég veit nú að aðeins voru sögð af hjartahlýju til hjálpar feiminni og huglítilli stúlku út úr vandræðum. Svo þurfti Andrés að flytja burt úr firðinum sínum, þar sem hann hafði lifað fegurstu stundir lífs síns, við sem þekktum hann bezt vissum hve þungt honum féll það. En hann hafði erfitt verk með höndum, tímarnir erfið ir, allir fátækir á staðnum og skuldasöfnun sjálfsagt mikil, en allir viðskiptamennirnir líka vinir hans, hann gat ekki hugs- að sér að ganga hart að þeim með greiðslu. Það brá mörgum við þegar Andrés var farinn frá Stöðvar- firði, því alltaf var leitað til hans ef vandasöm verk þurfti að leysa af hendi, en sérstaklega samt sjómönnunum, hann var alltaf boðinn og búinn að gera við vélarnar í bátunum þeirra. — Því maðurinn var snillingur í hondunum. Og nú er Andrés horfinn af sviðinu, horfirm yfir í æðri heim, ég veit að þar hefur opnazt fyrir honum sá heimur listarinnar þar sem hinar miklu gáfur hans fá að njóta sín. Mínar innilegustu þakk ir og óskir fylgja þér gæri vinur, ég vona að þú fyrirgefir mér þessi fátæklegu orð og metir þau eins og leikinn forðum. Ég votta ástvinum Andrésar mína dýpstu og beztu samúð. Siglufirði í desember 1959. Þorbjörg Einarsdóttir. urbúi þar á staðnum. Árið 1922 settust þau að á Akranesi og bjuggu þar til dauðadags. Hall- dór lézt 9. júlí 1942, 81 árs að aldri. Börn Ingibjargar og Hall- dórs voru þessi: Guðrún gift Ölafi . Magnússyn fyrrverandi skipstjóra frá Bíldudal, en hún lézt árið 1921, Margrét gft Hjálm ari Þorsteinssyni, húgagnameist- ara í Reykjavík, Þorkell útgerð- armaður á Akranesi giftur Guð- rúnu Einarsdóttur, ættaðri frá Akranesi, Kristín gift Kristni Guðmundssyni stýrimanni frá Bíldudal, Loftur fyrrverandi skip stjóri giftur Ólöfu Hjálmarsdótt- ur frá Reykjavík. Auk þess ólu þau hjón upp Gunnar, son Ólafs Magnússonar og Guðrúnar sál- ugu dóttur þeirra, og er hann annar af tveimur sonum er þau eignuðust, en hinn, Svavar ólst upp hjá Svöfu Þórleifsdóttur fyrr verandi skólastjóra á Akranesi. Alls munu afkomendur Ingibjarg ar og Halldórs nú vera liðlega fimmtíu. Ingbjörg lærði ljós- móðurstörf seytján ára gömul hjá Schierbeck landlækni og átján ára gerðist hún ljósmóðir á Hval- fjarðarströnd og því starfi hélt hún áfram bæði þar og á Bíldu- dal í samfellt 36 ár. Á þessum árum lá Þyrill í þjóðbraut, og var gestakoma ákaflega mikil árið um kring.Voru hin ungu hjón samhent í því að taka Serii bezt á móti gestum, að góðum og göml um íslenzkum sið. En erfitt hlýt- ur starf húsmóðurinnar á Þyrli að hafa verið í þá daga, að vera húsmóðir, ljósmóðir og gestgjafi. Nú til dags þykir nóg að vera eitt af þessu, hvað þá allt í senn. Eftir erfiðan vinnudag var fólkið oft og tíðum rifið upp úr fasta svefni af köldum og hröktum ferða- mönnum, sem ekki þurftu einung is að fá góðan beina og fyrir- greiðslu, heldur jafnvel hjúkrun. Hita varð handa þeim mjólk, hátta þá í heit rúm, og vaka yfir að þurrka föt þeirra svo að för þeirra gæti haldið áfram að morgni. Af þessu afloknu kom svo ef til vill kallið frá einum nýjum þjóðfélagsborgara sem vildi komast í heiminn, og því varð skilyrðislaust að hlýða, hvernig sem á stóð, þar mátti ekkert hamla, hvorki óveður þreyta né heldur lasleiki. Og þegar einni þrekrauninni var af- létl, mun sjaldnast hafa verið um hvi)d að ræða, heldur nýjar vök- ur, r.ýtt erfiði og ný vandamál til urlausnar. A Þyrli munu dagar því hafa verið ein samfeld keðja af lát- lausu erfiði, enda kom að því að heilsa hennar bilaði allmikið og varð hún að að bregða búi, eins og áður er sagt. Á Bíldudal mun Ingibjörg ekki hafa legið á liði sínu ef að líkum lætur, en vegna þess að þar höfðu þau hjón miklu minna umleikis, náði Ingibjörg heilsu sinni aftur, enda vel byggð og hraust að upplagi. Ég tel það til hamingju minn- ar að hafa fengið að kynnast Ingibjörgu, og byrjuðu kynni okkar þegar ég var fjórtán ára drengur og héldust æ síðan. I mínum augum var Ingibjörg í fá- Lauk hann þaðan prófi í lögum árið 1907. Á skólaárum sínum kynntist hann ýmsum íslenzkum háskóla- stúdentum, svo sém Guðmundi Grímssyni, síðar hæstaréttár- dórriara í North Dakota og batt hann við þá ævilanga vináttu. Að löknu námi hóf Burtness lögfræðistörf í Grand Forks og var í mörg ár í félagi við Barða G. Skúlason, iögfræðng, sem 'er ræðisrriaður Islands í Porfiánd í Oregon. Eftir að hafa verið rík- islögsóknari í Grand Forks hér- aði og úm skéið átt sæti á löggjaf- arþingi N. Dakota ríkis, var Burtness kosinn þingmaður neðri málstofu Þjóðþings Bandaríkj- anna 1921. Vár hann það sam- fleytt í sex kjörtímabil eða fram til ársins 1933. Að þingmennsku lokinni hóf hann aftur lögfræðistörf í Grarid Forks og gegndi þeim, þar til hann var útnefndur héraðsdóm- ari af þáverandi ríkisstjórn 1950. Hann var kosinn í embaéttið við almennu kosningarnar 1952 og endurkjörinn 1958. Skipaði hann þann sess til dánardægurs. Kom við sögu íslendinga A þjóðþingsárum sínum kom Burtness héraðsdómari mjög við sögu íslandinga beggja vegna hafsins. Hann yar einn af ræðu- mönnum og fulltrúi forseta Bandaríkjanna á hinrii fjölrnennu og söguríku 50 ára afmælishátíð íslenzka landnámsins í North Dakota, sem haldin var á Mount- ain 1, 2. júlí 1928. Einnig var hann aðalhvatamað ur þess, að Bandaríkin sendu Is- lendingum líkneskjuna af Leifi Eiríkssyni að gjöf árið 1930 og einnig átti hann sæti í fimm manna nefnd þeirri, sem sótti Alþingishátíðina þá fyrir hönd Bandaríkjanna. Burtness hefur verið sæmdur Stórriddarakrossi hinnar ís- lenzku fálkaorðu fyrir vináttu sýnda íslandi og Islendingum. Sænskir námsstyrkir SAMKVÆMT tilkynningu frá sænska sendiráðinu í Reykjavík, hafa sænsk stjórnarvöld ákveðið að veita Islendingi styrk, að fjár- hæð 4300 sænskar krónur, til há- skólanáms í Svíþjóð skólaárið 1960—1961. Styrkurinn veitist til átta mánaða náms og greiðist styrkþega með jöfnum mánaðar- legum greiðslum, 500 sænskum krónum á mánuði, en styrkþegi hlýtur 300 sænskar krónur vegna ferðakostnaðar. Fjárhæðin er bundin því skilyrði að ríkisþingið samþykki fjárveitingu. Vera má, að styrknum verði skipt milli tveggja umsækjenda eða fleiri, ef henta þykir. Umsóknir sendist menntamála ráðuneytinu fyrir 20. marz n.k. ásamt afriti prófskírteina, með- mælum, ef til eru, og greinargerð um, hvers konar nám umsækj- andi hyggst stunda og við hvaða skóla. Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu og hjá sendiráðum íslands erlendis. mennum hópi úrvals kvenna. A velli var hún fremur há og sam- svaraði sér hið bezta, beinvaxin og björt yfirlitum og fríð sýnum. En mesta prýði hennar voru þó augun, ljósblá og stillt, full mildi og mannkærleika, mannkærleika sem ekki lét staðar numið við fólkið eingöngu, heldur elskaði allt sem lifði, menn og málleys- ingja og mest þá sem lífið hafði leikið grátt og fátt í lífinu mun Ingibjörgu hafa þótt ánægjulegra en þegar hennar mjúku læknis- hendur gátu orðið til hjálpar. Trúkona var Ingibjörg mikil, enda þótt hún flíkaði því lítt. Blessuð sé minning hennar. Þ. Hj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.