Morgunblaðið - 24.02.1960, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.02.1960, Blaðsíða 10
10 MOnCllKTtl AÐIÐ Miðvikudagur 24 febrúar 1960 •■'ffffffff^ffMf^fffflffffftff: Bjami Helgason íj'J ' -• MÖRGUM kann að þyjtj-a þáð' fávíslega spurt, hvað sé jarð- f vegur eða hvað sé mold.. Auð- vitað vita allir, hvað ;é'r‘fnoÍdí. Mold er það, sem grösin gróa í. En mundi samt ekki koma hik á einhvern, ef hann ætti að segja eitthvað meira um, hvað er mold? Allir kunna að meta moldina einhvers. Þeir, sem rækta garða og þeir, sem eiga heil lönd. Þess vegna sýn- ist ekki úr vegi að setja fram nokkrar bollaleggingar um þetta merkilega fyrirbæri, moldina. Mold er að vísu allyfirgrips- mikið hugtak, en mörgum Sandar og melar geta vel verið jarðvegur, en ekki verður fyrirhafnarlaust bætt, þar sem ránshöndin hefur áður farið. — Hvaö er jarövegur? mundi þykja erfitt að kingja, ef því væri haldið fram í fullri alvöru, að næringarupplausn, sem plöntur gætu gróið í, væri mold. Með það í huga er jarðvegur kannski betra hug- tak og yfirgripsmeira að því leyti, ef einni málvenju jarð- vegsvísindanna er haldið, að þá er meira að segja nærir.g- arupplausn í krukku köiluð jarðvegur. Allt er sem sé jarðvegur, sem jurtir gfóa í, hvað sem málfræðivenjur kunna annað að segja. Og það, sem meira er, næringarupp- lausnir fyrir plöntur oru oft hinn eini fullkomni jarðvegur, sem völ er á og venjulega auð- veldastur viðureignar, þegar um ræktun vissra jurtateg- unda er að ræða. Það er t.d. viðurkennd staðreynd víða um heim, að í tómatarækt fæst mest og bezt uppskera, þegar ræktað er í næringarupplausn, einmitt vegna þess að þá er hægt að ráða algjöriega sam- setningu jarðvegsins, þannig að ekkert vanti og að ekkert sé um of heldur. Tvennt er það, sem öllum jarðvegi er nauðsynlegt, svo að plöntur grói, en það er vatn með uppleystum næringarefn- um og loft vegna öndunar rót- anna. Allt það, sem hefur loft að geyma, vatn og næringar- efni, sem plönturnar geta tek- ið til sín, heyrir hugtakinu jarðvegur til. Tjarnarbotnar, árframburður, sandur og mel- ar, jafnvel steinsprungur, þar sem rætur geta fundið festu, verða samkvæmt þessari skýr- greiningu jarðvegur. Hitt er svo annað mál, hvers vegna meiri gróður er á einum stað en öðrum og kemur þar fjöl- margt til greina, sem síðar verður rakið. Jarðvegurinn, sem veldur ræktunarmanninum erfiðleik- um, er flóknari en nokkur vatns- eða næringarupplausn, enda dafna í honum miklu fleiri plöntunartegundir en í vatnsupplausninni, sem auk þess endist aðeins eina upp- skeru og oft miklu skemur. I venjulegum jarðvegi vex fjöldi plantna og margar nokkurn veginn jafn vel, og þær halda líka áfram að vaxa á hverju ári. Með öðrum orð- um frjósemi jarðvegsins helzt og getur líka oft aukist aðeins með því að leyfa plöntunum að vaxa óhindraðar. Það er lífið í jarðveginum, sem gefur honum gildi og frjósemi og sem jafnframt einkennir jarð- vegsheildina frá þeim ótelj- andi einstöku stein-, sand- og leirkornum, sem eru þó meg- inuppistaða þessarar heildar. Skýringin á þessu er sú, að plönturnar visna og deyja og rotna annað hvort niðri í jarð- veginum sjálfum eða á yfir- borði hans. Á þennan hátt losna næringarefni, sem áður hafa verið nótuð og verða nýtanleg aftur fyrir næstu kynslóð. Fræðilega séð er því hægt að halda frjósemi jarð- vegsins við í hið óendanlega. En meira þarf til, og það eru margar og mismunandi líf- verur, sem einar geta tryggt svo fullkomna hringrás. Og hér getur ræktunarmaðurinn grip ið inn í til góðs eða ills, en minnugur verður hver að vera þess, að frjósemin glat- ast fljótt, ef gálauslega er um gengið og plöntur fá ekki tíma til að þroskast. Frjósemi jarðar er líffræði- legt fyrirbrigði og ætti að njóta virðingar eftir því. Að- eins lífverur, jafrivel lífverur á frumstigi, geta skapað frjó- semi, en það á sín takmörk eins og allt annað. Ákveðið lágmarkslíf er jarðveginum nauðsynlegt, ef baráttan við veður og vinda og önnur eyð- andi öfl á ekki að vera fyrir- fram töpuð. Starfsemi einnar einstakrar lífverutegundar getur ekki skapað frjósemi, nema þá maðurinn sjálfur við alveg sérstakar kringumstæð ur. Við venjulegar kringum- stæður er mjög flókið sam- starf margra lífvera og líf- verutegunda frumskilyrði og oft er það, að því flóknara ög fjölbreyttara, sem þetta sam- starf er, því meiri verður frjó- semin. — Meira verður um frjósemi jarðar í næstu grein. Norræn fiskvinnslu- 'ísSrim FINDUS . sánisteypan hefur í hýggju að reisa vérksmiðju í Grimsby til að hraðfrysta ýmsar tegundir matvæla. Samsteypan, sem þegar rekur frystihús og verksmiðjur í Danmörku, Nor- egi, Svíþjóð, Hollandi og Ítalíu, mun fyrst og fremst hafa hug á að framleiða í Grimsby svonefnd fish-sticks, sem hafa náð miklum vinsældum þar sem annarsstaðar. Var í þessu tilefni stofnað nýtt fyrirtæki, Findus Limited, í Bret- landi árið 1958. En til þess að annast dreifingu og auglýsinga- starfsemi var auk þess stofnað nýtt fyrirtæki, er nefnist Findus International Limited, og hefur aðsetur í London. Búizt eir við að framleiðsla hefjist í leiguhúsnæði í Grimsby í apríl mánuði, en Findus Limi- ted hefur fest kaup á lóð þar í borg með frekari útbreiðslu fyr ir augum. Aðallega mún ætlunin að fram leiða úr hráefni, sem flutt verður inn frá Noregi. .Sala á Findus-vörúm' jókst .uin '65% í Bretlandi á árinu 1959, og var aðalaukningin í norskum fiskflökum, en einnig í dönsku kjöti, kola frá Danmörku og sænsku grænméti. Samkvæmt upplýsingum Johan Thome Holst, sem er einn af for- stjórum Findus International Limited, eru miklir möguleikar á því að auka sölu á Findus vör- um í Bretlandi. Þar eru nú seldar Findus vörur í rúmlega 25 þús. verzlunum, en þar sem til eru þrisvar sinnum fleiri verzlanir, sem hafa frystiborð, virðist markaðurinn vera enn víðtækari. Thorne-Holst segir að hugs- unin, er lá á bak við stofnun Findus International hafi sýnt sig vera mjög heppilega. Með því að sameina framleiðslu og hrá- efni Danmerkur, Noregs og Sví- þjóðar undir þetta merki, hafa löndin fengið bætta samkeppnis aðstöðu á heimsmarkaðinum. — „Vnkning" Jóns d Laxamýri Stálbrœðsla Norðmanna t Mo í Rana gengur vel Afköst hennar aukin í Vi millj. tonna tækjum er blása súrefni inn í ofnana. Eftir þær breytingar er þess vænzt að ársframleiðslan komist upp í nær hálfa milljón smálesta. NÝKOMINN er út bæklingur eftir Jón H. Þorbergsson á Laxa- mýri; sem hann nefnir „Vakn- ing“. Fer vel á því. Jón hefði mátt skrifa lengra mál um það efni. Hann er prýðilega ritfær eins og bróðir hans, útvarpsstjór- inn. jón á Laxamýri hefur, eins og alþjóð er kunnugt, verið „vakn- ingamaður" í þess orðs beztu merkingu. Síðan hann á unga aldri aflaði sér menntunar, leit- aði sér jafnvel nýrrar þekkingar og reynslu til fjarlægra landa, hefur hann verið einn af allra fremstu vökumönnum íslenzkrar bændastéttar. Hann ferðaðist um landið og flutti erindi, skrifaði í blöð og talaði margoft í útvarp. Hann hefur um langt árabil búið stórbúi, verið maður sem fylgdist vel með tímanum og lét aldrei verk úr hendi falla. En fyrst og fremst hefur hann verið öðrum til fyrirmyndar í því, að gleyma því ekki í önn dagsins, að „mað- urinn lifir ekki á brauði einu saman, heldur á sérhverju orði, sem fram gengur af Guðs munni“. Jón telur að því hafi of marg- ir gleymt, og að af því stafi allt, er fer á verri veg í lífi einstak- linga og þjóðfélags. Hann segir í byrjun bæklings- ins:: „í upphafi var orðið. Sköp- unin er öll tilorðin með því, að Guð talaði og það varð. Orð Guðs er upphaf kraftarins. Orð Guðs er frækorn. Af því blómstrar jörðin. Hjarta mannsins er sáð- land Drottins, svo að maðurinn blómstri í trú.“ Og enn segir hann: „Kristur taiaði eingöngu Guðs orð. Hann sagði við manninn: Verð þú heill! Og maðurinn varð heill. — Enn í dag verða menn heilir á sál og líkama, fyrir orð Drottins, af því að það er lifandi orð“. Jón á Laxamýri telur, að afleiðing þess, að hafna orði Guðs, sé andlegur dauði eða guð- vana líf. „Boð Drottins eru brot- in. Helgidagurinn er oft notaður til mestra misgerða. Trúarlegrar vakningar er þörf í orði Drottins, til þess að tryggja líf hvers og eins og til þess að þjóðin fái búið sér örugga menningu. — Við þurf um að vakna til þess að vinna að því, að orð Drottins skipi önd- vegið í öllum okkar athöfnum". „Vakning" Jóns á Laxamýri er kver ,sem á érindi til allra hugs- andi manna. Hann hefur ekki trú á að það seljist í bókaverzlunum, en afhendir mér nokkur hundruð eintök, sem hann segir að selja megi til ágóða fyrir kristniboðið í Konsó. — Það fæst með því að hringja í síma 13427. Ólafur Ólafsson 1 LANDHELGI, nefnir listamaðurinn þessa tússteikningu, en hún er gerð af Eiíasi B. Halldórssyni, er sýndi niyndir sinar í glugga Mbl. fyrir skömmu síðan. ÓSLÓ, 16. febrúar. — (NTB) — EEKSTVS hinnar stórvöxnu stálverksmiðju Norðmanna í Mo í Rana er nú farinn að ganga vel, eftir að ýmsir byrjunarörðug- leikar hafa verið yfirunnir. Fyr- ir nokkrum dögum urðu þau tímamót í starfsemi verksmiðj- Ólieppileg nýbreytni BREZKU járnbrautirnar ætl- uðu að taka upp þá nýbreytni að láta lestirnar halda áætlun, en fengu ótal kvartanir frá ferða- fólki. Einn farmiðasali skýrði svo frá, að „fólk er farið að reikna með því að lestirnar séu á eftir áætlun“. Hann sagði að nú, þegar margar lestanna fara samkvæmt áætlun, missi margir af þeim. „Þegar við bendum á að þær hafi farið á réttum tíma, verður fólk öskuvont". unnar, að hún hafði framleitt eina milljón smál. af smíðastáli. Járnbræðslan hóf starfsemi sína 19. apríl 1955. Á fyrsta heila starfsárinu, 1956, nam framleiðsl- an 165 þúsund tonnum, en hefur síðan stöðugt aukizt og á síðasta ári nam framleiðslan nærri 300 þúsund tonnum. Við ýmsa byrjunarörðugleika var að glíma í fyrstu, enda er þetta fyrsta stóra stálbræðslan í Noregi. En afköst hafa batnað með aukinni reynslu starfs- manna. Árið 1955 var reiknað út að 420 tonn væru framleidd á 1000 klst., en nú er þessi tala komin upp í 808 tonn. Hefur verið auðið að fækka starfsliði í stálbræðslunni þótt framleiðslan hafi aukizt á sama tíma. Eru nú starfandi 168 menn við verk- smiðjuna. Enn er ætlunin að halda áfram að stækka verksmiðjuna. Hún hefur fram til þessa haft tvo raf- magnsbræðsluofna, en nú á að bæta þeim þriðja við. Þá á að bæta stálframleiðsluna með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.