Morgunblaðið - 24.02.1960, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.02.1960, Blaðsíða 22
22 M O R c rnv n T, 4 Ð I Ð MiíSvikudagur 24. febrúar 1960 Átti að sitja eftir heima - en vann guliiö Glæsilegur göngusigur Brusveens Noregi í harðasta göngueinvígi sögunnar \ FYRIR keppnina í 15 km göngu strengdi ég þess heit að sýna að ég var ekki sendur til Squaw Valley af einhverri góðsemi við mig — sagði hinn hamingjusami sportvörusali, Haakon Brusveen, er hann hafði tryggt Noregi fyrstu gull- verðlaunin á þessum leikum, með glæsilegum sigri í 15 km göngu — keppni, sem lýst er sem harðasta göngueinvígi er fram hefur farið, þar sem 7 sek. skildu að gull- og bronsvinnendur. — Skíðasambandið norska hafði fyrir sitt leyti valið Brusveen til þátttöku í leikunum, en Olympíunefndin norska felidi haun af lista þátttakenda. En í siðustu göngukeppni heima i Noregi fyrir leikana sýndi hann öilum þeim göngumönn - um sem valdir höfðu verið tii þátttöku fyrir Noreg, baksvip sinn og sigraði glæsilega. Þá komst nafn hans aftur á list- ann yfir þátttakendur Noregs. En það var svo seint, að hann ferðaðist einn síns liðs til Squaw Valley — hinir voru allir á undan honum farnir. Norðmennirnir flugu um háls honum. Brusveen sagði að hann heiði allan tímann nákvæmlega viiað um tíma sinn og annara (en það tilkynna aðstoðarmenn göngugarpanna þeim gegnum srnáhátalara). — Oft sótti þreytan að mér í göngunni. En þá frétti ég hvernig stríðið um sekundurnar stóð og góð staða mín í því stríði gaf mér nýjan kraft. Og þegar möguleikarnir opnuðust þá var ekki um annað að gera en „vinda kraftana úr líkamanum" og vona að þeir myndu duga“, sagði gull- drengurinn. Svíar fyrstir . . . Gangan var æsispennandi. Eft- ir 5 km voru Svíarnir Stefans- son, Ramgaard og Sixten Jern- berg í fararbroddi. Brusveen var 14 sekundur á eftir Jernberg en Norðmaðurinn Östby 26 sek á eft ir honum. Hakulinen var sek- undu á eftir Brusveen. . . . en krafturinn dugði ekki Svo kom svæðið með brekkun- um sem klifra þurfti. Þá héldu Sviarnir ekki ferðinni en Brus- veen, Östby og Hakulinen sýndu að þeir áttu kraft sem dugði. Brusveen dró 30 sekundur á Stef- anson frá 5—10 km mörkum göng unnar, 12 sekundur á Jernberg, sem þó hafði „það forskot“ að vera ræstur á eftir Brus- veen og þannig sjá til hans allan tímann. Hakulinen hafði Hka gengið vel frá 5—10 km mörkun- um. Þegar 10 km voru gengnir stóðu þeir mjög líkt, Bruveen, Jernberg og Hakulinen. Endaspretturinn Endaspretturinn hófst — síð ustu 5 km. Brusveen gekk af feiknlegum krafti — en hann fói fyrstur af þeim sem líkleg- ir voru til sigur, svo að þegar hann kora í mark á 51 mín 56 Vann með mest- um yfirburðum sek, hófst taugastríðið um það hvort sá tími dyggði. Norðmennirnir sem tii stað- ar voru, voru aðframkomnir af spenningi. Þá kom tími Hakulinens, 7 sekundum lak- ari en Brusveen. Aðeins Jern- berg gat nú sigrað hann og hann hafði haft 2 sekundna forskot við 10 km markið. Bið- in var sem eilífð. Hann vissi, að hann varð að taka á öllu sem hann átti til, af sigurinn skyidi verða hans. Hann neytti allra krafta er hann gekk í mark. Dauðaþögn ríkti meðau tímaverðir rýndu í klukkurn- ar og reiknuðu. Svo kom tími Jernbergs 51 mín 59 sek — 3 sek. lakari en Brusveens. Þá brustu flóðgáttir norskrar Framh. á bls. 23. YTYNDIN hér fyrir ofan var ekin af hinni fögru banda- ísku íþróttakonu Carol Heiss, r hún gekk fram fyrir fylk- ■ígar íþróttamanna í Squaw /alley á setningardag Vetrar- eikanna og vann Olympíueið- :nn um drengilega keppni, fyr- r hönd allra hinna 989 þátt- akenda frá 31 þjóðríki. Setningarathöfnin í Squaw Valiey var virðuleg og fjöl- breytileg. Nú stendur keppni '’’~0 0 && 0 0 0' 0 & 0 0 0 0 * -0 « yfir og er Olympíueiðurinn um drengskap í keppni hvar- vetna haldinn, nema ef helzt skyldi vera í íshokkíinu. Þar sýður stundum upp úr. ★ 1 gærkvöldi var tilkynnt, að Carol Heiss hefði fleira gert en að vinna íþróttamanns eiðinn í Squaw Valley. Hún sigraði sem sé i listskauta- hlaupi kvenna með þeim mestu yfirburðum sem orðið hafa á þessum leikum. Keppnin stóð yfir marga daga og Carol keppti í skyldu- æfingunum þegar á laugardag inn. Náði hún þegar góðum árangri og komst engin keppi- nauta hennar fram fyrir hana næstu daga. En þegar keppni fór fram í gær í frjálsum æf- ingum voru allir sammála um, að Carol hefði borið af í hreyf- ingum og yndisþokka. Þannig tryggði hún Bandaríkjunum fyrstu gullverðlaunin. Hún er margfaldur heims- meistari í þessari grein og sannkallaður arftaki hinnar frægu Sonju Henie. Silfrið vann Sjouhe Dijstra frá Hol- iandi en bronzið Barbara Ann Roles, bandarísk. n sveif Sslenzki fánin í áttina heim Ljósmyndarar bíða fœris við ,,fossinn44 EINN af íslenzku þátttakend- unum í Vetrarolympíuleik- unum hefur sent eftirfarandi bréf heim: Þið heima á íslandi hafið vafa laust lesið lýsingu af opnunar- hátíðinni. Hún var stórkostlegt ævintýri. Við stóðum í röðum, tilbúnir til að ganga inn í skauta höllina, þar sem hátíðin skyldi sett. Það var mokandi logndrífa. — Nixon varaforseti Bandaríkjanna hafði orðið fyrir töfum og þegar hann var loksins kominn í þyril- vængju sinni, seztur í heiðurs- stúkuna og inngangan hafin, gerðist kraftaverk — sem menn segja hér að Disney hljóti að hafa ráðið. Élinu létti, myrkrið flýði, en sólin skein frá bláum himni. Þegar hátíðinni var að Ijúka, skellti aftur saman í svartabyl. Sumir flokkamir gleymdu af einhvers konar klaufaskap að ganga fyrir forsetastúkuna. Slíkt henti þó ekki okkur. Virtist okkur, að Nixon varaforseti og hin bjartleita frú hans heilsuðu okkur sérstaklega. Hinu töfrandi ævintýri, opn- unarhátíðinni var lokið og við stikuðum út hrifnir og furðu lpstnir. Þá sáum við íslenzka fánann hefjast til lofts með loft- belg. Disney lét hann svífa upp ásamt öðrum þjóðfánum. Og hann tók stefnuna í norðaustur, — heim með kveðjur frá okkur. Brunbrautin ágæt. Við æfðum hér í Squaw Valley níu daga fyrir leikana. Glamp- andi sólskin var allan tímann, logn og nýfallinn snjór. Þátttaka okkar átti svo að hefjast í dag, 19. febrúar með kepppi í bruni, en vegna fannfergis, sem fylgdi hinni miklu snjókomu á opnun- ardaginn var keppninni frestað til mánudags. Var sú frestun okk- ur til nokkurs ama. Undanfarið höfum við einbeitt okkur að brunæfingum, sem hafa farið fram daglega með starfs- liði leikstjórnar. Brautin er ágæt af brunabraut að vera, ekkert svell og minni hættur en verið hafa oft áður. Troðið er upp i hæstu tinda með vélknúnum tækjum, en auk þess troða her- menn, lausfóta og á skíðum. Á nær tuttugu stöðum er 10—30 metra flug í brautinni, og kemur sér því vel að hafa æft skíða- stökk. Myndin af Jóhanni Vilbergssyni Hættulegasta torfæra brautar- innar er „fossinn" svonefndi. Þar húka myndtökumenn á veiðum eftir góðri mynd fyrir blöðin. Eina slíka „góða“ mynd gat að líta í stórblaði á dögunum. Var hún af íslendingi, sem „fór á hausinn“ fram af „fossinum". — (Þetta hefur líka hent Malterer og aðra „stórmeistara"). Vissu fætur upp, annað skíðið brotið og hitt laust. Hefur myndin vak- ið óblandna ánægju hjá okkur hér í Olympíuþorpinu. í veizlu hjá Brown. Kvöldið fyrir opnunardag sátu íslendingar ásamt Steingrími Þor láksson konsúl og „attaehé“ okk- ar stórveizlu í boði Browns ríkis- stjóra í Sacramento ( þess manns sem náðaði Ohessman) Nixon var einnig í þessari veizlu og hrifu þeir Nixon og Brown viðstadda með alúðlegri framkomu og skemmtilegum ræðum. Hér í þorpinu er oft glatt á hjalla. Á hverju kvöldi er skemmtun fyrir keppendur og starfsmenn í hinum gríðarlega stóra matsal. í gærkvöldi var hinn heimsfrægi gamanleikari Danny Kaye aðalskemmtikraft- urinn, en í kvöld eiga að koma þar fram stjörnur eins og Bob Mathias, Ester Williams og Sig- ríður Þorvaldsdóttir. Með beztu kveðjum. NÚ HEFUR verið lokið keppnl í 13 greinum á Vetrarleikun- um. Verðlaunin skiptast þann- ig milli landa: Rússland Þýzkaland Svíþjóð Sviss Bandaríkin Noregur Frakkland Kanada Austurríki Finniand Pólland Holland Gull 4 2 2 2 1 1 1 1 Silfur 3 2 2 2 1 Bronz 5 — Skautahlaup Framh. at bls. 11 Valley að snúa heim til sín með einn gullpening og einn silfur- pening. Úrslit: 1. Klara Guseva, Kussl...1:34,1 mín 2. HeJga Haase, Þýzkal...1:34,3 — 3. Tamara Rylova, Itússl. 1:34,6 — 4. Lydija Skoblikova, Rússl. 1:35,3 — 5-6 Takamizawa, Japan ... 1:35,6 — 5-6 Helene Pilejczyk, Póll. 1:35,6 — 7. Fumiekawa, Japan ..... 1:36,1 — 8. Jeanne Ashworth, USA 1:36,5 — 9. Eevi Huttunen, Finnl.. 1:37,2 — J0. Iris Sihvonen, Finnl.1:37,3 —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.