Morgunblaðið - 24.02.1960, Blaðsíða 2
2
MORCJITSHJ.AÐlh
Miðvikudagur 24. febrúar 1960
80-90 þús. sparisjoðs
bækur í einum banka
Er vaxtahækkunin í þagu
„hinna ríku“ eða hins
almenna sparifjáreig anda ?
FÓSTBRÆÐURNIR, kommún
istar og Framsóknarmenn, á-
saka núverandi ríkisstjórn
fyrst og fremst fyrir tvennt.
I fyrsta lagi fyrir, að hún hafi
fellt gengi krónunnar alltof
mikið.
I öðru Iagi áfellast þeir rík-
isstjórnina fyrir vaxtahækk-
unina, sem þeir segja, að fyrst
og fremst sé gerð í þágu
„hinna ríku“.
Það er rétt að athuga þessi
tvö atriði nokkru nánar.
Ef gengisfelling sú, sem rík-
isstjórnin beitti sér fyrir eða
réttara sagt viðurkenndi að
orðin var, var of mikil, hvers
vegna fluttu þá ekki stjórnar-
andstæðingar breytingartil-
Iögu um það, að hún skyldi
vera minni?
♦ Bjöm stóð einn!
Kommúnistar fluttu enga
tillögu, er gengi í þá átt. Fram
sóknarflokkurinn ekki heldur.
En einn Framsóknarþingmað-
ur, Björn Pálsson, flutti þó
breytingartillögu um það, að
gengislækkunin skyldi vera
nokkru minni en lagt var til
í efnahagsmálafrumvarpi rik-
isstjórnarinnar. Hann Iagði til,
að einn dollar skyldi jafngilda
30 kr. í stað 38 kr., eins og gert
var ráð fyrir í stjómarfrum-
varpinu.
En greiddu Framsóknar-
menn og kommúnistar þá ekki
atkvæði með þessari breyt-
ingartillögu Björns Pálssonar?
Nei, það gerðu þeir sannar-
lega ekki. Tillaga hans fékk
aðeins eitt einasta atkvæði —
hans sjálfs — á Alþingi!
Þegar á þetta er litið, virð-
ist árásir stjórnarandstæðinga
á rikisstjórnina fyrir að hafa
fellt gengi krónurnar of mikið,
ekki hafa við mikil rök að
styðjast.
♦ Aumleg sjálfhelda
Um hitt árásaratriði stjóm-
arandstöðmnnar, að vaxta-
hækkunin sé fyrst og fremst
framkvæmd í þágu „hinna
ríku“ og bitni harkalega á öll-
um almenningi, er það að
segja, að bæði kommúnistar
og Framsóknarmenn hafa hald
ið því fram af miklu offorsi,
að það séu einmitt „hinir
ríku“, sem njóti þeirra for-
réttinda" að ráða yfir öllu láns
fé bankanna. Þeir hafi á und-
anförnum árum fengið að
hrúga upp skuldum og bruðlað
með fjármagn þjóðarinnar.
Ætlast nú kommúnistar og
Framsóknarmenn til þess, að
almenningur trúi því, að vaxta
hækkunin sé aðallega í þágu
„hinna ríku“, ef það er rétt
að það séu fyrst og fremst
þeir, sem sktuldi og ráði yfir
lánsfé bankanna?
Sjá ekki stjórnarandstæðing
ar, í hve aumlega sjálfheldu
þeir eru komnir með þessum
málflutningi?
En ef það er rétt að hinir
ríku hafi fyrst og fremst setið
að lánsfé bankanna, hvers
vegna eru Framsóknarmenn
og kommúnistar þá á móti
vaxtahækkuninni? Eru þeir
þá allt í einu farnir að standa
vörð um hagsmuni efnamann-
anna í þjóðfélaginu?
♦ 80—90 þús.
sparis j óðsbækur
En athugum svo aðra hlið
á málinu.
Hverjir eru það, sem átt
hafa þá peninga, sem bankar
og aðrar lánastofnanir hafa
verið að lána út á undanförn-
um árum?
Það eru allir þeir mörgu,
sem hafa sparað, þeir sem nafa
lagt spariskildinga sína ínn í
lánastofnanir í þeirri trú að
þeir væru að tryggja með því
framtíð sína. Til dæmis um
það, hve stór hópur sparifjár-
eigendur í landinu eru, má
nefna það, að í einum bank
eru 80—90 þús. sparisjóðsbæk-
ur. Þetta sýnir fyrst og fremst
að það er almenningur í land-
inu, sem á spariféð.
En hvernig hefur verið far-
ið með þetta fólk, sem staðið
hefur undir Iánsfjárþörf at-
vinnuveganna og uppbygging-
ar og framkvæmda í landiau?
♦ Fengu enga vexti
í 10 ár
Það hefur verið farið þannig
með það, að það hefur á sl. 10
árum ekkert fengið í vexti af
sparife sínu Verðbólgan hefur
stöðugt verið að éta upp spari-
skildinga þess.
Það er hlutur þessa fólks,
sem er verið að rétta moð
vaxtahækkuninni og með við-
leitninni til þess að skapa jafn
vægi í efnahagsmálum lands-
manna.
♦ Sparsemi og
ráðdeild
Núverandi ríkisstjórn hefur
með viðreisnarráðstöfunum
sínum til sköpunar jafnvægis
í efnahagsmálum þjóðarinnar
viljað gera sparsemi og ráð-
deild að grundvelli heilbrigðs
efnahagslífs. Allir íslendingar,
hvar í stétt og stöðu, sem þeir
standa, hvort sem þeir eru
launþegar eða framleiðendur,
bændur eða sjómenn, iðnaðar-
menn, atvinnurekendur eða
verzlunarmenn eiga mikið und
ir þvl komið, að þessar tillög-
ur komist í framkvæmd og
nái tilgangi sínum.
Heiðarnar færar
í GÆR var unnið að því að
hreinsa þjóðveginn í Öxnadaln-
Dagskrá Alþingis
í DAG er boðaður fundur í sam-
einuðu Alþingi á venjulegum
tíma. Fjórtán mál eru á dagskrá.
1. Fjarskiptastöðvar í íslenzk-
um skipum, þáltill. Hvernig ræða
skuli. 2. Lögreglumenn, þáltill.
Hvernig ræða skuli. 3. Bygging-
arsjóðir, þáltill. Ein umr. 4. Hafn
arstæði við Héraðsflóa, þáltill.
Frh. einnar umr. 5. Jarðboranir
í Krýsuvík og á Reykjanesi, þál-
till. Ein umr. 6. Hagnýting far-
skipaflotans, þáltill. Ein umr. 7.
Vinnsla sjávarafurða á Siglu-
firði, þáltill. Ein umr. 8. Fisk-
veiðasjóður íslands, þáltill. Ein
umr. 9. Veðdeild Búnaðarbank-
ans, þáltill. Ein umr. 10. Siglu-
fjarðarvegur, þáltill. Ein umr. 11.
Samstarfsnefndir launþega og
vinnuveitenda, þáltill. Ein umr.
12. Raforkumál, þáltill. Ein umr.
13. Þjóðháttasaga íslendinga, þál-
tiU. Fyrri umr. 14. Bústofnslána-
deild, þáltill. Fyrri umr.
um og var orðið fært alla leið
norður til Akureyrar fyrir stóra
bíla. Snjór var einkum í Öxna-
dal og á Öxnadalsheiði, og mun
hafa verið þung færð þar.
Á mánudag lagði áætlunarbíll
af stað suður frá Akureyri og
komst þann dag að Blönduósi.
í fyrradag var farið í Bröttu-
brekku og lagað það, sem laga
þurfti og er því fært í Dalina.
Þeir heiðarvegir, sem yfirleitt
eru færir að vetrinum, eru fær-
ir eins og stendur, samkvæmt
upplýsingum frá Vegamálaskrif-
stofunni.
Leiðrétting
I BLAÐINU í gær var þess get-
ið, að flugmálastjóri, Agnar
Kofoed-Hansen, hefði nýlega
verið heiðraður. Var hann gerð-
ur að heiðursfélaga Flugvisinda-
félags Indlands, en ekki íslands,
eins og stóð í fréttinni. Þess má
og geta, að tiltölulega fáir menn
utan Indlands hafa hlotið þenn-
an heiður.
Eisenhower
í Brazilíu
BRAZILÍU 23. febrúar. — Eisen-
hower forseti kom í dag til Braz-
ilíu, hinnar nýju höfuðborgar
Brazilíu. Kubichek, forseti, tók
á móti honum. Þeir Eisenhower
gáfu út sameiginlega yfirlýsingu
þar sem lögð var áherzla á aukið
efnahagssamstarf frjálsra þjóða.
til Brazilíu kom Eisenhower frá
Puerto Rico. Síðan heldur hann
til Argentínu, Chile og Uruguay,
en i þessari ferð fer forsetinn
um 15,000 mílur.
Japanir fagna
TOKYO, 23. febrúar. — Tokyo-
borg ómaði óvænt af fagnaðar-
látum í dag, því Michiko prins-
essa ól frumburð sinn í morgun.
Fréttin kom óvænt, því búizt
hafði verið að fæðingunni eftir
viku. Ekki varð gleðin hvað
minnst vegna þess, að prinsessan
eignaðist son. Heillaóskir bárust
hvaðanæva að og tveimur stund-
um eftir fæðinguna varð jarð-
skjálfti í borginni. Slík var gleði
manna, að verðbréf stigu í kaup-
höllinni. •
Fjórir prestar húsnœðis-
lausir í brauðum sínum
NU er svo komið að í fjórum
prestaköllum hér á landi eru
prestarnir húsnæðislausir.
Fyrir nokkrum árum var sera
Öskar Finnbogason kosinn prest-
ur vestur á Staðarhrauni. Hann
er ekki enn farinn að geta flutzt
þangað. Bóndinn á prestsjörðinni
hefur lífstíðaráburð þar. í hinni
litlu og fámennu sókn hefur ekki
tekizt að fá húsnæði handa sókn-
arprestinum. Af þessum sökum
Stanzlaus bylur
á Ströndum
GJÖGRI, Ströndum, 23. febrúar.
— Stanzlaus norðanbylur hefur
verið hér síðastliðna viku. — I
morgun stytti upp og var sólskin
fram yfir hádegið. Síðdegis skall
aftur á norðanbylur og sést ekki
húsa á milli.
En við hefur rekið hér á
ströndina það sem af er þessum
vetri og er það mikill búhnykk-
ur fyrir bændur, því bændur á
Ströndum hafa haft góðar tekjur
að rekavið. —Regína.
Tvö slys
á mánudag
TVÖ slys urðu hér í bænum á
mánudag. Árdegis varð árekstur
á horni Vesturgötu og Ægisgötu.
Bíll kom Ægisgötuna, en á þess-
um gatnamótum er skilyrðislaus
biðskylda, — ók inn á gatnamót-
in og rakst þar á bíl. Við árekst-
urinn snerisfr bíllinn til. Höggið
kom aftan til á bílinn, sem er
VW. — Þegar bíllinn snerist,
rakst hann á ljósastaur. Rak bíl-
stjórinn, Hafsteinn Sæmundsson
Háuhlíð 10, höfuðið í gegnum
framrúðuna og skarst við það á
höfði. Bíllinn hafði stórskemmzt.
Maðurinn var fluttur í slysavarð
stofuna.
Hitt slysið varð laust fyrir
klukkan 1 á gatnamótum Laug-
arnesvegar og Sunglaugavegar.
Ung súlka, Jenný Leifsdóttir
Laugamesvegi 62, ætlaði að ná
í strætisvagn. Gæti hún sín ekki
sem skyldi og hljóp fyrir bíl. Hún
meiddist lítils háttar.
Kveikt í heystabba
f GÆR kl. 16.36, var Slökkvi-
liðið hvatt að túni innarlega við
Miklubrautina. Hafði kviknað
þar í heystabba, eign Þórhalls
Jóhannssonar í Glaðheimum 14.
Er talið líklegt að krakkar hafi
kveikt þarna í. Urðu miklar
skemmdir á heyinu.
hefur sr. Öskar setið hér í Reykja
vík og orðið að þjóna prestakall-
inu héðan.
Tveir búsettir í Reykjavík
Presturinn á hinum sögufræga
stað Borg á Mýrum, hefur einnig
orðið að flytjast á brott úr sókn
sinni. Pressetrið á Borg brann í
fyrra. Hefur presturinn, séra Leó
Júlíusson, hvergi fengið inni í
sókninni. Hann hefur lengst af
a.m.k. haft aðsetur hér í Reykja-
vík þar sem tekizt hefur að út-
vega honum íbúð.
Nývígður prestur til Brjáns-
lækjar, séra Sigurjón Einarsson,
getur ekki sezt að á prestsetrinu,
því þar er ekki húsnæði fyrir
hann, en búið er á prestsetrinu.
Mun séra Sigurjón eins og starfs-
bræður hans á Staðarhrauni og
Borg, verða að þjóna brauði sínu
með „aðsetri I Reykjavík".
Húsin í niðurníðslu
Loks er svo Mosfell í Gríms-
nesi. — Nýkosinn prestur þar, sr.
Rögnvaldur Finnbogason, hefur
ekki talið sér fært að setjast að
á prestsetrinu vegna þess hve
húsið er lélegt orðið. Var það
óyggt fyrir 40 árum, er séra Ingi
mar Jónsson, síðar skólastjóri,
var þar prestur. Sama máli
gegnir um útihús prestsetursins.
Presturinn telur þau þurfa sem
og íbúðarhúsið, — gagngerrar
endurbóta við, áður en þau eru
tekin í notkun. Sr. Rögnvaldur á
nú heima á Selfossi.
Við borð mun liggja að víðar
á landinu sé svo ástatt í húsnæð-
ismálum presta þjóðkirkjunnar,
að svo geti farið að þeir verði að
yfirgefa prestsetrin vegna þess
hve léleg þau eru.
Vnæ^jule^ir
hátíðatónleikar
HÚSFYLLIR var á hátíðatónleik
um þeim í Þjóðleikhúsinu í fyrra
kvöld, sem Sinfóníuhljómsveit
íslands hélt í tilefni 150 ára af-
mælis pólska tónsnillingsins
Frederic Chopins. Stjórnandan-
um Bohdan Wodiczko frá Varsjá
og einleikurunum, Jórunni Viðar
og Rögnvaldi Sigurjónssyni var
afbuiða vel tekið og þau kölluð
fram hvað eftir annað. í upphafi
tónleikanna rakti dr. Páll Ísólfs-
son æviatriði og listaferil Ohop-
ins. Á efnisskránni voru tvö verk
eftir pólska tónskáldið og sam-
tíðarmann Chopins, Moniuszko
og eftir Chopin sjálfan voru leik-
in tvö verk: Grande Polonaise
Briilante og Píanókonsert nr. 1
í e-moll. Meðal gesta voru for-
seti islands og frú Var mikill
hátíðablær yfir hinum fjölmennu
tónleikum.
Z' NA /Shnútor y SV 50 hnútor ¥: Snjókoma 1 V Skúrir 9 OSi 1 K Þrumur miz. Kuldoskil ^ Hitoskt/ H HaS L LctgS
HÆÐ yfir Grænlandi, en lægð
um 700 km. suður af Vesc-
mannaeyjum.
Veðurhorfur kl. 22 í gær-
kvöldi: Suðvesturland, Breiða
fjarða og SV-mið—Breiða-
fjarðarmiða: NA-stinnings-
kaldi, skýjað með köflum.
Vestfirðir til Austfjarða,
Vestfjarðamið til SA-miða:
NA-kaldi eða stinningskaldi,
smáél. Suðausturland: NA-
stinningskaldi, skýjað með
köflum.
Horfur á fimmtudag: Aust-
an og NA-átt, hvasst og slydda
eða rigning við Suðurströnd-
ina, en frost og víða él norðan-
lands.