Morgunblaðið - 04.03.1960, Síða 8

Morgunblaðið - 04.03.1960, Síða 8
8 MOTtcrwnr.AÐiÐ Föstuaagur 4. marz 1960 Erlendir viöburöir - vikuyfirlit 15 ár frá Ragnarökum UM þessar mundir eru 15 ár lið- in síðan herveldi Hitlers var að hrynja til grunna. Fyrri hluta marz 1945 voru herir Banda- manna komnir hvarvetna að Rínarfljóti. Þann 5. marz tóku þeir smábæ á vesturbakka Rín- ar, sem nefndist Bonn. Var hann einkum frægur fyrir það, að þar var fæðingarstaður Beethovens. Þá renndi engan grun í hvaða hlutverki þessi bær ætti eftir að gegna í sögu Þýzkalands. Þann 7. marz náði bandaríski herinn á sitt vald óskemmdri brú yfir Rín við Remagen og herlið fór þegar að streyma yfir fljót- ið. í austri voru Rússar að fara yfir fljótið Oder. Stríðinu var að ljúka. Nú var vissulega illa kom- ið fyrir þýzku þjóðinni. Niður- læging hennar var mikil og eng- inn hafði samúð né miskunn með henni. Þetta var talið henni maklegt og þegar hulunni var lyft af hinum hræðilegu fanga- búðum náði hatrið, fyrirlitning- in og ógeðið á Þjóðverjum há- marki. Þeir höfðu hersetið næstum alla álfuna og hvarvetna beitt ómannlegri hörku og grimmd. Hringinn í kringum þá voru þjóðir sem kölluðu á hefnd — Frakkar, Belgir, Hollendingar, Danir, Norðmenn, Pólverjar, Tékkar og jafnvel bandamenn þeirra, ítalir. Tillögur voru uppi um að refsa þýzku þjóðinni í heild svo harð- lega, að hún legði ekki út í ann- að slíkt ævintýri. Sumir vildu skipta Þýzkalandi í mörg smá- ríki, sem aldrei mættu samein- ast eða jafnvel að þurrka það út af landabréfinu og skipta því upp milli nágrannaríkjanna. Og Stalin einræðisherra Rússa gerði það jafnvel að tillögu sinni á Jaltaráðstefnunni, að nokkur hundruð þúsund þýzkra liðsfor- ingja yrðu skotnir í hefndar- skyni. Leikur varla vafi á að Stalin sagði þetta í fullkominni alvöru, sérstaklega þegar þess er gætt, að Rússar höfðu fyrr í stríðinu framkvæmt tilefnislaus- ar fjöldaaftökur á tugþúsundum pólskra liðsforingja. Frjálslynd öfl komast til valda Ekkert varð úr því, að Þýzka- landi yrði skipt í mörg mátt- vana smáríki og yfirleitt báru ná- grannaþjóðir þeirra ekki fram neinar landakröfur á hendur Þýzkalandi. Eina undantekningin frá því var innlimun stórra landssvæða í Pólland og land- skiki í Austur-Prússlandi, sem var innlimaður í Rússland. Þýzkaland var hins vegar lengi hernumið og svo er enn með hluta þess. Þrátt fyrir hatr- ið og hefndarlöngunina í stríðs- lok var meðferð Þýzkalandsmál- anna yfirleitt miklu skynsam- legri en verið hafði eftir fyrri heimsstyrjöldina. Ráðamenn í Vestur-Evrópu skildu það nú, sem þeir höfðu aldrei skilið fylli- lega á dögum Weimar-lýðveldis- ins, að í Þýzkalandi eins og í hverju öðru landi, voru ýmis þjóðfélagsöfl, sem toguðust á um völdin. Að þessu sinni leituðust þeir við að styðja með öllum ráðum hin frjálslyndari lýðræð- issinnuðu öfl í landinu. Hefur það borið góðan árangur og orðið undirstaða gagnkvæms trausts og vináttu Þjóðverja og hinna vest- rænu lýðræðisríkja. Blómlegt atvinnulíf, varð- veizla persónulegra réttinda og frjálslegir menningarstraumar hafa stuðlað að því að gera Vest- ur-Þýzkaland einn af hornstein- um vestrænnar menningar og lýð ræðis. Þátttaka Þjóðverja í efna- hagssamstarfi og varnarsamstarfi vestrænna þjóða er bein afleið- ing af þessum breyttu viðhórf- um. Vestur-Þjóðverjar hafa vissu- lega unnið merkilegt starf við að koma á fót hjá sér lýðræðis- þjóðfélagi. Nágrannaþjóðir þeirra hafa einnig lagt mikið af mörkum með því að yfirvinna hatur sitt og tortryggni á Þjóð- verjum. Enginn skyldi ímynda sér að þjóðir eins og Frakkar, Belgir, Hollendingar, Danir og Norðmenn hefðu séð sér fært að taka upp það víðtæka sam- starf við Þjóðverja, sem þær hafa nú, m. a. á sviði hermála, ef þær þættust ekki geta treyst Þjóðverjum. Þýzkaland hefur Iweytzt Versta útreið allra fengu Gyð- ingar á Hitlersárunum, þar sem ætlað er að nazistar hafi myrt um 7 milljónir Gyðinga í Ev- rópulöndum. En nú 15 árum eftir stríðslok lýsir sjálfur forsætis- ráðherra ísraels því yfir í Knesset, þingi ísraels, að Þýzka- land nútímans sé allt annað en Þýzkaland Hitlers. Þannig hefur þróunin verið, að hvað styður annað, vænleg innanlandsþróun í Þýzkalandi og skilningur og sáttavilji í ná- grannalöndum þeirra. Það er vafalaust Evrópu og öllum heim- inum fyrir beztu, að sú þróun og víxlverkun geti haldið áfram. Að því þurfa allir skynsamir og velviljaðir menn að stuðla, en til þess þurfa menn einnig að skilja hættur sem steðja að og geta orðið þess valdandi að þessi heppilega þróun stöðvist og tor- tryggnin verði sáttfýsinni yfir- sterkari. Hatursherferð Beaverbrooks Því ber ekki að neita, að sam- starfið við Þjóðverja er enn ýms- um vandkvæðum háð vegna for- tíðarinnar. Að vísu eru 15 ár liðin frá lokum heímsstyrjaldarinnar og mönnum finnst það langur tími, en það vill stundum taka enn lengri tímá að gróa yfir sár- in í hjörtum og tilfinningum mannanna. Bæði Þjóðverjar sjálfir og vinaþjóðir þeirra þurfa að gera sér grein fyrir hættunum sem felast í þessu. Tortryggnin í garð Þjóðverja verður seint upprætt til fulls og það hættulegasta er, að ýmsir fjendur þeirra reyna að not- færa sér þetta, ýfa upp sárin og halda uppi vægðarlausum áróðri gegn þeim. Það er t. d. alláberandi upp á síðkastið að ákveðin brezk blöð halda beinlínis uppi hat- ursherferð gegn Þjóðverjum. Þetta eru einkum hin svonefndu Beaverbrook-blöð, sem fyrir þessu standa, sem eru mjög öfga- full og þjóðernissinnuð. Það er eins og þau álíti að heimsstyrj- öidinni við Þjóðverja sé ekki lokið. Ef skyggnzt er nánar bak við tjöldin sjást hinar annarlegu or- sakir þessa áróðurs. Aðalorsökin er sú, að Þjóðverjar eiga nú þátt í nánu efnahagssamstarfi Ev- rópuþjóða. Bretar vilja ekki taka þátt í því samstarfi nema með því að halda „samveldisaðstöðu" sinni. Afleiðingin verður að Bretar eru að einangrast og lok- ast úti af Evrópumarkaðnum. Varpa þeir reiði sinni á Þjóð- verja og er það þó undarlegt, því að þeir hafa verið tilleiðan- legri en Frakkar að leyfa Bretum sérréttindaaðstöðu. En Þjóðverjar liggja betur við höggi. Það er auðveldara að rifja upp sárar minningar um fortíð þeirra og æsa upp hatur gegn þeim. Er þetta vissulega hættu- legur og ódrengilegur leikur. Speidel-kvikmyndin Á hinn bóginn er svo haturs- áróður sá gegn Vestur-Þýzka- landi, sem kommúnistastjóm Austur-Þýzkalands dreifir út með öllum útbreiðsluaðferðum, bókum og bæklingum, blöðum, útvarpi og kvikmyndum. Að undanförnu hefur einn angi þess arar áróðursstarfsemi færst til íslands. Kommúnistasamtök hér á landi hafa fengið austur-þýzka kvikmynd, sem á að heita sögu- leg heimild um ævi þýzka hers- höfðingjans Speidels, er fyrir nokkrum árum var gerður yfir- maður landhers Atlantshafs- bandalagsins í Evrópu. í þessari kvikmynd er Speidel sakaður um tvo stórfellda glæpi, að hafa stað ið fyrir morði á Alexander Júgó- slavíu-konungi og Barthou utan- ríkisráðherra Frakka í Marseille 1934 og að hann hafi ljóstað upp um samsæri þýzkra herforingja gegn Hitler í júlí 1944. Það er hægt að fullyrða að hér er um að ræða staðlausa stafi og gersamlega falsaðar sakagiftir. Stjórn Títós í Júgóslavíu er kunn ugt um, hver stóð að morðtil- ræðinu í Marseille og hefði vafa- laust gefið þá skýrslu út, ef Þjóð verjar hefðu átt nokkurn hlut að því. Lýsing kvikmyndarinnar af hlutverki Speidels í 20 júlí sam- særinu er líka algerlega röng. Það geta allir sannfærzt um, sem kynna sér það mál til fulls. Speidel hershöfðingi var um tíma setuliðsstjóri Þjóðverja í París, en framkoma hans var slík, að hann er einn fárra þýzkra hershöfðingja, sem Frakkar telja að hafi óflekkaðan skjöld. Þeir eiga honum það einnig að þakka, að fyrirmæli Hitlers um að sprengja allar Signubrýr og berjast í París voru höfð að engu. Svo fráleit er þessi kommúníska áróðurskvikmynd. Það getur ver ið að kommúnistum takist um tíma að falsa sögu Rússlands sam kvæmt fyrirmælum frá valdhöf- unum. Hitt verður þeim erfiðara að falsa sögu annarra ríkja, þar sem sagnfræðingar hafa aðgang að heimildum. Oberlander eða Krúsjeff Annar liður í áróðursherferð austur-þýzkra kommúnista eru sakargiftirnar gegn Oberlánder flóttamannaráðherra í Bonn- stjórninni um að hann hafi stað- ið fyrir fjöldamorðum á Pólverj- um í bænum Lvov í Galizíu 1941. Málið er í rannsókn sem stendur og er leitað vitnisburða fjölda fólks af þessum atburðum. Það virðist nú vera ljóst, að þessar sakargiftir á hendur Oberlánder eru rangar. Það munu hafa ver- ið Rússar, sem létu á undanhald- inu lífláta þetta fólk. Og þá er það enginn annar en Krúsjeff núverandi forsætisráðherra Sov- étríkjanna, sem hefur fyrirskip- að framkvæmdina, en hann stjórnaði einmitt öryggissveitum Rússa í Ukrainu á þessum tíma. Þannig stendur lygaáróðurinn stöðugt frá andstæðiiigum hinn- ar vestur-þýzku lýðræðisstjórn- ar. Menn verða að hyggja vel að því, hvaðan ásakanirnar koma og hver er hinn eiginlegi tilgangur með þeim. Hann er að sverta Þjóðverja í augum umheimsins, spilla því samstarfi sem þegar hefur náðst og gera tortryggnina ríkjandi í samskiptum við Þjóð- verja. Mistök pg skammsýni í Bonn Það er okkar, þeirra þjóða, sem vilja samstarf og vináttu við lýðræðissinnað Þýzkaland að kunna að sjá í gegnum slíkan lygaóhróður og skilja þær annar- legu ástæður sem valda honum. En þá verður um leið að vera hlutverk Þjóðverja, að hreinsa sig tafarlaust og skjótt af öllum slíkum áburði, halda öllu hreinu og fægðu heima hjá sér, svo að samstarfsþjóðir þeirra þurfi ekki að óttast að nein óþrif geti í það hlaupið. Þeir þurfa stöðugt að vera á verði um það, að ekkert það komi fram í fari þeirra, sem geti vakið réttmæta tortryggni um að þeim sé ekki viðbjargandi og þeir hljóti stöðugt að verða hinir sömu öfgaseggir. Þegar hakakrossfaraldurinn kom upp í Þýzkalandi um síðustu jól, var vissulega mikil hætta á ferðum. Andstæðingar hins lýð- ræ.ðissinnaða Þýzkalands reyndu að notfæra sér þennan hvalreka til að níða Þjóðverja niður. En þýzk stjórnarvöld brugðust skjótt og öruggt við og kváðu drauginn niður. Þær ásakanir kommúnista, að Oberlánder flóttamannaráðherra hafi stjórnað fjöldamorðum í Pól landi fá ekki staðizt. Hitt er svo annað mál, að í sambandi við könnun á þessum viðburðum hef Ur ferill þessa manns verið rifj- aður rækilega upp og kemur þá í ljós, að hann hefur fyrr á árum verið framarlega í röðum þýzkra nazista og ér eitt hið ljósasta dæmi um tækifærissinna, sem skiptir um skoðanir eftir því hvaðan vindurinn blæs. Það er því hægt að fullyrða, að áfram- haldandi seta hans í þýzku stjóra inni þjónar ekki góðum tilgangi. Af tilliti við samstarfsþjóðirnar ætti hann að vera þaðan farinn fyrir löngu. Sú framkoma vestur-þýzka landvarnarráðuneytisins að hefja viðræður við stjórn Francos á Spáni um birgðastöðvar er líka mjög skammsýn. Fyrir því hefur staðið Frans Josef-Strauss land- varnarráðherra, sem fengið hefur fyrr á sig orð fyrir einsýni og þótta. Það var t. d. hann sem frægur varð fyrir að ofsækja með öllum ráðum þýzkan lögreglu- þjón, er stöðvað hafði bíl hans fyrir of háan hraða. Viðræður Þjóðverja við Franco einvalds- herra lýsa furðulegu skilnings- leysi á viðhorfum Vestur-Evrópu þjóðanna til fazistastjórnarinnar á Spáni. Það hlýtur að vekja sérstaka undrun að slíkt skuli henda þýzka ríkis- stjóm sem sett hefur sér það markmið að vera í öllu full-kom- in andstæða nazistastjórnarinnar og tekizt það vel fram að þessu. Slíkir atburðir mega ekki endur- taka sig ef véstrænt samstarf á að haldast sterkt og hreint. Þar er vissulega mikið í húfi. Nú eru framundan umbrota- tímar . í heimsstjórnmálunum. Fundur æðstu manna stórveld- anna er á næstu grösum. Eitt að- alviðfangsefni hans hlýtur að verða Þýzkalandsmálið. Það er ófært að enn skuli vera viðhald- ið skiptingu landsins og enn skuli ekki hafa verið gerðir friðar- samningar við Þýzkaland í heild. Þegar kemur á fundinn er mik- il nauðsyn, að hinir vestrænu fulltrúar bregðist ekki hinu nýja Þýökalandi en standi stöðugir og sameinaðir um þá sanngirnis- kröfu, að þýzka þjóðin fái sjálf að ákveða framtið sína með frjáls um og óháðum kosningum. Það er algerlega ósæmandi, að ætla að svipta hana þesum rétti á sama tíma og sjálfsagt þykir, að hinar frumstæðustu þjóðir í Afr- íku fái að njóta þess réttar. Þorsteinn Thorarensen. Enn 15 árum eftir styrjöldina er Þýzkaland eitt stærsta vandamál heimsstjórnmálauna. — Upp- dráttur þessi sýnir hvernig Þýzkaland er enn limað í sundur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.