Morgunblaðið - 04.03.1960, Page 10

Morgunblaðið - 04.03.1960, Page 10
10 MrtBrrvuf j «i d Föstndaeur 4. marz 1960 S Ljómyndari Mbl. tók þessa S | mynd í veitingahúsinu „Lido“.) i Þar var haldinn grrímudans-; S leikur fyrir börn á vegum s | danssskóla Hermanns Ragnars^ i Stefánssonar síðastliðinn mið i S vikudag. S • Börnin voru flest búin að • i taka niður grímurnar, þegar i S ljósmyndarann bar að garði, S ■ en búningarnir tala sínu máli. • i Drengurinn efst til hægri er i S greinilega skurðlæknir, þós • hæpið sé að hann hafi nokk- • S uð til þess iaert enn, og stúlk- s i an við hlið hans er komin S alla leið frá Ameríku — landi Indíánanna — gæti maður ætlað. Þá taka við kúrekar, hirðsveinar, hirðfífl, biskup- ar og fleira og fleira, sem fáfróður blaðamaður kann varla að nefna. Tilbrigðin í gerð búninganna virðast alveg óþrjótandi. Tvær hjúkrunar- konur voru á staðnum, ef skurðlæknirinn þyrfti á að halda, en til þess kom nú ekki sem betur fer. Þetta var alit hraustlegt og glaðlynt fólk — eins og fólk á að vera. í frétt um 25 ára starfsafmæli Síldarút- vegsnefndar í gær féll niður nafn Jóns Stefánssonar framkvæmda- stjóra nefndarinnar á Sigtufirði. Jón Stefánsson hóf störf hjá Síld- arútvegsnefnd árið 1938 og fram- kvæmdarstjóri hennar a Siglu- firði hefir hann verið síðastliðin 15 ár. Jón er jafnframt fram- kvæmdarstjóri Tunnuverksmiðja ríkisins. -------- 12 millj. kr. lán til Strákavegar Þáltill. þess efnis flutt á Alþingi Á FUNDI sameinaðs þings í gær var tekin til umræðu þingsályktunartill. frá þing- mönnum Norðurlandskjör- dæmis vestra um öflun láns- fjár vegna lagningar Siglu- fjarðarvegar ytri (Strákaveg- ar). Tillagan er á þessa leið: — Alþingi ályktar að fela rikisstjórninni að athuga möguleika á öflun lánsfjár allt að 12 milijónum króna til að ljúka lagningu Siglufjarð- arvegar ytri (Strákavegar). Verði athugun þessari lokið sem fyrst og eigi síðar en svo, að niðurstaða liggi fyrir 15. marz 1960. Stórvirki í vegagerð Einar Ingimundarson talaði fyrir tillögunni, og fórust m. a. orð á þessa leið: — Frá því á árinu 1956 hefir verið veitt fé til lagningar þessa vegar á fjárlögum, lengst af 500 þús. kr. á ári. Eins og kunnugt er, er hér um stórvirki í vega- gerð að ræða og myndi lagning vegarins með þessari fjárveit- ingu taka óeðlilega langan tíma. Hefir því þeirri hugmynd skotið upp, að hagkvæmast myndi vera að reyna að afla lánsfjár, allt að 12 milljónum króna til að ljúka vegagerðinni á 3 árum. I sam- bandi við þessa fyrirhuguðu lán- töku hefir verið gert ráð fyrir, að afborganir af láninu yrðu greiddar með framlagi til vegar- ins á fjárlögum en vexti af því greiddu bæjarsj. Siglufjarðar og sýslusjóður Skagafjarðarsýslu og fengju e.t.v. heimild til að taka skatt af þeim bifreiðum, sem ækju um hin fyrirhuguðu jarðgöng í Strákafjalli utan Siglufjarðar. Fiutt á þingi í fyrra Ég vil taka það fram, að allar þessar áætlanir eru gerðar í sam- ráði við vegamálastjóra. A þing- inu í fyrravetur var flutt frum- varp til laga um heimild fyrir nkisstjórnina til lántöku, vegna lagningar Siglufjarðarvegar ytri. Ekki þótti tímabært að af- greiða frumvarp þetta sem lög á því þingi og var frv. vísað til ríkisstjórnarinnar í trausti þess, að hún, ásamt bæjarstjornunum á Siglufirði og Sauðárkróki og sýsiunefnd Skagafjarðarsýslu tæki til athugunar fyrir næsta reglulegt Alþingi, hvaða mögu- leikar væru til öflunar lánsfjár til verksins. Ekxi er kunnugt um, að þessar athuganir hafi enn sem komið er leitt lii ákveðinnar niðurstöðu og er það af þeim sökum, sem þessi þingsályktunartillaga er flutt. Rýfur einangrun Siglufjarðar að vetrarlagi Ég vil að lokum geta þess, að Siglufjarðarvegur ytri er eitt- hvert mesta hagsmunamál, sem ég veit til að nokkru sinni hafi verið á döfinni fyrir Siglfirðinga og ,Út-Skagfirðinga. F.inar Ingimundarson alþingismaður Með því að gert er ráð fyrir, að vegur þessi yrði fær mestan hluta ársins, myndi hann senni- lega breyta búskaparháttum Út- Skagfirðinga að verulegu leytí um jeið og hann ryfi þá einangr- un sem Siglufjörður hefir búið ið frá upphafi að vetrarlagi. Málavegur Magnús Jónsson kvaddi sér hljóðs er Einar Ingimundarson hafði lokið máli sínu. Kvaðst hann vilja koma á framfæri hlið stæðu máli, en það væri lagning Sjúkling- ur sóttur i vondu veðri Blönduósi, 2. marz. í FYRRADAG fór Tryggvi Helgason flugmaður á sjúkra flugvél Norðurlands sjúkra- flug til Blönduóss, en þá var þannig veður að ekkert innan landsflug var norður þaun dag. Héðan frá Reykjavík fór Tryggvi kl. 16,30 og flaug ofar skýjum norður 'með stefnu á radíovitann á Blönduósi. Flaug hann í 10 þús. feta hæð en mjög ókyrrt var neðar enda 6—8 vind- stig við jörðu. Þegar komið var yfir Hópið var þar brotið og komst Tryggvi niður milli élja »g gat lent á flugvellinum hjá Akri. Ekki tók hann nema annan hreyfilinn ur gangj en hélt vélinni upp í vind- inn á meðan nann stóð við en það var aðeins í 15 mínútur. Sjúkling urinn, sem var kona með blæð- andi magasár, hafði þá verið flutt á völlinn og flaug Tryggvi með hana suður og fylgdi henni hjúkrunarkona og ungur maður. Mikll skafrenningur var er flug- vélin hóf sig á loft á Blönduósi. Ferðin gekk vel til Reykjavíkur og tók flugið 50 mínútur en flog- ið var í 9000 feta hæð. V3< Á 200 m velli á Kópaskeri Sl. sunnudag fór Tryggvi einnig í sjúkraflug til Kópaskers og sótti þangað sjúka konu er flytja skyldi til Akureyrar. Var lent á litlum sjúkravelii sem er um 2 km, sunnan við Kópasker. en aðalflugvöllurinn var ófær vegna snjóa. Sjúkravöllurinn er um 200 m á lengd. Þegar komið var yfir Akur- eyri reyndist ólendandi þar vegna stórhríðar og fór Tryggvi því til Sauðórkróks og lenti þar. Ætlaði hann að bíða þar til stytti upp á Akureyri, en þegar það varð ekki á næstu klukku- Stund var ákveðið að fara með sjúklinginn til Reykjavíkur. Gekk ferðin þangað vel. Múla-vegar, sem hefir jafnmikla þýðingu fyrir Ölafsfjörð og byggðina þar og Strákavegur fyr ir Siglfirðinga og Út-Skagfirð- inga. Beindi Magnús því til nefndar að athuga Múla-veg jafnframt og skýrði frá því, að til Alþingis hefðu borizt óskir um að Ijúka honum sem fyrst, helzt á þessu ári. r Afeíidsvaniar- o nefnd kvenna AÐALFUNDUR Áfengisvarna- nefndar kvenfélaga í Reykja- vík og Hafnarfirði var haldinn 28. janúar sl. — Nefndin er skipuð fulltrúum frá 24 kven- félögum í Reykjavík og Hafnar- firði, og nýtur hún styrks frá ríki og bæ. Skrifstofa nefndar- innar er í Veltusundi 3 og er opin á þriðjudogum og föstudögum milli kl. 3 og 5. A árinu 1959 veitti nefndin milli 40 og 50 manns ýmiss kon- ar fyrirgreiðslu og aðstoð við hjálparþurfa fólk, fjárhagslega aðstoð, fatagjafir og jólagjafir. Þá lagði nefndin 1000 kr. í mat- gjafir og jólaglaðning við ein- stæðinga, sem félagið Vernd gekkst fyrir á aðfangadagskvöld. Stjórnin var öll endurkosin, en hana skipa: Guðlaug Narfadótt- ir formaður, Fríður Guðmunds- dóttir varaformaður, Sigríður Björnsdóttir ritari, Sesselja Kon- ráðsdóttir gjaldkeri. Meðstjórn- endur eru Aðalbjörg Sigurðar- dóttir, Jakobína Mathiesen og Þóranna Símonardóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.