Morgunblaðið - 04.03.1960, Side 16

Morgunblaðið - 04.03.1960, Side 16
16 MORCTWnT.Afíif) Föstudagur 4. marz 1960 Aldrei aftur dragnót Eftir Þórð Jónsson Látrum I>AÐ er nú allmikið um það rætt ma,.na á meðal, hvort sá þráláti orðrómur u.n að nú eigi aftúr að leyfa veiðar með dragnót innan íslenzkrar landhelgi, muni verða að veruieika, og setur við þá hugs un óhug að mönnum, sem enn eru vel miririúgir þess. er drag- " líótavcúði var stunduð hér af miklu kappi um a!!a flóa og firði, að vísu með góðum hagn- - aði fyrir þá, sem veiðarnar ■stundUðu, en eftir voru svo að segja gjöreydd fiskimið smábáta ■■ um alla Vestfjörðu. Það kann þó að vera ofsagt, að ' dragnótin hafi þar ein átt hlut að máli. Eirlendir togarar fylgdu eftir fiskigöngurium úr haíi, upp . að og ihn fyrir landhelgislínuna, v sem þá var ekki langt úndan landi, og skörkuðu þar meðan nokkurt bein var að hafa. Þetta var sú erlenda eyðandi hönd á grunnmiðum okkar. En önnur kom á móti frá. okkúr sjálfum. Dragnótin lét greipar sópa, frá fjarðarbotnum og útundir línu, þar sem skilyrði voru fyrir hendi. Þannig tóku tvær hendur saman, stjómað af skammsýni og von um stundargróða, um að sópa fiskimiðin, og veittu þeim það sár, er seint mun gróa. Að Iokum var þó dragnótin bönnuð, og hefir það bann verið í gildi til þessa. Fyrrverandi rik- isstjórri sté það gæfuspor, méð alla þjóðina að baki sér, að færá landhelgina út í 12 mílur, og mun engin sá íslendingur sem ekki hefir fagnað því í hjarta sínu. Við þær aðgerðir birti í huga þeirra, sem töldu sér og þjóðinni hagkvæmt að fiskur gengi aftur upp að landsteinum, í flóa og firði, svo aftur væri hægt að ná til hans á smáfleytum. Engan skal undra þótt von- brigðin verði sár, ef núverandi ríkisstjórn stuðlar að því þjóð- hagslcga slysi að leyfa aftur veið ar með dragnót. Við Vestfirðing-c ar vöidúm okkur varðmenn á síð- astliðnu ári, svo sem aðrir lands menn. Ég fulltreysti þessum varð mönnum okkar Vestfirðinga í þessu máli sem öðrúm, þar til ég reyni þá um annað, því þeim er Hafnaríjörður nágrenni Pökkunarstúlkur óskast strax. Hraðfrystihúsið Frost hf. Hafnarfirði — Sími 50165. Húsgagnabólstrari Okkur vantar nú þegar húsgagna- bólsítrara. Húsgagnaverzlun Reykjavíkur Brautarholti 2 — Sími 11940. Fokheldar 2]a herb. íbúðir til solu á lága verðinu Laugarás s/f, Austurbrún 4, tilkynnir, þar sem nokkrir hafa orðið að hætta við íbúðir sínar vegna fjárskorts, þá er þeim íbúðum óráðstafað enn. Allar upplýsíngar á staðnum, og í síma 34471 kl. 13—17 alla virka daga. Akranes — Akranes Frá og með laugard. 5 .marz verða vörupantanir sem nema lægri upphæð en 50 kr. ekki sendar heim. Pantanir sem sendast eiga á laugard. þurfa að berast fyrir lokun á föstudögum. Séu móttakendur varanna ekki við þegar komið er verður varan ekki skilinn eftir. Kaupmannafélag Akranes, Kaupféiag Suöur-Borgfirðinga. Þórður Jónsson öllum fullljóst, að fiskimið Vest- fjarða hafa verið verr leikin á úndanförnum árum, en nokkur önnur mið við land vort. Rækjuveiði er hér stunduð, og það í vaxandi mæli, sem hefir það í för með sér, að æti fisksins er uppausið, og auk þess tortímir rækjutrollið milljónum af ung- viði nytjafiskja. 20. ágúst síðastliðinn birtist í Tímanum grein, undir fyrirsögn- inni „Þrjár rækjuverksmiðjur til viðbótar fyrir vestan“. Allar þessar verksmiðjur var þá verið að reisa við ísafjarðardjúp. í síð- asta kafla þessarar greinar segir orðrétt. „Fyrri árin veiddust rækjurn- ar einkum í innfjörðum, en nú veiðast þær miklu utar, allt frá Reykjanesi og útundir Arnar- nes. Utar veiðast rækjur ekki, nema lítilsháttar i Jökulfjörðum. í greinarlokin er höfundur kvíðínn um að svo kunm að fara með tilkomu þessara nýju vinnslustöðva, að á gangi rækju- stofninn. Lái ég honum það ekki, því þessi stutti kafli úr grein- inni er næg vísbending um, hvað rányrkjan er vel á veg komin. „Ölíkt höfumst við að“, segir máltækið. Ég vil til gamans taka hér upp kafla úr grein sem birtist í Sæ- björgu 6. tölublaði 1. árgangs 1892. En Sæbjörg var sjómanna- blað þeirra tíma á borð við Vík- ing okkar í dag. Greinin er í tveim liðum, auk fm-mála. „1. Niðurburðar skortur a grunnmiðum. Það er engin vafi á því, ef ákvæði samþykktarinn ar frá 1885 hefði' verið fylgt í því, að bera niður hrognin á grunni, sem agh fyrir fisk og síld, og til fæðu fyrir ungviðið, þá hefði það or-ðið að beztu notum, því þorsk- urinn ieitar á uppeldisstöðvarn- ar; en þéssu var svo illa gengt, að sumir báru gotuna í forirnar“. Síðar í sömu grein segir: „Alkunnugt er, a<) margir hafa búið sér til mið: þ.e. „borið nið- ur“ á sama stað og mun þá sjald an hafa brugðizt fiskur“. Ef fiskifræðingar okkar treysta sér ekki til að afsanna þau þrjú megin atriði, sem þarna koma fram, hjá fiskimönnum fyrir 70 árum, mönnum sem aðeins höfðu sína reynzlu og tilraunir við að styðjast mætti setja fram þrjár spurningar : í fyrsta lági: Leitar fiskurinn aftui á uppeldisstöðvar sínar? í öðru lagi. Leitar fiskurinn þangað sem æti er fyrir? En svari þeir þessum spurning um játandi, og séu þau svör í samræmi við þeirra niðurstöður, þá hlýtur sú spurning að vakna hjá þeim, sem yfirleitt hugsa eitt hvað um þessi mál, hvort við séum á réttri leið, með verndun fiskistofn okkar, samanber allt tal um það á erlendum og inn- lendum vettvangi, ef við myrð- um ungviðið í milljóna tali, lát- um dragnót og rækjutroll eyði- leggja uppeldisstöðvarnar í fló- um og fjörðum, og ausum upp æti fisksins á þessum stöðum, þar sem það er fyrir hendi. Það er varla hægt að trúa þvi, að nokkur Islendingur sé svo íbúð við Snorrabraut til sölú. Á hæðinni, sem er ca. 95 ferm., 4 herbergi, eld- hús, bað og innri forstofa. I kjallara fylgir gott íbúðar- herbergi, geymsla og eignarhluti í þvottahúsi og W.C. í risi hússins er hægt að innrétta 1 eða 2 lítil herbergi. Hitaveita. Hagstætt verð. FASTEIGNA & VERÐBRÉFASALAN, (Lárus Jóhannesson, hrl.) Suðurgötu 4. Símar: 13294 og 14314. mme 1 ( CÁMU ffe'* s' FJ01UC0TU I9B SIMI 17220 blindaður af stundargróða, að hann sjái ekki að með þessum að gerðum erum við að stofna þjóð arhagsmununum í voða. Og höf- um við ekki á undanförnum ár- um, og erum en, að súpa beiskt seiði af þeim örlagaríku aðgerð- um, þegar dragnótaveiði var leyfð um alla flóa og firði. Það er vitað mál að hún eyðilagði allar uppeldisstöðvar þar hún fór um, engin fiskur hafði þar lengur uppeldisstöðva að leita. Þá vil ég fara hér nokkrum orðum um okkar minnsta skipa- stól, og veiðar hans, „trillubát- ana“. Þeirrri útgerð er ég all kunnugur, og skal ég þá ekki leita langt, aðeins til Patreks- fjarðar og nágrennis. Sá útvégur á flest sameiginlegt hvar sem er á landinu, en þó sér- staklega það, að ef lifnar yfir fiski á grurinmiðum, þá lifnar yfir horium, séu grunnmiðin dauð þá er hann líka dauður. Margir munu benda á, að slikur útvegur sé ekki mikil máttar- stoð fyrir þjóðfélag til að býggja á, og er það rétt. En er hann samt ekki nokkurs virði. Það skulum við athuga nánar. Meðan fiskur gekk erin á grunn mið, í firði og flóa var þessi út- vegur mikið stundaður hér í nó- grenni og um alla Vestfjörðu, ymist. sem aðalatvinna eða sem íhlaup, og hafa margir okkar dug mestu sjómenn átt sín fyrstu sjómanrisstörf á slíkum farkosti. Með rányrkju dragnótarinnar dróg mjög úr þessum útvegi, og fór svo að hann mátti heita með öllu úr sögunni. Með útfærslu landihelginnar kom nýtt lif í þennan útveg, og á síðastliðnu sumri, er sýnt var að 12 milna landhelgin gaf aukna fiskgengd á grunnmið, jókst hann það verulega að 32 trillur lönduðu fiski á Patreksfirði á síð astliðnu sumri. Að vísu misjafn- lega miklu, því sumir stunduðu þetta sem aðalatvinnu, en aðrir skruppu á sjó í frístundum srn- : um. Veiðarnar voru að mestu leyti stundaðar með nælonfæri, en í haust lítilsháttar með línu. Alis var landað tæpum þúsund lest- um frá þessum bátum, og þrem tii fjórum litlum þilfarsbátum sem stunduðu sömu veiðar. Mörgum var þetta góður tekju- auki ,og öðrum gót atvinna, en þjóðarbúinu dýrmætur gjaldeyr- ir. Tilkostnaður við þessar veið- ar er tiltöiulega lítill nema bát- arnir sjá fii. En þetta er bara ein hlið á þessu máli. Það mætti jafnvel segja að uppeldisfræðilega séð, væri þetta þó meira virði þjóðfélaginu. Þessir litlu farkostir hafa löng um verið ungum sjómannsefnum haldgóð skólaskip, því eins og kunnugt er, hafa framámenn þjóðarinnar, en ekki komið auga á nauðsyn þess að íslenzk sjó- mar.naefni fengju vel búin og glæsileg skólaskip. En það er önnur saga. Þegar fiskur er inn í flóum og fjörðum, vilja ungir drengir ólm- ir komast á sjó og draga fisk, og mai.na þá stundum bát sjálfir. Þanmg bemist athafnabrá þeirra inn á þá braut, sem þjóðin þarfn ast nú mest, og hefur alltaf þarfnazt mest. Eða berum saman þá tóm- stundaiðju, að ýta úr vör og draga fisk úr sjó sem margir hafa ánægju af, ef tækifæri gefst, og með því skapa sjálfum sér tekj- ur, og þjóðinni gjaldeyri, eða kaupa sér flösku af áfengi drekka hana með félögum sín- um, og í framhaldi af því, þá stundum hafast eitthvað verra að. Að vísu græðir ríkissjóður á áfengisdrykkju þjóðfélagsþegn- anna. En þjóðfélagið tapar. Eins græða bátarnlr sem stunda dragnótaveiði, en þjóðfé- lagið tapar. Aldrei aftur dragnót, ætti að vera kjörorð allra Vest- firðinga í þessu máli, og undir því kjörorði eigum við að sam- einast allir sem einn, og láta mót mælum rigna yfir þingmenn vora og ríkisstjórn ef til kemur. Látrum 6/1 1960. Þorður Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.