Morgunblaðið - 04.03.1960, Page 17

Morgunblaðið - 04.03.1960, Page 17
FöstucTagur 4. marr 19R0 M o n r. rnv n r 4 »10 17 UTGEFANDI: SAMBAND UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA RITSTJÖRI: BJA RNI BEINTEINSSON Nýft Verzlunarskólahús mun rísa á þessu ári Spjallað við fvo nemendur skólans TÍÐINDAMAÐUR síðunnar hitti þá Skúla Möller, nem- anda í 6. bekk Verzlunarskól- ans og Harald Gíslason, ný- kjörinn formann Málfunda- félags Verzlunarskólans á förnum vegi og notaði tæki- færið til að spyrja þá út úr um hið helzta, sem gerzt hef- ur í félagslífi nemendanna í vetur. — t>ú ert orðinn heimavanur í Verzlunarskólanum, Skúli. -— Geturðu ekki frætt okkur á því helzta, sem gerzt hefur í félags- lífinu undanfarið? — Tja ég veit ekki. Eins og þú veizt hefur skólinn búið við þröngt húsnæði mörg undanfarin ár og hefur það auðvitað verið félagslífinu nokkur fjötur um fót. Nú hefur hins vegar verið hafizt handa við nýja skólabygg- ingu á lóð skólans við Þingholts stræti og sennilega verður fyrsta hæðin langt komin að hausti. — Skólabragurinn undanfarin ár hefur borið talsvert mót af þeim aðstæðum, sem félagsstarfsemi nemenda býr við. En nú stendur þetta allt til bóta. — Er þá nokkuð félags-líf í Verzlunarskólanum, nema kann- ski helzt skemmtanalíf? — Sussu, já, ég held nú það. Félagslífið er að minstum hluta fólgið í skemmtunum. Allskonar nefndir og ráð eru starfandi, hver á sínu sviði, blaðaútgáfa með miklum blóma, málfundastarf- semi og sitthvað fleira. — Hvað getur þú, Haraldur sagt okkur um þetta fjölbreytta félágslíf? — Málfundafélagið er án vafa merkasta félag skólans. Þar iðka menn orðsinS list. Margvís- ieg umræðuefni eru tekin til með ferðar: „Sömu laun fyrir sömu vinnu“, „Leikfimisskylda í skól- anum“ og sakar ekki að geta þess að flestir nemendur virðast vera á móti slíkri skyldu, „Kven réttindi1* og ,Bindindismál“ og auk þess er árlega haldin mælsku keppni, þar sem allir helztu mælskumenn skólans leiða sam- an hesta sína. Málfundafélagið gefur út „Viljann“ og er hann langelzta akólablað á landinu, nýlega orðinn fimmtugur. Fyrstu árin var hann skrifaður og les- inn upp á fundum nemenda, en ‘því miður virðist megnið af fyrstu árgöngunum hafa glatazt, en síðan 1930, eða þar um bil, hefur hann ýmist verið fjölrit- aður eða prentaður. Svo er starfandi skemmtinefnd, sem gegnir því göfuga hlutverki að sjá um fótamennt nemenda. Dansæfingar eru yfirleitt mjög vel sóttar en allar meiri háttar skemmtanir verður að halda utan skólans vegna þrengsla. — Árlega er efnt til kynningar- kvölds og þangað boðið öllum „busum“ og þeir kynntir fyrir skólasystkinum sínum. Fullveld- isfagnaður er haldinn 1. desem- ber, árshátíð stendur venjulega upp úr áramótum og auk þess eru haldnar dansæfingar í skól- anum öðru hvoru. í vetur var fenginn danskennari til að leið- beina nemendum á skemmtunum og hefur það gefizt ágætlega. — Eru fleiri skemmtinefndir starfandi? — Nemendamótsnefnd annast undirbúning næstu skemmtunar vetrarins, nemendamótsins, og var það nýlega haldið í Sjálf- stæðishúsinu. Þar voru leikþætt- ir og söngur, jass og dramatísk tónverk og auðvitað dans. En það eru fleiri nefndir. í- þróttanefnd starfar af kappi og hefur á þessu skólaári gengizt fyrir innanskólamótum í knatt- spyrnu og körfuknattleik. Þá er einnig frækið sundfólk í skólan- um, þau Guðmundur Gíslason og Hrafnhildur Guðmundsdóttir. Þá eru venjulega skákmót í skól- anum á hverjum vetri. — Ekki vænti ég að bindind- isfélag sé í skólanum? — Jú, reyndar og hefur starf- að mikið og vel og er víst nokk- uð fjölmennt. Það berst fyrir reglusemi nemenda og öllum andlegum þroska og er virkur þátttakandi í Sambandi bind- indisfélaga í skólum. Einnig má geta 4-bekkjarráðs, sem skipu- leggur starf 4. bekkjar og aflar fjár til ferðalags að loknu burt- fararprófi. — Geturðu sagt okkur fleira um félagslíf nemenda almennt? — Það er af mörgu að taka. Ég gleymdi víst að minnasit á Verzlunarskólablaðið, sem kem- ur út árlega á nemendamóts- daginn og hefur komið út síðan 1933 að tveim árum undanskild- um. Þá er einnig kosin fegurð- ardrottning skólans á hverju skólaári. Bókasafn Verzlunar- skólans var endurvakið fyrir nokkrum árum og fékk til um- ráða ágætar vistarverur, en ég held að nemendur notfæri sér það ekki sem skyldi. Þar er margt góðra bóka, bæði sem gamlir nemendur hafa gefið skólanum og einstakir bókaútgefendur. Bókavörður er úr 6. bekk. Síð- astliðið ár var lögð niður nefnd, sem lengi hefur verið deiluefni nemenda og komið af stað mörg- um rimmum á málfundum. Það var selsnefndin svokallaða. Hún var stofnuð fyrir alllöngu og markmiðið hefur áreiðanlega verið göfugt í upphafi, en sjóðir selsnefndar höfðu aldrei náð að gildna svo, að hægt væri að hugsa til framkvæmda í náinni fram- tíð. Því var hún lögð niður á síð- astliðnu ári og fjárráð hennar lögð undir Málfundafélagið. Ég held, að þegar á allt er litið, hafi þetta verið farsælustu málalok- — Þú ert í 6. bekk Skúli. — Hvað geturðu sagt okkur um fé- lagslíf lærdómsdeildarinnar? — Það er nú harla fáskrúðugt. Fimmti og sjötti bekkur eru svoddan hraðsuða, að nemendur hafa lítinn sem engan tíma til að sinna öðru en náminu. Sér- staklega á þetta við um 5. bekk, því þar er byrjað bæði á latínu og frönsku, auk náttúrufræðinn- ar. Við höfum því lítinn tíma til hugðariðkana. í 6. bekk léttir hins vegar ofurlítið á og Fegurðardrottning Verzlunar- skólans, Ragnhildur Alfreðs- dóttir. rekur sá bekkur skólabúðina, þar sem nemendur kaupa brauð og gosdrykki í frímínútum. Auk þess fjölritar bekkurinn glósur fyrir neðri bekkina og selur til ágóða fyrir utanfararsjóð sinn. Þá hafa undanfarin ár verið gefin út blöð í 6. bekk og kver með fjölprentuðum myndum nemenda og kennara kom fyrst út í hitteðfyrra. ★ Verzlunarskóli fslands var stofnaður fyrir meira en 50 ár- umaf nokkrum kaupsýslu- og verzlunarmönnum í Reykjavík, sem sáu þess brýna þörf að efla mentun stéttar sinnar. Allt til þessa dags hefur það verið aðal markmið skólans að mennta fólk ‘til verzlunarstarfa. Ekki ein- göngu í verzlunum, heldur miklu fremur til hinna ábyrgðarmeiri starfa við verzlun landsmanna. Auk þess starfar lærdómsdeild og brautskrárir árlega um og yfir 20 stúdenta. Margir þeirra nema stafróf viðskiptafræðinn- ar og reynast síðar nýtir menn hver á sínu sviði. Nemendur koma ungir í skól- ann og dveljast þar flest þau ár, sem eru sérhverjum unglingi erfiðust reynsluár. Þeir nema þann lærdóm, sem reynast mun hverjum og einum gott veganesti og öðlast þau réttindi sem skól- inn lætur í té. Um leið ganga þeir undir aga skólans og reglur og skólinn mótar því að miklu lífsviðhorf nemendanna og því er nauðsynlegt að heilbrigt skemmtanalíf og hollur félags- andi fái að njóta sín. B. K. Svipmynd frá málfundi í Verzlunarskólanum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.