Morgunblaðið - 04.03.1960, Síða 20

Morgunblaðið - 04.03.1960, Síða 20
20 MORCUlVfíT/AÐIt Föstuðagur 4. marz 1960 0Í8EM FORSAGA: — Sagan hefst árið 1913 á því, að Anton Hofmiller liðs- foringi er sendur með riddaraliðs- flokki sínum til lítillar austurrískrar setuliðsborgar, þar sem hann verð- ur brátt heimilisvinur Kekesfalva- fjölskyldunnar, en það eru gamli Lajos von Kekesfalva, Edith dóttir hans og Ilana frænka þeirra. Edith, sem r innan við tvítugt, hefur orð- ið fyrir því böli að lamast í bernzku og getur því ekki hreyft sig úr stað nema í hjólastól. Þessi veikindi hafa gert hana vanstillta og skapbráða. Hofmiller liðsforingi vorkennir ungu stúlkunni mjög og situr löngum hjá henni í tómstundum sínum, til þess að létta henni lífsbölið. Læknir einn í Wien, Condar að nafni, hefur stundað veiku stúlk- una um árabil og fylgzt með veik- indum hennar. Og einu sinni, þegar hann er væntanlegur, biður von Kekesfalva liðsforingjann að spyrja dr. Condor að því, hvort yfirleitt sé nokkur von um að Edith fái fullan bata. Hofmiller gerir eins og gamli mað- urinn bað hann um og læknirinn segir að í öllum veikindatilfellum sé von um bata, svo lengi sem sjúkling- urinn sé á lífi. Einnig kveðst hann hafa lesið það 1 læknisfræðilegu tíma riti, að franskur læknir, prófessor Viennot, hafi beitt nýrri læknisað- ferð við lömunarsjúkling, með þeim árangri að hann varð albata á fjór- um mánuðum. Hins vegar kveðst hann ekki vita hvort þessi aðferð muni eiga við í þessu tilfelli. Hofmiller kveður nú lækninn og heldur beint til herskálanna. En þeg- ar hann á skammt eftir ófarið, kem ur maður til hans, út úr myrkrinu og er það enginn annar en von Kekesfalva. Gamli maðurinn kveðst hafa verið svo bráðlátur að heyra hvað læknirinn hafi sagt, að hann hafi ekki getað beðið til morguns. Af vorkunnsemi og svo til þess að losna við gamla manninn sem fyrst, segir Hofmiller honum frá afreki franska læknislns og bætir því vtð frá eigin brjósti, að sennilega — já alveg áriðanlega — verði hægt að lækna Edith á sama hátt. Næst þegar Hofmiller kemur í heimsókn til Kekesfalva, heyrir hann að gamli maðurinn hefur fullvissað dóttur sína um það, að hún muni ná fullum bata, á skömmum tíma. Edith segir honum í óspurðum frétt- um að faðir sinn og Ilana muni fara með sig á heilsuhæli í Sviss eftir tiu daga, þar sem hinum nýju lækninga- aðferðum verði beitt við hana. Loks spyr hún hann hvenær hann muni koma og heimsækja jsig þangað. Þegar Hofmiller segir að slíkt komi ekki til neinna mála, missir hún stjórn á sér, kveðst hafa viðbjóð á samúð og meðaumkvun hans og allra annarra og skipar honuni að fara og koma aldrei fyrir sín augu fram- ar. Þegar stúlkan hefur jafnað sig, biður hún Hofmiller að fyrirgefa sér. Þegar hann er að fara lýtur hann niður að henni og ætlar að kyssa hana á ennið, en hún vefur hann þá örmum og kyssir hann svo ofsalega og með svo miklum ástríðuhita, «að honum dylst ekki að þessi máttvana, ósjálfbjarga stúlka, elskar hann af öllu hjarta. Þessi vitneskja, sem er honum mjög ógeðfelld kemur yfir hann eins og reiðarslag og hann heldur heim- leiðis, miður sín af undrun og ör- væntingu. Um kvöldið fær hann eldheitt ást- arbréf frá henni. Næsta morgun kemur svo annað bréf, þar sem hún biður hann að brenna fyrra bréfið. Þar hafi líka hvert orð verið ósatt. Jafnframt bið- ur hún hann að gleyma öllu sem í því hafi staðið. Um daginn, þegar Hofmiller á að stjórna herdeildaræfingum, er hug- ur hans svo bundinn við þetta nýja vandamál, að allt fer í handaskol- um hjá honum, einmitt þegar Buk- encie ofursti á leið fram hjá æfing- arvellinum. Ofurstinn verður 'æfur af reiði, kallar Hofmiller þegar fyr- ir sig og eys yfir hann óbóta skömm- um í áheyrn herdeildarinnar. Hof- milller finnst þetta svo mikil smán fyrir sig, að hann ákveður að ganga úr hernum og fara úr landi. Og með þeim ásetningi heldur hann sam- dægurs af stað til Wien. Þegar þang- að kemur, ákveður hann að heim- sækja Condar lækni og segja hon- um hvernig komið sé. Þegar læknirinn hefur heyrt frá- sögn Hofmillers, að raunverulega hafi hann lagt á flótta undan ást lömuðu stúlkunnar, segir hann liðs- foringjanum afdráttarlaust, að ef hann flýji nú af hólmi, eftir að hafa vakið ást í brjósti stúlkunnar með samúð sinni og meðaumkvun, þá sé hann að fremja svívirðilegan glæp á saklausri manneskju, já og jafnvel mannsmorð. Að lokum segir lækn- irinn að Edith hafi samþykkt að fara burt til lækninga eftir eina viku og biður Hofmiller að halda áfram að umgangast Kekesfalva-f jölskylduna viku og um fram allt, gæta þess að eins og ekkert hafi komið fyrir, þessa láta hvorki orð eða látbragð gefa til kynna að ást veiku stúlkunnar væri honum ógeðfelld. Þessu lofar Hof- miller. Næstu þrjá daga heimsækir liðs- foringinn þetta kunningjafólk sitt daglega og á yfirborðinu verður ekki séð að neitt hafi breytzt frá því sem áður var, en að morgni fjórða dags hringir Ilana til hans og segir hon- um, að hann skuli ekki koma 1 heim- sókn um kvöldið. Edith liði ekki rét.t vel. Jafnframt segir hún að ferðinni til Sviss muni verða fresta a. m. k. um nokkra daga. Um kvöldið þegar Hofmiller kemur heim 1 herskálana, bíður Lajos von Kekesfalva hans og biður hann grát- andi að hjálpa dóttur sinni, þar sem hann óttist að hún kunni að gnpa til örþrifaráða. Fellst Hofmiller loks á það. Hann sleppti skyndilega hand- leggnum á mér og starði á mig. „Hvað þér eigið að gera? Skiljið þér raunverulega ekki, eða viljið þér það ekki? Hefur hún ekki opn að hjartað sitt fyrir yður, boðið yður sál sína og líkama? Og veslings barnið kvelur sjálfa sig til dauða fyrir að hafa gert það. Hún skrifaði yður og þér svöruð- uð henni ekki. Og nú kvelur sú hugsun hana dag og nótt, að þér séuð að láta senda hana í burtu, reyna að losna við hana vegna þess að þér fyrirlítið hana.......... Hún er alveg viti sínu fjær gf ótta við það, að hún sé yður ógeð felld, vegna þess að hún .. vegna þess að hún .... Skiljið þér ekki, að það er sama og dauðadómur fyrir stolta, ástríðuheita mann- eskju, eins og hana, að vera skil- in þannig eftir í óvissu? Hvers vegna gefið þér henni ekki ein- hverja von? Hvers vegna segið þér ekki orð við hana? Hvers vegna eruð þér svona grimmur, svona miskunnarlaus, við hana? Hvers vegna kveljið þér þetta veslings, saklausa barn svona hræðilega?“ „En .. en ég hef gert allt, sem í minu valdi stóð til að sefa hana og hughreysta. .. Ég hef m. a. sagt henni.... “ „Þér hafið ekki sagt henni neitt. Þér hljótið að geta gert yð- ur það ljóst, að þér eruð að svifta hana vitinu með heimsóknum yð- ar, með þögn yðar, þegar hún bíð ur aðeins eftir einu .. bíður eft- ir þessu eina orði, sem hver kona bíður eftir frá þeim manni sem hún elskar. .. Að sjálfsögðu hefði hún aldrei þorað að vona neitt slíkt, svo lengi sem ekkert útlit var fyrir bata. .. En nú, þegar allar líkur benda til þess, að hún muni ná fuliri heilsu aftur, verða eins og annað fólk, á aðeins nokkrum vikum, hvers vegna skyldi hún þá ekki vænta hins sama og allar aðrar ungar stúlk- ur, hvers vegna ekki? Hún hefur látið yður skiljast það, sagt yður það, að hún sé aðeins að bíða eftir orði frá yður. Hún getur Ég þarf að ná elgsdýraöskri á segulband. Þá er betra fyrir þig að hafa hraðann á kunningi, annars mun ekki gert meira, en hún hefur gert. .. Hún getur ekki auðmýkt sig meira. .. Og þér, þér segið ekki orð, segið ekki það eina sem getur gert hana hamingjusama. Er tilhugsunin raunverulega svo ógeðfelld og andstæð yður? Þér mynduð öðlast allt, sem mannleg vera gæti óskað sér á þessari jörð. Ég er gamall maður, sjúk- ur maður. Ég myndi láta yður eftir allar eigur mínar, höllina, jarðeignina og þessar sex eða sjö milljónir, sem ég hef nurlað sam an á fjörutíu árum, Það yrði allt yðar eign. .. Þér getið fengið það strax á morgun ,hvenær sem þér viljið. Ég kæri mig ekki um neitt handa sjálfum mér lengur. .. Allt, sem ég kæri mig um, er einhver til að líta eftir barninu mínu, vernda það, þegar ég verð ekki lengur ofanjarðar. Og ég veit að þér eruð góður maður. Þér mynduð gæta hennar og verða henni góður“. Röddin brást honum og hann hneig aftur á bak í stólinn, magn vana, ráðþrota. En kraftar mín- ir voru líka á þrotum og ég hneig niður í hinn stólinn. Og þarna sátum við, hver gegnt öðrum, al- veg eins og við höfðum sitið áð- ur, orðlausir, hræddir við að horf ast í augu, ég veit ekki hvað lengi. Ég gat aðeins fundið hvem ig borðið sem hann hafði gripið um, titraði öðru hverju, þegar skjálftaflogin fóru um líkama hans. Svo heyrði ég þurrt hljóð, eins og þegar einhver harður hlutur dettur á annan harðan hlut. Álútt höfuð hans féll niður á borðið. Ég fann hvernig þessi maður þjáðist og hjá mér vakn- aði ómótstæðileg löngun til að hugga hann. „Hr. von Kekesfalva“, sagði ég og laut niður að honum. „Treyst ið mér. Við skulum ræða þetta mál betur og reyna að vera ró- legir. .. Ég endurtek það sem ég sagði áðan, að ég er fús til að gera allt fyrir yður .. allt sem ég get. Aðeins það .. það sem þér gáfuð í skyn rétt áðan .. er ómögulegt .. alveg ómögulegt". Það fór veikur skjálfti um hann, eins og helsært dýr við banahöggið. Svo byrjuðu varir hans að bærast, en ég gaf honum ekki tíma til að segja neitt. „Það er ómögulegt, hr. von Kekesfalva og þess vegna skulum við ekki fara lengra út í þá sálma. .. Hver er ég? Aðeins óbreyttur undirforingi, sem lifi á kaupi mínu og örlitlum mánað- arpeningum. .. Maður getur ekki tekið á sig þunga ábyrgð með svo takmörkuð efni. Tvær manneskj ur gætu ekki einu sinni dregið fram lífið á þeim“. Hann reyndi árangurslaust að leggja orð í belg. „Oh, já, ég veit hvað þér ætiið að segja, hr. von Kekesfalva — að peningarnir skipti engu máli, að þér munið sjá fyrir öllu. Og ég veit líka að þér eruð auðugur og .. að ég gæti fengið allt sem ég þarfnaðist hjá yður. En það er einmitt vegna þess að þér er- ur ríkur ,en ég áminna en ekki neitt, sem þetta er ómögulegt. Allir myndu segja, að ég hefði kvænzt til fjár, að ég hefði... Og Edith sjálf myndi aldrei losna við þann grun, að ég hefði kvænzt henni vegna peninga hennar og þrátt fyrir .. þrátt fyrir hinar sérstöku kringumstæð um. .. Trúið mér, hr. von Kekes falva. Það er ómögulegt, enda þótt ég beri sanna og einlæga virðingu fyrir dóttur yðar og .. verða leikið undir á vélsagir. Áttu við að þessi tré verði höggin? Ég er hræddur um það Markús. og .. kunni mjög vel við hana. .. En þetta hljótið þér líka að skiija?" ^ Gamli maðurinn sat hreyfing- arlaus. Fyrst hélt ég að hann hefði ekki tekið eftir orðum mín um, en smátt og smátt færðist líf í máttvana líkama hans. Hann lyfti höfðinu með erfiðismunum og starði tómlega fram fyrir sig. Svo greip hann um borðbrúnina með báðum höndum og mér varð Ijóst, að hann var að reyna að lyfta máttlausum líkamanum, að hann var að reyna að rísa á fæt- ur, en gat það ekki. Tvisvar, þrisvar, létu kraftar hans undan. Loks brauzt hann á fætur og stóð þarna, riðandi eftir áreynsluna, dökkur skuggi í myrkrinu með augu stirðnuð og starandi, eins og úr svörtu gleri. Svo sagði hann við sjálfan sig, með fjarrænum rómi, eins og hans eigin mann- lega rödd hefði yfirgefið hann: „Þá .. ef svo er, þá er úti um allt“. Hún var hræðileg þessi rödd, þessi algerða uppgjöf. Hann starði jafn tómlega út í bláinn, um leið og hann fálmaði um borð ið, án þess að líta niður, eftir ir gleraugunum sínum. En hann setti þau ekki fyrir starandi, steinrunnin augun — til hvers var að sjá, til hvers var að lifa, hér eftir? — heldur stakk þeim niður í vasann. Svo strukust blá- leitir fingurnir aftur eftir borð- plötunni, unz þeir fundu loks bögglaða, svarta hattinn. Þá sneri hann sér við til að fara og taut- aði um leið, án þess að líta á mig: „Fyrirgefið þér ónæðið“. Hann setti hattinn skakkan á höfuðið. Fæturnir neituðu að hlýða, en riðuðu og skjögruðu undir honum. Hann reikaði eins og svefngengill til dyranna. Allt í einu var samt eins og hann rankaði við sér, hann tók ofan hattinn, hneigði sig og endurtók: „Fyrirgefið þér ónæðið". Hann hneigði sig fyrir mér þessi bugaði maður og það var þessi kurteisishreyfing, mitt f hinni vonlausri örvæntingu, sem varð mér um megn að þola. Allt SBtltvarpiö Föstudagur 4. marz Fastir liðir eins og venjulega: 20.00 Fréttir. 20.30 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Hrafnkels saga; IV. lestur og sögulok — (Oskar Halldórsson cand. mag.) b) Islenzk tónlist: Templarakór- inn syngur lög eftir Björgvin Guðmundsson, Sigvalda Kalda- lóns, Steingrím Hall og íslenzkt þjóðlag í útsetningu Emils Thor oddsen. Söngstjóri: Ottó Guð- jónsson. c) Vísnaþáttur (Páll Bergþórsson veðurf ræðingur). d) Frásöguþáttur: Ur minning- um Hallberu Halldórsdóttur — (Þórður Tómasson frá Valla- túni). e) Islenzk tónlist: Lögreglukórinn í Reykjavík syngur undir stj. Páls Kr. Pálssonar, lög eftir Sigvalda Kaldalóns. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmur (16). 22.20 Oleyst vandamál, erindi, (Bjarni Tómasson, málarameistari). 22.35 Islenzkar danshljómsv.: Leiktríó- ið leikur. Sönkkona: Svanhildur Jakobsdóttir. Laugardagur 5. marz 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttír. — 8.40 Tón- leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig- urjónsdóttir) . 14.00 Laugardagslögin. — (16.00 Fréttir og veðurfregnir). 17.00 Bridgeþáttur (Eiríkur Baldvins- son). 17.20 Skákþáttur (Baldur Möller). 18.00 Tómstundaþáttur barna og ung- linga (Jón Pálsson). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Utvarpssaga barnanna: „Mamma skilur allt“ eftir Stefán Jónsson; XII. lestur (Höfundur les). 18.55 Frægir söngvarar: Elisabeth Schu mann syngur lög eftir Schumann, Brahms og Hugo Wolf. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Leikrit: „Oskalindin“, velskur gamanleikur eftir Eynon Evans 1 þýðingu Sveins Einarssonar fiL kand. — Leikstjóri: Gísli Hall- dórsson. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmur (17). 22.20 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. .......Z..Zs »>■»11 * * CopyHpht P. I. B. Bo, t — Gerlr nokkuð til þó fisk urinn verði ekki með á mynd- inni? — a r L á ó Tómas Jenkins, gamli vinur! Hvað á það að þýða að miða á mig byssu? Ég hélt að þú værir elgdýra- morðinginn, sem ég hefi verið að reyna að hafa upp á, Markús. — Hvað kemur til að þú ert hér?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.