Morgunblaðið - 04.03.1960, Page 23

Morgunblaðið - 04.03.1960, Page 23
Föstudagur 4. marz 1960 MORGVNBLAÐIÐ 23 Borgin öll sem heljarstór kirkjugarður S Æ N S K I rithöfundurinn Arthur Lundkvist, sem er ís- lendingum kunnur af heim- sóknum hans til íslands, var staddur í Agadir, þegar jarð- skjálftinn skall yfir. Hann bjó í Hótel Mauretania, sem stendur skammt frá strönd- inni og hrundi að nokkru leyti í jarðhræringunum. — Eiginkona hans, danska skáld Bílstjóriim kominn til meðvitundar SAUÐÁRKRÓKI, 3. marz: — Snjó hefur kyngt niður hér að undanförnu og eru vegir illfær- ir víða. Mjólk hefur þó borizt hingað til kauptúnsins. Övenju mikill lagís er nú í höfn- inni hér á Sauðárkróki og bénd- ir það til mikils sjávarkulda. Frost var þó aðeins sjö stig hér í morgun. Bílstjórinn Páll Asgeirsson, sem slasaðist á dögunum, er nú kominn til fullrar meðvitundar. Hafa meiðsli hans væntanlega ekki verið eins alvarleg og talið hafði verið. Alitið er að hann hafi íengið mikinn heilahristing, en um frekari meiðsli er ekki kunn- ugt. — Jón. — Hrakningur Framh. af bls. 2. stikum, sem eru þarrva meðfram veginum. Raflína liggur skammt frá veginum og er sæmiiega greiðfært með henni. Þorbjörn fann hana fljótlega og reyndi að fylgja henni. Ók hann með lín- unni og lýsti upp í virana með ljóskastara. Svo svört var hríð- in áð tvisvar sinnum tapaði hann af línunni og voru þá mestu vandræði að finna liana á ný. Uppi á miðri heiðinni bilaði rúðu þurrkan og eftir það varð Árni Sigurbergsson að vera framan á bílnum og þurrka af rúðunni og reyndi hann einnig að finna kennileiti með því að hlaupa stuttan spöl frá bílnum af og til. Var hann stöðugt úti í 6 klukku- stundir. Bílstjórinn með kal á andliti Eftir 14 tíma ferð var komið til Egilsstaða og voru bílstjórarnir þá hraktir og þreyttir og höfðu báðir hlotið lítilsháttar kal á andliti. Farþegunum leið hins vegar vel. — Sveinn . Artur Lundkvist Hann slapp naumlega í Agadir ★ ★ ★ konan Maria Wine, var með honum. Eftir fyrsta reiðarslagið sluppu þau bæði út úr rústum hótelsins. Það var hreinasta kraftaverk að þau skyldu sleppa. Þau voru inni króuð og hlupu fram og aftur um hálfhrunda ganga, en vatnið fossaði um gólfin frá sprungnum vatnsleiðslum. Loks komust þau út með því að klifra niður úr glugga og fóru þau ásamt fleira ferðafólki sem sloppið hafði nið- ur að ströndinni. Sem betur fer voru þau ekki lengi við strönd- ina, því að skömmu seinna skall risavaxin flóðbylgja yfir utan af hafinu og sópaði öllu lauslegu með sér. Artur Lundkvist lýsir ástand- inu í Agadir svo: — Borgin er öll sem einn heljarstór kirkju- garður. Það eina sem ég minnist þaðan eru neyðaróp, grátur og blóð. Öll þessi fagra baðstrandar- og ferðamannaborg liggur í rústum og hundruð og aftur hundruð manna liggja í andarslitrunum undir rústunum. Upp um alla rústamúrana sjást blóðslettur og þaer götúr sem ekki hafa hulizt rústum eru litaðar blóði. Óstjórnlegt nætur- rennsli heits vatns Geymarnir tómir um hádegi HÆTT er við, að ef ekki hefði dregið verulega úr veðurhæð og frosti í gær, þá hefði víða verið nístingskuldi á heimil- um manna á hitaveitusvæði Reykjavíkur í gær. Hér í bænum var strekkings- hvasst í fyrradag og 10 stiga frost. Var heitavatnsnotkunin mikil allan þann dag, en þó tæmd ust geymarnir á Öskjuhlíð ekki fyrr en klukkan að verða hálf níu um kvöldið. í flestum tilfellum dregur jafnt og þétt úr vatnseyðslunni þegar kemur fram á kvöldið. Svo var þó ekki í fyrrakvöld. Fór það svo að vatnsnotkunin hér í bæn- um, í fyrrinótt, varð meiri en nokkru sinni áður í sögu Hita- veitu Reykjavíkur. Skýrði hita- veitustjóri, Helgi Sigurðsson Mbl. svo frá í gær, að af 495 sekúndulítrum, sem Hitaveitan hafði umráð yfir þessa nótt, fóru hvorki meira né minna en 372 sek.lítrar inn í bæjarkerfið alla nóttina og fram til klukkan 7 í gærmorgun. Afleiðingin varð sú að geymarnir á Öskjuhlíð voru aðeins hálffullir í gærmorgun. Ef .... Ef hvassviðrið og kuldinn hefði haldizt, sagði Helgi Sigurðsson, í gær er sennilegast að Öskju- Suður Ameríkuför Eisenhowers lokið Montevideo í TJruguay, 3, marz. — (Reuter) —. í ÐAG lauk ferðalagi Eisen- howers Bandaríkjaforseta um Suður-Ameríku. Flaug hann frá Montevideo með lítilli flugvél til flugvallarins við Búenos Aires, en þar beið hans hin stóra Boeing-far- þegaþota hans, sem flutti hann heim á leið. Forseti Uruguay, Benito Nar- done, fylgdi Eisenhower út á flugvöllinn. Gáfu þeir út sameig- inlega yfirlýsingu, þar sem þeir lýsa því yfir, að virðing fyrir mannréttindum tengi lönd þeirra saman. A flugvellinum var fremur fá- mennt og kom ekki til neinna uppþota með sama hætti og urðu daginn áður í Montevideo. Frá bænum Paramaribo í hol- lenzku Guiana berast þær fregn- ir, að flugvél Eisenhowers hafi orðið að nauðlenda þar vegna þess að einn hreyfill hennar bil- aði. Engin hætta var þó á ferð- um og gat flugvélin haldið för sinni áfram á þremur hreyflum. í Paramaribo var gert skjótlega við hinn bilaða hreyfil. Síðan var ferðinni haldið áfrarrv vt yfir Karibahaf. hlíðargeymarnir hefðu verið tóm ir orðnir um hádegisbilið. Ekki kvaðst hitaveitustjóri geta skýrt hvað því valdi að menn láti svo almennt vatn rénna inn á hús sín um nætur. En víst er að í gær hefðu margir orðið að sitja í köldum íbúðum sínum vegna þessa taumlausa nætur- rennslis. Fyrir nokkrum nóttum bilaði hitaveituæð í hverfi einu í Vest- urbænum, þar sem yfirleitt eru allt nýleg hús, með tvöföldum rúðum í gluggum flestra hús- anna. Þegar farið var að loka fyrir æðina kom í ljós að vatns- rennslið var gífurlegt til hús- anna. En það sem vakti furðu viðgerðarmannanna, var að í hverfinu „virtust öll hús í fasta svefni." — Utan úr heimi Framh. af bls. 12. fullur kosningaréttur. — í reynd- inni hafa nefnilega negrar, sér- staklega í Suðurríkjunum, ekki kosningarétt nema í orði kveðnu. Samkvæmt hinum almennu lög- um Bandaríkjanna eiga þeir raun verulega að hafa þennan rétt, en hin einstöku ríki hafa sett ýmsar hindranir til þess að koma í veg fyrir, að negramir gætu neytt hans. Einn helzti leiðtogi stjórnmála mannanna frá 'Suðurríkjunum, Richard Russel frá Georgíu, hef- ur strengt þess heit, að baráttan um þetta mál skuli vera hörð. Þeir Suðurríkjamenn hyggjast beita málþófsaðferðinni — það er að segja tala til skiptis þetta sjö til átta klukkustundir í einu — og krefjast þess öðru hverju, að rannsakað verði, hvort öld- ungadeildin sé raunverulega bær að taka ákvörðun um málið. Þá er skylt að fjalla um það — og tekur það vanalega eina til tvær klukkustundir. En Lyndon Johnson og fylgis- menn hans eru jafneinbeittir. Hann er ákveðinn í því að tryggja þessa lagasetningu - enda þótt það kunni að valda meiri eða minni klofningi í Demó kratafglokknum. Johson telur, að ekki verði hjá því komizt að koma á fastri og óvefengj anlegri skipan þe«sa máls. án frekari taf- ar. Kennslo léll niður vegnn dveðurs NESKAUPSTAÐ, 3. marz: — Allmikið hefir snjóað hér undan- farið og í gærkvöldi gerði bleytu stórhríð fcér í bænum. en ki. 23.00 skaii á stórrigning. Síðan frysti af'ur og undir morgun hvessti á ný. Kennsla féll niður fyrri hluta dags í dag vegna ó- verðursins. Illfæn er nú um bæ- inn nema aðalgötuna. Ófært um sveitina Öfært er um sveitina, en unn- ið var að snjómokstri með jarð- ýtu í morgun. Vegna hvassviðris var því hætt, en ráðgert er að byrja aftur kl. 16 í dag. Mjólk hefir ekki verið sótt á bæina frammi í. sveitinni, en verður flutt í mjólkurstöðina síðdegis, annað hvort á bíl eða á sleða, sem jarðýta dregur, ef ekki tekst að gera akfært. — FréttaritarL Sandgerðisbátar SANDGERÐI, 3. marz. — f gær voru 18 bátar á sjó. Fengu þeir samtals Í77 tonn. Víðir II. var aflahæstur með 23,5 lestir, Guð- björg með 15.3 og Hamar 14. — Axel. Alúðar þakkir fyrir allan hlýhug mér auðsýndan á fimmtugsafmæli mínu 28. febrúar síðastliðinn. Þuríður Baldvinsdóttir, Grund. Dóttir mín og systir SIGRÍÐUR K. GUÐMUNDSDÓTTIR lézt að heimili sínu Bergstaðastræti 32 B. 2. þ.m. Jarðar- 1 förin ákveðin síðar. Ástríður Jónsdóttir, Jón Guðmundsson. Móðir okkar og systir ÞÓRDlS J. GUÐMUNDSDÓTTIR Lokastíg 17, lézt í Bæjarsjúkrahúsinu 2. marz s.l. Guðm. Eiríksson, Steinunn Guðmundsdóttir, Hrafnhildur Eiríksdóttir, Jón Guðmundsson. Fósturfaðir okkar KRISTOFER JÓNSSON andaðist að heimili sínu Hamri Borgarnesi 1. marz. Sigurbjöm Unnar Davíðsson, Kristján Jóhannesson. Móðir okkar GUÐRlÐUR ÓLAFSDÓTTIR prestsekkja frá Húsavík, verður jarðsett frá Fossvogskirkju í dag föstudaginn 4. marz kl. 13,30. Börnin. Móðir okkar VALGERÐUR JÓNSDÓTTIR frá Götuhúsum, verður jarðsungin laugard. 5. marz kl. 2 frá heimili sínu Sunnutúni, Stokkseyri. Böm hinnar látnn Elsku litli drengurinn okkar og bróðir BALDVIN RÚN'AR sem lézt af slysförum 26. febr. verðu^ jarðsunginn frá, Keflavíkurkirkju laugard. 5. marz. Athöfnin hefst á heimili hans Sunnubraut 4 Keflavík kL 2 e.h. Valgerður Baldvinsdóttir, Gunnar Jóhannsson, og systkini. Faðir okkar, tengdafaðir og afi EIRlKUR JÓHANNESSON sem andaðist 29. f.m., verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju þriðjudaginn 8. marz kl. 3 e.h. Ólöf Eiriksdóttir, Gunnhildur Eiríksdóttir, Dagbjört Eiríksdóttir, Hermann Jónsson, Jónína Eiríksdóttir, Jón Hermannsson, Hermann Eiríksson, Ingigerður Sigmundsdóttir, og barnaböra. Mínar hjartans þakkir færi ég öllum nær og fjær, sem hafa sýnt mér svo innilega samúð við andlát og jarðar- för sonar mins EIRlKS STEINGRlMSSONAR vélstjóra. Guð blessi ykkur öll. Halla Eiríksdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.