Morgunblaðið - 04.03.1960, Síða 24

Morgunblaðið - 04.03.1960, Síða 24
V E Ð R I Ð Sjá veðurkort á bls. 2. trguitMaMfe 53. tbl. — Föstudagur 4. marz 1960 SUS-síða Sjá blaðsíðu 17. Agadir 50 þúsund manna borg í rústum íslandi dollara veitt 20 milljón yfirdráttarheimild Stuðningur Efnahagssamvinnustofnunar Evrópu við efnahagslaga viðreisn landsins UPPLÝSINGADEILD Efnahagssamvinnustofnunar Evrópu í París hefur gefið út fréttatilkynningu um, að stofnunin hafi veitt íslandi 12 milljón dollara yfirdráttarheimild úr sjóði, sem hefur það markmið að stuðla að efnahagslegri viðreisn í löndum Evrópu. Jafnframt hafi Alþjóða-gjaldeyrissjóður- inn veitt íslandi 8,4 millj. dollara yfirdráttarheimild í sama skyni. — AUÐVELDI SÖLU ÍSL. AFURÐA í tilkynningunni er síðan skýrt frá því, hvaða ráðstaf- anir ríkisstjórn íslands hafi gert til þess að skapa jafn- vægi í efnahagsmálum lands- ins. Að lokum er þess getið að meðlimir Efnahagssamvinnu- stofunar Evrópu hafi verið hvattir til þess að auðvelda sölu á íslenzkum afurðum á heimamörkuðum sínum og stuðla þar með að því að ís- lendingum takist að koma efnahagsmálum sínum á heil- brigðan grundvöll, eins og að sé stefnt með ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar. Samkomur í Dómkirkjunni KRISTILEGT Stúdentafélag gengst fyrir almennum samkom um í Dómkirkjunni í kvöid og annað kvöld. í kvöld talar herra Sigurbjörn Einarsson biskup, en annað kvöld herra Bjarni Jónsson, vígslubiskup. Ungir menn munu leiða samkomurnar með stuttri ræðu sitthvort kvöldið. Mikill söngur verður á samkomum þess um bæði einsöngur og kórsöng- ur. ÁSTANDIÐ er nú hræði- □ legt í Agadir í Marokkó. Borgin hrundi að mestu í jarðskjálftunum aðfarar- nótt þriðjudagsins. Yfir 2 þúsund lík hafa nú verið grafin úr rústunum og enn munu yfir 3000 liggja undir rústunum. Ákveðið hefur verið að jafna alla borgina við jörðu og reisa aðra alger- lega nýja á þeim stað. Myndin var tekin úr flugvél í fyrradag yfir Agadir og sýnir hrunið hverfi borgarinnar. □ Aðstoð til Agadir RAUÐI KROSS fslands á- kvað á fundi sínum í gær að gangast fyrir hjálp til hins bágstadda fólks á jarð- skjálftasvæðinu í Agadir eft- ir því sem efni og aðstæður leyfa. Mun skrifstofa Rauða Krossins í Thorvaldsens- stræti 6 veita fjórframlögum viðtöku í því skyni næstu daga kl. 1—5 síðd. til föstu- dagsins 11. þ.m. □- -□ Ráðnar flugfreyjur FYRIR nokkru var sagt frá því hér í blaðinu að Pan Frímerkjamálið ; Unnar k/otvorur lœkka Innflutningsskrifstofan hef- ur ákveðið hámarksverð á eftirtöldum unnum kjötvör- um sem hér segir: Heildsölu- verð pr. kg. Vínarpylsiur kr. 23.50, kindabjúgu kr. 21.50, kjötfars kr. 14.75, kindakæfa kr. 29.30. Smásöluverð pr. kg. Vínarp. kr. 28.00, kindabj. kr. 26.00, kjötfars kr. 17.60 og kindakæfu kr. 38.00. Smásölu verð var áður sem hér segir: Vínarp. 28.65, kindabj. kr. 28.60, kjötfars kr. 19.00 og kindakæfa kr. 48.00. Prentarinn lét gera yfirprentun á haus Sjálfstœðisfólk Kópavogi í KVÖLD kl. 21 heltfcur Sjálf- stæðiskvennafélagið Edda í Kópavogi spilakvöld í Valhöll við Suðurgötu. EINN þáttur frímerkjamáls- ins, sem Þórður Björnsson, rannsóknardómari, hefur unn ið við að upplýsa, eru yfir- prentanir 35 aura frímerkj- anna með mynd af Heklu, sem gefin voru út 1948, en síðan voru yfirprentuð með 5 aura verðgildi 1954. í sam- bandi við yfirprentunina, sem fram fór í ríkisprentsmiðj- unni Gutenberg, urðu þau mistök að galli varð á yfir- prentun, en þær arkir, sem þannig prentuðust, voru tekn ar frá og fluttar í vörzlu póst- stjórnarinnar, því að þessi frí- merki áttu aldrei að komast á markaðinn. — 65,500 arkir höfðu verið yfirprentaðar. Misprentun á haus 9. jan. sl. óskaði póststjómin eftir því að rannsókn færi fram á því, að í umferð væru yfir prentuð frímerki með 5 aura yf- irpjentun, sem stóð á haus. Rannsókn þessa máls hefir leitt í ljós, að þrír menn hafa haft slík frímerki undir höndunv Sá, sem fyrstur kom fyrir rétt kvaðzt hafa keypt tvær arkir á póst- húsinu árið 1954. Nokkur þeirra sagðist hann hafa selt til Dan- merkui og þau síðan komið aft- ur inngað til lands. Næsti skýrði frá því, að hann hefði keypt þrjór slíkar arkir í pósthúsinu og hefði yfirprentunin verið skökk en ekki á hvolfi. Hann kvaðzt ekk- ert þeirra hafa selt, en ekki gat hann fundið þau eða vísað á. Þriðji maðurinn er Friðrik Ágústsson, Hæðagarði 48. Hann var prentari í Guten- berg þegar yfirprentun um- ræddra frímerkja stóð þar yfir. Hann hefði keypt óyfir- prentaða örk af frímerkjum þessum i þeim tilgangi að fá hana yfirprentaða á hvolfi. Og hafði hann fengið stúlku til þess, sem prentunina annað- ist. Þess er að geta, að stúlk- an telur sig ekki muna eftir þessu atviki. — Friðrik segist hafa tekið örkina og stungið henni í hirzlur hjá sér og síð- an gleymt henni. 1957 barst örkin í tal við Jónas Hall- grímsson fulltrúa, en hann hafði stundum látið Friðrik hafa svonefnd fyrsta dags um- fclög með frímerkjum, ýmist gegn endurgjaldi eða án þess. — Það varð úr að Jónas fékk örkina hjá Friðrik án endur- gjalds. Voru frímerkin illa farin og 10 þeirra ónýt orð- in. Ekki hafði Friðrik sagt Jónasi hvernig örkin var til komin. Jónas hafði nú selt 10 þess- ara merkja, þar af 9 hér inn- anlands, en eitt erlendis, sem slegið var á frímerkjauppboði í Þýzkalandi fyrir 7 sterlings- pund. Þau 30 frímerki, sem eftir eru af þessari örk, af- henti Jónas rannsóknardóm aranum. Senn mun mál þetta verða sent dómsmálaráðuneytinu. American-flugfélagið hefði valið til frekari reynslu tvær stúlkur úr hópi fimmtíu stúlkna, er sóttu um flug- freyjustörf hjá félaginu. Fóru þær, Valgerður Jónsdóttir og Alda Guðmundsdóttir, til Helsinki í vikunni og komu heim í fyrradag. Voru endanlega ráðnar Þær stöllur voru endanlega ráðnar í starfið og eiga að fara utan til New York 20. april nk. Blaðið hafði tal af þeim í gær og létu þær vel af förinni til Helsinki. Höfðu þær hitt þar að máli þriggja manna nefnd, sem spurði þær almennra spurninga einkum til að reyna betur mála- kunnáttu þeirra. í Helsinki höfðu þær sólarhringsviðdvöl. 300 dollarar á mánuði f fyrstu eiga stúlkurnar að dveljast í New York og ganga þar á flugfreyjuskóla Pan American félagsins og læra þar allar þær dyggðir, sem flugfreyj- ur má prýða, og í júní taka þær væntanlega til starfa. Launin eru 300 dollarar á mánuði og hækka eftir sex mánuði. Flug- tími samkvæmt samningi þeirra verður 85 stundir á mánuði. Pan American mun greiða fyrir þeim um útvegun húsnæðis, en þó hafa þær frjálsar hendur um bústaðar vaL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.